Gera kröfu um að Play gangi til kjarasamninga

ASÍ gerir kröfu um að flugfélagið Play gangi til kjarasamninga um kjör starfsmanna sinna áður en það hefur sig til flugs.

Play flugfélag
Auglýsing

Vegna áforma um stofnun nýs íslensks flug­fé­lags, Play, hefur Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) sent frá sér til­kynn­ingu um að gerð verði krafa um að flug­fé­lagið gangi til kjara­samn­inga um kjör starfs­manna sinna áður en það hefur sig til flug­s. 

„ASÍ mun ekki láta það yfir íslenskt launa­fólk ganga að félags­leg und­ir­boð og lög­brot fyr­ir­tækja eins og Pri­mera Air verði end­ur­tekin eða látin átölu­laus af stjórn­völd­um,“ segir í til­kynn­ingu ASÍ.

Ógrynni af fólki ráðið á næst­unni

Nýtt ­ís­lenskt lág­far­gjalda­flug­fé­lag kynnti vöru­merkið sitt og fyr­ir­hug­aða starf­semi á kynn­ing­ar­fundi í Perlunni í morg­un. 

Unnið hefur verið að stofnun félags­­ins í nokkra mán­uði en lyk­il­­fólk í hópnum á bak við ­stofnun félags­­ins eru fyrr­ver­andi stjórn­­endur hjá WOW a­ir. Það var mótað undir vinnu­heit­in­u WA­B A­ir en mun heita Play.

Arnar Már Magn­ús­­son, nýr for­­stjóri flug­­­fé­lags­ins, vildi ekki svara því hvenær fyrsta flug­ Pla­y yrði en sagði á kynn­ing­unni að það myndi verða gefið út þegar sala miða hefst síðar í þessum mán­uði. Arnar Már sagði jafn­framt að félagið þyrfti að ráða inn „ógrynni“ af fólki á næst­unni.

Auglýsing

„Við erum íslenskt flug­­­fé­lag með höf­uð­­stöðvar á Íslandi og verðum með íslenska samn­inga við starfs­­fólk. Það eru allir vel­komnir til okk­­ar, Íslend­ingar og aðr­ir,“ sagði Arnar Már.

Félags­legt und­ir­boð ekki í boði

Í kjöl­farið sendi ASÍ frá­ til­kynn­ing­u þar sem tekið er fram að ASÍ geri kröfu um að fyr­ir­tæk­ið, líkt og aðrir atvinnu­rek­endur sem starfa hér á landi, gangi til kjara­samn­inga fyrir fyrsta flug. 

„ASÍ treystir því að hið nýja fyr­ir­tæki ætli sér ekki að keppa á íslenskum flug- og ferða­mark­aði á grund­velli félags­legra und­ir­boða. ASÍ mun ekki láta það yfir íslenskt launa­fólk ganga að félags­leg und­ir­boð og lög­brot fyr­ir­tækja eins og Pri­mera Air verði end­ur­tekin eða látin átölu­laus af stjórn­völd­um,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent