Gera kröfu um að Play gangi til kjarasamninga

ASÍ gerir kröfu um að flugfélagið Play gangi til kjarasamninga um kjör starfsmanna sinna áður en það hefur sig til flugs.

Play flugfélag
Auglýsing

Vegna áforma um stofnun nýs íslensks flug­fé­lags, Play, hefur Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) sent frá sér til­kynn­ingu um að gerð verði krafa um að flug­fé­lagið gangi til kjara­samn­inga um kjör starfs­manna sinna áður en það hefur sig til flug­s. 

„ASÍ mun ekki láta það yfir íslenskt launa­fólk ganga að félags­leg und­ir­boð og lög­brot fyr­ir­tækja eins og Pri­mera Air verði end­ur­tekin eða látin átölu­laus af stjórn­völd­um,“ segir í til­kynn­ingu ASÍ.

Ógrynni af fólki ráðið á næst­unni

Nýtt ­ís­lenskt lág­far­gjalda­flug­fé­lag kynnti vöru­merkið sitt og fyr­ir­hug­aða starf­semi á kynn­ing­ar­fundi í Perlunni í morg­un. 

Unnið hefur verið að stofnun félags­­ins í nokkra mán­uði en lyk­il­­fólk í hópnum á bak við ­stofnun félags­­ins eru fyrr­ver­andi stjórn­­endur hjá WOW a­ir. Það var mótað undir vinnu­heit­in­u WA­B A­ir en mun heita Play.

Arnar Már Magn­ús­­son, nýr for­­stjóri flug­­­fé­lags­ins, vildi ekki svara því hvenær fyrsta flug­ Pla­y yrði en sagði á kynn­ing­unni að það myndi verða gefið út þegar sala miða hefst síðar í þessum mán­uði. Arnar Már sagði jafn­framt að félagið þyrfti að ráða inn „ógrynni“ af fólki á næst­unni.

Auglýsing

„Við erum íslenskt flug­­­fé­lag með höf­uð­­stöðvar á Íslandi og verðum með íslenska samn­inga við starfs­­fólk. Það eru allir vel­komnir til okk­­ar, Íslend­ingar og aðr­ir,“ sagði Arnar Már.

Félags­legt und­ir­boð ekki í boði

Í kjöl­farið sendi ASÍ frá­ til­kynn­ing­u þar sem tekið er fram að ASÍ geri kröfu um að fyr­ir­tæk­ið, líkt og aðrir atvinnu­rek­endur sem starfa hér á landi, gangi til kjara­samn­inga fyrir fyrsta flug. 

„ASÍ treystir því að hið nýja fyr­ir­tæki ætli sér ekki að keppa á íslenskum flug- og ferða­mark­aði á grund­velli félags­legra und­ir­boða. ASÍ mun ekki láta það yfir íslenskt launa­fólk ganga að félags­leg und­ir­boð og lög­brot fyr­ir­tækja eins og Pri­mera Air verði end­ur­tekin eða látin átölu­laus af stjórn­völd­um,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent