„Þetta lýsir gríðarlegum fordómum gagnvart innflytjendum á vinnumarkaði“

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir harðlega ummæli ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins í pallborðsumræðum um stöðu erlends starfsfólks hér á landi.

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

„Fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra ráðuneytis vinnumarkaðar og málefna innflytjenda. Þetta lýsir gríðarlegum fordómum gagnvart innflytjendum á vinnumarkaði og gríðarlegu áhugaleysi ráðuneytis og ráðuneytisstjóra þess ráðuneytis á að sinna málefnum þessa hóps.“ 

Þetta sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag og vísaði þar til ummæla ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins í pallborði um málefni erlends starfsfólks á Íslandi á Þjóð­ar­spegli Háskóla Íslands í síðustu viku. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, átti að taka þátt í pallborðinu en forfallaðist vegna anna en send­i í staðinn ráðu­neyt­is­stjór­a sinn Gissur Pét­urs­son. 

Ummæli ráðuneytisstjóra þvert á framkvæmdaáætlun stjórnvalda

Þorsteinn sagði að ummæli Gissurar í pallborði hefðu verið ansi sláandi. Hann sagði að Gissur hefði meðal annars sagt að hann teldi ekki ástæðu til að fræða innflytjendur um réttindi sín á vinnumarkaði heldur væri það á ábyrgð innflytjenda að afla sér upplýsinga. Auk þess hefði hann sagt að það þýddi ekk­ert að styrkja íslensku­kennsl­u þar sem inn­flytj­endur nenntu ekki að læra tungu­mál­ið og enn fremur hefði hann sagt hversu gott það væri að losna við fólk af íslenskum vinnumarkaði í þessu samhengi. 


Auglýsing

Þorsteinn sagði að þessi ummæli gengu þvert á framkvæmdaáætlun í málefnum inn­flytj­enda sem samþykkt var á Alþingi fyrir þremur árum síðan. Hann spurði því ráðherra hvort þetta væri stefna ráðherra og stefna stjórnvalda í málefnum innflytjenda.

Ásmundur Einar svaraði því næst Þorsteini og sagði að auðvitað væri unnið eftir framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda og að engin stefnubreyting hefði orðið þar á. 

Hann sagðist jafnframt hafa heyrt fregnir af þessum panel og þeim umræðum sem áttu sér stað þar. Auk þess hefði hann heyrt af pistli sem ritaður var af Sabine Leskopf, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, sem birtur var hér á Kjarnanum í síðustu viku, en að hann hefði ekki haft tækifæri til að setja sig ofan í þann pistil. 

Ekki í stakk búinn til að svara fyrir ummælin

Ásmundur Einar sagði jafnframt að ríkisstjórnin hefði gert margt gott þegar kæmi að þessum málaflokki og að auknar fjárveitingar væru væntanlegar á næstu árum. Hann bað Þorstein um að benda á aðgerðir ríkisstjórnarinnar þar sem skert hefði verið á réttindum innflytjenda eða ekki gengið nógu langt í þjónustu við innflytjendur. 

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Mynd:Bára Huld Beck.Þá sagði Þorsteinn að það væri alveg rétt að aukið hefði verið fjármagn til kvótaflóttamanna en að þetta mál varðaði allan þann stóra hóp innflytjenda sem vinnur hér á landi. Hann sagði að tryggja þyrfti réttarstöðu þessa hóps og sýna því raunverulegan áhuga að taka á kerfisbundnum brotum á þeim á vinnumarkaði. 

Enn fremur spurði Þorsteinn ráðherra hvort að honum hugðist að leiðrétti þessi ummæli ráðuneytisstjóra eða biðjast afsökunar á þeim.

Ásmundur Einar sagði að hann væri ekki í stakk búinn til að svara fyrir þessi ummæli þar sem hann hefði ekki séð upptökur eða útprentanir af þessum pallborðsumræðum en ítrekaði að stefna stjórnvalda í málefnum innflytjenda væri algjörlega óbreytt. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent