Danmörk helsti áfangastaður brottfluttra Íslendinga

Á þriðja ársfjórðungi ársins fluttust 880 Íslendingar til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Á sama ársfjórðungi fluttust 1.560 einstaklingar til landsins umfram brottflutta.

Nørrebro í Kaupmannahöfn
Nørrebro í Kaupmannahöfn
Auglýsing

Meiri­hluti íslenskra ­rík­is­borg­ara sem fluttu frá land­inu á þriðja árs­fjórð­ungi 2019 flutti til Dan­merk­ur, Nor­egs og Sví­þjóðar eða alls 880 Íslend­ing­ar. Þá var Dan­mörk helsti áfanga­stað­ur­inn en þangað flutt­ust alls 500 manns. Flestir aðfluttir íslenskir rík­is­borg­ara komu jafn­framt frá þessum þremur löndum eða alls 670 manns. Frá þessu er greint á vef Hag­stofu Íslands. 

Fleiri flytja til Íslands en af landi brott

Í lok þriðja árs­fjórð­ungs þessa árs bjuggu 362.860 manns á Íslandi, 186.220 karlar og 176.640 kon­ur. Lands­mönnum fjölg­aði um 2.470 á árs­fjórð­ungn­um. Alls fæddust 1.250 börn en 540 ein­stak­lingar lét­ust. 

Á sama tíma flutt­ust 1.560 ein­stak­lingar til lands­ins umfram brott­flutta. Brott­fluttir ein­stak­lingar með íslenskt rík­is­fang voru 210 umfram aðflutta, en aðfluttir erlendir rík­is­borg­arar voru 1.770 fleiri en þeir sem flutt­ust frá land­inu.

Auglýsing

Af þeim 1.280 erlendu rík­is­borg­urum sem flutt­ust frá land­inu fóru flestir til Pól­lands, eða 370 manns. Pól­land var jafn­fram­t ­upp­runa­land flestra erlendra rík­is­borg­ara, en þaðan flutt­ust 790 til lands­ins af alls 3.050 erlendum inn­flytj­end­um. Lit­háen kom næst, en þaðan flutt­ust 250 erlendir rík­is­borg­arar til lands­ins. 

Í heild­ina bjuggu í lok ann­ars árs­fjórð­ungs 48.640 erlendir rík­is­borg­arar á Íslandi, eða 13,4 ­pró­sent af heild­ar­mann­fjölda.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent