Særún Ósk nýr samskiptastjóri Haga

Særún Ósk Pálmadóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Haga. Hún starfaði áður sem samskiptaráðgjafi ráðgjafastofunnar Aton.JL.

Auglýsing
Særún Ósk Pálsdóttir Mynd:Lárus Karl Ingason.

Særún Ósk Pálma­dóttir hefur verið ráðin sam­skipta­stjóri Haga hf. Staðan er ný innan fyr­ir­tæk­is­ins en mark­mið stöð­unnar er meðal ann­ars að gera boð­leiðir skýr­ari og mark­viss­ari innan Haga og dótt­ur­fyr­ir­tækja. 

Særún hefur reynslu á sviði sam­skipta­ráð­gjafar og kemur til Haga frá ráð­gjafa­stof­unni Aton.JL, áður Aton, þar sem hún starf­aði sem sam­skipta­ráð­gjafi síð­ast­liðin þrjú ár.

Særún var einnig kynn­ing­ar­stjóri tón­list­ar­há­tíð­ar­innar Myrkir mús­ík­dagar á árunum 2018 og 2019 og hefur hún einnig starfað sem sér­fræð­ingur í sam­skiptum hjá hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­inu Tempo og verk­efna­stjóri hjá Opna háskól­anum í HR.

Auglýsing

Særún er með M.Sc. gráðu í almanna­tengslum með áherslu á krísu­sam­skipti frá Háskól­anum í Lundi í Sví­þjóð og Háskól­anum í Stir­l­ing í Skotlandi, sem og B.Sc. gráðu í við­skipta­fræði frá Háskól­anum í Reykja­vík.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent