Leggja til að lögskilnaður verði einfaldaður

Sjö þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram frumvarp um breytingu á hjúskaparlögum. Meðal annars er lagt til að lögskilnaður á grundvelli heimilisofbeldis verði gerður að raunhæfu úrræði fyrir þolendur slíkra brota.

Skilnaður
Auglýsing

Lagt hefur fram frum­varp til laga um breyt­ingu á hjú­skap­ar­lög­um. Fyrsti flutn­ings­maður er Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­maður Við­reisn­ar, en með honum eru sex þing­menn úr hans eigin flokki sem og Pírötum og Vinstri græn­um.

Sam­bæri­legt frum­varp var lagt fram á síð­asta þingi en hlaut ekki afgreiðslu og er það nú lagt fram með tölu­verðum breyt­ingum og við­bótum í grein­ar­gerð.

Með frum­varp­inu eru lagðar til ferns konar breyt­ingar á hjú­skap­ar­lög­um. Í fyrsta lagi er lagt til að tíma­mörk lög­skiln­aðar verði hin sömu hvort sem hann er að kröfu ann­ars hjóna eða beggja. Í öðru lagi er lagt til að lög­skiln­aður verði ein­fald­aður þegar hjón eru ekki ein­huga um að leita hans og tryggja fólki jafn­framt aukið frelsi við ákvörðun hjú­skap­ar­skrán­ingar sinn­ar. 

Í þriðja lagi er lagt til að lög­skiln­aður á grund­velli heim­il­is­of­beldis verði gerður að raun­hæfu úrræði fyrir þolendur slíkra brota. Í fjórða lagi er hér lagt til að sátta­um­leitan verði færð í form sam­tals um for­sjá barna. Mark­mið fram­an­greindra breyt­inga er að styrkja stöðu þolenda ofbeldis og tryggja rétt þeirra til að slíta hjú­skap.

Auglýsing

„Hjú­skapur er lög­bundið og form­lega stað­fest sam­komu­lag tveggja ein­stak­linga um að verja líf­inu saman og deila ábyrgð á heim­ili og börn­um. Hjú­skap fylgja jafn­framt skyldur til trú­mennsku og fram­færslu sem og réttur til erfða falli annað hjóna frá. Grund­völlur hjú­skapar er sam­komu­lagið og getur fólk und­ir­geng­ist og fallið frá því sam­komu­lagi á eigin for­send­um, að laga­legum skil­yrðum upp­fyllt­u­m,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Þá kemur fram að töl­fræði­gögn Hag­stofu Íslands sýni að um 85 pró­sent skiln­aða að borði og sæng ljúki með lög­skiln­aði. Engin gögn séu til um það á hvaða tíma­bili skiln­aðar að borði og sæng þau 15 pró­sent hjóna sem ekki óska lög­skiln­aðar taki saman á ný. Þá sé heldur engum opin­berum upp­lýs­ingum til að dreifa um hversu hátt hlut­fall hjóna sem slíta sam­vistum vegna ósam­lyndis krefj­ist að end­ingu lög­skiln­að­ar. Ætla verði að hálft ár í kjöl­far skiln­aðar að borði og sæng og heilt ár í kjöl­far sam­vistaslita vegna ósam­lyndis dugi fólki til sátta þegar grund­völlur sé á annað borð til staðar fyrir sátt­um. Sé grund­völlur fyrir sáttum sé fólki einnig heim­ilt að taka lengri tíma til þess en þann lág­marks­tíma sem kveðið er á um í lög­um.

Mik­il­vægt að gild­andi hjú­skap­ar­lög spegli tíð­ar­anda

Gild­andi hjú­skap­ar­lög voru sett árið 1993 en ákvæði þeirra um hjóna­skiln­aði eru að mörgu leyti áþekk ákvæðum eldri laga um hjú­skap um stofnun og slit hjú­skap­ar, sem einnig höfðu tekið tak­mörk­uðum breyt­ing­um, að því leyti sem frum­varp þetta tekur til, frá enn eldri lögum að und­an­skil­inni jöfnun tíma­marka milli ákvæða.

Mik­il­vægt er að mati flutn­ings­manna að gild­andi hjú­skap­ar­lög spegli tíð­ar­anda. „Hafa sam­fé­lags­legar áherslur tekið nokkrum breyt­ingum til dags­ins í dag, meðal ann­ars þegar litið er til hlut­verka og valda­stöðu kynj­anna á heim­il­inu og ein­stak­lings­frelsis auk stöðu og mik­il­vægis hjóna­bands­ins sem grund­vallar­ein­ingar í sam­fé­lag­in­u,“ segir í grein­ar­gerð­inni með frum­varp­inu.

Ekki jafn­sterk rök fyrir hinum víð­tæku tak­mörk­unum fyrir lög­skiln­aði 

Þá kemur enn fremur fram að þrátt fyrir að hjóna­bandið sé mik­il­væg grunn­ein­ing sam­fé­lags­ins hafi vægi hjóna­bands­ins minnkað með til­komu fjöl­breytt­ari sam­búð­ar­for­ma, auknum sam­fé­lags­legum stuðn­ingi við ein­stæða for­eldra og við­ur­kenn­ingu sam­fé­lags­ins á ólíku fjöl­skyldu­mynstri. Eru því að mati flutn­ings­manna ekki jafn­sterk rök fyrir hinum löngu tíma­mörkum og víð­tæku tak­mörk­unum fyrir lög­skiln­aði og voru á fyrri tím­um, sér­stak­lega þar sem tíma­mörkin og tak­mark­an­irnar reyn­ast þolendum ofbeldis í hjú­skap afar íþyngj­andi.

Í grein­ar­gerð­inni segir að við vinnslu frum­varps­ins hafi verið leitað sem víð­tæk­asts sam­ráðs við sam­tök og fólk sem hefur reynslu og sér­þekk­ingu á sviði hjú­skap­ar- og heim­il­is­of­beld­is­mála, með við­tölum og fund­um. Hafi meðal ann­ars verið rætt við lög­fræð­inga frá sýslu­manni, Kvenna­at­hvarf­inu og lög­regl­unni og fundað með fólki sem hefur rek­ist á veggi lag­anna við að leita skiln­aðar eftir að hafa mátt þola ofbeldi af hálfu maka.

Skiln­að­ar­ferlið reyn­ist þolendum ofbeldis flókið og þungt

Í sam­ráð­inu hafi meðal ann­ars komið fram að skiln­að­ar­ferlið reyn­ist þolendum ofbeldis flókið og þungt þegar sam­eig­in­legar eignir og börn eru til stað­ar. Í mörgum til­vikum hafi dvöl kvenna í Kvenna­at­hvarf­inu lengst vegna þess að þar til skiln­aður er geng­inn í gegn eigi þær ekki rétt á fjár­hags­legum stuðn­ingi, fullum barna­bótum og annarri félags­að­stoð sem þær ættu væru þær skráðar ein­stæðar mæð­ur.

„Því lengur sem skiln­aður dregst, þeim mun lík­legra er að þær leiti aftur á heim­ili ofbeld­is­manna sem er að mati flutn­ings­manna óboð­leg staða. Þá kom einnig fram að sam­kvæmt kenn­ingum fræði­manna eru ofbeld­is­á­hrif ger­enda enn til staðar löngu eftir að sótt hefur verið um skilnað sem hvort tveggja rennir frek­ari stoðum undir fram­an­greinda nálgun og er til marks um að ákvæði 35. gr. hjú­skap­ar­laga sé sér­stak­lega ósann­gjarnt og íþyngj­andi fyrir þolendur heim­il­is­of­beld­is,“ segir jafn­framt í grein­ar­gerð­inni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lóa Margrét Hauksdóttir
Börnin í heiminum eiga öll að hafa það gott!
Kjarninn 20. nóvember 2019
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent