Leggja til að maki geti einhliða krafist skilnaðar

Þingmenn úr Viðreisn, Samfylkingunni, VG og Pírötum vilja jafna rétt fólks til lögskilnaðar óháð því hvort hann er að kröfu annars hjóna eða beggja.

Skilnaður
Auglýsing

Lagt hefur verið fram frum­varp á Alþingi til laga um breyt­ingar á hjú­skap­ar­lög­um. Fyrsti flutn­ings­maður er Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­maður Við­reisnar og með honum eru tíu þing­menn úr hans eigin flokki, Sam­fylk­ing­unni og Vinstri grænum og Píröt­um.

Mark­miðið með frum­varp­inu er að jafna rétt fólks til lög­skiln­aðar óháð því hvort hann er að kröfu ann­ars hjóna eða beggja. Þá er í frum­varp­inu lagt til að lág­marks­tími frests til að krefj­ast lög­skiln­aðar í kjöl­far sam­vistaslita vegna ósam­lyndis hjóna verði stytt­ur.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segir að hjú­skapur sé lög­bundið og form­lega stað­fest sam­komu­lag tveggja ein­stak­linga til að verja líf­inu saman og deila ábyrgð á heim­ili og börnum sín á milli. Hjú­skap fylgi jafn­framt skyldur til trú­mennsku og fram­færslu sem og réttur til erfða falli annað hjóna frá. Grund­völlur hjú­skapar sé sam­komu­lagið og sé við­ur­kennt á Vest­ur­löndum að fólk geti fallið frá því sam­komu­lagi.

Auglýsing

Sam­kvæmt gild­andi hjú­skap­ar­lögum er lög­skiln­aður kræfur hálfu ári frá því að leyfi hefur verið gefið út til skiln­aðar að borði og sæng séu hjón á einu máli um að leita skiln­aðar en ári frá slíku leyfi sé skiln­aðar kraf­ist af hálfu ann­ars hjóna. Hafi hjón slitið sam­vistir vegna ósam­lynd­is, án þess að leyfi til skiln­aðar að borði og sæng hafi verið veitt, getur hvort hjóna kraf­ist lög­skiln­aðar þegar sam­vista­slit hafa staðið í tvö ár hið skemmsta.

Of ­þröng heim­ild til að krefj­ast lög­skiln­aðar

Í grein­ar­gerð­inni kemur enn fremur fram að áhrif þess­ara reglna séu meðal ann­ars þau að í til­vikum þar sem annað hjóna leit­ast eftir því að losna úr hjú­skap þar sem and­legu eða lík­am­legu ofbeldi hefur verið beitt þá hafi hitt í hendi sér að tefja skiln­að­inn í langan tíma. Í hjú­skap­ar­lögum sé þröng heim­ild til að krefj­ast lög­skiln­aðar ef annað hjóna hefur orðið upp­víst að lík­ams­árás eða kyn­ferð­is­broti sem bitnar á hinu eða barni sem býr hjá þeim. Annað hjóna geti þá kraf­ist lög­skiln­aðar að því skil­yrði upp­fylltu að verkn­aður hafi verið fram­inn af ásettu ráði og valdið tjóni á lík­ama eða heil­brigði þess er fyrir verður ef lík­ams­árás er til að dreifa. 

Þessi heim­ild sé ann­ars vegar háð erf­iðri sönn­un­ar­stöðu þess maka sem krefst lög­skiln­aðar og hefur mögu­lega orðið fyrir ofbeldi og taki hins vegar ekki til and­legs ofbeld­is. Leiða verði líkur að því að and­legt ofbeldi sé algeng­ara í sam­böndum en lík­am­legt og að sama skapi erf­ið­ara eða ómögu­legt að gera að skil­yrði í lög­um, sem hægt sé að sýna fram á að sé full­nægt með hlut­lægum hætti.

Vilja rýmka rétt hjóna til að krefj­ast lög­skiln­aðar

Flutn­ings­menn telja því nauð­syn­legt að rýmka rétt hjóna til að krefj­ast lög­skiln­að­ar. Er því ann­ars vegar lögð til sú breyt­ing á ákvæðum hjú­skap­ar­lag­anna að réttur hjóna til skiln­aðar sé hinn sami óháð því hvort annað þeirra krefj­ist skiln­aðar eða bæði. Lagt er til að sam­kvæmt lög­unum geti maki ein­hliða kraf­ist skiln­að­ar. Þá er lagt til að bæði hjón eða maki geti kraf­ist lög­skiln­aðar að und­an­gengnum skiln­aði að borði og sæng þegar liðnir eru sex mán­uðir frá því að leyfi var gefið út til skiln­aðar að borði og sæng eða dómur gekk. Hins vegar er lögð til sú breyt­ing með frum­varp­inu að lág­marks­tími frests til að krefj­ast lög­skiln­aðar í kjöl­far sam­vistaslita vegna ósam­lyndis verði styttur úr tveimur árum í eitt ár.

„Töl­fræði­gögn Hag­stofu Íslands sýna að um 85 pró­sent skiln­aða að borði og sæng ljúki með lög­skiln­aði. Engin gögn eru til um það á hvaða tíma­bili skiln­aðar að borði og sæng þau 15 pró­sent hjóna sem ekki óska lög­skiln­aðar taki saman á ný. Þá eru engar opin­berar upp­lýs­ingar um hversu hátt hlut­fall hjóna sem slíta sam­vistir vegna ósam­lyndis krefj­ast lög­skiln­að­ar. Ætla verður að hálft ár í kjöl­far skiln­aðar að borði og sæng og heilt ár í kjöl­far sam­vistaslita vegna ósam­lyndis dugi fólki til sátta sé á annað borð grund­völlur fyrir sátt­um. Sé grund­völlur fyrir sáttum er fólki einnig heim­ilt að taka lengri tíma til að ná sáttum en þann lág­marks­tíma sem kveðið er á um í lög­um.“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Tíma­mörk núgild­andi hjú­skap­ar­laga ekki rétt­læt­an­leg

Að mati flutn­ings­manna eru tíma­mörk hjú­skap­ar­laga, sé þeim ætlað að fækka lög­skiln­uð­um, ekki rétt­læt­an­leg miðað við ann­ars vegar þung­ann og þján­ing­una sem ein­stak­lingur fastur í ofbeld­is­sam­bandi þurfi að þola meðan hann bíður eftir heim­ild til lög­skiln­að­ar, og hins vegar miðað við valdið sem ger­andi í slíku sam­bandi hafi yfir maka sínum á meðan skiln­aður er ekki geng­inn í gegn.

Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent