Leggja til að maki geti einhliða krafist skilnaðar

Þingmenn úr Viðreisn, Samfylkingunni, VG og Pírötum vilja jafna rétt fólks til lögskilnaðar óháð því hvort hann er að kröfu annars hjóna eða beggja.

Skilnaður
Auglýsing

Lagt hefur verið fram frum­varp á Alþingi til laga um breyt­ingar á hjú­skap­ar­lög­um. Fyrsti flutn­ings­maður er Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­maður Við­reisnar og með honum eru tíu þing­menn úr hans eigin flokki, Sam­fylk­ing­unni og Vinstri grænum og Píröt­um.

Mark­miðið með frum­varp­inu er að jafna rétt fólks til lög­skiln­aðar óháð því hvort hann er að kröfu ann­ars hjóna eða beggja. Þá er í frum­varp­inu lagt til að lág­marks­tími frests til að krefj­ast lög­skiln­aðar í kjöl­far sam­vistaslita vegna ósam­lyndis hjóna verði stytt­ur.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segir að hjú­skapur sé lög­bundið og form­lega stað­fest sam­komu­lag tveggja ein­stak­linga til að verja líf­inu saman og deila ábyrgð á heim­ili og börnum sín á milli. Hjú­skap fylgi jafn­framt skyldur til trú­mennsku og fram­færslu sem og réttur til erfða falli annað hjóna frá. Grund­völlur hjú­skapar sé sam­komu­lagið og sé við­ur­kennt á Vest­ur­löndum að fólk geti fallið frá því sam­komu­lagi.

Auglýsing

Sam­kvæmt gild­andi hjú­skap­ar­lögum er lög­skiln­aður kræfur hálfu ári frá því að leyfi hefur verið gefið út til skiln­aðar að borði og sæng séu hjón á einu máli um að leita skiln­aðar en ári frá slíku leyfi sé skiln­aðar kraf­ist af hálfu ann­ars hjóna. Hafi hjón slitið sam­vistir vegna ósam­lynd­is, án þess að leyfi til skiln­aðar að borði og sæng hafi verið veitt, getur hvort hjóna kraf­ist lög­skiln­aðar þegar sam­vista­slit hafa staðið í tvö ár hið skemmsta.

Of ­þröng heim­ild til að krefj­ast lög­skiln­aðar

Í grein­ar­gerð­inni kemur enn fremur fram að áhrif þess­ara reglna séu meðal ann­ars þau að í til­vikum þar sem annað hjóna leit­ast eftir því að losna úr hjú­skap þar sem and­legu eða lík­am­legu ofbeldi hefur verið beitt þá hafi hitt í hendi sér að tefja skiln­að­inn í langan tíma. Í hjú­skap­ar­lögum sé þröng heim­ild til að krefj­ast lög­skiln­aðar ef annað hjóna hefur orðið upp­víst að lík­ams­árás eða kyn­ferð­is­broti sem bitnar á hinu eða barni sem býr hjá þeim. Annað hjóna geti þá kraf­ist lög­skiln­aðar að því skil­yrði upp­fylltu að verkn­aður hafi verið fram­inn af ásettu ráði og valdið tjóni á lík­ama eða heil­brigði þess er fyrir verður ef lík­ams­árás er til að dreifa. 

Þessi heim­ild sé ann­ars vegar háð erf­iðri sönn­un­ar­stöðu þess maka sem krefst lög­skiln­aðar og hefur mögu­lega orðið fyrir ofbeldi og taki hins vegar ekki til and­legs ofbeld­is. Leiða verði líkur að því að and­legt ofbeldi sé algeng­ara í sam­böndum en lík­am­legt og að sama skapi erf­ið­ara eða ómögu­legt að gera að skil­yrði í lög­um, sem hægt sé að sýna fram á að sé full­nægt með hlut­lægum hætti.

Vilja rýmka rétt hjóna til að krefj­ast lög­skiln­aðar

Flutn­ings­menn telja því nauð­syn­legt að rýmka rétt hjóna til að krefj­ast lög­skiln­að­ar. Er því ann­ars vegar lögð til sú breyt­ing á ákvæðum hjú­skap­ar­lag­anna að réttur hjóna til skiln­aðar sé hinn sami óháð því hvort annað þeirra krefj­ist skiln­aðar eða bæði. Lagt er til að sam­kvæmt lög­unum geti maki ein­hliða kraf­ist skiln­að­ar. Þá er lagt til að bæði hjón eða maki geti kraf­ist lög­skiln­aðar að und­an­gengnum skiln­aði að borði og sæng þegar liðnir eru sex mán­uðir frá því að leyfi var gefið út til skiln­aðar að borði og sæng eða dómur gekk. Hins vegar er lögð til sú breyt­ing með frum­varp­inu að lág­marks­tími frests til að krefj­ast lög­skiln­aðar í kjöl­far sam­vistaslita vegna ósam­lyndis verði styttur úr tveimur árum í eitt ár.

„Töl­fræði­gögn Hag­stofu Íslands sýna að um 85 pró­sent skiln­aða að borði og sæng ljúki með lög­skiln­aði. Engin gögn eru til um það á hvaða tíma­bili skiln­aðar að borði og sæng þau 15 pró­sent hjóna sem ekki óska lög­skiln­aðar taki saman á ný. Þá eru engar opin­berar upp­lýs­ingar um hversu hátt hlut­fall hjóna sem slíta sam­vistir vegna ósam­lyndis krefj­ast lög­skiln­að­ar. Ætla verður að hálft ár í kjöl­far skiln­aðar að borði og sæng og heilt ár í kjöl­far sam­vistaslita vegna ósam­lyndis dugi fólki til sátta sé á annað borð grund­völlur fyrir sátt­um. Sé grund­völlur fyrir sáttum er fólki einnig heim­ilt að taka lengri tíma til að ná sáttum en þann lág­marks­tíma sem kveðið er á um í lög­um.“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Tíma­mörk núgild­andi hjú­skap­ar­laga ekki rétt­læt­an­leg

Að mati flutn­ings­manna eru tíma­mörk hjú­skap­ar­laga, sé þeim ætlað að fækka lög­skiln­uð­um, ekki rétt­læt­an­leg miðað við ann­ars vegar þung­ann og þján­ing­una sem ein­stak­lingur fastur í ofbeld­is­sam­bandi þurfi að þola meðan hann bíður eftir heim­ild til lög­skiln­að­ar, og hins vegar miðað við valdið sem ger­andi í slíku sam­bandi hafi yfir maka sínum á meðan skiln­aður er ekki geng­inn í gegn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stilla úr auglýsingunni.
Ögrandi reiðhjólaauglýsing sem hnýtir í bílaframleiðendur bönnuð í Frakklandi
Auglýsing hollenska rafhjólaframleiðandans VanMoof fær ekki að birtast í frönsku sjónvarpi. Hún þykir koma óorði á bílaframleiðendur á ósanngjarnan hátt og valda kvíða hjá áhorfendum, sem er bannað þar í landi.
Kjarninn 1. júlí 2020
Gísli Sigurgeirsson
Ríkið á ekki að bjarga ferðaiðnaðinum
Kjarninn 1. júlí 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Glatað að þykjast sýna ábyrgð með því að kvarta
„En þetta mun auðvitað ekki virka ef við sýnum ekki ábyrgð,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um framkvæmd hólfaskiptingar á samkomum fleiri en 500 manna sem margar kvartanir hafa borist vegna.
Kjarninn 1. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Fólk búsett hér fari í sóttkví eftir komu til landsins
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk búsett hér sem kemur til landsins fari áfram í sýnatöku við landamærin en fari svo í sóttkví. Því verði svo boðið upp á aðra sýnatöku eftir 4-5 daga. Hann mun leggja þetta vinnulag til við ráðherra.
Kjarninn 1. júlí 2020
Lagt er til í frumvarpsdrögum að stjórnarskrárbreytingum að forseti megi einungis sitja tvö sex ára kjörtímabil að hámarki.
Lagt til að forseti megi aðeins sitja í 12 ár á Bessastöðum
Forseti Íslands má ekki sitja lengur en tvö sex ára kjörtímabil að hámarki, verði frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar sem lögð hafa verið fram til kynningar fram að ganga. Lagt er til að mælt verði fyrir um þingræði í stjórnarskránni.
Kjarninn 1. júlí 2020
Stóru bankarnir reknir með tapi í tvö ár og virði útlána þeirra gæti rýrnað um 210 milljarða
Seðlabanki Íslands segir að kerfislega mikilvægu viðskiptabankarnir þrír séu með nægilega góða eiginfjár- og lausafjárstöðu til að geta staðist það álag sem muni fylgja yfirstandandi kreppu. Ljóst sé þó að þeir verði reknir í tapi á næstunni.
Kjarninn 1. júlí 2020
Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Ævar Pálmi: Búið að ná utan um hópsmitið
Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir að búið sé að ná utan um hópsmitið sem hér kom upp fyrir nokkrum dögum. Teymið telur sig hafa komið öllum sem þurfa í sóttkví, alls yfir 400 manns.
Kjarninn 1. júlí 2020
Virkum smitum fækkar – fólki í sóttkví fjölgar
Töluverð hreyfing er á fjölda þeirra sem þurfa að vera í sóttkví vegna smita sem hér hafa greinst síðustu daga. Yfir tvö þúsund sýni voru tekin á Íslandi í gær.
Kjarninn 1. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent