Segir Miðflokkinn halda Alþingi í gíslingu

Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir málþóf eiga ekkert skylt við málfrelsi eða lýðræði og að það þekkist hvergi utan Íslands. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi slíku vegna þriðja orkupakkans dögum saman.

Þingflokkur Miðflokksins í Alþingisgarðinum í morgun, eftir enn einn næturfundinn þar sem þeir ræddu þriðja orkupakkann við sjálfa sig.
Þingflokkur Miðflokksins í Alþingisgarðinum í morgun, eftir enn einn næturfundinn þar sem þeir ræddu þriðja orkupakkann við sjálfa sig.
Auglýsing

„Nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag, þar sem fámennur hópur stjórn­ar­and­stæð­inga getur tekið þingið í gísl­ingu, gengur ekki til fram­tíð­ar.“

Þetta segir Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í grein í Frétta­blað­inu í dag þar sem hún fjallar um mál­þóf þing­manna Mið­flokks­ins í umræðum um þriðja orku­pakk­ann og fyr­ir­komu­lag umræðna á Alþingi.Bryndís Haraldsdóttir.

Í grein­inni segir Bryn­dís að mál­þóf eigi ekk­ert skylt við mál­frelsi eða lýð­ræði og að það þekk­ist hvergi utan Íslands. „Mál­þóf er sér­ís­lenskt fyr­ir­brigði. Alþingi er eng­inn venju­legur vinnu­stað­ur. En vinnu­staður er hann engu að síð­ur, þar sem vanda þarf mjög til verka til að tryggja góða laga­setn­ingu. Þegar and­stæð sjón­ar­mið hafa komið fram í þing­sal er nauð­syn­legt að leiða mál til lykta, ýmist með mála­miðl­unum eða með atkvæða­greiðslum þar sem hreinn meiri­hluti ræð­ur. Hvort sem þing­menn verða undir eða yfir í ein­staka málum er óum­deilt að þetta er skil­virk og sann­gjörn aðferð til að kom­ast að nið­ur­stöðu. Daga og nætur eru þing­fund­irnir und­ir­lagðir af ræðum þing­manna úr einum þing­flokki þar sem hver þing­mað­ur­inn fer í ræðu­stól á fætur öðrum og sam­flokks­þing­menn­irnir tín­ast í andsvör við þann fyrri. Að ógleymdu hól­inu hvers til ann­ars, það er gott að fá klapp á bak­ið.“

Auglýsing
Þingmenn Mið­flokks­ins hafa haldið uppi mál­þófi í umræðum um þriðja orku­pakk­ann dögum saman og talað fram á morgun við hvorn annan á alls fjórum þing­fundum frá því í síð­ustu viku. Síð­asti þing­fundur stóð frá klukkan fjögur síð­degis í gær og til klukkan sex í morg­un. Eng­inn annar þing­maður nokk­urs ann­ars flokks tók til máls í umræð­un­um.

Áfram­hald­andi umræða verður um þriðja orku­pakk­ann klukkan 15:30 í dag.

Vegna mál­þófs­ins hefur for­sætis­nefnd Alþingis þurft að bæta við þing­fundum í dag og á morg­un, en til stóð að þeir dagar yrðu und­ir­lagðir undir nefnd­ar­fundi.

Stefnt er að því að slíta þingi 5. júní næst­kom­andi. Nokkuð ljóst er að þau nokkur hund­ruð frum­vörp, þings­á­lykt­un­ar­til­lögur og fyr­ir­spurnir sem bíða afgreiðslu þings­ins munu ekki ná að kom­ast á dag­skrá né klár­ast fyrir kom­andi þing­lok.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent