Ætla að afnema stimpilgjöld vegna fiskiskipa

Sjávarútvegsfyrirtæki munu ekki lengur þurfa að greiða stimpilgjöld vegna eignayfirfærslu skipa verði nýtt frumvarp að lögum. Gjöldin skiluðu ríkissjóði 1,2 milljarði króna í tekjur á árunum 2008 til 2017.

Brátt verður ódýrara fyrir sjávarútvegsfyrirtæki að selja og kaupa stór fiskiskip á Íslandi.
Brátt verður ódýrara fyrir sjávarútvegsfyrirtæki að selja og kaupa stór fiskiskip á Íslandi.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur lagt fram frum­varp sem, verði það að lög­um, mun afnema stimp­il­gjöld af fiski­skip­um. Á árunum 2008 til 2017 greiddu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki rúm­lega 1,2 millj­arða króna í stimp­il­gjald vegna fiski­skipa. 

­Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) hafa barist hart fyrir því að gjaldið verði afnu­mið, nú síð­ast í umsögn um fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varp fyrir árið 2020. Þau segja aðgerð­ina nauð­syn­lega og löngu tíma­bæra. Í umsögn­inni segir meðal ann­ars að það sé mat sam­tak­anna að mik­il­vægt sé að átta sig á því að skip séu ekk­ert annað en atvinnu­tæki þeirra sem þau nota. „Með því að fara fram á háa greiðslu stimp­il­gjalda vegna skipa sem eru yfir 5 brúttó­tonnum á sér stað mis­munun eftir atvinnu­grein­um, enda ljóst að aðrir lög­að­ilar sem not­ast þurfa við tæki á borð við flug­vél­ar, rút­ur, vinnu­vélar eða önnur stór­virk atvinnu­tæki er ekki skylt að greiða stimp­il­gjöld.[...] Jafn­framt ber að nefna að fyr­ir­tæki í útgerð sem hafa áhuga á að end­ur­nýja sinn skipa­kost, þurfa ekki aðeins að greiða 1,6% stimp­il­gjald heldur verður það 3,2% af verð­mæti við­skipt­anna sem fer í stimp­il­gjöld. Þannig þurfa fyr­ir­tækin jafnan að greiða bæði gjaldið við sölu eldra skips og síðan aftur við kaup á nýju skipi og því verður álagn­ingin í raun tvö­föld við end­ur­nýjun skipa­stóls.“

Lög­unum síð­ast breytt 2013

Árið 2013 lagði þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sami Bjarni Bene­dikts­son og nú situr í ráðu­neyt­inu, fram frum­varp til nýrra laga um stimp­il­gjald. 

Auglýsing
Í því frum­varpi, sem varð að lögum sem tóku gildi 1. jan­úar 2014, var stimp­il­gjalds­greiðsla felld niður vegna láns­skjala, kaup­mála, vátrygg­ing­ar­skjala, aðfar­ar­gerða, kyrr­setn­ing­ar­gerða, lög­geymslna, leigu­samn­inga um jarðir og lóð­ir, heim­ild­ar­skjala um veiði­rétt­indi og skjala sem lögðu ítök, skyldur og kvaðir á ann­arra eign. 

Í þeim lögum var þó áfram gert skylt að greiða stimp­il­gjald af eigna­yf­ir­færslu skipa, en nú bara þeim sem voru yfir fimm brúttó­tonn að þyngd. Í grein­ar­gerð með nýja frum­varp­inu segir að í lög­skýr­ing­ar­gögnum gömlu lag­anna sé ekki að finna sér­stakan rök­stuðn­ing fyrir því.

„Með vísan til sjón­ar­miða um jafn­ræði atvinnu­greina er talið rétt að ekki verði lengur inn­heimt stimp­il­gjald vegna skjala er varða eigna­yf­ir­færslu skipa yfir fimm brúttó­tonn­um. Slík breyt­ing er jafn­framt í sam­ræmi við það reglu­verk sem fyr­ir­finnst á Norð­ur­lönd­unum varð­andi stimp­il­gjöld, en þar tak­markast stimp­il­gjöld almennt við fast­eigna­við­skipti. Þá mun slík breyt­ing bæta m.a. rekstr­ar­um­hverfi skipa á Íslandi, leiða til sam­bæri­legra rekstr­ar­um­hverfis líkt og hjá erlendum sam­keppn­is­að­ilum og styðja sér­stak­lega við íslenskan sjáv­ar­út­veg sem er í mik­illi alþjóð­legri sam­keppn­i,“ segir enn fremur í grein­ar­gerð­inni.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent