Ætla að afnema stimpilgjöld vegna fiskiskipa

Sjávarútvegsfyrirtæki munu ekki lengur þurfa að greiða stimpilgjöld vegna eignayfirfærslu skipa verði nýtt frumvarp að lögum. Gjöldin skiluðu ríkissjóði 1,2 milljarði króna í tekjur á árunum 2008 til 2017.

Brátt verður ódýrara fyrir sjávarútvegsfyrirtæki að selja og kaupa stór fiskiskip á Íslandi.
Brátt verður ódýrara fyrir sjávarútvegsfyrirtæki að selja og kaupa stór fiskiskip á Íslandi.
Auglýsing

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp sem, verði það að lögum, mun afnema stimpilgjöld af fiskiskipum. Á árunum 2008 til 2017 greiddu sjávarútvegsfyrirtæki rúmlega 1,2 milljarða króna í stimpilgjald vegna fiskiskipa. 

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa barist hart fyrir því að gjaldið verði afnumið, nú síðast í umsögn um fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020. Þau segja aðgerðina nauðsynlega og löngu tímabæra. Í umsögninni segir meðal annars að það sé mat samtakanna að mikilvægt sé að átta sig á því að skip séu ekkert annað en atvinnutæki þeirra sem þau nota. „Með því að fara fram á háa greiðslu stimpilgjalda vegna skipa sem eru yfir 5 brúttótonnum á sér stað mismunun eftir atvinnugreinum, enda ljóst að aðrir lögaðilar sem notast þurfa við tæki á borð við flugvélar, rútur, vinnuvélar eða önnur stórvirk atvinnutæki er ekki skylt að greiða stimpilgjöld.[...] Jafnframt ber að nefna að fyrirtæki í útgerð sem hafa áhuga á að endurnýja sinn skipakost, þurfa ekki aðeins að greiða 1,6% stimpilgjald heldur verður það 3,2% af verðmæti viðskiptanna sem fer í stimpilgjöld. Þannig þurfa fyrirtækin jafnan að greiða bæði gjaldið við sölu eldra skips og síðan aftur við kaup á nýju skipi og því verður álagningin í raun tvöföld við endurnýjun skipastóls.“

Lögunum síðast breytt 2013

Árið 2013 lagði þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, sami Bjarni Benediktsson og nú situr í ráðuneytinu, fram frumvarp til nýrra laga um stimpilgjald. 

Auglýsing
Í því frumvarpi, sem varð að lögum sem tóku gildi 1. janúar 2014, var stimpilgjaldsgreiðsla felld niður vegna lánsskjala, kaupmála, vátryggingarskjala, aðfarargerða, kyrrsetningargerða, löggeymslna, leigusamninga um jarðir og lóðir, heimildarskjala um veiðiréttindi og skjala sem lögðu ítök, skyldur og kvaðir á annarra eign. 

Í þeim lögum var þó áfram gert skylt að greiða stimpilgjald af eignayfirfærslu skipa, en nú bara þeim sem voru yfir fimm brúttótonn að þyngd. Í greinargerð með nýja frumvarpinu segir að í lögskýringargögnum gömlu laganna sé ekki að finna sérstakan rökstuðning fyrir því.

„Með vísan til sjónarmiða um jafnræði atvinnugreina er talið rétt að ekki verði lengur innheimt stimpilgjald vegna skjala er varða eignayfirfærslu skipa yfir fimm brúttótonnum. Slík breyting er jafnframt í samræmi við það regluverk sem fyrirfinnst á Norðurlöndunum varðandi stimpilgjöld, en þar takmarkast stimpilgjöld almennt við fasteignaviðskipti. Þá mun slík breyting bæta m.a. rekstrarumhverfi skipa á Íslandi, leiða til sambærilegra rekstrarumhverfis líkt og hjá erlendum samkeppnisaðilum og styðja sérstaklega við íslenskan sjávarútveg sem er í mikilli alþjóðlegri samkeppni,“ segir enn fremur í greinargerðinni.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent