Ætla að afnema stimpilgjöld vegna fiskiskipa

Sjávarútvegsfyrirtæki munu ekki lengur þurfa að greiða stimpilgjöld vegna eignayfirfærslu skipa verði nýtt frumvarp að lögum. Gjöldin skiluðu ríkissjóði 1,2 milljarði króna í tekjur á árunum 2008 til 2017.

Brátt verður ódýrara fyrir sjávarútvegsfyrirtæki að selja og kaupa stór fiskiskip á Íslandi.
Brátt verður ódýrara fyrir sjávarútvegsfyrirtæki að selja og kaupa stór fiskiskip á Íslandi.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur lagt fram frum­varp sem, verði það að lög­um, mun afnema stimp­il­gjöld af fiski­skip­um. Á árunum 2008 til 2017 greiddu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki rúm­lega 1,2 millj­arða króna í stimp­il­gjald vegna fiski­skipa. 

­Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) hafa barist hart fyrir því að gjaldið verði afnu­mið, nú síð­ast í umsögn um fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varp fyrir árið 2020. Þau segja aðgerð­ina nauð­syn­lega og löngu tíma­bæra. Í umsögn­inni segir meðal ann­ars að það sé mat sam­tak­anna að mik­il­vægt sé að átta sig á því að skip séu ekk­ert annað en atvinnu­tæki þeirra sem þau nota. „Með því að fara fram á háa greiðslu stimp­il­gjalda vegna skipa sem eru yfir 5 brúttó­tonnum á sér stað mis­munun eftir atvinnu­grein­um, enda ljóst að aðrir lög­að­ilar sem not­ast þurfa við tæki á borð við flug­vél­ar, rút­ur, vinnu­vélar eða önnur stór­virk atvinnu­tæki er ekki skylt að greiða stimp­il­gjöld.[...] Jafn­framt ber að nefna að fyr­ir­tæki í útgerð sem hafa áhuga á að end­ur­nýja sinn skipa­kost, þurfa ekki aðeins að greiða 1,6% stimp­il­gjald heldur verður það 3,2% af verð­mæti við­skipt­anna sem fer í stimp­il­gjöld. Þannig þurfa fyr­ir­tækin jafnan að greiða bæði gjaldið við sölu eldra skips og síðan aftur við kaup á nýju skipi og því verður álagn­ingin í raun tvö­föld við end­ur­nýjun skipa­stóls.“

Lög­unum síð­ast breytt 2013

Árið 2013 lagði þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sami Bjarni Bene­dikts­son og nú situr í ráðu­neyt­inu, fram frum­varp til nýrra laga um stimp­il­gjald. 

Auglýsing
Í því frum­varpi, sem varð að lögum sem tóku gildi 1. jan­úar 2014, var stimp­il­gjalds­greiðsla felld niður vegna láns­skjala, kaup­mála, vátrygg­ing­ar­skjala, aðfar­ar­gerða, kyrr­setn­ing­ar­gerða, lög­geymslna, leigu­samn­inga um jarðir og lóð­ir, heim­ild­ar­skjala um veiði­rétt­indi og skjala sem lögðu ítök, skyldur og kvaðir á ann­arra eign. 

Í þeim lögum var þó áfram gert skylt að greiða stimp­il­gjald af eigna­yf­ir­færslu skipa, en nú bara þeim sem voru yfir fimm brúttó­tonn að þyngd. Í grein­ar­gerð með nýja frum­varp­inu segir að í lög­skýr­ing­ar­gögnum gömlu lag­anna sé ekki að finna sér­stakan rök­stuðn­ing fyrir því.

„Með vísan til sjón­ar­miða um jafn­ræði atvinnu­greina er talið rétt að ekki verði lengur inn­heimt stimp­il­gjald vegna skjala er varða eigna­yf­ir­færslu skipa yfir fimm brúttó­tonn­um. Slík breyt­ing er jafn­framt í sam­ræmi við það reglu­verk sem fyr­ir­finnst á Norð­ur­lönd­unum varð­andi stimp­il­gjöld, en þar tak­markast stimp­il­gjöld almennt við fast­eigna­við­skipti. Þá mun slík breyt­ing bæta m.a. rekstr­ar­um­hverfi skipa á Íslandi, leiða til sam­bæri­legra rekstr­ar­um­hverfis líkt og hjá erlendum sam­keppn­is­að­ilum og styðja sér­stak­lega við íslenskan sjáv­ar­út­veg sem er í mik­illi alþjóð­legri sam­keppn­i,“ segir enn fremur í grein­ar­gerð­inni.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent