Auglýsing

Ein mik­il­væg­asta stoðin undir íslensku efna­hags­lífi er sjáv­ar­út­veg­ur. Hann hefur átt for­dæma­laust góð­ær­is­skeið síð­ast­lið­inn ára­tug.

Í lok síð­asta árs áttu íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eigið fé upp á 276 millj­arða króna. Frá hruni hefur eig­in­fjár­staða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna batnað um 355 millj­arða króna.

Alls greiddu fyr­ir­tækin sér arð upp á 12,3 millj­arða króna í fyrra. Frá árinu 2010 hafa þau greitt 92,5 millj­arða króna til eig­enda sinna í arð­greiðsl­ur. ­Sam­an­lagt hefur hagur sjáv­ar­út­veg­ar­ins, því vænkast um 447,5 millj­arða króna frá árinu 2008 og út síð­asta ár, eða á einum ára­tug.

Sam­tals frá árinu 2011, og út síð­asta ár, greiddi sjáv­ar­út­veg­ur­inn 63,3 millj­arða króna í veiði­gjöld. Í ár og á því næsta er ráð­gert að þau skili sjö millj­örðum króna í rík­is­kass­ann á hvoru ári. Hagur eig­enda sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna hefur því auk­ist um sjö sinnum þá upp­hæð sem greidd hefur verið í veiði­gjöld fyrir afnot af auð­lind sem segir í fyrstu grein laga um stjórn fisk­veiða að sé „sam­eign íslensku þjóð­ar­inn­ar.“

Fengu gef­ins nýjan kvóta en stefna rík­inu

Fyrr á þessu ári var mak­ríll færður í kvóta á grund­velli veiði­reynslu þar sem afla­heim­ild­ir, eða kvót­ar, voru að mestu færðar til stór­út­gerða. Mak­ríl­kvót­inn er tal­inn vera 65 til 100 millj­arða króna virði. Þrátt fyrir þetta ætla nokkur stór sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki í mál við íslenska ríkið vegna fjár­tjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutar á mak­ríl­kvóta á árunum 2011 til 2014. Sam­kvæmt fréttum síð­asta sumar munu bóta­kröfur þeirra nema allt að 35 millj­örðum króna. Verði þær sam­þykktar geta útgerð­irnar því náð til baka um 55 pró­sent af því sem þær hafa greitt í veiði­gjöld á und­an­förnum árum. 

Auglýsing
Förum nú yfir nokkra hluti. Kvóta­kerf­ið, sem er að mörgu leyti skyn­sam­legt kerfi og tryggir góða nýt­ingu auð­lind­ar, var komið á með lögum 1983. Við úthlutun kvóta var miðað við afla­reynslu síð­ustu þriggja ára og hann afhentur án end­ur­gjalds. Fram­sal á kvóta var síðan gefið frjálst sem gerði það að verkum að við­skipti fóru að vera með þessa vöru sem var í upp­hafi lánuð án greiðslu. Líkt og kom fram í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans í febr­úar þá seldu sumir útgerð­ar­menn „fyrir ald­urs sakir og aðrir sáu leik á borði þegar kvót­inn varð skyndi­lega orð­inn verð­mætur og inn­leystu hagnað og fjár­festu í öðrum atvinnu­grein­um. Enn aðrir seldu kvóta vegna hjóna­skiln­að­ar.  Og allt þar á milli.“

Hvernig sem á það er horft þá hefur fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið leitt til sam­þjöpp­unar í grein­inni. Það er t.d. hægt að sjá með því að skoða skipt­ingu kvót­ans í dag.

Eng­inn má eiga meira en 12 pró­sent

Fiski­stofa hefur eft­ir­lit með því að afla­hlut­deild fiski­skipa í eigu ein­stakra aðila eða í eigu tengdra aðila fari ekki umfram þau mörk sem lög kveða á um. Á heima­síðu hennar má sjá hversu mikil ein­stakir aðilar eiga af kvóta. Á lista Fiski­stofu kemur fram að ekk­ert eitt íslenskt sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, eða tengdir aðil­ar, fari yfir 12 pró­sent afla­hlut­deild. Brim sé með mestu ein­stöku hlut­deild­ina, 10,4 pró­sent. 

Tengdir aðil­ar, sam­kvæmt skiln­ingi lag­anna, telj­ast fyr­ir­tæki þar sem sami ein­stak­lingur eða lög­að­ili á beint eða óbeint meiri­hluta í hinum aðilum eða fer með meiri hluta atkvæð­is­rétt­ar, eða ef annar aðil­inn hefur með öðrum hætti „raun­veru­leg yfir­ráð yfir hin­um“. 

Umtals­verð tengsl eru milli ýmissa aðila sem er að finna á lista Fiski­stofu þótt stofn­unin kjósi að skil­greina þá ekki sem tengda aðila. 

Þannig er Brim, líkt og áður sagði, með 10,4 pró­sent af öllum kvóta sem úthlutað er. Stærsti eig­andi Brim er Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem á allt að 56 pró­sent hlut í því félagi. Það félag var 1. sept­em­ber síð­ast­lið­inn með 3,9 pró­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Auk þess var félagið Ögur­vík með 1,3 pró­sent afla­hlut­deild. Stærstu ein­stöku eig­endur þess eru Guð­mundur Krist­jáns­son, aðal­eig­andi Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur og for­stjóri Brims, og tvö systk­ini hans með sam­an­lagðan 36,66 pró­sent end­an­legan eign­ar­hlut.

Sam­an­lagður kvóti þess­ara þriggja félaga, sem eru ekki skil­greind sem tengd, var því 15,6 pró­sent í byrjun sept­em­ber síð­ast­lið­ins. 

Sam­herji ehf., félag utan um hluta af starf­semi þess sjáv­ar­út­vegs­risa, var með 7,1 pró­sent kvót­ans á sama tíma. Langstærstur eig­endur Sam­herja eru frænd­urnir Krist­ján Vil­helms­son og Þor­steinn Már Bald­vins­son, ásamt Helgu S. Guð­munds­dótt­ur, fyrr­ver­andi eig­in­konu Þor­steins. Síld­ar­vinnslan heldur svo á 5,3 pró­sent allra afla­heim­ilda, en hún er í 44,6 pró­sent eigu Sam­herja auk þess sem Kald­bak­ur, félag í eigu Sam­herja, á 15 pró­sent hlut í öðru félagi sem á 5,3 pró­sent hlut í Síld­ar­vinnsl­unni. Þor­steinn Már er stjórn­ar­for­maður Síld­ar­vinnsl­unn­ar. 

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Berg­ur-Hug­inn er síðan með 2,3 pró­sent kvót­ans en það er að öllu leyti í eigu Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Þá er ótalið Útgerð­ar­fé­lag Akur­eyr­inga, sem heldur á 1,3 pró­sent kvót­ans, og er að öllu leyti í eigu Sam­herja. Sam­an­lagt er afla­hlut­deild þess­ara alls ótengdu aðila að mati Fiski­stofu, 16 pró­sent. 

Fjórir hópar með helm­ing kvót­ans

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga á síðan FISK Seafood, sem heldur á 5,3 pró­sent heild­ar­kvót­ans. FISK á 32,9 pró­sent í Vinnslu­stöð­inni í Vest­manna­eyjum sem er með fimm pró­sent heild­ar­afla­hlut­deild. Þá eign­að­ist FISK allt hlutafé í Soff­an­ías Cecils­son hf. síðla árs 2017, en það fyr­ir­tæki heldur á um 0,3 pró­sent kvót­ans. Sam­tals nemur heild­ar­kvóti þess­ara þriggja ótengdu aðila 10,6 pró­sent, og er því undir 12 pró­sent mark­inu þótt þeir yrðu skil­greindir með öðrum hætti.

Auglýsing
Sú breyt­ing hefur hins vegar orðið á, frá 1. sept­em­ber síð­ast­liðn­um, að Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur keypti ríf­lega 10,18 pró­sent hlut FISK Seafood í Brim, sem FISK hafði keypt í ágúst m.a. af líf­eyr­is­sjóðnum Gildi, á 6,6 millj­arða króna, á tæp­lega átta millj­arða króna þann 9. sept­em­ber. Hagn­aður FISK var, sam­kvæmt þessum um 1,4 millj­arðar króna á nokkrum dög­um. Í grein sem nokkrir sveit­ar­stjórn­ar­menn í Skaga­firði skrif­uðu á vef­inn Feyki (í eigu Kaup­fé­lags Skag­firð­inga) 20. sept­em­ber síð­ast­lið­inn var óvænt greint frá því að um 4,6 millj­arðar króna af þessum tæp­lega átta millj­arða króna kaup­verði hefði verið greitt með afla­heim­ild­um. „Það þýðir um 10 pró­sent aukn­ingu í afla­heim­ildum FISK Seafood í tonnum og um leið umtals­verða aukn­ingu í umsvifum félags­ins hér á heima­slóð­un­um,“ sagði í grein­inn­i. 

Því hefur sam­eig­in­leg hlut­deild ofan­greindra auk­ist á síð­ustu vik­um. 

Sam­an­lagt halda þau félög sem talin voru upp hér að ofan, og tengj­ast Sam­herja, Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur og Kaup­fé­lagi Skag­firð­inga, en eru samt sem áður ekki tengdir aðil­ar, alls á 42,2 pró­sent af öllum kvóta í land­inu. Ef við er bætt Vísi og Þor­birni í Grinda­vík, sem halda sam­an­lagt á 8,4 pró­sent af heild­ar­kvót­anum og eru nú í sam­eig­ing­ar­við­ræð­um, þá fer það hlut­fall yfir 50 pró­sent. Fjögur mengi sem stýrt af af hand­fylli manna halda á helm­ingi kvót­ans. 

Lánsfé frá bönkum stýrir verð­mæti kvóta

Sé miðað við algengt virði á kvót­anum í við­skipt­um, og upp­lausn hans, er heild­ar­virði kvóta um 1.200 millj­arðar króna. Það þýðir að virðið sem þessir aðilar halda á er í kringum 600 millj­arðar króna. Þetta virði hefur flakkað aðeins síð­ustu árin, en á rætur sínar að rekja til þess að heim­ild var gefin til að veð­setja afla­heim­ildir fyrir lán­um, með lögum sem voru sett árið 1997. Ekki þarf að fjöl­yrða um hver áhrif þess urðu. Til varð meiri auður í íslensku sam­fé­lagi en nokkru sinni áður hafði orð­ið.

Bankar fóru líka að lána völdum útgerðum til að kaupa upp aðrar útgerð­ir, með veði í afla­heim­ild­unum sjálf­um. Þetta leiddi til þess að þær hækk­uðu hratt í verði og hafa ver­ið, að mati ansi margra, taldar veru­lega ofmetn­ar. 

Í grein eftir Karl Fannar Sæv­ars­son mann­fræð­ing, sem birt­ist í Kjarn­anum sum­arið 2018, kom fram að þegar „Seðla­­bank­inn var­aði við því árið 2000 að veð í kvóta væru of há til að standa undir sér var þorsk­sí­­gildið um 800 krónur á kíló. Þegar bank­­arnir féllu var það komið upp í 4400 krón­­ur. Það var mun meira en nokkur útgerð eða fjár­­­festir gat séð sem hag­­kvæma fjár­­­fest­ingu á kvóta. Árin 2007 og 2008 var heild­­ar­virði kvóta á Íslandi um tvö þús­und millj­­arðar eða fimm sinnum meira en árlegur hagn­aður íslenska sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ins.“

Þegar hrunið skall á lækk­aði virði kvót­ans um helm­ing og árið 2012 var þorskígildið komið niður í um 2.000 krón­ur. Þetta gerð­ist þrátt fyrir geng­is­fall sem hefði átt að auka virði kvót­ans í krónum talið frekar en hitt. Í grein Kára Fann­ars sagði að af þessu mætti „draga þá ályktun að fram­­boð á lánsfé frá bönk­­unum hafi haft meiri áhrif á verð á afla­hlut­­deildum heldur en raun­veru­­legt verð­­mæti þeirra.“

Í árs­lok 2008 var eigið fé íslensks sjáv­ar­út­vegs sem heildar nei­kvætt um 80 millj­arða króna, aðal­lega vegna þess atvinnu­veg­ur­inn hafði tekið lán í erlendum gjald­miðlum í stórum stíl, með veði í kvót­an­um. Heild­ar­skuldir sjáv­ar­út­veg­ar­ins gagn­vart bönk­unum stóðu í 560 millj­örðum króna á þeim tíma. 

Auglýsing
Veðsettur kvóti var samt ekki inn­kall­aður heldur samið við flest sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin um aðlögun á lán­um, vöxtum og afborg­un­um. Svokölluð sátta­nefnd sem skipuð var eftir hrunið lagð­ist líka gegn því að ríkið inn­kall­aði kvót­ann þar sem að það myndi setja lán sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hjá bönkum í upp­nám, sem myndi setja rek­star­for­sendur end­ur­reistu bank­anna í upp­nám. Mikil veð­setn­ing kvót­ans tryggði því áfram­hald­andi eign­ar­hald á hon­um. 

Ein besta fjár­fest­ingin

Ofan­greint hefur skilað því að til er orðin ofur­stétt á Íslandi. Í henni eru hand­fylli útgerð­ar­manna sem ráða þorra íslensks sjáv­ar­út­vegs, hafa efn­ast út fyrir allt sem eðli­legt þykir á síð­ustu árum og teygt sig til ítaka á öðrum sviðum sam­fé­lags­ins með þessa pen­inga að vopni. Þeir eiga hlut­deild í smá­sölu­mark­aðn­um, flutn­inga­fyr­ir­tækj­um, inn­lendri fram­leiðslu, trygg­inga­fyr­ir­tækjum og stærstu inn­flytj­endum lands­ins, svo fátt eitt sé nefnt. Þeir hafa aug­ljós áhrif víða í íslenskum stjórn­málum með fjár­fram­lögum til stjórn­mála­flokka, beinum sam­skiptum og stuðn­ingi við valda stjórn­mála­menn og með því að beita hags­muna­sam­tökum sínum fyrir sér þegar laga­frum­vörp eru til með­ferðar eða önnur mál tengd geir­anum koma til umræðu.

Þessi fyr­ir­tæki þurfa heldur ekki að lifa í krónu­veru­leik­anum sem við hin búum í, heldur fá aðgang að lánsfé erlendis á miklu betri kjörum, gera upp í evrum og eiga í við­skiptum við dótt­ur­fé­lög úti í heimi sem ýmsa hefur grunað að séu gerð til að skilja eftir ágóða ann­ars staðar er á Íslandi, og þar af leið­andi til skatt­lagn­ingar þar. 

Auglýsing
Þegar ráð­ast átti í stór­felldar breyt­ingar á íslensku sam­fé­lagi eftir banka­hrun með aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu, breyt­ingum á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu, breyt­ingu á stjórn­ar­skrá þar sem tryggt yrði meðal ann­ars jafn­ræði atkvæða og að auð­lindir yrðu stað­festar í þjóð­ar­eigu, tóku nokkrir vel settir sjáv­ar­út­vegs­risar sig til og keyptu Morg­un­blað­ið, sem þá hafði enn vigt í íslensku sam­fé­lagi og var lesið af yfir 40 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Því vopni var mis­kunn­ar­laust beitt fyrir mál­stað­inn næstu árin með ærnum til­kostn­aði og 100 pró­sent árangri. Nán­ast allt sem stoppa átti, stöðv­að­ist. 

Þótt eig­enda­hóp­ur­inn sem kom að Morg­un­blað­inu snemma árs 2009 hafi nú þegar tapað 2,2 millj­örðum króna, og grafið veru­lega undir til­veru­grund­völl þeirrar stór­merki­legu fjöl­miðla­stofn­unar (lest­ur­inn hefur nán­ast helm­ing­ast og nú lesa rúm­lega 12 pró­sent lands­manna undir fimm­tugu blað­ið, sem þó er frí­blað í aldreif­ingu einu sinni í viku) með því að breyta henni að hluta í valdatól, þá verður að segj­ast eins og er að lík­lega var þetta ein besta fjár­fest­ing sem ráð­ist hefur verið í. Risar úr þessum geira eru enn að borga fyrir gegnd­ar­laust tap Morg­un­blaðs­ins, þótt Kaup­fé­lag Skag­firð­inga hafi nú tekið við því sæti við hlið Ísfé­lags Vest­manna­eyja af Sam­herja.

Nýlegir snún­ingar sem teknir hafa verið eign­ar­hluti í almenn­ings­hluta­fé­lag­inu HB Granda, sem var keypt af Brim, sem síðar breytti nafni sínu í Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur og nafni HB Granda í Brim eftir að eig­andi gamla Brim gerð­ist for­stjóri nýja Brim og hóf að láta hið skráða félag kaupa eignir af sjálfum sér fyrir millj­arða króna, eru síðan nýr kafli í þess­ari ósvífnu sögu allri sam­an. 

Af hverju gerir eng­inn neitt í þessu?

Þrátt fyrir allt ofan­greint, og ýmis­legt annað eins og aukin útflutn­ing á óunnum afla af Íslands­mið­um, þá láta mjög öflug og áhrifa­rík hags­muna­sam­tök sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna eins og greinin sé í köðl­un­um. Að ásókn hins opin­bera, fyrir hönd eig­enda auð­lind­ar­innar sem verið er að nýta, í hluta arðs­ins sem verður til sé að skilja sjáv­ar­út­veg­inn eftir eins og vank­aðan box­ara sem geti vart aðra lotu gagn­vart níð­þungu og mun faðmmeira rík­is­vald­inu sem berji á fórn­ar­lambi sínu að ósekju. 

Ofan á þetta sýnir greinin ítrek­aða frekju og yfir­gang. Þegar til stóð að leggja veiði­gjöld á útgerð­irn­ar, fyrir afnot af auð­lind sem á að heita í þjóð­ar­eigu, á ögur­stundu í íslensku efna­hags­lífi árið 2012 þá var flot­anum siglt í land og aug­lýs­ingar birtar í dag­blöðum þar sem sjó­mönnum og fjöl­skyldum þeirra var beitt fyrir stór­út­gerð­irn­ar. Árið 2015 var farið fram á að Ísland hætti stuðn­­ingi við við­­skipta­þving­­anir gegn Rússum vegna inn­limunar Krím­skag­ans og tæki með því hags­muni útgerð­­ar­innar fram yfir sið­­ferð­is­­lega afstöðu með mann­rétt­ind­um, með full­veldi sjálf­­stæðra þjóða, með vest­rænu varn­­ar­­sam­­starfi, með öðrum við­­skipta­­legum hags­munum Íslands á innri mark­aði Evr­­ópu og með almennu rétt­­læt­i. 

Snemma árs 2017 fóru útgerðir meðal ann­ars fram á að ríkið tæki þátt í að greiða laun sjó­manna, með því að gefa eftir skatt af fæð­is­pen­ingum og dag­pen­ingum vegna ferða- og dval­ar­kostn­að­ar. 

Nú ætla þær síðan í mál við ríkið og setja fram, hver fyrir sig, millj­arða króna kröfur fyrir að hafa ekki fengið strax gef­ins meira af mak­ríl­kvót­an­um. Hópur fyr­ir­tækja sem flest eru undir fullum yfir­ráðum örfárra ein­stak­linga sem eru að taka yfir íslenskt sam­fé­lag með húð og hári.

Ætla kjörnir full­trúar þjóð­ar­inn­ar, sem eiga að vinna með hags­muni hennar að leið­ar­ljósi, bara að láta þetta ger­ast? Að leyfa freku köll­unum að sópa til sín því sem þeir vilja? Að verða rík­ari og valda­meiri en öll til­efni standa til á meðan á því stend­ur? 

Ætlar eng­inn að gera neitt neitt í þessu? 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari