Unaðsstundir við Olíufljótið

olíuframleiðsla vex jafnt og þétt, þrátt fyrir allt.

Auglýsing

„Reynið þér að hugsa yður Detti­foss, sem ekki hafið séð hann. Jök­ulsá á Fjöll­um, eitt af aga­leg­ustu fljótum þessa lands […] Straum­þungi árinnar er svo ógur­leg­ur, bjargið svo þver­hnípt, að vatnið þeyt­ist fram af brún­inni í óskap­legum flek­um, sem springa og sundr­ast í fall­inu, leys­ast sundur í vatns­stjörn­ur, sem þjóta í allar áttir og draga eftir sér úða­hala. […] Menn standa eins og frammi fyrir dóm­stóli, þar sem hið dýpsta í þeim er knúið fram. Vitið skilur ekki. Vilj­inn bogn­ar.“ 

Text­inn hér að ofan er úr grein Sig­urðar Nor­dal, sem birt­ist í Eim­reið­inni frá árinu 1921. Já - þegar fólk horfir á gíf­ur­legt vatns­rennsli og afl Detti­foss hljóta að vakna ýmsar hug­renn­ing­ar. Sumir dást að óbeisl­uðu og villtu nátt­úru­afl­inu, meðan aðrir freist­ast fremur til að hugsa um orku­magnið sem þarna steyp­ist fram og streymir óvirkjað til sjáv­ar. 

Sig­urður heit­inn Þór­ar­ins­son, jarð­fræð­ing­ur, benti á að í jök­ul­fljót­inu og Detti­fossi búi annað og meira en kílóvatt­stund­ir; nefni­lega verð­mæti sem „mæl­ast í unaðs­stundum“. Þannig veiti frjáls foss­inn okkur í reynd miklu meiri verð­mæti í formi ánægju og unað­ar, heldur en ef hann væri virkj­að­ur. 

Auglýsing

En Detti­foss gefur líka til­efni til ann­arra hug­renn­inga. Sbr. það hvernig Andri Snær Magna­son, rit­höf­und­ur, hefur sett gríð­ar­legt vatns­magn foss­ins í áhuga­vert sam­hengi við olíu­fram­leiðslu heims­ins.  Sem vert er að staldra við og íhuga.

Eins og flestir vita þá hefur olíu­fram­leiðsla í heim­inum lengi vaxið nokkuð jafnt og þétt. Þegar Orku­bloggið byrj­aði göngu sína árið 2008 nam olíu­fram­leiðsla og olíu­notkun í heim­inum á hverjum sól­ar­hring rétt rúm­lega 80 millj­ónum tunna. Síðan þá hefur fram­leiðslan og olíu­notkun okkar auk­ist veru­lega. Í dag er magnið af olíu sem fram­leidd er og notuð á hverjum sól­ar­hring komið yfir 100 millj­ónir tunna. Og fer enn vax­andi.

Dettifoss.

Það vill svo til að þetta magn olíu sem fram­leitt er á degi hverjum í dag, um 100 millj­ónir tunna, mun vera nán­ast jafn mikið að rúm­máli eins og dag­legt með­al­rennsli Detti­foss. Reyndar er eðl­is­massi olíu og vatns ekki hinn sami, en hér erum við að bera saman rúm­mál. Sam­an­burð­ur­inn þarna er mjög áhuga­verður og til þess fallin að vekja fólk til umhugs­un­ar. 

Það er sem sagt svo að þegar við stöndum á gljúf­ur­barmi Detti­foss og horfum á ægi­kraft foss­ins getum við ímyndað okkur að þar steyp­ist ekki gruggugt jök­ul­vatn fram af foss­brún­inni, heldur kolsvört olía sem knýr efna­hags­líf heims­ins. Til hags­bóta fyrir flest okk­ar, en með til­heyr­andi mengun og geysi­legri kolefn­islos­un. Þannig getur Detti­foss verið nokkuð áþreif­an­lega áminn­ing um það hvernig olíu­flóð­ið  streymir úr iðrum jarð­ar­innar á hverju and­ar­taki ver­ald­ar­innar fyrir til­verknað manna.

Eftir ein­ungis fáein ár verður fram­leiðsla og notkun heims­ins á olíu svo orðin ennþá meiri en nú er, enda eykst hún um u.þ.b. 1,5-2% á ári. Mest af þessu sístækk­andi, orku­ríka og eld­fima olíufljóti er notað sem bruna­elds­neyti. Hvaða áhrif sá mikli og  sívax­andi brenn­andi olíuflaumur mun hafa á líf og unaðs­stundir kom­andi kyn­slóða er kannski ófyr­ir­sjá­an­legt. En varla er þessi flaumur af olíu og brun­inn á henni áhrifa­laus á líf­rík­ið. 

Sam­an­burður á olíu­fram­leiðslu við rennsli Detti­foss er okkur líka áminn­ing um geysi­legt orku­inni­hald olíu. Og þar með um það risa­á­tak sem er framundan til að þróa aðra hag­kvæma orku­gjafa sem geta orðið til þess minnka þörf­ina á olíu (og jarð­gasi og kol­u­m). 

Þarna er sann­ar­lega mikið verk óunnið og ekki dugar að sitja og snúa þuml­um. Það er því afar ein­kenni­legt að sjá suma þing­menn á hinu háa Alþingi og jafn­vel leið­toga valda­mik­illa ríkja reyna að gera lítið úr alvar­leika máls­ins. Heil­brigð skyn­semi segir okkur að leggja ber höf­uð­á­herslu á að finna leiðir til að auka fram­boð end­ur­nýj­an­legrar orku og draga úr bruna olíufljóts­ins. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr Iceland.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar