Bankakerfið nær alfarið bundið við Ísland

Sé rýnt í stöðu bankakerfisins nú sést vel, að það er nær alveg alíslenskt.

Peningar
Auglýsing

Í lok sept­em­ber námu heild­ar­eignir íslenskra inn­láns­stofn­anna 3.930 millj­örðum króna, og þar af voru eignir sem skil­greindar eru sem erlendar eign­ir, meðal ann­ars útlán í erlendri mynt, 451,7 millj­örðum króna. Það þýðir að á þennan mæli­kvarða er íslenska banka­kerfið 88,6 pró­sent í íslenskum eign­um, en 11,4 pró­sent í erlend­um. 

Segja má að banka­kerfið hafi nær alveg kúvenst frá því sem var uppi á ten­ingnum fyrir hrun bank­anna, en þá var það um 85 pró­sent erlendis en 15 pró­sent á Íslandi. En það var miðað við stöð­una eins og hún birt­ist í árs­reikn­ingum bank­anna. 

Auk þess sem banka­kerfið hefur breyst mikið frá því sem var, þegar kemur að hlut­falli erlendra og inn­lendra eigna, þá hefur það einnig minnkað mik­ið, og er nú um það bil ein lands­fram­leiðsla á ári að stærð. Fyrir hrun var það um tíföld árleg lands­fram­leiðsla.

Auglýsing

Inn­lendu eign­irnar hækk­uðu um 4,5 millj­arða frá ágúst mán­uði, en erlendar eignir lækk­uðu um 17,8 millj­arða frá mán­uð­inum á und­an.

Þetta má sjá í hag­tölum Seðla­banka Íslands

Stóru bank­­arnir þrír, Arion banki, íslands­­­banki og Lands­­bank­inn, högn­uð­ust um 25 millj­­arða á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Þar af nam hagn­aður Lands­­bank­ans 14,4 millj­­örð­­um. Hagn­aður Íslands­­­banka var 6,8 millj­­arðar og hagn­aður Arion banka 3,8 millj­­arð­­ar.

Helstu stærðirnar í rekstri bankanna. MH.

Arð­­semi eigin fjár bank­anna hefur farið minn­k­andi og hag­ræð­ing hefur verið umtals­verð á skömmum tíma. Þannig hafa stóru bank­­arnir þrír, sem eru skil­­greindir sem kerf­is­lægt mik­il­vægir, fækkað um 200 starfs­­menn frá því í fyrra, en engu að síður er arð­­semi eigin fjár fremur lág, eða á bil­inu 1,6 til 7,9 pró­­sent.



Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lóa Margrét Hauksdóttir
Börnin í heiminum eiga öll að hafa það gott!
Kjarninn 20. nóvember 2019
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent