Bankakerfið nær alfarið bundið við Ísland

Sé rýnt í stöðu bankakerfisins nú sést vel, að það er nær alveg alíslenskt.

Peningar
Auglýsing

Í lok september námu heildareignir íslenskra innlánsstofnanna 3.930 milljörðum króna, og þar af voru eignir sem skilgreindar eru sem erlendar eignir, meðal annars útlán í erlendri mynt, 451,7 milljörðum króna. Það þýðir að á þennan mælikvarða er íslenska bankakerfið 88,6 prósent í íslenskum eignum, en 11,4 prósent í erlendum. 

Segja má að bankakerfið hafi nær alveg kúvenst frá því sem var uppi á teningnum fyrir hrun bankanna, en þá var það um 85 prósent erlendis en 15 prósent á Íslandi. En það var miðað við stöðuna eins og hún birtist í ársreikningum bankanna. 

Auk þess sem bankakerfið hefur breyst mikið frá því sem var, þegar kemur að hlutfalli erlendra og innlendra eigna, þá hefur það einnig minnkað mikið, og er nú um það bil ein landsframleiðsla á ári að stærð. Fyrir hrun var það um tíföld árleg landsframleiðsla.

Auglýsing

Innlendu eignirnar hækkuðu um 4,5 milljarða frá ágúst mánuði, en erlendar eignir lækkuðu um 17,8 milljarða frá mánuðinum á undan.

Þetta má sjá í hagtölum Seðlabanka Íslands

Stóru bank­arnir þrír, Arion banki, íslands­banki og Lands­bank­inn, högn­uð­ust um 25 millj­arða á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Þar af nam hagn­aður Lands­bank­ans 14,4 millj­örð­um. Hagn­aður Íslands­banka var 6,8 millj­arðar og hagn­aður Arion banka 3,8 millj­arð­ar.

Helstu stærðirnar í rekstri bankanna. MH.

Arð­semi eigin fjár bank­anna hefur farið minnk­andi og hag­ræð­ing hefur verið umtals­verð á skömmum tíma. Þannig hafa stóru bank­arnir þrír, sem eru skil­greindir sem kerf­is­lægt mik­il­vægir, fækkað um 200 starfs­menn frá því í fyrra, en engu að síður er arð­semi eigin fjár fremur lág, eða á bil­inu 1,6 til 7,9 pró­sent.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent