Bankakerfið nær alfarið bundið við Ísland

Sé rýnt í stöðu bankakerfisins nú sést vel, að það er nær alveg alíslenskt.

Peningar
Auglýsing

Í lok sept­em­ber námu heild­ar­eignir íslenskra inn­láns­stofn­anna 3.930 millj­örðum króna, og þar af voru eignir sem skil­greindar eru sem erlendar eign­ir, meðal ann­ars útlán í erlendri mynt, 451,7 millj­örðum króna. Það þýðir að á þennan mæli­kvarða er íslenska banka­kerfið 88,6 pró­sent í íslenskum eign­um, en 11,4 pró­sent í erlend­um. 

Segja má að banka­kerfið hafi nær alveg kúvenst frá því sem var uppi á ten­ingnum fyrir hrun bank­anna, en þá var það um 85 pró­sent erlendis en 15 pró­sent á Íslandi. En það var miðað við stöð­una eins og hún birt­ist í árs­reikn­ingum bank­anna. 

Auk þess sem banka­kerfið hefur breyst mikið frá því sem var, þegar kemur að hlut­falli erlendra og inn­lendra eigna, þá hefur það einnig minnkað mik­ið, og er nú um það bil ein lands­fram­leiðsla á ári að stærð. Fyrir hrun var það um tíföld árleg lands­fram­leiðsla.

Auglýsing

Inn­lendu eign­irnar hækk­uðu um 4,5 millj­arða frá ágúst mán­uði, en erlendar eignir lækk­uðu um 17,8 millj­arða frá mán­uð­inum á und­an.

Þetta má sjá í hag­tölum Seðla­banka Íslands

Stóru bank­­arnir þrír, Arion banki, íslands­­­banki og Lands­­bank­inn, högn­uð­ust um 25 millj­­arða á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Þar af nam hagn­aður Lands­­bank­ans 14,4 millj­­örð­­um. Hagn­aður Íslands­­­banka var 6,8 millj­­arðar og hagn­aður Arion banka 3,8 millj­­arð­­ar.

Helstu stærðirnar í rekstri bankanna. MH.

Arð­­semi eigin fjár bank­anna hefur farið minn­k­andi og hag­ræð­ing hefur verið umtals­verð á skömmum tíma. Þannig hafa stóru bank­­arnir þrír, sem eru skil­­greindir sem kerf­is­lægt mik­il­vægir, fækkað um 200 starfs­­menn frá því í fyrra, en engu að síður er arð­­semi eigin fjár fremur lág, eða á bil­inu 1,6 til 7,9 pró­­sent.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent