Ráðherra segir óhjákvæmilegt að stefna að fullum aðskilnaði ríkis og kirkju

Ráðherra kirkjumála, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, segir að sjálfstæð kirkja, óháð ríkisvaldinu, samrýmist betur trú- og skoðanafrelsi en sérstaðan sem þjóðkirkjan njóti í íslenskri stjórnskipan. Rúmur þriðjungur þjóðar er ekki í þjóðkirkjunni.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra segir óhjá­kvæmi­legt að stefna í átt að fullum aðskiln­aði ríkis og þjóð­kirkju. Þetta kemur fram í grein sem hún skrifar í Morg­un­blaðið í dag

Þar segir Áslaug Arna að nýtt sam­komu­lag, sem und­ir­ritað var í sept­em­ber síð­ast­liðn­um, milli ríkis og þjóð­kirkj­unnar feli í sér að hún verði ekki lengur eins og hver önnur rík­is­stofn­un. „Hún mun fremur líkj­ast frjálsu trú­fé­lagi sem ber ábyrgð á eigin rekstri og fjár­hag. Þessar breyt­ingar eru til mik­illa bóta og óhjá­kvæmi­legt að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskiln­aði. Þangað til og þrátt fyrir sam­komu­lagið mun þjóð­kirkjan áfram njóta stuðn­ings og verndar íslenska rík­is­ins á grund­velli ákvæðis stjórn­ar­skrár­inn­ar.“

Áslaug Arna segir í grein­inni að sjálf­stæð kirkja óháð rík­is­vald­inu sam­rým­ist betur trú­frelsi og skoð­ana­frelsi en sér­staðan sem þjóð­kirkjan hefur notið í íslenskri stjórn­skip­an. „Í mínum huga er ekki spurn­ing um það að kirkjan getur vel sinnt öllum verk­efnum sínum og þar á meðal sálu­hjálp og marg­vís­legri félags­legri þjón­ustu óháð rík­inu. Ég er einnig þeirrar skoð­unar að margir muni fylgja kirkj­unni að málum þótt full­kom­inn aðskiln­aður verði á end­anum á milli hennar og rík­is­valds­ins.“

Lengi verið meiri­hluti fyrir aðskiln­aði

Sam­kvæmt Þjóð­ar­púlsi Gallup sem var birtur fyrir viku síðan er meiri­hluti Íslend­inga hlynntur aðskiln­aði ríkis og kirkju, eða rúm­­lega 55 pró­­sent, en það er svipað hlut­­fall og und­an­farin ár. Ríf­­lega fimmt­ungur er hvorki hlynntur né and­vígur aðskiln­aði ríkis og kirkju, og tæp­­lega fjórð­ungur er and­víg­­ur.

Auglýsing
Karlar eru hlynnt­­ari aðskiln­aði ríkis og kirkju en kon­­ur, og fólk er hlynnt­­ara aðskiln­aði eftir því sem það er yngra. Íbúar höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins eru hlynnt­­ari aðskiln­aði ríkis og kirkju en íbúar lands­­byggð­­ar­inn­­ar, og fólk er hlynnt­­ara aðskiln­aði eftir því sem það hefur meiri menntun að baki.

Munur er á við­horfi fólks eftir því hvað það kysi til Alþingis ef kosið yrði í dag. Þeir sem kysu Pírata eru lík­­­leg­­astir til að vera hlynntir aðskiln­aði ríkis og kirkju, en þeir sem kysu Fram­­sókn­­ar­­flokk­inn lík­­­leg­­astir til að vera and­víg­­ir. Á eftir þeim koma kjós­­endur Mið­­flokks­ins og Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins.

Í nið­­ur­­stöð­unum kemur fram að um þriðj­ungur Íslend­inga beri mikið traust til þjóð­­kirkj­unn­­ar. Það er svipað hlut­­fall og í fyrra en þá lækk­­aði það frá fyrri mæl­ing­­um. Nær þriðj­ungur ber hvorki mikið né lítið traust til þjóð­­kirkj­unnar og um þriðj­ungur ber lítið traust til henn­­ar.

Um 19 pró­­sent eru ánægð með störf Agn­­esar M. Sig­­urð­­ar­dótt­­ur, bisk­­ups Íslands.

Rúmur þriðj­ungur ekki í þjóð­kirkj­unni

Þeim sem eru skráðir í þjóð­­­kirkj­una hefur fækkað jafnt og þétt á und­an­­­förnum árum, þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað umtals­vert. Nú eru 231.684 ein­stak­l­ingar skráðir í þjóð­­­­kirkj­una en þeir voru 253.069 árið 2009 þegar fjöldin náði hæstu hæð­­­um. Alls eru um 64 pró­­­sent þeirra rúm­­­lega 360 þús­und manna sem búa á Íslandi því skráðir í þjóð­­­kirkj­una. Það þýðir að rúm­­­lega þriðj­ungur lands­­­manna er ekki skráður í hana, eða tæp­lega 129 þús­und manns.

Auglýsing
Þrátt fyrir að þeim sem skráðir eru í þjóð­­kirkj­una fækki með hverju ári þá hefur kostn­að­­ur­inn á hvern skráðan ein­stak­ling auk­ist á síð­­­ustu árum. ­Kostn­aður á hvern skráðan ein­stak­l­ing í þjóð­­kirkj­una nam 8.885 krónum á ein­stak­l­ing árið 1998 en 12.886 krónum árið 2017.

Nýtt sam­komu­lag und­ir­ritað

Þann 6. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn und­ir­­rit­uðu for­­sæt­is­ráð­herra, dóms­­mála­ráð­herra, fjár­­­mála­ráð­herra, og for­­seti kirkju­­þings, nýjan við­­bót­­ar­­samn­ing um end­­ur­­skoðun á kirkju­jarð­­ar­­sam­komu­lag­inu frá 1997 og samn­ingi um rekstr­­ar­­kostnað kirkj­unnar frá 1998. 

Þjóð­­kirkjan fær árlega fram­lög frá rík­­inu á grund­velli kirkju­jarða­­sam­komu­lags­ins sem og fram­lög sem renna til Kirkju­­mála­­sjóðs og Jöfn­un­­ar­­sjóðs sókna. Til við­­bótar fær þjóð­­kirkjan greidd sókn­­ar­­gjöld. 

Með nýja samn­ingnum er fyr­ir­komu­lag greiðslna til þjóð­­kirkj­unnar ein­faldað mjög. Nú fær ­kirkjan fastar greiðslur á hverju ári sem taka aðeins breyt­ingum á sömu almennu launa- og verð­lags­­for­­sendum sem liggja til­ grund­vall­ar í fjár­­lögum hvers árs. Greiðsl­urnar miða því ekki lengur við fjölda starfs­­­manna kirkj­unn­­­ar.  

­Jafn­­­framt mun kirkjan frá og með 1. jan­úar á næsta ári sjálf ann­­­ast alla launa­vinnslu, bók­hald og launa­greiðslur til starfs­­­manna sinna. Auk þess verða felld úr gildi sér­­­­­stök lög um ákveðna sjóði sem starfað hafa hingað til á vegum kirkj­unn­­­ar.

„Með þessu nýja sam­komu­lagi er stigið mjög stórt skref í þá átt að þjóð­­kirkjan verði fyrst og fremst trú­­fé­lag sem beri sjálft ábyrgð á eigin rekstri og fjár­­hag. Kirkjan nýtur enn stuðn­­ings íslenska rík­­is­ins líkt og kveðið er á um í stjórn­­­ar­­skrá lýð­veld­is­ins en fjar­lægist það mjög að vera rík­­is­­stofnun með þessum samn­ingi. Áfram munu lög um stöðu stjórn og starfs­hætti þjóð­­kirkj­unnar gera ráð fyrir ákveðnum tengslum á milli þjóð­­kirkj­unnar og rík­­is­ins,“ sagði í frétta­til­kynn­ingu á vef stjórn­­­ar­ráðs­ins vegna gerð samn­ings­ins.

End­­ur­­skoðun kirkju­jarð­­ar­­sam­komu­lags­ins

Þann 10. jan­úar 1997 samdi ríkið um að kirkjan léti af hendi kirkju­jarðir að frá­­­­­töldum prests­­­setrum og að and­virði seldra kirkju­jarða rynni í rík­­­is­­­sjóð. Á móti mundi rík­­­is­­­sjóður greiða laun bisk­­­ups Íslands, vígslu­bisk­­­upa, 138 starf­andi presta og pró­fasta kirkj­unnar og 18 starfs­­­manna Bisk­­­ups­­­stofu, annan rekstr­­­ar­­­kostnað prests­emb­ætta og Bisk­­­ups­­­stofu, náms­­­leyfi, fæð­ing­­­ar­or­lof, veik­indi og fleira. 

Auglýsing
Þetta sam­komu­lag er kallað kirkju­jarð­­ar­­sam­komu­lag­ið og á grunni þess er þjóð­­­­kirkjan á fjár­­­­lögum og fær umtals­verða fjár­­­­muni úr rík­­­­is­­­­sjóði. Frá árinu 1998 hafa greiðslur hins opin­bera vegna þessa verið á fimmta tug millj­­­arða króna. 

Með nýja við­­bót­­ar­­samn­ingnum hafa kirkjan og ríkið komið sér saman um nýja útfærslu á þessu sam­komu­lagi sem felur í sér veru­­lega ein­­földun á greiðslum vegna sam­komu­lags­ins. 

2,7 millj­­arðar ár ári vegna kirkju­jarð­­ar­­sam­komu­lags­ins

Í nýja samn­ingum skuld­bindur íslenska ríkið sig til þess greiða árlega gagn­greiðslu til þjóð­­kirkj­unnar að fjár­­hæð 2.374.700.000, miðað við gagn­gjaldið 2018. Greiðslan er nú óháð fjölda bisk­­upa, pró­fasta, presta og ann­­arra starfs­­manna þjóð­­kirkj­unn­­ar. 

Auk þess skuld­bindur ríkið sig til að greiða til þjóð­­kirkj­unnar 368.400.000, miðað við gagn­gjaldið 2018,  vegna samn­ings rík­­is­ins við þjóð­­kirkj­una frá 1998 um rekstr­ar­kostnað vegna prests­emb­ætta og pró­fasta, rekstr­­ar­­kostnað bisk­­ups­­stofu, fram­lag til Kristn­i­­sjóðs og sér­­fram­lög til þjóð­­kirkj­unn­­ar. Þessi fjár­hæð verð­bæt­ist líkt og árlega gagn­greiðsla hér fyrir ofan. 

Auk þess­­ara tveggja greiðslna vegna kirkju­jarð­­ar­­sam­komu­lags­ins mun ríkið greiða þjóð­­kirkj­unn­i 711.400.000 krónur á ári, miðað við verð­lag árs­ins 2018, í stað þeirra fram­laga sem runnið hafa til Kirkju­­mála­­sjóðs og Jöfn­un­­ar­­sjóðs ­sókna. Sú fjár­­hæð mun taka breyt­ingum í sam­ræmi við almennar launa- og verð­lags­­for­­sendur sem liggja til grund­vallar í fjár­­lögum hvers árs, með sama hætti og ofan­­greindar greiðsl­­ur.

Til við­­­bótar við þessi fram­lög greiðir ríkið sókn­­­ar­­­gjöld til trú­­­fé­laga, en þar er þjóð­­­kirkjan lang fyr­ir­­­ferða­­­mest enda eru tæp­­­lega tveir af hverjum þremur lands­­­mönnum í henni. Sókn­­­ar­­­gjöld næsta árs eru áætluð 2.567 millj­­­ónir króna og því má áætla að tæp­­lega 1,7 millj­­­arðar króna af þeirri upp­­­hæð renni til þjóð­­­kirkj­unn­­­ar. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent