Ráðherra segir óhjákvæmilegt að stefna að fullum aðskilnaði ríkis og kirkju

Ráðherra kirkjumála, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, segir að sjálfstæð kirkja, óháð ríkisvaldinu, samrýmist betur trú- og skoðanafrelsi en sérstaðan sem þjóðkirkjan njóti í íslenskri stjórnskipan. Rúmur þriðjungur þjóðar er ekki í þjóðkirkjunni.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir óhjákvæmilegt að stefna í átt að fullum aðskilnaði ríkis og þjóðkirkju. Þetta kemur fram í grein sem hún skrifar í Morgunblaðið í dag

Þar segir Áslaug Arna að nýtt samkomulag, sem undirritað var í september síðastliðnum, milli ríkis og þjóðkirkjunnar feli í sér að hún verði ekki lengur eins og hver önnur ríkisstofnun. „Hún mun fremur líkjast frjálsu trúfélagi sem ber ábyrgð á eigin rekstri og fjárhag. Þessar breytingar eru til mikilla bóta og óhjákvæmilegt að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskilnaði. Þangað til og þrátt fyrir samkomulagið mun þjóðkirkjan áfram njóta stuðnings og verndar íslenska ríkisins á grundvelli ákvæðis stjórnarskrárinnar.“

Áslaug Arna segir í greininni að sjálfstæð kirkja óháð ríkisvaldinu samrýmist betur trúfrelsi og skoðanafrelsi en sérstaðan sem þjóðkirkjan hefur notið í íslenskri stjórnskipan. „Í mínum huga er ekki spurning um það að kirkjan getur vel sinnt öllum verkefnum sínum og þar á meðal sáluhjálp og margvíslegri félagslegri þjónustu óháð ríkinu. Ég er einnig þeirrar skoðunar að margir muni fylgja kirkjunni að málum þótt fullkominn aðskilnaður verði á endanum á milli hennar og ríkisvaldsins.“

Lengi verið meirihluti fyrir aðskilnaði

Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup sem var birtur fyrir viku síðan er meiri­hluti Íslend­inga hlynntur aðskiln­aði ríkis og kirkju, eða rúm­lega 55 pró­sent, en það er svipað hlut­fall og und­an­farin ár. Ríf­lega fimmt­ungur er hvorki hlynntur né and­vígur aðskiln­aði ríkis og kirkju, og tæp­lega fjórð­ungur er and­víg­ur.

Auglýsing
Karlar eru hlynnt­ari aðskiln­aði ríkis og kirkju en kon­ur, og fólk er hlynnt­ara aðskiln­aði eftir því sem það er yngra. Íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eru hlynnt­ari aðskiln­aði ríkis og kirkju en íbúar lands­byggð­ar­inn­ar, og fólk er hlynnt­ara aðskiln­aði eftir því sem það hefur meiri menntun að baki.

Munur er á við­horfi fólks eftir því hvað það kysi til Alþingis ef kosið yrði í dag. Þeir sem kysu Pírata eru lík­leg­astir til að vera hlynntir aðskiln­aði ríkis og kirkju, en þeir sem kysu Fram­sókn­ar­flokk­inn lík­leg­astir til að vera and­víg­ir. Á eftir þeim koma kjós­endur Mið­flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Í nið­ur­stöð­unum kemur fram að um þriðj­ungur Íslend­inga beri mikið traust til þjóð­kirkj­unn­ar. Það er svipað hlut­fall og í fyrra en þá lækk­aði það frá fyrri mæl­ing­um. Nær þriðj­ungur ber hvorki mikið né lítið traust til þjóð­kirkj­unnar og um þriðj­ungur ber lítið traust til henn­ar.

Um 19 pró­sent eru ánægð með störf Agn­esar M. Sig­urð­ar­dótt­ur, bisk­ups Íslands.

Rúmur þriðjungur ekki í þjóðkirkjunni

Þeim sem eru skráðir í þjóð­­kirkj­una hefur fækkað jafnt og þétt á und­an­­förnum árum, þrátt fyrir að íbúum hafi fjölgað umtals­vert. Nú eru 231.684 ein­stak­l­ingar skráðir í þjóð­­­kirkj­una en þeir voru 253.069 árið 2009 þegar fjöldin náði hæstu hæð­­um. Alls eru um 64 pró­­sent þeirra rúm­­lega 360 þús­und manna sem búa á Íslandi því skráðir í þjóð­­kirkj­una. Það þýðir að rúm­­lega þriðj­ungur lands­­manna er ekki skráður í hana, eða tæplega 129 þúsund manns.

Auglýsing
Þrátt fyrir að þeim sem skráðir eru í þjóð­kirkj­una fækki með hverju ári þá hefur kostn­að­ur­inn á hvern skráðan einstakling auk­ist á síð­ustu árum. ­Kostn­aður á hvern skráðan ein­stak­ling í þjóð­kirkj­una nam 8.885 krónum á ein­stak­ling árið 1998 en 12.886 krónum árið 2017.

Nýtt samkomulag undirritað

Þann 6. sept­em­ber síð­ast­lið­inn und­ir­rit­uðu for­sæt­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fjár­mála­ráð­herra, og for­seti kirkju­þings, nýjan við­bót­ar­samn­ing um end­ur­skoðun á kirkju­jarð­ar­sam­komu­lag­inu frá 1997 og samn­ingi um rekstr­ar­kostnað kirkj­unnar frá 1998. 

Þjóð­kirkjan fær árlega fram­lög frá rík­inu á grund­velli kirkju­jarða­sam­komu­lags­ins sem og fram­lög sem renna til Kirkju­mála­sjóðs og Jöfn­un­ar­sjóðs sókna. Til við­bótar fær þjóð­kirkjan greidd sókn­ar­gjöld. 

Með nýja samn­ingnum er fyr­ir­komu­lag greiðslna til þjóð­kirkj­unnar ein­faldað mjög. Nú fær ­kirkjan fastar greiðslur á hverju ári sem taka aðeins breyt­ingum á sömu almennu launa- og verð­lags­for­sendum sem liggja til­ grund­vall­ar í fjár­lögum hvers árs. Greiðslurnar miða því ekki lengur við fjölda starfs­­manna kirkj­unn­­ar.  

Jafn­­framt mun kirkjan frá og með 1. jan­úar á næsta ári sjálf ann­­ast alla launa­vinnslu, bók­hald og launa­greiðslur til starfs­­manna sinna. Auk þess verða felld úr gildi sér­­­stök lög um ákveðna sjóði sem starfað hafa hingað til á vegum kirkj­unn­­ar.

„Með þessu nýja sam­komu­lagi er stigið mjög stórt skref í þá átt að þjóð­kirkjan verði fyrst og fremst trú­fé­lag sem beri sjálft ábyrgð á eigin rekstri og fjár­hag. Kirkjan nýtur enn stuðn­ings íslenska rík­is­ins líkt og kveðið er á um í stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins en fjar­lægist það mjög að vera rík­is­stofnun með þessum samn­ingi. Áfram munu lög um stöðu stjórn og starfs­hætti þjóð­kirkj­unnar gera ráð fyrir ákveðnum tengslum á milli þjóð­kirkj­unnar og rík­is­ins,“ sagði í frétta­til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins vegna gerð samningsins.

End­ur­skoðun kirkju­jarð­ar­sam­komu­lags­ins

Þann 10. jan­úar 1997 samdi ríkið um að kirkjan léti af hendi kirkju­jarðir að frá­­­töldum prests­­setrum og að and­virði seldra kirkju­jarða rynni í rík­­is­­sjóð. Á móti mundi rík­­is­­sjóður greiða laun bisk­­ups Íslands, vígslu­bisk­­upa, 138 starf­andi presta og pró­fasta kirkj­unnar og 18 starfs­­manna Bisk­­ups­­stofu, annan rekstr­­ar­­kostnað prests­emb­ætta og Bisk­­ups­­stofu, náms­­leyfi, fæð­ing­­ar­or­lof, veik­indi og fleira. 

Auglýsing
Þetta sam­komu­lag er kallað kirkju­jarð­ar­sam­komu­lag­ið og á grunni þess er þjóð­­­kirkjan á fjár­­­lögum og fær umtals­verða fjár­­­muni úr rík­­­is­­­sjóði. Frá árinu 1998 hafa greiðslur hins opin­bera vegna þessa verið á fimmta tug millj­­arða króna. 

Með nýja við­bót­ar­samn­ingnum hafa kirkjan og ríkið komið sér saman um nýja útfærslu á þessu sam­komu­lagi sem felur í sér veru­lega ein­földun á greiðslum vegna samkomulagsins. 

2,7 millj­arðar ár ári vegna kirkju­jarð­ar­sam­komu­lags­ins

Í nýja samn­ingum skuld­bindur íslenska ríkið sig til þess greiða árlega gagn­greiðslu til þjóð­kirkj­unnar að fjár­hæð 2.374.700.000, miðað við gagn­gjaldið 2018. Greiðslan er nú óháð fjölda bisk­upa, pró­fasta, presta og ann­arra starfs­manna þjóð­kirkj­unn­ar. 

Auk þess skuld­bindur ríkið sig til að greiða til þjóð­kirkj­unnar 368.400.000, miðað við gagn­gjaldið 2018,  vegna samn­ings rík­is­ins við þjóð­kirkj­una frá 1998 um rekstrarkostnað vegna prests­emb­ætta og pró­fasta, rekstr­ar­kostnað bisk­ups­stofu, fram­lag til Kristni­sjóðs og sér­fram­lög til þjóð­kirkj­unn­ar. Þessi fjárhæð verð­bæt­ist líkt og árlega gagn­greiðsla hér fyrir ofan. 

Auk þess­ara tveggja greiðslna vegna kirkju­jarð­ar­sam­komu­lags­ins mun ríkið greiða þjóð­kirkj­unn­i 711.400.000 krónur á ári, miðað við verð­lag árs­ins 2018, í stað þeirra fram­laga sem runnið hafa til Kirkju­mála­sjóðs og Jöfn­un­ar­sjóðs ­sókna. Sú fjár­hæð mun taka breyt­ingum í sam­ræmi við almennar launa- og verð­lags­for­sendur sem liggja til grund­vallar í fjár­lögum hvers árs, með sama hætti og ofan­greindar greiðsl­ur.

Til við­­bótar við þessi fram­lög greiðir ríkið sókn­­ar­­gjöld til trú­­fé­laga, en þar er þjóð­­kirkjan lang fyr­ir­­ferða­­mest enda eru tæp­­lega tveir af hverjum þremur lands­­mönnum í henni. Sókn­­ar­­gjöld næsta árs eru áætluð 2.567 millj­­ónir króna og því má áætla að tæp­lega 1,7 millj­­arðar króna af þeirri upp­­hæð renni til þjóð­­kirkj­unn­­ar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent