Nemandi segir ummæli utanríkisráðherra óviðeigandi og frekar „slísí“

Utanríkisráðherra segist hafa sagt við nema í Háskóla Íslands að stjórnmálafræði og reynsla af störfum á vettvangi stjórnmálanna væru á einhvern hátt sambærileg reynslu og bóknámi í kynfræðslu. Ekki eru allir á eitt sáttir við þessa samlíkingu ráðherrans.

Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson
Auglýsing

Ung kona, Alex­andra Ýr Van Erven nemi í stjórn­mála­fræði við Háskóla Íslands, steig fram í dag og fjall­aði um reynslu sína og meint orða­skipti milli Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is­ráð­herra og háskóla­nema í vís­inda­ferð Polit­ica, félags stjórn­mála­fræði­nema, í utan­rík­is­ráðu­neytið þann 11. októ­ber síð­ast­lið­inn.

Hún segir á Twitt­er-­síðu sinni að hún hafi farið á frá­bært mál­þing á Kynja­þingi í gær þar sem konur í stjórn­málum ræddu meðal ann­ars hvað ein­kenndi orð­ræðu gagn­vart konum í póli­tík á Íslandi. Þessar umræður hafi ýtt mikið á ákveðna hnappa hjá henni sem hafi látið hana langa til að tjá sig um atvik sem hún hafi ekki ætlað að tjá sig um.

Alex­andra Ýr segir í frá­sögn sinni á Twitter að fyrir þremur til fjórum vikum hafi hún átt í ein­kenni­legum orða­skiptum við utan­rík­is­ráð­herrann, Guð­laug Þór, og hafi hún verið hugsi yfir þeim allar götur síð­an.

Auglýsing

Hún seg­ist hafa farið með sam­nem­endum sínum í vís­inda­ferð í utan­rík­is­ráðu­neytið og hafi ráð­herra sjálfur haldið kynn­ingu. Eftir á hafi mynd­ast umræður „og bara stuð.“ Á ein­hverjum tíma­punkti hafi Háskól­inn komið til tals og þá hafi Guð­laugur Þór farið að tala um hvað skól­inn þurfi að nýta sér meira fólk í atvinnu­líf­inu svo nem­endur séu betur und­ir­búnir fyrir þá vinnu sem þau stefna á.



Þá svari hún ein­hverju á þá leið að það sé nú ekki hlut­verk háskóla að fram­leið starfs­krafta fyrir atvinnu­lífið og að það bjóði í raun upp á stöðnun í sam­fé­lag­inu að ætla móta háskóla­menntun eftir þörfum atvinnu­lífs­ins á til­teknum tíma. Þekk­ing sem verður til innan háskól­ans leiði af sér fram­þróun í sam­fé­lag­inu og svo fram­veg­is.

Alex­andra Ýr segir að ráð­herr­ann hafi svarað þessum rökum sínum með því að taka dæmi og sagt: „Hvernig lit­ist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hell­ings til um kyn­líf?”

Konur fyrst og fremst metnar út frá því að þær séu konur

Hún segir að til að byrja með hafi þetta nátt­úr­lega bara verið óvið­eig­andi og frekar „slísí“. „En svo er þetta líka birt­ing­ar­mynd ein­hvers miklu stærra. Konur eru fyrst og fremst metnar út frá því að þær séu kon­ur, hversu ríð­an­legar þær séu, hversu sætar þér séu og það er á þessum stað sem við erum komin svo ótrú­leg stutt í fem­inískri bar­áttu. Þetta var ekki bara sagt til að slá mig út af lag­inu heldur til að smána,“ skrifar hún.

Hún segir jafn­framt að varla þurfi að taka það fram að hann hefði aldrei svarað karl­kyns nem­enda með þessum hætti. Hann hafi staðið sem ráð­herra í sínu eigin ráðu­neyti fyrir framan hóp af háskóla­nemum þar sem valda­ó­jafn­vægið hafi verið svo gígantískt. Hann hafi leikið sér að því.

„Ég aðal­lega kasta þessu frá mér því með því að gera það ekki finnst mér ég vera að segja að það sé bara í lagi að svona hegðun við­gang­ist sem það er auð­vitað alls ekki. Og svo er ég svo ótrú­lega þreytt á að karlar sem tala svona við konur fái að sitja á þingi kjör­tíma­bil eftir kjör­tíma­bil. Fannst svo leið­in­legt eftir á að hafa ekki brugð­ist öðru­vísi við en að flissa vand­ræða­lega því það er alltaf það sem maður gerir í svona aðstæðum en núna er þetta komið út,“ skrifar hún.

Bað hlut­að­eig­andi vel­virð­ingar en frá­bað sér samt þessar ásak­anir

Guð­laugur Þór sendi frá sér yfir­lýs­ingu til fjöl­miðla í kjöl­farið þar sem hann frá­biður sér þær ásak­anir sem settar hafi verið fram á sam­fé­lags­miðlum um orð­bragð og ásetn­ing sem honum sé gerður þar upp.

„Í heim­sókn stjórn­mála­fræði­nema í ráðu­neytið í nýliðnum mán­uði spunn­ust í hópnum umræður um ummæli mín í við­tali við blað stjórn­mála­fræði­nema um að það styrkti stjórn­mála­fræði­kennslu að kalla til sem gesti stjórn­mála­menn sem hefðu reynslu,“ skrifar Guð­laugur í yfir­lýs­ing­unni.

„Í spjalli við nem­ana greip ég til sam­lík­ingar sem eftir á að hyggja var ekki við­eig­andi. Hún var á þá leið að stjórn­mála­fræði og reynsla af störfum á vett­vangi stjórn­mál­anna væru á ein­hvern hátt sam­bæri­leg reynslu og bók­námi í kyn­fræðslu. Þessu var ekki beint að neinum í hópnum og hvorki sett fram til að ögra né særa heldur sagt í hálf­kær­ingi – og alls ekki með slíku orða­vali sem lýst hefur verið á sam­fé­lags­miðl­um. Bið ég hlut­að­eig­andi vel­virð­ing­ar,“ kemur enn fremur fram í yfir­lýs­ing­unni.

Svona hegðun full­kom­lega óvið­eig­andi

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, segir á Twitt­er-­síðu sinni að svona hegðun sé full­kom­lega óvið­eig­andi. Sér í lagi tveimur árum eftir #MeToo. Vísar þá hún í tíst Alexöndru.



Hún deilir jafn­framt tísti frá Nönnu Her­manns­dóttur sem seg­ir: „Ung kona seg­ist vera mis­boðið þegar maður í valda­stöðu tal­aði niðr­andi til henn­ar. Hann afsakar sig með að hafa aldrei notað orðið „ríða“. Hann kom með kyn­líf sam­lík­ingu þegar það kom mál­inu ekk­ert við.“

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir í athuga­semd undir færslu Alexöndru Ýrar vera svo orð­laus og reið að hún viti ekki hvar eigi að byrja. Þetta sé akkúrat það sem þær hafi verið að tala um í gær og að því verði að breyta. Vísar hún vænt­an­lega í Kynja­þingið sem haldið var í gær.

Lík­lega ekk­ert illt meint

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, segir á Face­book-­síðu sinni í dag þetta vera ágætis dæmi um mál þar sem báðir aðilar geti haft rétt fyrir sér. „Já, óvið­eig­andi á nákvæm­lega þann hátt sem Alex­andra segir að þetta sé birt­ing­ar­mynd slæmrar hegð­unar gagn­vart konum ... og já, lík­lega ekk­ert illt mein­t,“ skrifar hann.

Hann segir enn fremur að fólk lendi nefni­lega oft í því að horfa á svona mál og ákveða það sem keppni um hver hafi rétt fyrir sér þegar einnig sé mögu­leiki á að báðir aðilar hafi rangt fyrir sér eða báðir hafi rétt fyrir sér. „Í þeim til­vikum er oft skortur á gagn­kvæmum skiln­ingi á rétt­mæti hins aðil­ans sem leiðir til rifr­ildis sem nær engri nið­ur­stöðu nema pólarís­er­ing­u.“

Þetta er ágætis dæmi um mál þar sem báðir aðilar geta haft rétt fyrir sér. Já, óvið­eig­andi á nákvæm­lega þann hátt sem...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Sunday, Novem­ber 3, 2019


Full­yrða að túlkun Alexöndru hafi verið óná­kvæm

Í frétt Vísis um málið kemur fram að aðrir nem­endur sem urðu vitni að umræddu sam­tali hafi full­yrt að túlkun Alexöndru á orða­skipt­unum hafi verið óná­kvæm. Sex þeirra hafi stað­fest við frétta­stofu að utan­rík­is­ráð­herra hafi raunar ekki notað orðið „ríða“ í svari sínu. Þeir sam­mæld­ust þó allir um það að atvikið hafi verið mjög óþægi­legt og sam­lík­ingin hafi verið mjög óvið­eig­andi.

„Við fórum í vís­inda­ferð í Utan­rík­is­ráðu­neytið og þar barst umræðan að því hvernig stjórn­mála­fræði­nám nýtt­ist í starf­i/praktík. Þá hófust skoð­ana­skipti á milli eins nem­anda og ráð­herra þar sem hann á end­anum heim­færði útskýr­ing­una á heldur kump­án­legan hátt: „...það væri eins og ein­hver ætl­aði að fara að kenna kyn­fræðslu, en væri sjálfur hreinn sveinn en hefði lesið sér til í bókum um efn­ið...“,“ sagði Þór­unn Soffía Snæ­hólm, sem situr í stjórn félags stjórn­mála­fræði­nema, í svari sínu til frétta­stofu.

„Hann sagð­ist aldrei ætla að kenna henni að „ríða“ eins og hún orð­aði það á Twitt­er, hann not­aði aldrei þessi orð. Mín skoðun er sú að orð­ræða ráð­herra hafi ekki verið sú besta og hið sama má segja um stíl­fær­ingu Alexöndru,“ kom jafn­framt í svari Þór­unn­ar.

Átti ekki að vera að tala um kyn­líf yfir­höfuð

Að sögn Alexöndru Ýrar bjóst hún ekki við að málið færi á þann hátt sem það hefur nú gert. „Það er ekki kjarni máls­ins hvaða orð ráð­herra not­aði um það að stunda kyn­líf. Merk­ingin er sú sama og umræða um annað er ein­ungis til þess gerð að afvega­leiða hana,“ segir Alex­andra Ýr í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Punkt­ur­inn er sá að hann átti ekk­ert að vera að tala um kyn­líf yfir­höf­uð. Fram­setn­ing Guð­laugs var aug­ljós­lega smækk­andi fyrir mig og gerð til að slá sjálfum sér á brjóst. Ráð­herra sýnir gríð­ar­legt dóm­greind­ar­leysi," segir Alex­andra Ýr að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent