Tómas Már nýr forstjóri HS Orku

Tómas Már Sigurðsson hefur verið ráðinn forstjóri HS Orku.

Tómas Már Sigurðsson
Auglýsing

Tómas Már Sig­urðs­son hefur verið ráð­inn for­stjóri HS Orku. Mun hann taka við starf­inu frá og með næstu ára­mót­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Tómas Már kemur til liðs við HS Orku eftir að hafa starfað hjá Alcoa, þar sem hann gegndi síð­ast stöðu aðstoð­ar­for­stjóra á heims­vísu.

Bjarni Þórður Bjarna­son stjórn­ar­for­maður segir að Tómas hafi mikla reynslu af íslenskum raf­orku­mark­aði, sem og af upp­bygg­ing­ar­verk­efnum og stefnu­mótun jafnt inn­an­lands sem utan. „Hans reynsla og þekk­ing mun nýt­ast vel á því vaxt­ar­skeiði sem framundan er hjá fyr­ir­tæk­in­u.“

Auglýsing

Tómas Már, nýráð­inn for­stjóri, segir það vera sér mikil ánægja að ganga til liðs við HS Orku. „Fyr­ir­tækið hefur verið frum­kvöð­ull í jarð­hita­nýt­ingu auk margs konar nýsköpun og þróun henni tengdri, líkt og Auð­linda­garður HS Orku ber vitni um, en hann er ein­stakur á heims­vísu og til marks um það hvernig hægt er að nýta auð­lindir með sjálf­bærum hætti, sam­fé­lag­inu og umhverf­inu til heilla. Þau tæki­færi sem blasa við HS Orku eru afar spenn­andi og ég hlakka til að vinna að þeim með því afburð­ar­fólki sem hjá fyr­ir­tæk­inu starfar.“

Í til­kynn­inguni segir að Tómas Már hafi starfað um ára­bil hjá Alcoa, þar sem hann hafi gegnt stöðum for­stjóra Alcoa á Íslandi, í Evr­ópu og Mið-Aust­ur­lönd­um, og nú síð­ast frá 2014 stöðu aðstoð­ar­for­stjóra fyrir Alcoa Cor­poration. „Áður starf­aði Tómas sem fram­kvæmda­stjóri tækni­s­viðs hjá Norð­ur­áli. Tómas Már er mennt­aður umhverf­is­verk­fræð­ingur frá Háskóla Íslands og með meist­ara­próf í skipu­lags­verk­fræði frá Corn­ell-há­skól­anum í New York. Hann hefur setið í fjölda stjórna og var m.a. for­maður Við­skipta­ráðs frá 2009-2012, sat í stjórn Sam­taka iðn­að­ar­ins frá 2005-2011 og hefur verið í stjórn evr­ópskra álf­ram­leið­enda frá 2012,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent