Tómas Már nýr forstjóri HS Orku

Tómas Már Sigurðsson hefur verið ráðinn forstjóri HS Orku.

Tómas Már Sigurðsson
Auglýsing

Tómas Már Sig­urðs­son hefur verið ráð­inn for­stjóri HS Orku. Mun hann taka við starf­inu frá og með næstu ára­mót­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Tómas Már kemur til liðs við HS Orku eftir að hafa starfað hjá Alcoa, þar sem hann gegndi síð­ast stöðu aðstoð­ar­for­stjóra á heims­vísu.

Bjarni Þórður Bjarna­son stjórn­ar­for­maður segir að Tómas hafi mikla reynslu af íslenskum raf­orku­mark­aði, sem og af upp­bygg­ing­ar­verk­efnum og stefnu­mótun jafnt inn­an­lands sem utan. „Hans reynsla og þekk­ing mun nýt­ast vel á því vaxt­ar­skeiði sem framundan er hjá fyr­ir­tæk­in­u.“

Auglýsing

Tómas Már, nýráð­inn for­stjóri, segir það vera sér mikil ánægja að ganga til liðs við HS Orku. „Fyr­ir­tækið hefur verið frum­kvöð­ull í jarð­hita­nýt­ingu auk margs konar nýsköpun og þróun henni tengdri, líkt og Auð­linda­garður HS Orku ber vitni um, en hann er ein­stakur á heims­vísu og til marks um það hvernig hægt er að nýta auð­lindir með sjálf­bærum hætti, sam­fé­lag­inu og umhverf­inu til heilla. Þau tæki­færi sem blasa við HS Orku eru afar spenn­andi og ég hlakka til að vinna að þeim með því afburð­ar­fólki sem hjá fyr­ir­tæk­inu starfar.“

Í til­kynn­inguni segir að Tómas Már hafi starfað um ára­bil hjá Alcoa, þar sem hann hafi gegnt stöðum for­stjóra Alcoa á Íslandi, í Evr­ópu og Mið-Aust­ur­lönd­um, og nú síð­ast frá 2014 stöðu aðstoð­ar­for­stjóra fyrir Alcoa Cor­poration. „Áður starf­aði Tómas sem fram­kvæmda­stjóri tækni­s­viðs hjá Norð­ur­áli. Tómas Már er mennt­aður umhverf­is­verk­fræð­ingur frá Háskóla Íslands og með meist­ara­próf í skipu­lags­verk­fræði frá Corn­ell-há­skól­anum í New York. Hann hefur setið í fjölda stjórna og var m.a. for­maður Við­skipta­ráðs frá 2009-2012, sat í stjórn Sam­taka iðn­að­ar­ins frá 2005-2011 og hefur verið í stjórn evr­ópskra álf­ram­leið­enda frá 2012,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent