Telja um skaðlega orðræðu um kynferðisbrot að ræða

Tugir kvenna hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þær mótmæla grein Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur en þær telja að greinin lýsi afar skaðlegri orðræðu gagnvart brotaþolum kynferðisofbeldis.

metoo - Kvennafrí
Auglýsing

Rúm­lega átta­tíu konur hafa skrifað undir sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu vegna skað­legrar orð­ræðu um kyn­ferð­is­brot en til­efnið er grein eftir Stein­unni Ólínu Þor­steins­dóttur sem birt­ist á vef Frétta­blaðs­ins í gær. Anna Bent­ína Herman­sen er skrifuð fyrir yfir­lýs­ing­unni.

„Í grein­inni fagnar höf­undur nýföllnum dómum í málum Freyju Har­alds­dóttur og Atla Rafns Sig­urðs­son­ar. Að mati grein­ar­höf­undar hafa máls­að­ilar beggja mála mætt mann­fjand­sam­legum við­horfum sem lögðu grunn­inn að þeim brotum sem þau urðu fyr­ir. Stein­unn Ólína segir að það sé ekki síst #metoo bylt­ingin sem lagði grunn­inn að þessum við­horfum og að í kjöl­far #metoo hafi konur flykkst fram á víg­völl­inn til að bera aðra sökum án þess að þurfa að standa fyrir máli sín­u,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Þær sem skrifa undir fyrr­nefnda yfir­lýs­ingu vilja bregð­ast við þessum ummælum „þar sem greinin lýsir afar skað­legri orð­ræðu gagn­vart brota­þolum kyn­ferð­is­of­beldis almennt þó að ein mann­eskja, Þór­dís Elva Þor­valds­dótt­ir, sé tekin fyrir í grein­inni, sem „sjálf­skip­aður leið­togi brota­þola kyn­ferð­is­of­beld­is”.“ Orð­ræða sem þessi sendi alvar­leg skila­boð út í sam­fé­lagið og hafi að engu trú­verð­ug­leika brota­þola kyn­ferð­is­of­beld­is.

Auglýsing

„Í þeim und­an­tekn­ing­ar­til­fellum þegar ger­and­inn játar að hafa beitt kyn­ferð­is­of­beldi, sem á við um reynslu Þór­dísar Elvu, þá kallar grein­ar­höf­undur hann „mein­tan ger­anda“. Stein­unn Ólína bætir um betur og segir brota­þola hafa „sagst” hafa orðið fyrir nauðg­un, með það að mark­miði að véfengja það ofbeldi sem Þór­dís Elva varð fyr­ir,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Margar konur hafa reynslu af kyn­ferð­is­brotum sem hvergi eru skráð í lög­reglu­skýrslum

Þá kemur enn fremur fram í yfir­lýs­ing­unni að sam­kvæmt Stein­unni Ólínu sé Þór­dís Elva haldin hefnd­ar­fýsn og drottn­un­ar­girni með því að draga ger­anda sinn til ábyrgðar sem hann hafi sjálfur geng­ist við af fúsum og frjálsum vilja.

Að þeirra mati lýsir greinin þeim við­horfum að frá­sagnir af kyn­ferð­is­of­beldi séu marklausar nema þær fari í gegnum rétt­ar­kerfið og ger­and­inn hljóti dóm fyrir brot sitt.

„Nauðgun er í eðli sínu ofbeldi þar sem drottn­un­ar­girni er í aðal­hlut­verki. Það er frekar öfug­snúið að saka brota­þola kyn­ferð­is­of­beldis um þær hvatir ef hann segir frá nauðgun fremur en ger­and­ann fyrir að hafa nauðg­að.

Brota­þolar sjá slík við­horf krist­all­ast víða í sam­fé­lag­inu og #metoo bylt­ingin reis ekki síst upp gegn slíkum við­horf­um. #metoo sýndi sam­fé­lag­inu hversu margar konur hafa reynslu af kyn­ferð­is­brotum sem hvergi eru skráð í lög­reglu­skýrsl­u­m,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Konur sem segja frá kyn­ferð­is­of­beldi opin­ber­lega líka tor­tryggðar

Þær benda hins vegar á að stað­reyndin sé sú að fjöl­margar konur sem verða fyrir kyn­ferð­is­of­beldi segja aldrei frá því opin­ber­lega og kæra ekki ger­anda/­ger­end­ur. Ekki síst vegna þess að aðeins í und­an­tekn­ing­ar­til­fellum hljóti þær áheyrn dóm­stóla. Konur sem segja frá kyn­ferð­is­of­beldi opin­ber­lega og hafa jafn­vel kært ofbeldið séu líka tor­tryggð­ar, meira að segja þrátt fyrir að ger­andi þeirra hafi játað verkn­að­inn. Grein Stein­unnar Ólínu afhjúpi þann veru­leika ræki­lega.

„Sú orð­ræða er algeng að konur sem segja frá kyn­ferð­is­of­beldi, án leik­reglna sem þykir sam­fé­lag­inu þókn­an­legt, séu mann­orðs­morð­ingjar og vegi að æru manna. Oft er vegið að trú­verð­ug­leika þeirra kvenna og þeim mæta afar „mann­fjand­sam­leg við­horf” sem næra nauðg­un­ar­menn­ingu og ger­enda­með­virkni. Sama hvaða leik­reglum þær fylgja mætir þeim iðu­lega tor­tryggni og það þrátt fyrir #metoo.

Ef Stein­unn Ólína telur það vera keppni í ofbeldi að nið­ur­lægja fólk án dóms og laga er hún sig­ur­veg­ari í þeirri keppni með þess­ari grein. Að hennar mati á bar­átt­u­­fólk gegn kyn­ferð­is­of­beldi að setja hag brota­þola kyn­ferð­is­of­beldis í for­gang. Lík­lega er það eina atriðið í grein­inni sem við getum verið sam­mála um. Ef þessi grein átti að stuðla að því mark­miði bregst hún hins vegar brota­þolum kyn­ferð­is­of­beldis algjör­lega,“ segir að lokum í yfir­lýs­ing­unni.

Undir yfir­lýs­ing­una skrifa:

  • Aðal­heiður Alenu Jóhanns­dóttir
  • Agnes Bára Ara­dóttir
  • Alex­andra Rós Jóhann­es­dóttir
  • Anna Bent­ína Herman­sen
  • Anna Soffía Vík­ings­dóttir
  • Aþena Mjöll Pét­urs­dóttir
  • Ásgerður Jóhann­es­dóttir
  • Berg­lind Þór­steins­dóttir
  • Berg­ljót María Sig­urð­ar­dóttir
  • Bryn­hildur Björns­dóttir
  • Bryn­hildur Yrsa Val­kyrja
  • Brynja Bjarna­dóttir
  • Cand­ice Michelle Godd­ard
  • Edda Rún Ara­dóttir
  • Elsa Björk Harð­ar­dóttir
  • Elísa­bet Ýr
  • Emma Ásu­dóttir Árna­dóttir
  • Erla Kr Berg­mann
  • Elsa Björk Harð­ar­dóttir
  • Erla Elí­as­dóttir Völu­dóttur
  • Erla Ein­ars­dóttir
  • Erna Dýr­fjörð Stef­áns­dóttir
  • Eyrún Eva Gunn­ars­dóttir
  • Frey­dís Dögg Stein­dórs­dóttir
  • Freyja Vals Sess­elju­dóttir
  • Frið­gerður Ósk Jóhanns­dóttir
  • Guð­björg Ýr Val­kyrja Guð­bjarg­ar­dóttir
  • Guðný Elísa Guð­geirs­dóttir
  • Guð­rún Helga Eyþórs­dóttir
  • Gunna Róberts­dóttir
  • Haf­dís Erla Jónu­dóttir
  • Hrafn­dís Katla
  • Haf­dís Inga Helgu­dóttir Hin­riks­dóttir
  • Hall­dóra Jón­as­dóttir
  • Helga Bjarna­dóttir
  • Helga Gests­dóttir
  • Helga Rósa Atla­dóttir
  • Heiða Björg Hilm­is­dóttir
  • Heiða Val­dís Ármann
  • Her­dís Ósk Svein­björns­dóttir
  • Hjör­dís Guð­laugs­dóttir
  • Hjör­dís Líney Aðal­steins­dóttir
  • Hlíf Steins­dóttir
  • Hrund Ólafs­dóttir
  • Inga María Vil­hjálms­dóttir
  • Ingi­björg Eyfjörð Hólm
  • Magnea
  • Mar­grét Pét­urs­dóttir
  • Mar­grét Bald­urs­dóttir
  • Jennie Maria Kat­ar­ina Jöns­son
  • Karen Linda
  • Katrín Atla­dóttir
  • Katrín Ólafs­dóttir
  • Kristin Johan­sen
  • Kristín Jóns­dóttir
  • Kristín S. Bjarna­dóttir
  • Kristín Helga Schiöth
  • Krist­jana Ein­ars­dóttir
  • Linda Björk
  • Lóa Bald­vins­dóttir And­er­sen
  • Mar­í­anna Jóns­dóttir Mar­íu­dóttir
  • Ósk Gunn­laugs­dóttir
  • Ragna Björg Björns­dóttir
  • Ragna Ragn­ars­dóttir
  • Ragn­heiður Helga Berg­mann Haf­steins­dóttir
  • Rakel Sess­elja Hostert
  • Salóme Mist Krist­jáns­dóttir
  • Sandra Rut Skúla­dóttir
  • Sara Björk Bier­ing
  • Sig­ríður D. Ara­dóttir
  • Sig­ur­björg Anna Guðna­dóttir
  • Sig­ur­laug Lára
  • Sig­rún Ósk Arn­ar­dóttir
  • Sig­rún Sif Jóels­dóttir
  • Sjöfn Frið­riks­dóttir
  • Sunna Krist­ins­dóttir
  • Særós Rann­veig Björns­dóttir
  • Tara Mar­grét
  • Tinna Björk Páls­dóttir
  • Unnur Mjöll
  • Vibeke Svala Krist­ins­dóttir
  • Þóra Kristín Þórs­dóttir
  • Þór­hildur Löve
  • Þór­unn Vign­is­dóttir

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent