Vilja að þjóðin kjósi um Reykjavíkurflugvöll

Sextán þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Flugvöllurinn í Vatnsmýri
Auglýsing

Sextán þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu sem gengur út á það að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli vera áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík.

Fyrsti flutningsmaður er Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Með honum eru fimmtán þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum, Framsókn, Miðflokknum og Vinstri grænum.

Eftirfarandi spurning verði borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni: „Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands-, kennslu- og sjúkraflugs verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík uns annar jafngóður eða betri kostur er tilbúinn til notkunar?“

Auglýsing

Í greinargerðinni með tillögunni kemur fram að sambærilegar tillögur hafi verið fluttar fjórum sinnum áður. „Lagt er til að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Með því fær þjóðin tækifæri til þess að segja hug sinn og hafa áhrif á það hvar flugvöllurinn og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs verða í fyrirsjáanlegri framtíð, m.a. með tilliti til þjóðhagslegra hagsmuna.“

Jafnframt kemur fram að ríkir almannahagsmunir felist í greiðum samgöngum innan lands og staðsetning flugvallarins og miðstöðvar innanlandsflugs hafi afar mikla þýðingu í því samhengi. Flugvöllurinn gegni mjög mikilvægu öryggishlutverki fyrir almenning í landinu vegna sjúkra- og neyðarflugs, svo og sem varaflugvöllur. Þá gegni flugvöllurinn mjög mikilvægu hlutverki í almannavarnakerfi landsins.

Staðsetning flugvallarins umdeild

Þá segir að staðsetning flugvallarins hafi verið umdeild í nokkurn tíma. Í kjölfar dóms Hæstaréttar frá 9. júní 2016 hafi íslenska ríkinu verið gert skylt að loka norðaustur-suðvestur-flugbraut Reykjavíkurflugvallar í samræmi við samkomulag þáverandi innanríkisráðherra og borgarstjórans í Reykjavík frá árinu 2013. Hafi umræddri flugbraut nú verið lokað.

„Eftir sem áður ríkir ekki einhugur um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar og hlutverk hans sem samgöngumiðstöðvar til framtíðar, en aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir því að flugvöllurinn víki í áföngum eftir árið 2022. Fyrir liggur að flugvöllurinn lokast í reynd þegar norður-suður-brautinni verður lokað sem Reykjavíkurborg stefnir að 2022,“ segir í greinargerðinni.

Í því sambandi þurfi einnig að horfa til þess að í samgönguáætlun fyrir árin 2011 til 2022 sé gert ráð fyrir því að flugvöllur verði í Reykjavík til ársins 2022 hið minnsta þótt ekki sé með skýrum hætti kveðið á um staðsetningu hans. Þá sé í samgönguáætlun fyrir árin 2019 til 2033 miðað við að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt á meðan annar jafn góður eða betri kostur sé ekki fyrir hendi. „Við meðferð málsins kom fram að 15 til 20 ár tæki að byggja upp nýjan flugvöll á öðrum stað. Það er því afar brýnt að þjóðin fái tækifæri til þess að segja hug sinn varðandi umrætt málefni og hafa þannig áhrif á endanlega niðurstöðu málsins sem gæti m.a. falist í tilfærslu á skipulagslegu ákvörðunarvaldi með lögum, að teknu tilliti til mikilvægra almannahagsmuna.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent