Vilja að þjóðin kjósi um Reykjavíkurflugvöll

Sextán þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Flugvöllurinn í Vatnsmýri
Auglýsing

Sextán þing­menn úr fjórum flokkum hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem gengur út á það að efnt skuli til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort flug­völlur og mið­stöð inn­an­lands- og sjúkra­flugs skuli vera áfram í Vatns­mýr­inni í Reykja­vík.

Fyrsti flutn­ings­maður er Njáll Trausti Frið­berts­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Með honum eru fimmtán þing­menn úr Sjálf­stæð­is­flokkn­um, Fram­sókn, Mið­flokknum og Vinstri græn­um.

Eft­ir­far­andi spurn­ing verði borin upp í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni: „Vilt þú að flug­völlur og mið­stöð inn­an­lands-, kennslu- og sjúkra­flugs verði áfram í Vatns­mýr­inni í Reykja­vík uns annar jafn­góður eða betri kostur er til­bú­inn til notk­un­ar?“

Auglýsing

Í grein­ar­gerð­inni með til­lög­unni kemur fram að sam­bæri­legar til­lögur hafi verið fluttar fjórum sinnum áður. „Lagt er til að fram fari þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vall­ar. Með því fær þjóðin tæki­færi til þess að segja hug sinn og hafa áhrif á það hvar flug­völl­ur­inn og mið­stöð inn­an­lands- og sjúkra­flugs verða í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð, m.a. með til­liti til þjóð­hags­legra hags­muna.“

Jafn­framt kemur fram að ríkir almanna­hags­munir felist í greiðum sam­göngum innan lands og stað­setn­ing flug­vall­ar­ins og mið­stöðvar inn­an­lands­flugs hafi afar mikla þýð­ingu í því sam­hengi. Flug­völl­ur­inn gegni mjög mik­il­vægu örygg­is­hlut­verki fyrir almenn­ing í land­inu vegna sjúkra- og neyð­ar­flugs, svo og sem vara­flug­völl­ur. Þá gegni flug­völl­ur­inn mjög mik­il­vægu hlut­verki í almanna­varna­kerfi lands­ins.

Stað­setn­ing flug­vall­ar­ins umdeild

Þá segir að stað­setn­ing flug­vall­ar­ins hafi verið umdeild í nokkurn tíma. Í kjöl­far dóms Hæsta­réttar frá 9. júní 2016 hafi íslenska rík­inu verið gert skylt að loka norð­aust­ur-suð­vest­ur­-flug­braut Reykja­vík­ur­flug­vallar í sam­ræmi við sam­komu­lag þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra og borg­ar­stjór­ans í Reykja­vík frá árinu 2013. Hafi umræddri flug­braut nú verið lok­að.

„Eftir sem áður ríkir ekki ein­hugur um fram­tíð­ar­stað­setn­ingu Reykja­vík­ur­flug­vallar og hlut­verk hans sem sam­göngu­mið­stöðvar til fram­tíð­ar, en aðal­skipu­lag Reykja­víkur gerir ráð fyrir því að flug­völl­ur­inn víki í áföngum eftir árið 2022. Fyrir liggur að flug­völl­ur­inn lok­ast í reynd þegar norð­ur­-­suð­ur­-braut­inni verður lokað sem Reykja­vík­ur­borg stefnir að 2022,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Í því sam­bandi þurfi einnig að horfa til þess að í sam­göngu­á­ætlun fyrir árin 2011 til 2022 sé gert ráð fyrir því að flug­völlur verði í Reykja­vík til árs­ins 2022 hið minnsta þótt ekki sé með skýrum hætti kveðið á um stað­setn­ingu hans. Þá sé í sam­göngu­á­ætlun fyrir árin 2019 til 2033 miðað við að Reykja­vík­ur­flug­völlur geti áfram þjónað inn­an­lands­flugi á full­nægj­andi hátt á meðan annar jafn góður eða betri kostur sé ekki fyrir hendi. „Við með­ferð máls­ins kom fram að 15 til 20 ár tæki að byggja upp nýjan flug­völl á öðrum stað. Það er því afar brýnt að þjóðin fái tæki­færi til þess að segja hug sinn varð­andi umrætt mál­efni og hafa þannig áhrif á end­an­lega nið­ur­stöðu máls­ins sem gæti m.a. falist í til­færslu á skipu­lags­legu ákvörð­un­ar­valdi með lög­um, að teknu til­liti til mik­il­vægra almanna­hags­muna.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent