Vilja að þjóðin kjósi um Reykjavíkurflugvöll

Sextán þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Flugvöllurinn í Vatnsmýri
Auglýsing

Sextán þing­menn úr fjórum flokkum hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem gengur út á það að efnt skuli til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort flug­völlur og mið­stöð inn­an­lands- og sjúkra­flugs skuli vera áfram í Vatns­mýr­inni í Reykja­vík.

Fyrsti flutn­ings­maður er Njáll Trausti Frið­berts­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Með honum eru fimmtán þing­menn úr Sjálf­stæð­is­flokkn­um, Fram­sókn, Mið­flokknum og Vinstri græn­um.

Eft­ir­far­andi spurn­ing verði borin upp í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni: „Vilt þú að flug­völlur og mið­stöð inn­an­lands-, kennslu- og sjúkra­flugs verði áfram í Vatns­mýr­inni í Reykja­vík uns annar jafn­góður eða betri kostur er til­bú­inn til notk­un­ar?“

Auglýsing

Í grein­ar­gerð­inni með til­lög­unni kemur fram að sam­bæri­legar til­lögur hafi verið fluttar fjórum sinnum áður. „Lagt er til að fram fari þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vall­ar. Með því fær þjóðin tæki­færi til þess að segja hug sinn og hafa áhrif á það hvar flug­völl­ur­inn og mið­stöð inn­an­lands- og sjúkra­flugs verða í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð, m.a. með til­liti til þjóð­hags­legra hags­muna.“

Jafn­framt kemur fram að ríkir almanna­hags­munir felist í greiðum sam­göngum innan lands og stað­setn­ing flug­vall­ar­ins og mið­stöðvar inn­an­lands­flugs hafi afar mikla þýð­ingu í því sam­hengi. Flug­völl­ur­inn gegni mjög mik­il­vægu örygg­is­hlut­verki fyrir almenn­ing í land­inu vegna sjúkra- og neyð­ar­flugs, svo og sem vara­flug­völl­ur. Þá gegni flug­völl­ur­inn mjög mik­il­vægu hlut­verki í almanna­varna­kerfi lands­ins.

Stað­setn­ing flug­vall­ar­ins umdeild

Þá segir að stað­setn­ing flug­vall­ar­ins hafi verið umdeild í nokkurn tíma. Í kjöl­far dóms Hæsta­réttar frá 9. júní 2016 hafi íslenska rík­inu verið gert skylt að loka norð­aust­ur-suð­vest­ur­-flug­braut Reykja­vík­ur­flug­vallar í sam­ræmi við sam­komu­lag þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra og borg­ar­stjór­ans í Reykja­vík frá árinu 2013. Hafi umræddri flug­braut nú verið lok­að.

„Eftir sem áður ríkir ekki ein­hugur um fram­tíð­ar­stað­setn­ingu Reykja­vík­ur­flug­vallar og hlut­verk hans sem sam­göngu­mið­stöðvar til fram­tíð­ar, en aðal­skipu­lag Reykja­víkur gerir ráð fyrir því að flug­völl­ur­inn víki í áföngum eftir árið 2022. Fyrir liggur að flug­völl­ur­inn lok­ast í reynd þegar norð­ur­-­suð­ur­-braut­inni verður lokað sem Reykja­vík­ur­borg stefnir að 2022,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Í því sam­bandi þurfi einnig að horfa til þess að í sam­göngu­á­ætlun fyrir árin 2011 til 2022 sé gert ráð fyrir því að flug­völlur verði í Reykja­vík til árs­ins 2022 hið minnsta þótt ekki sé með skýrum hætti kveðið á um stað­setn­ingu hans. Þá sé í sam­göngu­á­ætlun fyrir árin 2019 til 2033 miðað við að Reykja­vík­ur­flug­völlur geti áfram þjónað inn­an­lands­flugi á full­nægj­andi hátt á meðan annar jafn góður eða betri kostur sé ekki fyrir hendi. „Við með­ferð máls­ins kom fram að 15 til 20 ár tæki að byggja upp nýjan flug­völl á öðrum stað. Það er því afar brýnt að þjóðin fái tæki­færi til þess að segja hug sinn varð­andi umrætt mál­efni og hafa þannig áhrif á end­an­lega nið­ur­stöðu máls­ins sem gæti m.a. falist í til­færslu á skipu­lags­legu ákvörð­un­ar­valdi með lög­um, að teknu til­liti til mik­il­vægra almanna­hags­muna.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
2020 fram að kórónufaraldri: Icelandair rær lífróður
Áföllin sem dunið hafa á Icelandair á undanförnum árum eru af ýmsum toga. Sum vegna rangra ákvarðana en önnur eru vegna ytri aðstæðna sem félagið getur lítið eða ekkert gert við.
Kjarninn 10. apríl 2020
Hikaði ekki „eina mínútu“ við að skrá sig í bakvarðasveitina
Þrátt fyrir að hafa glímt við flókin veikindi í nokkur ár skráði hjúkrunarfræðingurinn Kristín Bára Bryndísardóttir sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Þó að álagið á Landspítalanum sé gríðarlegt í augnablikinu óttast hún ekki bakslag.
Kjarninn 10. apríl 2020
Forstjórar í Kauphöll voru með 4,7 milljónir á mánuði að meðaltali
Í Kauphöll Íslands ráða 20 karlar 20 félögum. Meðallaun þeirra í fyrra voru rúmlega sjö sinnum hærri en miðgildi heildarlauna landsmanna á árinu 2018.
Kjarninn 10. apríl 2020
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfið og arðrán ástarkraftsins
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent