200 færslur fundust merktar „metoo“

Öfga uppgjör
Talsmenn Öfga fara yfir árið. „Menn sem misstu lífið án dóms og laga, fóru að klaga, plaga og dilk sinn draga. Þeir komu fljótt til vinnu, án þess að axla ábyrgð á neinu. Þeir lifðu sem sagt af þessa nornabrennu?“
29. desember 2022
Hátíðarhugvekja: Heimilisofbeldi um jólin og gerendameðvirkni í lok árs
Hrafnhildur Sigmarsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum, bendir á að ofbeldi fari ekki í jólafrí og því verði að tala um það.
25. desember 2022
Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig fráfarandi forseti lýsir viðskilnaði sínum við félagið.
Stjórn Ferðafélags Íslands hafnar lýsingum fráfarandi forseta
Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir furðu og vonbrigðum með lýsingar fráfarandi forseta á viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin viðurkennir að samskiptavandi hafi verið til staðar en að hann sé tilkominn vegna framkomu hennar við framkvæmdastjóra félagsins
27. september 2022
Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrsta konan sem gegnir embætti Ferðafélags Íslands í 94 ára sögu þessu, hefur sagt af sér vegna stjórnarhátta og siðferðislegra gilda sem ganga gegn hennar eigin gildum
Fyrsti kvenkyns forseti Ferðafélagsins segir af sér vegna framferðis stjórnarkarla
Anna Dóra Sæþórsdóttir, forseti Ferðafélags Íslands, hefur sagt af sér sem forseti félagsins sem og úr félaginu, vegna vangetu stjórnar að taka á málum sem snúa að áreitni og kynferðislegu ofbeldi. Eitt málið varðar fyrrverandi stjórnarmann í félaginu.
27. september 2022
Teymi þjóðkirkjunnar hætt að kanna mál konu sem ásakaði prest um kynferðisbrot
Kona sem segir prest innan þjóðkirkjunnar hafa beitt sig kynferðisofbeldi fyrir ellefu árum síðan leitaði til teymis kirkjunnar vegna þess í nóvember í fyrra. Presturinn var sendur í leyfi í kjölfarið.
20. ágúst 2022
Þórður Már Jóhannesson, Ari Edwald og Hreggviður Jónsson.
Vítalía búin að gefa skýrslu hjá lögreglu
Misskilningur olli því m.a. að skýrslutaka í máli Vítalíu Laz­areva gegn þremur áhrifamiklum mönnum í samfélaginu, þeim Þórði Má Jóhannessyni, Ara Edwald og Hreggviði Jónssyni, dróst.
7. júlí 2022
Eggert Þór Kristófersson hættir sem forstjóri Festi hf. í sumar. Vítalía Lazareva, sem greindi frá meintu kynferðisofbeldi í byrjun janúar, m.a. af hendi Þórðar Más Jóhannssonar stjórnarformanns Festi, segist eiga Eggerti mikið að þakka.
Vítalía um fráfarandi forstjóra Festi: „Ég á Eggerti mikið að þakka“
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi, var einn fárra sem hafði samband við Vítalíu Lazareva eftir að hún sakaði valdamenn í viðskiptalífinu um kynferðisbrot. Eggert Þór mun láta af störfum hjá Festi í sumar.
5. júní 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.
25. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
24. maí 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Var ólofaður og ógiftur þegar þetta átti sér stað“
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins hefur birt skjáskot á Twitter-síðu sinni þar sem hann skrifar til félaga síns þegar hann var staddur í Bangkok árið 2014: „Ein dásamleg 26 ára ca. 45 kg var að yfirgefa herbergið smokklaust.“
28. apríl 2022
„Fór þessa leið í stað­inn fyrir að svelta“
Kona sem neyddist til að selja vændi til margra ára stígur fram og segir sína sögu. Hún er mjög gagn­rýnin á þau úrræði sem standa fátæku fólki til boða hér á landi. „Ég sá enga aðra leið til að láta þessa hluti ganga upp.“
13. apríl 2022
Vanmáttug og reið – Kærði vændiskaup en upplifði sig sem fjórða flokks manneskju
Kona sem reyndi að kæra vændiskaup í lok mars 2020 er ósátt við vinnubrögð lögreglunnar og segist ekki mæla með því að fólk kæri kynferðisbrot til lögreglu. Hún segist þó vona að lögreglan taki á þessum málum og komi betur fram við kærendur.
12. apríl 2022
Daníel E. Arnarsson
„Mikil er ábyrgð kvenna sem þurfa bara að vera duglegri að láta ekki nauðga sér“
Varaþingmaður Vinstri grænna segir að Íslendingar þurfi femíníska byltingu. „Við þurfum að grípa til róttækra umfangsmikilla aðgerða á öllum sviðum.“
5. apríl 2022
Þórður Már Jóhannesson, Ari Edwald og Hreggviður Jónsson
Leggur fram kæru á hendur Þórði Má, Ara Edwald, Hreggviði – „Mikilvægt skref í rétta átt fyrir mig“
Vítalía Lazareva, sem greindi í viðtali frá meintu kynferðisofbeldi í byrjun janúar, hefur lagt fram kæru á hendur mönnunum þremur. „Hræðsla og óör­yggi er ekki í boði fyrir mig og ég kem til með að standa upp­rétt og ein­beita mér að rétt­læt­in­u.“
22. mars 2022
Eggert Kristófersson, forstjóri Festi.
Stjórnarmenn geta fokið fyrir háttsemi sem telst „ámælisverð að almannaáliti“
Festi ætlar að innleiða reglur til að takast á við mál æðstu stjórnanda sem gætu valdið félaginu rekstraráæhættu með því að orðspor þeirra bíði hnekki. Það getur til að mynda gerst við opinbera umfjöllun.
16. mars 2022
Sumar konur eru merkilegri en aðrar
None
5. febrúar 2022
Árni Pétur Jónsson, fráfarandi forstjóri Skeljungs.
Árni Pétur segir af sér sem forstjóri Skeljungs
Árni Pétur Jónsson hefur sagt upp störfum sem forstjóri Skeljungs eftir að honum hafi verið tjáð að hann hafi gengið yfir mörk samstarfskonu sinnar.
4. febrúar 2022
Þóra Kristín býður sig fram til formennsku í SÁÁ
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í SÁÁ. Hún segir að þegar upp koma erfið mál innan samtakanna eða á sjúkrastofnunum þeirra verði alltaf að taka stöðu með þolendum ofbeldis.
31. janúar 2022
Konur þyrptust út á götur í Marokkó nýverið til að mótmæla kynferðisofbeldi í háskólum landsins
Metoo-bylting hafin í Marokkó
Fjöldi kvenkyns háskólanema í Marokkó hefur rofið þögnina og greint frá þvingunum kennara til kynlífs gegn því að fá góðar einkunnir. Dæmi eru um að konur hafi verið reknar úr háskólum hafi þær ekki farið að vilja kennaranna.
30. janúar 2022
Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi og ritari stjórnar Eflingar.
Dregur sig úr framboði vegna ásakana um kynferðisofbeldi
Vararborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins og frambjóðandi í stjórn Eflingar hefur ákveðið að segja sig frá allri þátttöku í stjórnmálum og félagsstörfum, þar sem bornar hafa verið á hann ásakanir um kynferðisofbeldi.
29. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
25. janúar 2022
Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður SÁÁ í gær.
Birta skilaboð fráfarandi formanns SÁÁ þar sem hann semur um kaup á vændi
Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður SÁÁ í gær. Hann sagði ástæðuna þá að hann hefði svarað auglýsingu um vændiskaup. Skjáskot sem Stundin birtir sýna hann vera að semja um vændiskaup og þakka fyrir þau eftir á.
25. janúar 2022
Einar Hermannsson
Formaður SÁÁ segir af sér eftir að hafa svarað auglýsingu um vændiskaup
Einar Hermannsson er hættur sem formaður SÁÁ. Ástæðan er að hann svaraði auglýsingu fyrir nokkrum árum þar sem „í boði var kynlíf gegn greiðslu“. Hann biður alla sem málið varðar afsökunar á framferði sínu.
24. janúar 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Jódís: Af hverju eiga listamenn síður að sæta ábyrgð?
Þingmaður Vinstri grænna spyr hvað sé öðruvísi við listamenn en fótboltamenn eða valdamenn í viðskiptalífinu varðandi mál tengd meintum kynferðisbrotum.
18. janúar 2022
Þórður Már Jóhannesson fyrrum stjórnarformaður Festi.
Reitun hafði áhyggjur af umræðu um Þórð Má
Greiningarfyrirtæki sem vinnur svokallað UFS áhættumat fyrir Festi hafði áhyggjur af umræðu í kringum fyrrum stjórnarformann fyrirtækisins í síðustu viku en dró þær áhyggjur til baka eftir yfirlýsingu stjórnar Festi í fyrradag.
15. janúar 2022
Þórdís Filipsdóttir
Opið bréf til dómsmálaráðherra og allra þeirra sem ofbeldismálin varða
13. janúar 2022
Festi rekur meðal annars Elko, Krónuna og N1.
Stjórn Festi ætlar að endurskoða starfsreglur
Markmið endurskoðunar starfsreglna stjórnar Festi er m.a. að gera vinnulag skýrara ef fram koma upplýsingar sem benda til mögulegs vanhæfis stjórnarmanna og hefur stjórn ákveðið að hefja þá vinnu strax, samkvæmt tilkynningu frá Festi til Kauphallar.
13. janúar 2022
Ari Edwald
Ari Edwald rekinn frá Ísey
Einn þeirra þriggja valdamanna úr atvinnulífinu sem hefur verið sakaður um að hafa beitt unga konu kynferðisofbeldi hefur verið sagt upp störfum. Hann hafði áður verið settur í tímabundið leyfi.
9. janúar 2022
Valdakarlarnir sem náðu ekki að þagga niður í konu
None
8. janúar 2022
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Segir samkennd með Loga Bergmann ekki fela í sér afstöðu né van­trú á frá­sagn­ir þolenda
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að á erfiðum tím­um reyni hún „að sýna þeim sem standa mér nærri sam­kennd“. Verk hennar sem dómsmálaráðherra og þingmaður í málaflokknum segir meira um afstöðu hennar en nokkuð annað.
7. janúar 2022
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vís­inda-, iðnaðar og ný­sköp­un­ar­ráðherra.
Hefur gagnrýnt framgöngu annarra á samfélagsmiðlum – en „lækar“ sjálf í umdeildu máli
Spjótin beinast nú að Áslaugu Örnu fyrir að hafa „lækað“ Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann segist saklaus af þeim sökum sem á hann eru bornar. Hún hefur áður gagnrýnt vararíkissaksóknara fyrir framgöngu á samfélagsmiðlum.
7. janúar 2022
Logi Bergmann segist saklaus af þeim sökum sem á hann hafa verið bornar
„Ekkert er fjær mér en að þröngva annarri manneskju til kynferðislegra athafna,“ segir Logi Bergmann Eiðsson. Hann hefur verið ásakaður um kynferðisbrot.
6. janúar 2022
Logi Bergmann farinn í leyfi frá störfum
Þeir fimm menn sem Vítalía Lazareva hefur nafngreint í tengslum við kynferðisbrot sem hún segist hafa orðið fyrir hafa í dag stígið tímabundið til hliðar úr störfum sínum.
6. janúar 2022
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Ragnar Þór: Allir vissu en ekk­ert var aðhafst fyrr en málið komst í fjöl­miðla
Formaður VR segir að íslenskt samfélag sé „óþolandi meðvirkt“ og að oft sé horft framhjá alvarlegum málum ef þau komast ekki í almenna umræðu eða fara á forsíðu fréttamiðla.
6. janúar 2022
Hreggviður Jónsson
Hreggviður stígur til hliðar úr stjórn Veritas eftir ásakanir um kynferðisbrot
Hreggviður Jónsson stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas hefur ákveðið að stíga til hliðar eftir að ung kona steig fram í vikunni og sakaði hann og aðra menn um kynferðisofbeldi.
6. janúar 2022
Nýja bylgjan sem skall á með látum
Eftir fyrstu metoo-bylgjuna árið 2017 héldu kannski einhverjir að samfélagið væri komið á rétta braut varðandi umræðu og aðgerðir í málefnum um kynferðislega áreitni og ofbeldi.
28. desember 2021
Stafrænir flassarar: Siðferðisskortur og siðleysi í samskiptum
Hrafnhildur Sigmarsdóttir segir að núverandi heimsmynd okkar, almenn siðferðiskennd og skoðanir þeirra embættismanna sem skipta máli og þeirra sem telja sig skipta máli sé staðfesting á því að við séum enn óralangt frá hápunkti siðferðisþroska mannsins.
27. desember 2021
Prestur leystur tímabundið frá störfum vegna ásakana um kynferðisbrot – „Ég vil ekki sitja með þetta í hjartanu lengur“
Kona sem sakar prest um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir 10 árum gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir viðbrögð við ásökununum en hún hefur nú leitað til teymis kirkjunnar í von um að fá úrlausn sinna mála.
22. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
8. desember 2021
Það sem KSÍ gerði vitlaust og sýndi „merki þöggunar- og nauðgunarmenningar“
KSÍ fékk upplýsingar um meinta hópnauðgun tveggja landsliðsmanna fyrir ellefu árum síðan í byrjun júní síðastliðinn. Eftir tilkynningu þar um frá starfsmanni sambandsins, tengdamóður þolandans, var meðal annars rætt við annan gerandann.
7. desember 2021
Geti ákveðið að leikmenn sem hlotið hafa dóm – eða hafa stöðu sakbornings – komi ekki til greina í landsliðið
Úttektarnefnd ÍSÍ telur KSÍ hafa verulegt svigrúm um hvaða siðferðilegu reglur eða viðmið sambandið setur um val á leikmönnum sem spila fyrir hönd KSÍ.
7. desember 2021
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson: Ég hefði getað gert betur
Úttektarnefnd­ gerði athuga­semdir við að upp­lýs­ingar sem fyrrverandi formaður KSÍ veitti um vit­neskju sambandsins af frá­sögn um ofbeld­is­mál hefðu verið vill­andi. Hann segist hafa „einblínt um of á formið og trúnað við málsaðila“.
7. desember 2021
Rán Ingvarsdóttir, Kjartan Bjarni Björgvinsson og Hafrún Kristjánsdóttir sátu í nefndinni.
KSÍ vissi af fjórum frásögnum er vörðuðu kyn­bundið eða kyn­ferð­is­legt ofbeldi
Niðurstöður úttektar á við­brögðum og máls­með­ferð KSÍ vegna kyn­ferð­is­of­beld­is­mála sem tengst hafa leik­mönnum í lands­liðum Íslands liggja nú fyrir.
7. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
4. desember 2021
Þögli stormurinn á kínverskum samfélagsmiðlum: Hvar er Peng Shuai?
21 dagur er síðan tennisstjarnan Peng Shuai ásakaði fyrrverandi varaforseta Kína um nauðgun. Lítið sem ekkert hefur spurst til hennar síðan. Þar til í gær þegar kínverskur ríkisfjölmiðill birti tvö myndskeið. Trúverðugleiki þeirra er dreginn í efa.
21. nóvember 2021
Á ekki bara að skjóta hann?
None
20. nóvember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í leikhúsunum og verklag þeirra
Tæplega sex hundruð konur í sviðslistum og kvikmyndagerð skrifuðu undir áskorun í lok árs 2017 þar sem þær kröfðust þess að fá að vinna vinnuna sína án áreitni og ofbeldis. Kjarninn kannaði hvað hefur gerst í þessum málum í þremur stærstu leikhúsunum.
18. nóvember 2021
Helgi segir framkomu sína gagnvart konum hafa verið óásættanlega og iðrast
Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, biðst fyrirgefningar á framkomu, orðfæri og hegðun sinni sem hafi látið samferðarfólki hans „líða illa í návist minni“.
16. nóvember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í bönkunum og verklag þeirra
Alls hafa sextán tilvik um kynferðislega eða kynbundna áreitni eða ofbeldi verið tilkynnt hjá þremur stærstu bönkunum á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan þeirra.
12. nóvember 2021
75 prósent leikmanna vita ekki hvert er hægt að leita vegna ofbeldismála
Rúmlega 75 prósent leikmanna í karla- og kvennaliðum í efstu tveimur deildum knattspyrnu á Íslandi sem tóku þátt í könnun Leikmannasamtaka Íslands telja sig ekki vita hvert þau geta leitað ef ofbeldismál koma upp.
5. nóvember 2021
Þrjú mál er varða kynferðislega áreitni komið á borð Icelandair
Tæplega sex hundruð konur í flugi skrifuðu undir áskorun þar sem þær höfnuðu kynferðislegri áreitni og mismunun í fyrstu bylgju metoo í desember 2017. Þrjú mál hafa verið tilkynnt til mannauðssviðs Icelandair á síðustu fjórum árum.
3. nóvember 2021
71 tilkynning um kynferðislega áreitni og ofbeldi hjá 9 opinberum stofnunum og fyrirtækjum
Á síðustu fjórum árum hafa borist yfir sjötíu tilkynningar um kynferðislega áreitni og ofbeldi til stjórnenda níu opinberra fyrirtækja og stofnana. Langflestar voru þær hjá Háskóla Íslands.
30. október 2021
Hvert fara tilkynningar um kynferðislega áreitni eða ofbeldi í íþróttum?
Kjarninn sendi fyrirspurnir á stærstu íþróttahreyfingarnar á Íslandi til að kanna hvort ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi hefðu borist á borð stjórnenda á síðustu fjórum til tíu árum. Svörin létu ekki á sér standa.
24. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
22. október 2021
Eitt mál formlega komið á borð KKÍ
Körfuknattleikssamband Íslands hvetur þá sem telja á sér brotið að tilkynna um slík mál – öðruvísi sé ekki hægt að taka á þeim.
18. október 2021
Eitt mál borist til stjórnenda Vegagerðarinnar en ekkert á borð Samgöngustofu
Mál er varðar kynferðislega áreitni eða ofbeldi sem kom inn á borð stjórnenda Vegagerðarinnar var samkvæmt stofnuninni tekið mjög alvarlega og var fenginn utanaðkomandi ráðgjafi til að vinna úr málinu.
15. október 2021
Tveimur málum lauk með sátt milli aðila – og eitt er nú í skoðun
Einn af skipherrum Landhelgisgæslunnar er kominn í leyfi á meðan frumrannsókn á samskiptum um borð í varðskipinu Tý fer fram. Ástæða rannsóknarinnar eru ábendingar sem bárust stjórnendum Landhelgisgæslunnar vegna gruns um kynferðislega áreitni.
13. október 2021
Eitt erindi komið á borð HSÍ
Ótilhlýðileg háttsemi starfsmanns Handknattleikssambands Íslands er varðar kynferðislega áreitni eða ofbeldi var skoðuð hjá sambandinu.
11. október 2021
Níu mál í formlegt ferli á Landspítalanum á síðustu fjórum árum
Átta málum sem varða kynferðislega áreitni eða áreiti hefur verið lokið á Landspítalanum á undanförnum fjórum árum en einu er ólokið.
8. október 2021
Átta málum lauk með starfslokum geranda hjá Isavia
Alls komu ellefu mál er varða kynferðislegt áreiti eða kynbundið ofbeldi á borð stjórnenda Isavia-samstæðunnar á árunum 2017 til 2020.
7. október 2021
Konur sögðu frá þjálfara sem áreitti þær um árabil
Fimleikasamband Íslands hefur ráðist í mikla vinnu til að bregðast við málum er varða kynferðislega áreitni eða ofbeldi á undanförnum árum. Fimm tilfelli hafa verið tilkynnt til sambandsins síðan árið 2016 og eru þau rakin hér.
6. október 2021
Fjórar tilkynningar um kynferðislega áreitni borist til RÚV
Brugðist hefur verið við fjórum tilkynningum um kynferðislega áreitni í samræmi við viðbragðsáætlun RÚV á síðustu fjórum árum.
5. október 2021
Þolandi greindi frá 40 ára gömlu máli
Fyrir 10 árum var óskað eftir fundi með forsvarsfólki GSÍ vegna kynferðisofbeldis en um var að ræða einstakling sem hafði verið misnotaður um 40 árum áður af manni sem starfaði innan golfhreyfingarinnar.
4. október 2021
Engar formlegar ásakanir borist skrifstofu borgarstjóra og borgarritara
Á síðustu fjórum árum hafa engar formlegar ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi innan skrifstofu borgarstjóra og borgarritara borist. Ekki er hægt að staðfesta hvort óformlegar kvartanir hafi borist til yfirmanna.
30. september 2021
Sex málum lauk með starfslokum geranda
Tilkynnt var um sjö tilfelli um kynferðislegrar áreitni eða ofbeldi innan Orkuveitu Reykjavíkur á árunum 2018 til 2021. Sex af þeim lauk með starfslokum geranda og einu með skriflegri áminningu.
29. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
23. september 2021
Guðni Bergsson hætti sem formaður KSÍ í lok ágúst.
KSÍ fékk ábendingu í byrjun júní um alvarlegt meint kynferðisbrot landsliðsmanna
KSÍ hefur staðfest við Kjarnann að ábending hafi borist sambandinu snemmsumars um yfir 10 ára gamalt mál er varðar alvarlegar ásakanir um kynferðisofbeldi tveggja landsliðsmanna gegn stúlku.
23. september 2021
Vilja að sérstök nefnd fari yfir atburðarásina bak við afsögn formanns og stjórnar KSÍ
Stjórn KSÍ hefur óskað eftir því við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að sett verði á stofn nefnd til að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands.
21. september 2021
Tuttugu og fimm tilkynningar um kynferðislega áreitni eða ofbeldi innan HÍ
Á árunum 2017-2020 bárust fagráði Háskóla Íslands 25 tilkynningar um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Málin varða ýmist starfsfólk, nemendur eða samskipti milli starfsfólks og nemenda, en meirihluti þeirra hefur átt við um samskipti milli nemenda.
21. september 2021
Trúir einhver þessari konu?
None
18. september 2021
Ellefu mál er varða kynferðislega áreitni eða ofbeldi komið upp hjá Landsvirkjun á fjórum árum
Málin sem um ræðir eru af ýmsu tagi og snúa bæði að starfsfólki, verktökum og samskiptum starfsfólks við ytri aðila. Þremur málum af ellefu lauk með starfslokum.
17. september 2021
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.
Skora á dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara
Stígamót hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna birtingar persónugreinanlegra gagna úr skýrslutöku konu sem kærði ofbeldi – og „læka“ vararíkissaksóknara. Þau segja réttarkerfið notað til að niðurlægja brotaþola ofbeldis.
7. september 2021
Ekki bara bleikur fíll í herberginu – það er „fíla-fokking-hjörð“ út um allt
Kjarninn ræddi við Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur um baráttu hennar fyrir þolendur, ofbeldi innan fótboltaheimsins, slaufunarmenningu og hvað það þýðir að vera femínisti.
4. september 2021
Kolbeinn Sigþórsson, hér í blárri treyju íslenska landsliðsins.
Kolbeinn segist ekki kannast við að hafa beitt ofbeldi
Kolbeinn Sigþórsson knattspyrnumaður hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist iðrast hegðunar sinnar gagnvart tveimur konur á skemmtistað árið 2017, en hafi þó ekki kannast við að hafa áreitt þær né beitt ofbeldi.
1. september 2021
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara farin í leyfi frá störfum sínum sem framkvæmdastjóri
Framkvæmdastjóri KSÍ er farinn í ótímabundið leyfi frá störfum. Birkir Sveinsson sviðsstjóri KSÍ mun taka við skyldum framkvæmdastjóra á meðan á því stendur.
1. september 2021
Stjórn KSÍ mun sitja áfram – en hún segist trúa þolendum og biður þá afsökunar
Stjórn KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana um ofbeldi og áreitni af hendi landsliðsmanna.
29. ágúst 2021
Guðni Bergsson, fráfarandi formaður KSÍ.
Guðni hættir sem formaður KSÍ
Ákvörðun liggur fyrir: Guðni Bergsson mun ekki halda áfram sem formaður KSÍ en hann hefur gegnt embættinu síðan 2017.
29. ágúst 2021
Stjórnarfundi KSÍ frestað
Stjórn KSÍ hefur fundað síðan klukkan tólf í dag en fundi hefur verið frestað fram á morgundaginn.
28. ágúst 2021
Alvarlegar ásakanir um þöggun skekja KSÍ – Fum og fát í viðbrögðum sambandsins
Kjarninn hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá svör frá KSÍ en fyrirspurnir miðilsins hafa gengið á milli upplýsingafulltrúa og stjórnenda án afgerandi svara.
28. ágúst 2021
Forysta Knattspyrnusambands Íslands fær harða gagnrýni fyrir yfirlýsingu sína vegna málsins..
Segir KSÍ hafa varpað frá sér allri ábyrgð
Með yfirlýsingu sinni á þriðjudag varpaði KSÍ frá sér allri ábyrgð og sendi þolendum kynferðisofbeldis kaldar kveðjur, segir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir framhaldsskólakennari.
19. ágúst 2021
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
KSÍ hafnar því að taka þátt í að þagga niður ofbeldismál
KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem því er hafnað að sambandið taki þátt í því að þagga niður ofbeldismál eða hylma yfir með gerendum. Þar segir jafnframt að „dylgjum“ um slíkt sé alfarið vísað á bug.
17. ágúst 2021
Margrét Tryggvadóttir
... uns sekt er sönnuð
7. júlí 2021
Bill Cosby.
„Í mínum huga átti aldrei að ákæra Cosby, aldrei“
„Þetta er hneyksli. Ég er með hnút í maganum.“ Viðbrögðin við ógildingu kynferðisbrotadóms yfir Bill Cosby hafa verið gríðarleg. Hann er ekki laus úr fangelsi vegna þess að hæstiréttur telji hann saklausan heldur vegna ákvörðunar frá árinu 2005.
2. júlí 2021
Ingunn Rós Kristjánsdóttir
Fíllinn í þorpinu
16. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
13. júní 2021
Forsætisráðherra segir að ef mögulegur þolandi myndi leita til sín vegna einhverra mála, teldi hún sig bundna trúnaði um þau samskipti.
Katrín látin vita af ámælisverðri hegðun Kolbeins Proppé fyrir um ári síðan
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna hvorki játar því né neitar, sem heimildir Kjarnans herma, að hún hafi verið upplýst um ámælisverða háttsemi þingmannsins Kolbeins Ó. Proppé gagnvart konu fyrir um það bil ári síðan.
11. júní 2021
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir
Af reikningsskilum og gerendameðvirkni
24. maí 2021
Guðný Hildur Magnúsdóttir
Að opna umræðu um ofbeldi, áreitni og einelti – og mörk í samskiptum
13. maí 2021
Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna.
Erindi vegna Kolbeins barst til fagráðs Vinstri grænna í lok mars
Mál þingmannsins Kolbeins Óttarssonar Proppé er það fyrsta sem komið hefur inn á borð fagráðs Vinstri grænna gegn kynbundnu ofbeldi og einelti frá því fagráðið tók til starfa. Málið var komið í ferli áður en forval í Suðurkjördæmi fór fram.
12. maí 2021
Dagrún Ósk Jónsdóttir
Kynbundið ofbeldi, skrímslavæðing, þjóðsögur og sagnir
11. maí 2021
Olga Margrét Cilia, varaþingmaður Pírata.
„Við kærum ekki því að réttarkerfið segir okkur að þegja“
Varaþingmaður Pírata segir að spyrja ætti á af hverju „þessir góðu gerendur“ hætti ekki að áreita, nauðga, lítillækka og valda óafturkallanlegum skaða á lífi kvenna og kynsegin. Skömmin sé ekki þolenda.
11. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
8. maí 2021
Þegar „góða“ fólkið gerir slæma hluti
Bára Huld Beck blaðamaður fjallar um hvimleitt orðaval hjá þeim sem verja fólk sem brotið hefur á öðrum eða sýnt af sér hegðun sem ekki er ásættanleg.
9. febrúar 2021
Frank Jensen, hélt blaðamannafund á Íslandsbryggju þar sem hann sagði af sér embætti yfirborgarstjóra Kaupmannahafnar.
Þegar kóngur fellur
Hann hefur verið kallaður „konungur Kaupmannahafnar“. Var yfirborgarstjóri frá árinu 2010 og ekki á þeim buxum að hætta. Nú er Frank Jensen fallinn af stallinum. Fyrir eigin hendi, ef svo má segja.
25. október 2020
Frank Jensen yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar og varaformaður Sósísaldemókrataflokksins er hættur afskiptum af stjórnmálum.
Borgarstjóri Kaupmannahafnar hættur í stjórnmálum vegna áreitnismála
Borgarstjóri Kaupmannahafnar og varaformaður danskra sósíaldemókrata er hættur í pólítík, en hann hefur undanfarna daga verið sakaður um og viðurkennt kynferðislega áreitni. Síðast í gær sagðist hann hafa stuðning til að sitja áfram.
19. október 2020
Arnar Eggert
„Mig langar til að hlusta á hann af því að lögin hans gleðja mig“
Kjarninn fjallaði um svokallaða útilokunarmenningu á dögunum og leitaði hann til Arnars Eggerts Thoroddsen til þess að skoða hugtakið betur.
18. október 2020
Elísabet Ýr Atladóttir
Að kalla það ofbeldi að benda á ofbeldi „ansi fimmáralegt“
Kjarninn fjallaði um svokallaða útilokunarmenningu á dögunum og leitaði hann til Elísabetar Ýrar Atladóttur til þess að skoða hugtakið betur.
17. október 2020
Útilokunarmenning: Hin réttláta útilokun eða múgæsingur?
Útilokunarmenning gengur út á það að útiloka einstaklinga sem brotið hafa gegn samfélagslegum gildum og hagsmunum þjóðfélagsins – ýmist með því að hafa tjáð sig á ákveðinn máta eða gert eitthvað á hlut annarra.
11. október 2020
Morten Østergaard, fyrrverandi leiðtogi Radikale Venstre í Danmörku.
Að leggja hönd á læri
Það getur reynst dýrkeypt að leggja hönd á læri manneskju sem ekki kærir sig um slíkt. Og reyna mörgum árum síðar að leyna því. Slíkt athæfi kostaði danskan stjórnmálamann leiðtogasætið í flokki sínum.
11. október 2020
„Upplifum í fyrsta sinn að hlustað sé á okkur“
Stjórnmálamenn eru ekki með á reiðum höndum hvernig takast eigi á við metoo-byltinguna sem nú ríður yfir Danmörku – en konur í stjórnmálum stigu fram í síðasta mánuði og greindu frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og ofbeldi.
3. október 2020
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Sláandi niðurstöður könnunar kalli á afgerandi viðbrögð af hálfu forseta Alþingis
Þingflokksformaður Viðreisnar segir að sú staða sem uppi er á Alþingi sé ekki eingöngu óboðleg þeim einstaklingum sem um ræðir, heldur sverti ímynd Alþingis og hafi hamlandi áhrif á getu og vilja fólks til þess að starfa á vettvangi stjórnmálanna.
27. maí 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein dæmdur í 23 ára fangelsi
Kvikmyndaframleiðandinn var í dag dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir kyn­ferð­is­brot og nauðgun.
11. mars 2020
Harvey Weinstein er 67 ára. Hann á 5-29 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Sigur fyrir „ófullkomin fórnarlömb“ kynferðisofbeldis
Konurnar sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að brjóta gegn kynferðislega áttu í samskiptum við hann eftir að ofbeldið átti sér stað. Það er dæmigerð hegðun fórnarlamba en ekki undantekning. „Fullkomið fordæmismál“ segir lagaprófessor.
28. febrúar 2020
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar
Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.
27. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
25. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
24. febrúar 2020
Aldrei fleiri konur nefnt ofbeldi gegn börnum sem ástæðu komu í Kvennaathvarfið
Samtals komu 438 konur í Kvennaathvarfið í viðtöl eða dvöl á síðasta ári. Til viðbótar hittu ráðgjafar athvarfsins 214 einstaklinga í viðtölum í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.
10. febrúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
27. janúar 2020
Kanna einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni á Alþingi
Félagsvísindastofnun hefur umsjón með rannsókn á starfsumhverfi og vinnustaðamenningu Alþingis. Könnunin er þáttur í því ferli að kortleggja umfang ofbeldishegðunar á þjóðþingum Evrópu.
18. janúar 2020
Þeim sem gerst hafa sekir um kynferðisbrot verði neitað um starfsleyfi ökukennara
Lagt er til í nýjum drögum að breytingu á reglugerð um ökuskírteini að sett verði inn heimild til að neita þeim um starfsleyfi ökukennara sem gerst hafa sekir um kynferðisbrot og að neita megi þeim um ökuskírteini sem háðir eru notkun áfengis.
15. janúar 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Domus Mentis talin hæfust til að sinna hlutverki samskiptaráðgjafa
Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs tekur brátt til starfa en í dag var skrifað undir samstarfssamning mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Domus Mentis – Geðheilsustöðvar.
13. janúar 2020
Sýnir fram á tengsl áfallastreituröskunar og hjartasjúkdóma
Íslenskur læknir segir að áfalla- og streituraskanir séu ein helsta áskorun lýðheilsuvísinda þessarar aldar. Ný rannsókn sýnir að fólk með áfalla- og streitutengdar raskanir er í 30 til 60 prósent aukinni áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum.
30. desember 2019
Ásta Svavarsdóttir
Þú ert svo sæt svona réttindalaus
20. nóvember 2019
Matthildur Björnsdóttir
Hin flóknu atriði varðandi það að vinna úr misnotkun
4. nóvember 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Nemandi segir ummæli utanríkisráðherra óviðeigandi og frekar „slísí“
Utanríkisráðherra segist hafa sagt við nema í Háskóla Íslands að stjórnmálafræði og reynsla af störfum á vettvangi stjórnmálanna væru á einhvern hátt sambærileg reynslu og bóknámi í kynfræðslu. Ekki eru allir á eitt sáttir við þessa samlíkingu ráðherrans.
3. nóvember 2019
Telja um skaðlega orðræðu um kynferðisbrot að ræða
Tugir kvenna hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þær mótmæla grein Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur en þær telja að greinin lýsi afar skaðlegri orðræðu gagnvart brotaþolum kynferðisofbeldis.
3. nóvember 2019
Atli Rafn Sigurðarson við aðalmeðferð málsins í september.
Borgarleikhúsið á að greiða Atla Rafni 6,5 milljónir
Atli Rafn Sigurðarson leikari vann mál sitt gegn Borgarleikhúsinu. Hann fær helming þeirra bóta og kostnaðar sem hann fór fram á.
30. október 2019
Alma Dagbjört Möller, landlæknir.
Landlæknir: Ég hef áhyggjur af ungum konum í heilbrigðisstéttum
Alma Möller landlæknir segir að skoða þurfi stöðu ungra kvenna í heilbrigðisstéttum í kjölfar #MeToo sagna og niðurstaðna kannana sem sýna að læknar eru undir miklu álagi og þá sérstaklega konur.
5. október 2019
Matthildur Björnsdóttir
Þetta með #MeToo
2. október 2019
Kvikan
Kvikan
Fjöldauppsagnir, eftirköst #metoo og umdeildar samgönguframkvæmdir
1. október 2019
#metoo-konur
Yfirlýsing frá #metoo-konum
30. september 2019
Harmleikur í héraðsdómi
Auður Jónsdóttir rithöfundur var viðstödd aðalmeðferð í máli Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Kristínu Eysteinsdóttur – í eftiröldum átakamikillar vitundarvakningar sem fætt hefur af sér flóknar spurningar. Hún veltir hér upp nokkrum.
28. september 2019
Kvikan
Kvikan
Hvítur miðstéttarfemínismi, 9 milljarða glerhöll Landsbankans og gjörbreytt afstaða til loftslagsmála
24. september 2019
Enn lítil umræða um kynbundna áreitni á vinnustöðum
Afar fátítt er að fólk leiti til sinna stéttarfélaga vegna kynferðislegrar eða kynbundinnar áreitni.
17. ágúst 2019
Sætta sig ekki við samfélag sem samþykkir kynferðisofbeldi með þögn sinni
Margmenni var mætt við Hallgrímskirkju til að taka þátt í hinni árlegu Druslugöngu í dag. Ljósmyndari Kjarnans fylgdi göngunni og athugaði stemninguna.
27. júlí 2019
Sigríður Láretta Jónsdóttir
Druslustimpill
27. júlí 2019
Tæpar fjórar milljónir söfnuðust í Málfrelsissjóðinn
Forsvarskonur Málfrelsissjóðsins segjast vera í skýjunum með árangurinn en söfnuninni lauk í gær.
22. júlí 2019
Helgi Seljan
Helgi: Tilraun til pólitískrar leiksýningar
Helgi Seljan telur stefnu Jóns Baldvins sýna hugleysi hans. Jón Baldvin stefni dótturinni, sem hann hafi úthrópað fárveika á geðsmunum og þar með ómarktæka, þvert á álit sérfræðinga.
28. júní 2019
Málfrelsissjóðurinn stendur með Aldísi
„Við sendum Aldísi baráttukveðjur og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að standa með henni eins og öðrum konum sem sæta fjárhagslegum hótunum af hálfu ofbeldismanna.“
28. júní 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin stefnir dóttur sinni og dagskrárgerðarmanni RÚV fyrir meiðyrði
Jón Baldvin Hannibalsson hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni, Sigmari Guðmundssyni dagskrárgerðarmanni og RÚV fyrir meiðyrði, samkvæmt heimildum Stundarinnar.
28. júní 2019
Starfsfólk ráðuneytanna ólíklegt til að tilkynna #metoo-mál
Skýrsla um #metoo og Stjórnarráð Íslands sem vinnustað var kynnt í ríkisstjórn í gærmorgun.
18. maí 2019
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jón Þór gagnrýnir niðurstöðu forsætisnefndar
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í forsætisnefnd, samþykkti ekki niðurstöðu forsætisnefndar um að skoða mál Ágústs Ólafs Ólafssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, ekki frekar.
16. maí 2019
Evrópuráðsþingið í Strassborg
Ráðist á konur í stjórnmálum fyrir það eitt að vera konur
Evr­ópu­ráðs­þingið hefur samþykkt þings­á­lyktun og til­mæli til aðilda­rríkja Evrópuráðs­ins um aðgerðir til þess að berj­ast gegn kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi í póli­tík í álfunni. Kjarninn leit betur á þetta stóra og mikilvæga mál.
16. apríl 2019
Phumzil Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastjóri UN Women, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, við afhendingu viljayfirlýsingarinnar.
„Jafnrétti er raunhæft“
Framkvæmdastjóri UN Women segir Norðurlöndin vera mikilvæga fyrirmynd hvað varðar árangur í jafnréttismálum og að þau séu í lykilstöðu til að sýna heimsbyggðinni að raunhæft sé að ná jafnrétti kvenna og karla að fullu fyrir árið 2030.
11. mars 2019
Þriðjungur kvenna orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í starfi
Ein af hverjum þremur konum hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í starfi eða námi. Þar af um sjö prósent í núverandi starfsumhverfi. Þetta kemur fram í fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar Áfallasögur kvenna.
8. mars 2019
Þingflokkarnir efna til metoo-fundar
Stjórnmálaflokkarnir átta sem eiga fulltrúa á Alþingi bjóða til morgunverðarfundar þann 18. mars næstkomandi. Markmið fundarins er að ræða metoo og stjórnmál. Pallborðsumræður verða með fulltrúum frá öllum stjórnmálaflokkum, þar á meðal Miðflokknum.
21. febrúar 2019
Helga Vala Helgadóttir
MeToo og hvað svo?
11. febrúar 2019
Sterkari viðbrögð við ásökunum – í krafti fjöldans
Fyrrverandi ráðherra, sendiherra og formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur verið mikið í samfélagsumræðunni undanfarnar vikur eftir að fjórar konur stigu fram opinberlega og töluðu um meint kynferðisáreiti hans í þeirra garð.
8. febrúar 2019
Frans páfi á blaðamannafundi
Páfinn viðurkennir kynferðisofbeldi gagnvart nunnum innan kirkjunnar
Frans páfi segir að kynferðislegt ofbeldi presta í garð nunna sé viðvarandi vandamál innan kaþólsku kirkjunnar. Fjöldi nunna hefur stigið fram og greint frá misnotkun presta á undanförnum árum en þetta er í fyrsta skiptið sem páfi viðurkennir vandamálið.
6. febrúar 2019
Alma Dagbjört Möller, landlæknir.
Landlæknir vill að kynferðisáreitið verði skoðað strax
Alma Möller landlæknir segir það sláandi tölur að sjö prósent kvenlækna telji sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað á haustmánuðum síðasta árs. Hún segir þetta eitthvað sem þurfi að skoða strax.
5. febrúar 2019
„Þið eruð meiri hetjur en þið gerið ykkur grein fyrir“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og ráðherra, segir að hún hafi sett Jóni Baldvin stólinn fyrir dyrnar.
4. febrúar 2019
Jón Baldvin Hallibalsson
Vefsíða opnuð með frásögnum um kynferðisbrot og áreiti Jóns Baldvins
Í dag verður opnuð vefsíða með vitnisburðum um meint kynferðisbrot og áreiti Jóns Baldvins Hannibalssonar í garð kvenna. Elsta sagan er frá árinu 1962 og sú yngsta frá árinu 2018.
4. febrúar 2019
Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin heldur því fram að atvik hafi verið sviðsett
Jón Baldvin Hannibalsson hafnaði öllum ásökunum sem nýlega hafa verið settar fram á hendur hon­um um kynferðisbrot í Silfrinu í dag. Hann tilkynnti jafnframt að hann ætli að gefa út bók um málið.
3. febrúar 2019
Birgir Þórarinsson
Skorar á forseta Alþingis að prenta út miða #ekkiáokkarþingi
Þingmaður Miðflokksins sagði í ræðu á þingfundi í dag að það væri í höndum karlkyns þingmanna að uppræta kynferðislega áreitni sem viðgengst í öllum þjóðþingum Evrópu.
30. janúar 2019
Matthildur Björnsdóttir
Hin tilfinningalega flækja líkamlegrar snertingar
29. janúar 2019
Tæplega helmingur kvenkyns lækna orðið fyrir kynferðislegu áreiti í starfi
Mikill meirihluti lækna telja sig vera undir of miklu álagi í starfi í nýrri könnun Læknafélags Íslands. Tæplega fimmtíu prósent kvenkyns lækna hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti einhvern tímann á starfsævinni og um 7 prósent á síðustu þremur mánuðum.
22. janúar 2019
Af háum stalli að falla
Í kjölfar metoo-byltingarinnar hafa fleiri konur treyst sér til að stíga fram og greina frá sinni reynslu af kynbundinni áreitni og ofbeldi en áður.
20. janúar 2019
Jón Baldvin Hallibalsson
Aldís segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra
Dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar segir hann hafa nýtt bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington þegar hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild.
17. janúar 2019
Mest lesnu álits-pistlar ársins 2018
Hvað eiga barneignir, metoo-umræða, ástarbrölt í Reykjavík og yfirþyrmandi kvíði sameiginlegt? Þau eru öll viðfangsefni þeirra álits-pistla sem mest voru lesnir á Kjarnanum í ár.
27. desember 2018
Erfitt fyrir flóttakonur að fóta sig á íslenskum vinnumarkaði
Í nýrri rannsókn Starfsgreinasambandsins á högum erlendra kvenna á íslenskum vinnumarkaði kemur í ljóst að ýmislegt megi gera betur til bæta stöðu þeirra. Þá sérstaklega þegar kemur að fyrirkomulagi flóttamannaverkefnisins hér á landi.
22. desember 2018
Helgi Hjörvar, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.
Finnsk kona segir frá óviðeigandi hegðun Helga Hjörvars
Finnsk kona lýsir óviðeigandi samskiptum Helga Hjörvars á ráðstefnu Norðurlandaráðs í Helsinki árið 2012 í samtali við Stundina. Helgi Hjörvar var þá þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.
21. desember 2018
Sigrún Helga Lund
Segir viðbrögð háskólarektors hafa valdið sér vonbrigðum
Sigrún Helga Lund sem sagði prófessorsstöðu sinni í líftölfræði lausri hjá Háskóla Íslands í gær segir viðbrögð háskólarektors hafa valdið sér vonbrigðum. Það sé greinilegt að það eigi að sópa málinu undir teppið.
20. desember 2018
Rektor Háskólans: Getur ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að í kjölfar hverrar niðurstöðu siðanefndar háskólans meti rektor hvort tilefni sé til frekari aðgerða af hálfu Háskólans.
19. desember 2018
Sigurður Yngvi Kristinsson
Hafnar því að hafa beitt Sigrúnu andlegu ofbeldi eða áreitni
Prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hafnar því eindregið að hafa beitt Sigrúnu Helgu Lund andlegu ofbeldi eða áreitni af neinu tagi. Sigrún sagði upp störfum við HÍ vegna málsins.
19. desember 2018
Sigrún Helga Lund
Prófessor í líftölfræði við HÍ segir upp stöðu sinni við skólann
Sigrún Helga Lund hefur sagt upp starfi sínu vegna dræmra viðbragða stjórnenda skólans við kvörtunum hennar vegna erfiðra samskipta og kynferðislegs háttalags af völdum yfirmanns hennar í starfsmannaviðtali.
19. desember 2018
Svar við yfirlýsingu Ágústs Ólafs Ágústssonar
None
11. desember 2018
Sigþrúður Guðmundsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Ellen Calmon
Efla fræðslu um þjónustu og lagaleg úrræði í þágu kvenna af erlendum uppruna
Konur af erlendum uppruna eru margar hverjar í bagalegri stöðu til að komast úr erfiðum heimilisaðstæðum. Þær kunna margar hverjar ekki tungumálið, þekkja ekki réttindi sín og eru upp á kvalara sína komnar.
10. desember 2018
Konur hafa frelsi til að reyna við – og karlar sem vilja Klaustra konur
Það er kúl að kona reyni við karl – þá þorir hún að vera!
3. desember 2018
Ár síðan konur í stjórnmálum greindu frá Metoo-reynslu sinni
Fyrir um ári síðan riðu stjórnmálakonur á vaðið að birtu áskorun þar sem þær kröfðust þess að flokk­ar og starfs­staðir stjórn­mála­fólks myndu setja sér við­bragðs­reglur og lofa konum því að þær þurfi ekki að þegja og að þær myndu fá stuðn­ing.
29. nóvember 2018
Oddný segir þessum þingmönnum ekki lengur stætt á Alþingi
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það algjörlega ólíðandi að karlar í valdastöðum sýni slíka kvenfyrirlitningu í ummælum sínum. Oddný segist ekki sjá fyrir sér að þessir menn sitji áfram á Alþingi Íslendinga.
29. nóvember 2018
Gunnar Bragi Sveinsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Bergþór Ólason.
Albertína Friðbjörg segist kjaftstopp yfir lygasögum þingmanna um hana
Gunnar Bragi og Bergþór sögðust báðir hafa sögur af Albertínu Friðbjörgu, þingmanni Samfylkingarinnar, þar sem hún átti að hafa gengið á þá með kynlífi. Gunnar Bragi hringdi í Albertínu og sagði að ekkert af þessu væri satt og bað hana afsökunar.
29. nóvember 2018
Bjarni Már Júlíusson
Bjarni Már: Uppsögn mín úr starfi framkvæmdastjóra óverðskulduð og meiðandi
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segist hafa fengið kaldar kveðjur eftir 6 ára farsæl störf í þágu OR og Orku náttúrunnar.
19. nóvember 2018
Fjórðu hverri konu á Íslandi hefur verið nauðgað eða það reynt
Fyrstu niðurstöður í rannsóknarverkefninu Áfallasaga kvenna sýna að fjórðungur kvenna hefur orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun á lífsleiðinni og sama hlutfall hefur verið beitt líkamlegu ofbeldi.
15. nóvember 2018
Börn æfa fótbolta
Vilja setja skilyrði við ráðningar í íþrótta- og æskulýðsstarf
Samkvæmt nýjum drögum að frumvarpi að lögum verður óheimilt að ráða til starfa hjá aðilum sem sinna íþróttastarfi einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm vegna brota á sérstökum ákvæðum almennra hegningarlaga.
28. október 2018
Utankerfismaðurinn Jón Steinar
Auður Jónsdóttir rithöfundur fór í kaffi til Jóns Steinars fyrir ekki svo löngu og spjallaði við hann um tjáningarfrelsið. Sá fundur rifjaðist upp eftir umræðu síðastliðinnnar viku um hatursorðræðu og íslenska samræðuhefð.
22. október 2018
Nichole Leigh Mosty
Er þörf á kvennahreyfingu til þess að berjast fyrir Nýrri stjórnarskrá?
11. október 2018
Hvernig munum við taka á okkar Kavanaugh-málum?
Bára Huld Beck blaðamaður veltir fyrir sér sannleikshugtakinu og þeirri afstöðu sem fólk – og samfélagið í heild sinni – tekur með eða á móti þeim sem segjast hafa orðið fyrir ofbeldi eða áreitni.
30. september 2018
Hvernig ætla þingflokkarnir að bregðast við metoo-byltingunni?
Í kjölfar þúsunda undirskrifta kvenna – þar sem kynbundnu ofbeldi og áreitni var mótmælt – og hundraða frásagna sem fylgdu, hafa spurningar vaknað hvernig verkferlum sé háttað eftir metoo-byltinguna hjá fyrirtækjum og stofnunum.
28. september 2018
Steinunn Þorvaldsdóttir
Afleitur handavandi
21. september 2018
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og ritari hans.
Gagnrýnir Morgunblaðið fyrir að hampa pistli um ofbeldi og kvenfyrirlitningu
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að mögulega hafi gleymst „að spyrja ömm­ur okk­ar hvernig þær upp­lifðu þá tíma þegar strák­un­um fannst eðli­legt að skvetta í sig brenni­víni og reyna allt til að kom­ast í sleik.“
20. september 2018
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur tjáir sig ekki meira um starfsmannamál ON
Bjarni Bjarnason mun ekki tjá sig frekar opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orku náttúrunnar. Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn tímabundið.
17. september 2018
Nichole Leigh Mosty
Það sem við sjáum eftir …
13. september 2018
Það sem ekki má ræða
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti stjórnmálakonuna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur yfir kaffibolla og spjallaði við hana um allt milli heima og geima – þó aðallega um búvörusamningana, ESB, #metoo, sjávarútveginn og hvað það þýði að vera frjálslyndur.
1. september 2018
71 prósent Íslendinga telja #MeToo vera jákvæða
Mikill meirihluti Íslendinga telur #MeToo byltinguna vera jákvæða fyrir íslenskt samfélag, samkvæmt nýrri könnun MMR.
13. ágúst 2018
Áhrif #MeToo og #TimesUp herferðanna á vinnustaði eru enn óljós.
Nær helmingur karlmanna sagðist hafa áreitt
Tæpur helmingur karlkyns svarenda netkönnunar Harvard Business Review viðurkenndu að þeir höfðu tekið þátt í athæfi sem nú yrði skilgreint sem kynferðisleg áreitni.
11. júlí 2018
Fyrrum húsnæði 365 í Skaftahlíð þar sem útvarpsstarfssemi Sýnar fer nú fram.
Hjörtur búinn að óska eftir starfslokum
Hjörtur Hjartarson íþróttafréttamaður óskaði eftir starfslokum hjá vinnuveitenda sínum í kjölfar óæskilegrar uppákomu í Rússlandi.
27. júní 2018
Konur í fjölmiðlum birta yfirlýsingu vegna Hjartar
102 konur í fjölmiðlum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna máls Hjartar Hjartarsonar íþróttafréttamanns.
26. júní 2018
#metoo – Eftir hverju er verið að bíða?
Bára Huld Beck fjallar um lífið eftir #metoo-byltinguna og hvert skuli haldið héðan í frá.
24. júní 2018
Brian Krzanich, fráfarandi framkvæmdastjóri Intel.
Framkvæmdastjóri Intel segir af sér í kjölfar brots á fyrirtækjareglum
Brian Krzanich framkvæmdastjóri Intel gerðist sekur um brot á fyrirtækjareglum samkvæmt innri rannsókn fyrirtækisins og lét því af störfum fyrr í dag.
21. júní 2018
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG.
„Mikilvæg viðbrögð við #metoo“ – Breytingar á siðareglum samþykktar
Viðbætur við siðareglur alþingismanna voru samþykktar í dag. Breytingar komu til m.a. vegna #metoo-umræðu.
5. júní 2018
Vilja binda enda á áreitni á vinnustað
Kvenkyns málflutningsmenn í Bretlandi hafa nú hrundið af stað átaki til að binda enda á áreitni og valdaójafnvægi í stéttinni.
24. maí 2018
Ríkisháskólinn í Michigan borgar 50 milljarða til fórnarlamba Nassars
Larry Nassar braut kynferðislega gegn 332 stúlkum, meðan hann starfaði við Michigan State University. Samkomulag hefur náðst um himinháa greiðslu.
16. maí 2018
Frá afhendingu verðlaunanna.
Konur af erlendum uppruna hljóta Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hljóta Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018. Einn forsvarsmanna samtakanna segir að þær séu þakklátar fyrir viðurkenninguna en að mikil vinna sé þó framundan.
16. maí 2018
Nóbelsverðlaunin eru afhent í Stokkhólmi.
Nóbelsverðlaunum í bókmenntum aflýst í ár
Engin nóbelsverðlaun í flokki bókmennta verða veitt í ár, í fyrsta skipti frá seinni heimsstyrjöld.
4. maí 2018
„Hættum að laga konur. Lögum samfélagið!“
Bandalög stéttarfélaga og Kvenréttindafélag Íslands stóðu fyrir fundi #metoo-kvenna í febrúar síðastliðnum og eru niðurstöður gerðar kunnar í skýrslu sem unnin var upp úr ábendingum kvennanna.
17. apríl 2018
Þórður Snær Júlíusson, Karen Kjartansdóttir og Andrés Jónsson.
Kvennaframboð hlægileg hugmynd
Karen Kjartansdóttir almannatengill telur ekki tilefni fyrir sérstakt kvennaframboð að bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum og hafnar hugmyndum um femínískt framboð.
11. apríl 2018
#metoo hefur áhrif – Til stendur að breyta siðareglum alþingismanna
Þingsályktunartillaga þess efnis að bæta við siðareglur fyrir alþingismenn hefur verið lögð fram.
1. apríl 2018
Konur gagnrýna dagskrá Lagadagsins – telja #metoo enn eiga erindi
Vegna umræðu í kringum #metoo-byltinguna í réttarvörslukerfinu komu nokkrar konur með tillögu að málstofu fyrir Lagadaginn 2018. Þegar dagskráin var kynnt bólaði ekkert á #metoo.
20. mars 2018
Skipar stýrihóp um úrbætur í kynferðisofbeldismálum
Forsætisráðherra hefur skipað stýrihóp sem á að beita sér fyrir framsæknum og samhæfðum aðgerðum stjórnvalda gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri og kynbundinni áreitni.
22. febrúar 2018
Sóley Tómasdóttir
Kæru karlar
18. febrúar 2018
Sabine Leskopf
Gerum við nóg?
7. febrúar 2018
Jasmina Crnac
Hættum að þagga niður ofbeldi
6. febrúar 2018
Reykjavíkurborg bregst við stöðu kvenna að erlendum uppruna
Höfuðborgin ætlar að vinna að uppbyggingu þekkingar um þjónustu við innflytjendur, hælisleitendur og flóttafólk með sérstakri fræðslu. Þá verður gert átak í því að koma öllum verkferlum vegna áreitni og ofbeldis á vinnustöðum á erlend tungumál.
5. febrúar 2018
„Ísland er fallegt land en það er hægt að gera það enn fallegra“
Brenda Asiimire flutti til Íslands fyrir 14 árum síðan frá heimalandi sínu, Úganda. Hún hefur fundið fyrir fordómum frá Íslendingum þessi ár sem lýsa sér í fyrirframgefnum hugmyndum um hana og athugasemdum sem hún fær iðulega vegna útlits eða uppruna.
5. febrúar 2018
Angelique Kelley
Upplýsingar eru valdefling
4. febrúar 2018
Endastöðin eða Alheims-karlrembu-kaffihúsið
Auður Jónsdóttir rithöfundur skrifar sig frá kynferðislegu ofbeldi sem hún varð fyrir í Berlín þegar hún bjó þar. Hún lýsir sínum eigin mótsagnakenndu viðbrögðum sem hún upplifði eftir á, varnarleysi og meðvirkni.
3. febrúar 2018
Íslendingar eru rasistar
25. janúar 2018
Nichole Leigh Mosty
Valdníðsla gagnvart erlendum konum viðgengst í íslensku samfélagi
Nichole Leigh Mosty er einn forsprakki Facebook-hóps þar sem konur af erlendum uppruna hafa komið á framfæri sögum sínum af kynferðislegri áreitni, mismunun og ofbeldi.
25. janúar 2018
#Metoo: Konur af erlendum uppruna stíga fram
Konur af erlendum uppruna segja frá kynferðisofbeldi, fordómum, mismunun, markvissu niðurbroti, vanrækslu, útilokun og misnotkun í 34 frásögnum. Staða þeirra til að fá hjálp eða sækja réttlæti og öðlast betra líf er verri en margra annarra.
25. janúar 2018