Samsett mynd Bankarnir
Samsett mynd

Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í bönkunum og verklag þeirra

Alls hafa sextán tilvik um kynferðislega eða kynbundna áreitni eða ofbeldi verið tilkynnt hjá þremur stærstu bönkunum á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan þeirra.

Konur halda áfram að greina frá kyn­ferð­is­legu áreiti, áreitni og ofbeldi á sam­fé­lags­miðlum og hefur umræðan um metoo fengið tölu­vert vægi á þessu ári. Fyrsta bylgja bar­átt­unnar átti sér stað í lok árs 2017 og skrif­uðu tæp­­­lega 5.650 kon­ur úr hinum ýmsu starfs­­­stéttum sem lifa við margs konar aðstæður undir áskorun þar sem þær settu fram kröfur sínar og deildu með þjóð­inni 815 frá­sögn­um.

Kjarn­inn hefur und­an­farið kannað hvernig verk­lagi í íþrótta­sam­bönd­um, opin­berum fyr­ir­tækjum og stofn­unum sé háttað og hversu margar til­kynn­ingar hafa borist síðan fyrsta bylgja metoo hófst.

Hér koma svör þriggja stærstu bank­anna á Íslandi, Arion banka, Lands­bank­ans og Íslands­banka.

EPA

Sjö mál komið upp hjá Arion banka

Alls hafa sjö mál komið upp hjá Arion banka á fyrr­nefndu tíma­bili. Í svari bank­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur fram að þrjú mál hafi komið upp á árinu 2018, tvö mál 2019 og tvö 2020 en bank­inn hefur und­an­farin þrjú ár birt í árs- og sam­fé­lags­skýrslu sinni upp­lýs­ingar um fjölda þeirra EKKO-­mála (ein­elti, kyn­bundin og kyn­ferð­is­leg áreitni, og annað ofbeldi) sem komið hafa upp. „Við­brögð við svona málum eru auð­vitað mis­jöfn og fara eftir eðli og alvar­leika mál­anna. Í sumum til­vikum er leitað ráð­gjafar hjá óháðum og utan­að­kom­andi fag­að­il­u­m,“ segir í svar­inu.

Þá kemur jafn­framt fram að Arion banki leggi áherslu á að sam­skipti á vinnu­staðnum ein­kenn­ist af gagn­kvæmri virð­ingu og að starfs­fólki líði vel í vinn­unni.

„Ein­elti, kyn­bundin og kyn­ferð­is­leg áreitni, sem og annað ofbeldi (stundum nefnt einu orði EKKO) er undir engum kring­um­stæðum umborið á vinnu­staðn­um. Til staðar er for­varn­ar- og við­bragðs­á­ætlun í EKKO mál­um. Bank­inn hefur sett sér stefnu til að sporna gegn svona málum og stuðla að for­vörnum í sam­ræmi við ákvæði laga nr. 46/1980 um aðbún­að, holl­ustu­hætti og öryggi á vinnu­stöðum og reglu­gerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn EKKO á vinnu­stöð­um. “

Arion banki er með verk­ferla fyrir EKKO mál.

„Ef starfs­fólk telur sig verða fyrir ein­elti, kyn­ferð­is­legri- eða kyn­bund­inni áreitni eða ofbeldi á vinnu­staðnum eða vantar að spegla það sem það er að upp­lifa er þeim bent á að leita til stjórn­enda eða starfs­fólks á mannauðs­sviði bank­ans. Einnig er hægt að hafa sam­band við utan­að­kom­andi ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki og er fullum trún­aði heitið varð­andi þá þjón­ustu.

Ef starfs­fólk telur sig hafa rök­studdan grun eða vit­neskju um að ein­hver á vinnu­staðnum sæti óæski­legri hegðun ber því að leita til stjórn­enda, starfs­fólks mannauðs, sér­staks ein­eltisteymis eða til fyrr­greinds ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­is,“ segir í svar­inu.

Bára Huld Beck

Fjórir starfs­menn fengu form­lega áminn­ingu vegna kvört­unar hjá Lands­bank­anum

Fimm til­kynn­ingar um kyn­ferð­is­lega áreitni og ein til­kynn­ing um kyn­bundna áreitni hafa borist Lands­bank­anum frá því bank­inn gerði samn­ing við Auðn­ast í júlí 2018. Mál­unum hefur öllum verið lokið eftir óform­legt ferli. Þetta kemur fram í svari bank­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Á tíma­bil­inu frá árs­byrjun 2017 til júlí 2018 kom fram ein kvörtun um kyn­ferð­is­lega áreitni og kyn­bundna mis­mun­um. Feng­inn var utan­að­kom­andi ráð­gjafi til aðstoð­ar. Nið­ur­staðan var sú að við­kom­andi starfs­maður hafði orðið fyrir kyn­ferð­is­legri áreitni og kyn­bund­inni áreitni og var um aðskilin atvik að ræða. Fjórir starfs­menn fengu í kjöl­farið form­lega áminn­ingu vegna máls­ins. Lögð var fram aðgerða­á­ætlun í 12 liðum sem er ætlað að koma í veg fyrir að atvik sem þessi end­ur­taki sig, segir í svar­inu.

Lands­bank­inn er með skil­greinda for­varna- og við­bragðs­á­ætlun vegna ein­elt­is, kyn­bund­innar og kyn­ferð­is­legrar áreitni eða ann­ars ofbeld­is. Áætl­unin er end­ur­skoðuð reglu­lega og starfs­fólk frætt með reglu­legu milli­bili um þennan mála­flokk. Mæl­ing á tíðni atvika, upp­lifun og til­kynn­inga er hluti af árlegri vinnu­staða­grein­ingu, að því er fram kemur hjá bank­an­um.

„Ef starfs­maður upp­lifir óþægi­leg/ó­við­eig­andi atvik (eitt eða fleiri) eða verður vitni að slíku, getur við­kom­andi óskað eftir sam­tali við stjórn­anda, mannauðs­ráð­gjafa eða fag­að­ila á vegum Auðn­ast ehf., skv. sam­starfs­samn­ingi bank­ans við Auðn­ast. Sé óskað eftir fag­að­ila getur mannauðs­ráð­gjafi haft milli­göngu um slíkt eða starfs­maður haft sam­band milli­liða­laust við Auðn­ast. Til­gangur við­tals er að veita starfs­manni tæki­færi til að ræða upp­lifun, fá ráð­gjöf eða upp­lýs­ingar um frek­ari úrvinnslu. Óski starfs­maður eftir ein­hvers konar inn­gripi er slíkt gert í fullu sam­ráði við hann.“

Til­kynn­andi getur valið um hvort mál fari í form­legt eða óform­legt ferli, segir í svari Lands­bank­ans.

  • Meg­in­til­gangur óform­legrar máls­með­ferðar er að styðja við máls­að­ila, upp­ræta sam­skipta­vanda eða annað óvið­eig­andi hátt­erni hvort sem um ræðir eitt afmarkað til­vik eða síend­ur­tekna hegð­un. Eft­ir­fylgni í óform­legri máls­með­ferð felur í sér að mannauðs­deild eða fag­að­ili á vegum Auðn­ast hefur sam­band við starfs­mann eftir ákveð­inn tíma til að ganga úr skugga um að mál­inu sé lokið eða sé að þró­ast í rétta átt.
  • Meg­in­til­gangur form­legrar máls­með­ferðar er að rann­saka hvort til­kynn­ing falli undir skil­grein­ingar í reglu­gerð á ein­elti, kyn­ferð­is­legri áreitni, kyn­bund­inni áreitni og ofbeldi. Í form­legri máls­með­ferð er við­bragðs­nefnd virkjuð sem ber ábyrgð á að fram­kvæma hlut­lausa athug­un. Með þjón­ustu­samn­ingi Auðn­ast og Lands­bank­ans er tryggt aðgengi að sál­fræði­þjón­ustu fyrir máls­að­ila á meðan athugun stendur yfir.
Aðsend mynd

Tvö mál komið upp hjá Íslands­banka vegna munn­legs áreitis

Tvö mál sem varða kyn­ferð­is­lega áreitni hafa komið upp und­an­farin fjögur ár hjá Íslands­banka. Bæði málin voru vegna munn­legs áreit­is. „Við tökum slík mál mjög alvar­lega og fylgjum skýrum verk­ferlu­m,“ segir í svari bank­ans.

Sam­kvæmt bank­anum eru starfs­menn spurðir um upp­lifun af áreitni í hverri vinnu­staða­grein­ingu sem fram­kvæmd er í bank­anum og segir í svar­inu að bank­inn leggi mikla áherslu á að starfs­fólki líði vel á vinnu­staðn­um.

Verk­lagið er þannig að eftir að til­kynn­ing um ein­elti eða áreitni berst til mannauð­steym­is, stjórn­enda, trún­að­ar­manna eða for­manns SÍ er mannauð­steymi upp­lýst til þess að geta unnið málið áfram.

Farið er yfir máls­gögn en meintur þol­andi velur hvort hann vill fara með málið í óform­legt eða form­legt ferli.

  • Óform­legt ferli: Farið er yfir máls­at­vik með meintum þol­anda. Þol­anda er veittur stuðn­ingur með trún­að­ar­sam­tali eða ráð­gjöf. Aðrir aðilar (starfs­menn, meintur ger­andi) eru ekki upp­lýstir ef meintur þol­andi vill ekki fara lengra með mál­ið.
  • Form­legt ferli: Farið er yfir máls­at­vik með meintum þol­anda og gögn lögð fram. Stuðn­ingur við þol­anda er met­inn. Stuðn­ingur getur komið frá mannauð­steymi eða utan­að­kom­andi aðila. Einnig farið yfir máls­at­vik með ger­anda og stuðn­ingur við hann met­inn.

Unnið er úr gögnum beggja aðila og rætt við vitni. Því næst kemur að sátta­um­leit­an. Ef vafi er um rétt­mæti ásak­ana eða í ljós kemur að ein­elti eða áreitni hefur ekki verið beitt er ekki þörf á form­legri áminn­ingu og telst mál­inu því lok­ið. Mik­il­vægt er sam­komu­lag náist milli máls­að­ila til að tryggja vinnu­frið, að því er fram kemur í verk­lagi bank­ans.

Ef að í ljós kemur að ein­elti eða áreitni hafi átt sér stað skuli ger­anda gert ljóst að hann/hún verði látin axla ábyrgð á gjörðum sín­um. Til­færsla í starfi getur komið til greina, áminn­ing eða upp­sögn, allt eftir eðli og alvar­leika brota. Í form­legi ferli eru allar upp­lýs­ingar um mál­stil­vik skráð og vistuð hjá mannauð­steymi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiInnlent