Fyrsti kvenkyns forseti Ferðafélagsins segir af sér vegna framferðis stjórnarkarla

Anna Dóra Sæþórsdóttir, forseti Ferðafélags Íslands, hefur sagt af sér sem forseti félagsins sem og úr félaginu, vegna vangetu stjórnar að taka á málum sem snúa að áreitni og kynferðislegu ofbeldi. Eitt málið varðar fyrrverandi stjórnarmann í félaginu.

Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrsta konan sem gegnir embætti Ferðafélags Íslands í 94 ára sögu þessu, hefur sagt af sér vegna stjórnarhátta og siðferðislegra gilda sem ganga gegn hennar eigin gildum
Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrsta konan sem gegnir embætti Ferðafélags Íslands í 94 ára sögu þessu, hefur sagt af sér vegna stjórnarhátta og siðferðislegra gilda sem ganga gegn hennar eigin gildum
Auglýsing

Anna Dóra Sæþórs­dótt­ir, fyrsta konan í 94 ára sögu Ferða­fé­lags Íslands sem gegnir emb­ætti for­seta félags­ins, hefur sagt af sér emb­ætti. Hún var kjörin for­seti í júní í fyrra. Afsögn hennar byggir á því að hún getur ekki starfað í félagi þar sem stjórn­ar­hættir og sið­ferð­is­leg gildi, sem ganga þvert á hennar eigin gildi, ráða ríkj­um. Anna Dóra greindi frá afsögn sinni í færslu á Face­book í morgun þar sem hún birtir afrit af til­kynn­ingu sem hún hefur sent Ferða­fé­lagi Íslands.

Í til­kynn­ing­unni segir hún að fljót­lega eftir að hún tók við sem for­seti félags­ins fóru henni að ber­ast upp­lýs­ingar um ýmis mál sem ekki hafði verið brugð­ist við af hendi félags­ins. „Heldur virt­ist upp­lýs­ingum ítrekað hafa verið stungið undir stól, hvort sem þær vörð­uðu ásak­anir um áreitni og gróft kyn­ferð­is­legt ofbeldi eða athuga­semdir um rekstur félags­ins. Þegar ég fór að beita mér fyrir því að tekið yrði á þessum málum og öðrum fór að bera á brestum í sam­starfi mínu við stjórn og fram­kvæmda­stjóra,“ segir Anna Dóra í færslu sinni.

Alvar­leg­ustu málin snertu ein­stak­linga sem höfðu gerst brot­legir á siða­reglum félags­ins eða verið ásak­aðir um áreitni eða gróft kyn­ferð­is­legt ofbeldi. Anna Dóra segir að æðstu stjórn­endur félags­ins höfðu haft upp­lýs­ingar um þessi mál í lengri tíma, án þess að taka á þeim.

Auglýsing

„Þvert á móti fengu þeir sem þessum sökum voru bornir að starfa áfram sem far­ar­stjórar á vegum félags­ins,“ segir Anna Dóra.

Eitt mál­anna snýr að fyrr­ver­andi stjórn­ar­manni og yfir­lög­fræð­ingi hjá Lands­virkjun

Eitt mál­anna varð­aði stjórn­ar­mann í félag­inu, Helga Jóhann­es­son, fyrr­ver­andi yfir­lög­fræð­ing hjá Lands­virkj­un. Helgi hætti störfum hjá Lands­virkjun í byrjun nóv­em­ber í kjöl­far þess að hann fékk form­lega áminn­ingu í starfi fyrir hegðun gagn­vart sam­starfs­konu. Helgi sagði sig úr stjórn Ferða­fé­lags Íslands á sama tíma.

„Ég beitti mér fyrir því að tekið yrði á þessum málum af festu og setti af stað athugun á þeim, sem og end­ur­skoðun á stefnu og ferlum félags­ins þegar kemur að slíkum mál­um. Í kjöl­farið voru þessi mál til lykta leidd, og það síð­ast­nefnda með því að við­kom­andi stjórn­ar­maður sagði sig úr stjórn,“ segir Anna Dóra í færslu sinni.

Ágrein­ingur vegna með­höndl­unar þess­ara mála komu upp í stjórn­inni, Önnu Dóru til mik­illar undr­un­ar, og segir hún að innan stjórn­ar­innar hafi verið ein­stak­lingar sem ekki vildu taka á þeim. Sam­starfsörð­ug­leikar hafa verið í stjórn­inni síð­an.

Helgi átti að koma aftur inn í stjórn þar sem hann væri „vinur okk­ar“

„Ég taldi hins vegar að það væri ætlun stjórnar að halda ótrauð áfram eftir afgreiðslu þeirra. Mér kom því á óvart þegar ákveðnir stjórn­ar­menn vildu fljót­lega taka aftur upp málið sem varð­aði stjórn­ar­mann­inn fyrr­ver­andi, fáum mán­uðum eftir að það var til lykta leitt með úrsögn hans úr stjórn félags­ins. Einn af þessum stjórn­ar­mönn­um, sem er góð­vinur þessa fyrr­ver­andi stjórn­ar­manns, hefur beitt sér af hörku fyrir því að stjórn­ar­mað­ur­inn fyrr­ver­andi fái aftur að starfa fyrir hönd félags­ins, þrátt fyrir að engin mál­efna­leg eða við­skipta­leg rök séu fyrir því. Sá sem sagði af sér hefur enga sér­hæfða þekk­ingu til starfa innan félags­ins, sem fjöldi ann­arra getur ekki innt jafn vel af hendi. Ávinn­ingur af slíkri ráð­stöfun væri því eng­inn fyrir Ferða­fé­lagið en myndi hins vegar valda félag­inu orð­spors­á­hættu og mögu­lega aftra fólki frá þátt­töku í ferðum félags­ins, auk hætt­unnar á því að fyrri hegðun myndi end­ur­taka sig og aðrar konur yrðu fyrir áreitn­i,“ segir Anna Dóra í færslu sinni.

Helstu rökin sem notuð voru til að rétt­læta end­ur­komu Helga í stjórn­ina voru að hann væri „vinur okk­ar“ og að „við skuld­uðum hon­um“, að því er segir í færslu Önnur Dóru. „Það er að mínu mati óeðli­legt að stjórn­ar­fólk taki þátt í umræðu og ákvörð­unum um vini sína og beiti aðstöðu sinni til að veita þeim sér­staka fyr­ir­greiðslu.“

Nýtt mál snýr að öðrum stjórn­ar­manni

Önnu Dóru bár­ust nýlega upp­lýs­ingar um mál þar sem snertir annan stjórn­ar­mann í félag­inu sem varðar áreitni og ósæmi­lega hegðun í skipu­lagðri ferð á vegum félags­ins. Málið var ekki með­höndlað í sam­ræmi við stefnu félags­ins.

„Þegar ég fékk veður af mál­inu og óskaði eftir upp­lýs­ingum um það, voru við­brögðin þau að hafa uppi óbeinar hót­anir gagn­vart far­ar­stjóra ferð­ar­inn­ar, auk þess sem haft var sam­band við vin­konu kon­unnar sem fyrir áreit­inu varð. Þeim var til­kynnt að það myndi hafa afleið­ingar ef þetta mál yrði rætt frekar,“ segir Anna Dóra í færslu sinni.

Önnur mál hafa einnig valdið ágrein­ingi og sam­starfsörð­ug­leikum innan stjórn­ar, meðal ann­ars sem snúa að almennum rekstri félags­ins og stjórn­ar­háttum þess. Anna Dóra segir að ítrekað hafi verið kvartað undan spurn­ingum hennar um rekstur félags­ins og henni sagt þess í stað að ein­beita sér að þeim þáttum sem hún hafi sér­þekk­ingu á, „sem sé ferða­mál­um, nátt­úru­vernd og umhverf­is­mál­u­m.“ Þetta hafði þau áhrif að hún fór að veigra sér við því að spyrja spurn­inga til að halda frið­inn. „Í því sam­hengi er vert að nefna að ein af meg­in­skyldum stjórnar er að hafa eft­ir­lits­hlut­verk með stjórn­endum og starf­semi félags­ins og slíkt er ómögu­legt ef stjórn stuðlar að menn­ingu og and­rúms­lofti þar sem spurn­ingar eru illar séð­ar,“ segir Anna Dóra í færslu sinni.

Anna Dóra Sæþórsdóttir tók við af Ólafi Erni Haraldssyni sem forseti Ferðafélags Íslands í júní 2021.

Hún telur ljóst að innan stjórnar og meðal stjórn­enda sé fólk sem ber ekki hags­muni félags­ins og félags­manna fyrir brjósti. „Áherslan hjá þessu fólki virð­ist vera að við­halda ákveðnu valda­jafn­vægi þar sem emb­ættum og verk­efnum er úthlutað til stjórn­ar­fólks og vina og ekki er tekið á málum sem snerta þá sem tengj­ast þessum ein­stak­ling­um. Þessi hópur bregst ókvæða við þeim sem reyna að breyta því hvernig félagið vinnur ef slíkt kynni að raska valda­jafn­væg­in­u.“

Hún segir valda­jafn­vægið end­ur­spegl­ast hvað best í sam­setn­ingu stjórn­ar. „Í stjórn félags­ins og starfs­manna­hópi situr fólk sem teng­ist sterkum bönd­um, ýmist í gegnum það að hafa setið mjög lengi í stjórn­inni, sumir vel á annan ára­tug, eða með fjöl­skyldu- og vina­bönd­um. Til­raunum til að breyta þessu í aðdrag­anda síð­asta aðal­fundar var illa tek­ið. For­maður kjör­nefnd­ar, vinur þess stjórn­ar­manns sem sagði sig úr stjórn­inni vegna metoo-­mála, virti að vettugi óskir mínar um að inn í stjórn­ina kæmi ung kona og lagði þess í stað til að vinur fram­kvæmda­stjóra félags­ins yrði stjórn­ar­mað­ur. Gekk það eft­ir.“

Anna Dóra segir að ákveðið stjórn­ar­fólk hafi í kjöl­farið sýnt henni óvild og dóna­skap og hefur reynt að úti­loka hana frá starfi félags­ins. Þetta komi hvað skýr­ast fram í bréfi sem hún fékk frá meiri­hluta stjórnar þann 1. júní síð­ast­lið­inn þar sem henni var bannað að vera í sam­skiptum við fram­kvæmda­stjóra, starfs­fólk skrif­stofu félags­ins og annað stjórn­ar­fólk næstu mán­uði. „Ég átti engu að síður að sitja áfram sem for­seti með þeirri ábyrgð sem í því felst.“ Segir hún bréfið vera birt­ing­ar­mynd þeirra stjórn­ar­hátta sem tíðkast innan félags­ins og fram­komu meiri­hluta stjórnar í minn garð.

Anna Dóra seg­ist ekki vilja starfa í félagi þar sem stjórn­ar­hættir og sið­ferð­is­leg gildi sem ganga þvert á hennar eigin gildi ráða ríkj­um. „Ég hef enn fremur ekki áhuga á að starfa með hópi þar sem úti­lokun og dóna­skapur eru talin ásætt­an­leg hegð­un. Það er von mín að starfs­hættir félags­ins breyt­ist því að sam­fé­lagið hefur breyst og mik­il­vægt er að stærsta úti­vi­star­fé­lag lands­ins taki mið af þeim sið­ferð­is­gildum sem ríkja í þjóð­fé­lag­inu. Þar sem ekki virð­ist vera vilji innan stjórnar félags­ins að breyta þessu segi ég hér með af mér sem for­seti Ferða­fé­lags Íslands.“

Anna Dóra seg­ist vona að félagar hennar í Ferða­fé­lagi Íslands muni á kom­andi miss­erum beita sér fyrir breyttum starfs­háttum og sið­bót innan félags­ins. „Þangað til að svo verður hef ég ekki áhuga á því að starfa frekar innan félags­ins og segi mig hér með einnig úr félag­in­u.“

Kæru vin­ir, rétt í þessu sendi ég til­kynn­ing­una hér að neðan til Ferða­fé­lags Íslands þar sem ég til­kynni um afsögn mína...

Posted by Anna Dóra Sæþórs­dóttir on Tues­day, Sept­em­ber 27, 2022

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent