Hátíðarhugvekja: Heimilisofbeldi um jólin og gerendameðvirkni í lok árs

Hrafnhildur Sigmarsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum, bendir á að ofbeldi fari ekki í jólafrí og því verði að tala um það.

Auglýsing

Nú er yfir­stand­andi hátíð ljóss og friðar og upp­skeru­há­tíð ofbeld­is­manna. Þolendur og börn eru mörg ein­angruð inni á heim­il­inu með ger­anda sínum og flestir aðrir snúa athygli sinni að sínum bálki. Vinnu­staðir eru margir lok­aðir og fólk fer í frí frá dag­legu amstri. Bjarg­ráðin hverfa og griða­staðir loka. Hætta skap­ast. Þetta er veru­leiki margra yfir hátíð­arnar og lög­reglu­út­köllin eiga eftir að taka mið af því.

Þetta er líka hátíð með­virkn­innar þar sem þolendur kyn­ferð­is­brota liggja undir sleitu­lausu áreiti um að mæta í fjöl­skyldu­veislur þar sem ger­andi þeirra situr prúður og þiggur sáttur synda­af­lausn sína í formi sinnu­leysis fjöld­ans. Ger­enda­með­virknin dillar sér. Afvega­leið­ingin felst í því að áherslan og athyglin er á við­bragð þol­and­ans en ekki brot ger­and­ans. „Æji – amma þín á nú ekki langt eft­ir, það eru nú jól­in, hann er svo góður við for­eldra sína, hún er nú hætt að drekka, ætlar þú ekki að leyfa honum að hitta börnin sín um jól­in? Batn­andi mönnum er best að lifa, það er betra að fyr­ir­gefa, – fyrir þig.“ Okkur er talin trú um að himna­ríki taki ekki á móti heimtu­frekum hryss­um.

Óyrta krafan um flekklausa ásýnd á sam­fé­lags­miðlum er ráð­andi. Gleði­snauða brosið á jóla­mynd­inni er orðið að skil­yrtu við­bragði í hegðun ein­stak­linga sem eru þjak­aðir af und­ir­gefni gagn­vart fölskum lof­orðum hömlu­lausrar ham­ingju og sjúkum sam­an­burði við aðra. Heiður húss­ins er í veði. Öllu er stillt upp. Skað­leg jákvæðni kemur upp í hug­ann og gagn­rýnni hugsun er skipað til náða. Við seljum heim­inum stillu á meðan undir liggur stormur sem án efa leys­ist úr læð­ingi þetta sama kvöld. Þetta er mik­il­feng­leg hátíð með­virkn­innar á mörgum sviðum sem ofbeldi nýtur góðs af.

Auglýsing

Skil­grein­ingar á heim­il­is­of­beldi

Mýtan um heim­il­is­of­beldi er mynd af sauð­drukknum karl­manni með til­finn­ingatregðu sem gengur í skrokk á konu sinni fyrir framan börn þeirra sem gráta sáran og biðja pabba að hætta. Ofbeld­is­hegðun er hins­vegar fjöl­breytt­ari og lúm­sk­ari en marga grun­ar. Heim­il­is­of­beldi er einnig kallað ofbeldi í nánum sam­bönd­um. Ofbeldi í nánum sam­böndum vísar til ofbeldis sem ein­stak­lingur verður fyrir af hálfu ein­hvers sem er honum nákom­inn. Þetta getur t.d. verið maki, barn, for­eldri, barns­móð­ir, barns­faðir eða systk­ini. Maki getur átt við núver­andi eða fyrr­ver­andi eig­in­mann/eig­in­konu, kærust­u/kærasta eða sam­búð­ar­að­ila.

Heim­il­is­of­beldi er samt sem áður skil­greint sem kyn­bundið ofbeldi, en það er ofbeldi sem er beint gegn þol­anda vegna kyn­ferðis við­kom­andi eða ofbeldi þar sem yfir­gnæf­andi meiri­hluti þolenda er af til­teknu kyni. Bæði erlend og inn­lend töl­fræði hefur sýnt okkur að konur og börn eru í yfir­gnæf­andi meiri­hluta þolenda og ger­endur eru í yfir­gnæf­andi meiri­hluti karl­menn. Það skal tekið fram að kol­klikk­aðar kuntur og aðrir femínistar komu ekk­ert að gerð þeirrar stað­reynd­ar. Rann­sóknir og töl­fræði bera þar alla sök. Stað­reynda­fælnir eru hvattir til að leita sér upp­ljóm­unar langt frá rými hug­rekkis og radda þolenda. Þið fælið frá og valdið skaða. Geð­þótta­skoð­anir ykkar eru aumk­un­ar­verðar og til marks um að ger­enda­með­virkni er sam­fé­lags­legt mein sem étur gagn­rýna hugsun upp til agna og hrækir henni síðan í átt að þolend­um. Ykkar er einnig skömm­in.

Ólíkar birt­ing­ar­myndir heim­il­is­of­beldis

Heim­il­is­of­beld­i/of­beldi í nánum sam­böndum getur verið lík­am­legt, and­legt, fjár­hags­legt, staf­rænt og kyn­ferð­is­legt. Allt þetta hefur skað­legar afleið­ingar fyrir þol­and­ann og sú alvar­leg­asta er þegar annar aðil­inn myrðir maka sinn. Það hefur gerst oftar en einu sinni á Íslandi. Eft­ir­far­andi dæmi eru rituð til að minna þig á að þú átt betra skil­ið, og er einnig góður leið­ar­vísir sem nákomnir geta haft bak við eyrað ef ykkur grunar að verið sé að beita ein­hvern sem þið þekkið ofbeldi. Heim­il­is­of­beldi er sam­fé­lags­mein sem við upp­rætum ekki nema með því að þekkja það og tala um það. Stofn­anir við­haf­ast ekk­ert ef þær vita ekk­ert. Við erum öll lög­bundnir til­kynn­ing­ar­að­ilar þegar kemur að því að tryggja öryggi barna á sínu eigin heim­ili, óháð því hvar við sjálf búum.

Dæmi um lík­am­legt ofbeldi í nánum sam­bönd­um:

 • Þegar ger­andi beitir frels­is­svipt­ingu.
 • Þegar ger­andi kemur í veg fyrir nær­ingu, lyfja­tökur eða skerðir svefn.
 • Þegar ger­andi sýnir ógn­andi hegð­un, brýtur hluti eða kýlir í veggi.
 • Þegar ger­andi meiðir þig með t.d. hnífi, belti, bar­efli eða byssu.
 • Þegar ger­andi kýl­ir, lem­ur, bít­ur, klór­ar, slær, hrind­ir, spark­ar, drekkir, kæfir, eða tekur þig kverka­taki.

Dæmi um and­legt ofbeldi í nánum sam­bönd­um:

 • ‍Þegar ger­andi upp­nefnir þig og gerir lítið úr þér.
 • Þegar ger­andi öskrar á þig og nið­ur­lægir þig vilj­andi fyrir framan aðra.
 • Þegar ger­andi ein­angrar þig frá fjöl­skyldu og vin­um.
 • Þegar ger­andi segir þér í hverju þú átt að vera eða hvernig þú átt að haga þér.
 • Þegar ger­andi notar hegðun þína sem afsökun fyrir ofbeldi eða óheil­brigðri hegð­un, afvega­leiðir stað­reyndir máls og tekur enga ábyrgð.
 • Þegar ger­andi sakar þig um fram­hjá­hald og fyllist afbrýði­semi yfir sam­skiptum þínum við annað fólk.
 • Þegar ger­andi ofsækir þig.
 • Þegar ger­andi hótar að fremja sjálfs­víg til að koma í veg fyrir ákveðna hegð­un, eins og til dæmis að þú slítir sam­band­inu.
 • Þegar ger­andi beitir gas­lýs­ingu í sam­skipt­um. Lætur þig efast um upp­lif­anir þínar og til­finn­ingar þannig að þú heldur jafn­vel að þú sért að ímynda þér ofbeldið sem þú verður fyr­ir. Þannig verður auð­veld­ara að stjórna þér og stilla upp sam­kvæmt heims­mynd ger­and­ans.

Fjár­hags­legt ofbeldi í nánum sam­bönd­um:

 • Þegar ger­andi meinar þér að vinna.
 • Þegar ger­andi tekur launin af þér eða stýrir allri umsýslu pen­inga á heim­il­inu.
 • Þegar ger­andi skammtar þér pen­inga.
 • Þegar ger­andi skráir skuldir á þig en eignir á sig.
 • Þegar ger­andi heldur upp­lýs­ingum um stöðu fjár­mála frá þér og gerir þig þannig fjár­hags­lega háða/n sér.
 • Þegar ger­andi ráð­stafar sam­eig­in­legum fjár­munum í hluti og ráð­færir sig ekki við þig. Hér getur verið um að ræða áfeng­i/fíkni­efni eða dýrir mun­ir.

Staf­rænt ofbeldi í nánum sam­bönd­um:

 • Þegar ger­andi segir þér til um hvern þú megir og megir ekki ving­ast við á Face­book og öðrum sam­fé­lags­miðl­um.
 • Þegar ger­andi sendir þér nei­kvæð, lít­il­lækk­andi og jafn­vel ógn­andi skila­boð.
 • Þegar ger­andi not­ast við sam­fé­lags­miðla eða aðrar tækni­lausnir til þess að athuga stöðugt hvað þú ert að gera og með hverj­um.
 • Þegar ger­andi stelur eða heimtar að fá lyk­il­orðin þín að t.d. sam­fé­lags­miðl­um.
 • Þegar ger­andi sendir enda­laus skila­boð og lætur þér líða eins og þú getir ekki verið án sím­ans af ótta við að vera refs­að.
 • Þegar ger­andi lítur reglu­lega í gegnum sím­ann þinn, skoðar mynd­irnar þín­ar, skila­boð sem þú hefur fengið og sím­töl sem þú hefur hringt, jafn­vel þegar þú sérð ekki til.
 • Þegar ger­andi notar ein­hvers konar tækni (t.d. GPS í bíl eða á síma) til þess að fylgj­ast með þér
 • Þegar ger­andi þyk­ist vera ein­hver annar en hann er á sam­fé­lags­miðlum til þess að fylgj­ast með þér eða spjallar við þig undir gervi prófíl eða prófil ann­arra.

Kyn­ferð­is­legt ofbeldi í nánum sam­bönd­um:

 • Þegar ger­andi neyðir eða þvingar þig til kyn­maka.
 • Þegar ger­andi suðar og tuðar í þér um kyn­líf.
 • Þegar ger­andi beitir lík­am­legu ofbeldi áður, á meðan eða eftir kyn­líf. Stundum rétt­lætir ger­andi ofbeldi út frá BDSM væddri hegðun í kyn­lífi en skeytir engu um þær sam­skipta­reglur og mörk sem þar gilda og eru grunn­stoð.
 • Þegar ger­andi ætl­ast til eða neyðir þig til þátt­töku til kyn­ferð­is­legra athafna með öðrum en maka.
 • Þegar ger­andi snertir þig kyn­ferð­is­lega eða er með kyn­ferð­is­legar athuga­semdir gegn þínum vilja.
 • Þegar ger­andi beitir klám­væddri hegðun í kyn­lífi gegn þínum vilja.
 • Þegar ger­andi þvingar þig til að taka þátt í vændi.
 • Þegar ger­andi nýtir staf­rænt kyn­ferð­is­legt ofbeldi til að vald­beita þig. Myndefni og annað er oft notað gegn þér þegar þú dirf­ist að vald­efl­ast eða setja mörk.
 • Þegar ger­andi notar sið­lausa sam­skipta­tækni (gas­lýs­ing), s.s. upp­lifun þín í kyn­lífi er afvega­leidd og jafn­vel sögð röng.
 • Þegar ger­andi notar kúg­un­ar­að­ferð­ir, t.d. að kyn­ferð­is­legt áhuga­leysi þitt end­ur­spegli höfnun í sam­bandi og er það notað gegn þér til að knýja fram kyn­líf.
 • Þegar ger­andi sakar þig stans­laust um fram­hjá­hald.
 • Þegar ger­andi ber sam­líf ykkar saman við sam­líf ann­arra para til að ná vilja sínum fram..
 • Þegar ger­andi notar til­finn­inga­lega fjar­lægð á þann hátt að þú upp­lifir þig til­neydda/n til að stunda kyn­líf til að forð­ast skap­gerð­ar­bresti ger­anda og til að upp­lifa nánd í eigin sam­bandi.

Hann getur ekki hafa gert þetta, hann var svo ljúfur sem barn

Afstaða fólks gegn kyn­bundu ofbeldi á Íslandi hefur lengi verið lýsandi fyrir hug­rænar skekkjur fjöld­ans, sam­kennd­ar­skort og ein­hvern und­ar­legan ótta. Stað­reynda­fælnin er áþreif­an­leg. Athuga­semdir á sam­fé­lags­miðl­um, lög­gjöf, við­horf þeirra sem völdin hafa og við­horf sjálf­skip­aðra sér­fræð­inga eru meið­andi. Með­höndlun brota­þola kyn­ferð­is­of­beldis í rétt­ar­kerf­inu er sið­uðu sam­fé­lagi til skamm­ar. Tíðni kyn­ferð­is­of­beldis á Íslandi er eitt­hvað sem sumir eiga erfitt með að kyngja. Kröf­urnar sem gerðar eru á rétt­læt­is­göngu þolenda eru óraun­hæfar en í sam­ræmi við óþroskaðar óskir og vænt­ingar fólks um fal­legan heim þar sem eng­inn skuggi fell­ur.

Það er flókið og erfitt fyrir for­eldra og aðra ást­vini þegar ein­hver sem þú hefur átt þátt í að ala upp, elskar skil­yrð­is­laust og deilir haf­sjó af fal­legum minn­ingum með, gerir eitt­hvað svo sið­laust og illt að þolend­urnir eru í kjöl­farið verr útsettir en aðrir fyrir ýmsum alvar­legum heilsu­fars­brestum það sem eftir er. Það er vitað mál að sið­ferð­is­legur stigs­munur er á eðli kyn­ferð­is­af­brota en afleið­ing­arnar skerða alltaf lífs­gæði þolenda á ein­hvern hátt, og oft­ast alvar­lega. Sú stað­reynd er óboð­leg og alvar­lega á skjön við lág­marks mann­rétt­indi í sam­fé­lagi sið­aðra manna. Þrátt fyrir það virð­umst við félags­lega sam­þykkja til­vist þess­ara mann­rétt­inda­brota í formi bæði aðgerða- og sinnu­leysis og sendum þolendum þau skila­boð að reynsla þeirra sé óþægi­leg afheyrn­ar, sér­stak­lega um jól­in. Almennt er gerð sú óskráða krafa að þolendur beri harm sinn í hljóði – bognir og beygð­ir, en taki þátt í öllum fagn­aði þessa síð­ustu daga árs. Í þeirri mynd er þetta hátíð veru­leikafirr­ingar með fal­legum dúk á borði.

Óþægi­leiki stað­reynda

Marg­reynd, sann­reynd og gagn­reynd töl­fræði um kyn­bundin ofbeld­is­verk virð­ast alltaf koma illa við þá sem ein­ungis taka mið af eigin hug­myndum við skoð­ana­mótun og einnig þá sem almennt virð­ist vera illa við kon­ur. Í þennan hóp eru líka komnar konur og það er bæði mann­fræði­lega og sál­fræði­lega áhuga­vert að fylgj­ast með hegðun þeirra þegar kemur að með­virkni og vel­vilja í garð ger­anda. Skoð­ana­mótun þeirra virð­ist vera byggð á þeirri ein­földu venju­væddu upp­lifun að hafa séð meinta menn títt í fjöl­miðl­um, hlustað á þá í útvarp­inu eða í hlað­varps­þáttum eða farið á tón­leika með þeim. Þær þekktu mæður þeirra og ömm­ur, og þar af leið­andi á heiður húsa þeirra ekki að hljóta hnekki. Þessir menn kenndu jafn­vel sumum þeirra eða sátu á þingi. Þær eiga góðar minn­ingar um gilda menn og rísa því hnakk­reistar upp á aft­ur­lapp­irn­ar, fullar af heift þegar þessar stúlkur voga sér að skemma heims­mynd þeirra með (að þeirra mati) sein­komnu væli eða kjökri. „Heldur þú að maður hafi farið að grenja í hvert skipti sem ein­hver strauk mér á balli eða reyndi að kom­ast upp á mig?!“ segja þær og reyna þar með að gjald­fella sárs­auka kyn­systra sinna sem stórar við­horfs­breyt­ingar skilja að.

Menn­ing­ar­leg afstæð­is­hyggja hefur kennt mér að hópar gera það sem þeir þurfa að gera til að lifa af í sínu umhverfi hverju sinni. Kannski var á þeirra tíma lífs­björgin að segja sárs­auk­anum að snauta sér. Sögu­legt sam­hengi bankar á dyrnar og minnir okkur á að óskráð og óút­skýr­an­leg rétt­indi eins kyns yfir öðru, þögnin og heiður húsa réðu ríkjum áður. Við vitum hins­vegar í dag að óháð hörku hlýða afleið­ingar áfalla ekki harð­orðri skip­un.

Á sama tíma og þessar ger­enda­með­virku konur styðja sögu­lega úrelt við­horf, er körlum kennt að hraðspóla yfir til­finn­ingar sín­ar, gagn­rýna þá sem dirfast að vald­efl­ast og upp­hefja þar með úrelta ímynd karl­mennsk­unnar þar sem gengið er út frá því að til­finn­ingar og tján­ing sé sam­merkt með gjald­þroti sjálfs­myndar þeirra. Svona eyði­leggur skað­leg karl­mennska strák­ana okkar og blindar bless­aðar kerl­ing­arnar sem virð­ast oft skála grimmt við skriftir á sam­fé­lags­miðl­um. Áfalla­miðuð nálgun fær ekki hljóm­grunn hjá geð­þótta­skoð­unum röklausra og með­virkra sem neita að lifa í oft ljótum heimi. Stað­reynda­fælnin er áþreif­an­leg og Incel-­deild Íslands fagnar ákaft nýjum með­færi­legum með­limum óháð kyni. Það er kannski ein­hver fram­för í heimi sem ávallt sér í gegnum skökk og kynjuð gler­augu.

Það er skrýtin til­finn­ing að búa í landi sem gerir sig út fyrir að vera bæði upp­lýst og laust við skað­lega íhalds­semi en virð­ist á sama tíma eiga erfitt með að sam­þykkja stað­reynd­ir. Um 70% þeirra sem koma á Stíga­mót urðu fyrir kyn­ferð­is­of­beldi á barns­aldri. Fólk er að koma stundum ára­tugum eftir brot. Þessir ein­stak­lingar end­ur­spegla ekki mannýgan múg í mann­orðs­meið­ing­ar­ham sem heimtar ger­endaslauf­un. Þetta fólk er oft of illa far­ið, oftar en ekki af hálfu þeirra sem áttu að vernda það. Þetta eru full­orðnu börnin okk­ar. Ég hélt að óháð öllu værum við alla­vega þjóð sem fylkti sér að baki barna sem beitt hafa verið hinum ófyr­ir­gef­an­lega glæp. Svo virð­ist ekki vera.

Með­virkni í garð ger­enda er skað­leg sál­ar­heill þolenda

Ofbeld­is­hegðun sem hefur fengið að þríf­ast í friði er loks­ins að líta dags­ins ljós. Nýfall­inn dómur Jóns Bald­vins, útvarps­þættir um Skeggja Ásbjarn­ar­son kenn­ara í Laug­ar­nes­skóla, elti­hrella­hegðun Jesú og mislukkuð end­ur­koma Auð­uns inn í íslenskt tón­list­ar­líf virð­ist segja að loks séu ein­hverjar afleið­ingar við slæmri hegðun óháð frægð­ar­stalli eða sann­fær­ing­ar­krafti. Þeir eru ekki ósnert­an­legir leng­ur. Þetta er líka frá­bær tími til að vera ger­andi í bata. Sam­tök eins og Heim­il­is­friður og Taktu skrefið bjóða fram­úr­skar­andi aðstoð þunga­vigt­arfag­fólks, fræðslu og stuðn­ing til þeirra sem vilja hætta að meiða aðra eða hafa áhyggjur af hegðun sinni. Það er samt þetta þrá­láta vanda­mál með að við­ur­kenna sök og sjá alvar­leika afleið­inga hegð­unar sinn­ar. Við þurfum að muna að tak­marka­laus trú á ágæti ein­stak­lings sem hefur sýnt af sér ofbeld­is­hegðun án til­rauna til bata, iðr­unar og bættrar hegð­unar er óraun­hæf vænt­ing. Við erum ekki komin sér­stak­lega langt í breyttu við­horfi þolendum til bata. Við erum jú þjóðin sem, þar til fyrir stuttu, sam­þykkti með bæði aðgerða- og sinnu­leysi að nauðg­anir á Þjóð­há­tíð væru bara óhjá­kvæmi­legur fylgi­fiskur hópa­mynd­unar hér­lend­is.

Fólk er samt farið að rýna í per­sónu­leika­ein­kenni ger­enda og sjá sam­nefn­ara. Það er fagn­að­ar­efni. Við erum farin að kalla hlut­ina réttum nöfnum og erum orðin óhrædd­ari við að setja mörk. Margar konur eru hættar sjúk­legum sam­an­burði og sam­keppni og farnar að berj­ast sam­an. Á sama tíma er ger­enda­með­virknin enn áþreif­an­leg og skað­leg í sam­fé­lagi okk­ar. Geð­læknir hleypur til varna fyrir mis­skilda ást­sjúka menn og minnir almenn­ing á að stúlku­barnið var nú orðið lög­ríða, gam­al­reyndir tón­list­ar­menn taka mynd í kirkju með ofbeld­is­manni til að votta synda­af­lausn og ein­hver Jón Jóns­son úti í bæ ákveður að end­ur­koma manns sem bara mis­skildi ofbeld­is­hegðun sína sé tíma­bær. Þolendur eru ekki fengnir til álits­gjafar varð­andi hvort upp­risa og end­ur­koma ger­enda sé tíma­bær. Við virð­umst ekki einu sinni velta því fyrir okkur hvernig þeim líður með alla þessa umfjöllun sem þær oft og tíðum neyð­ast til að taka þátt í til að vara aðrar við. Ekki er dóms­kerfið að standa vörð um þessar stúlkur eða full­orðnu börnin okkar sem leita nú í auknum mæli til Stíga­móta.

Til ykkar sem hafa upp­lifað heim­il­is­of­beldi og/eða kyn­ferð­is­of­beldi og kvíðið til­ætl­un­ar­semi náinna ætt­ingja um jólin

Ykkur ber engin skylda til að sækja þessi jóla­boð eða nýárs­fögn­uði þótt amma sé á loka­metr­unum eða mamma verði ann­ars sár. Þetta eru bara nokkrir dagar á ári. Hægt er að rækta tengsl alla daga árs­ins og það er alltaf hægt að sjóða hangi­kjöt­skepp. Ef fólk hefur ekki stað­fest til­vist sárs­auka ykkar eða stað­reynd brota ykkar er kom­inn tími til að skoða umhverfið og við­ur­kenna hverjir eru nær­andi, hverjir eru sær­andi og hverjir eru tæm­andi - og raða upp á nýtt. Rétt­lát rým­is­ósk ykkar fyrir bata fer ekki vel í þá sem hafa hagn­ast á því að eiga ótak­markað aðgengi að ykk­ur. Setjið þetta fólk í frí. Það má nefni­lega alltaf taka sér frí frá fólki óháð blóð­tengsl­um, sam­eig­in­legri sögu eða afmæl­is­há­tíð frels­is­hetju synd­ara.

Margs­konar skerð­ing á lífs­gæðum og geð­heilsu fylgir því að verða fyrir heim­il­is­of­beldi og/eða kyn­ferð­is­of­beldi. Glassúr, glimmer og ger­enda­með­virkni getur aukið á þessa van­líðan þolenda. Þetta er ekki endi­lega tím­inn til að fyr­ir­gefa sið­leysi og brot, bara af því að það eru jól­in. Sumt er ekki hægt að fyr­ir­gefa. Það þarf ekki að fyr­ir­gefa. Bati þinn byggir ekki á fyr­ir­gefn­ingu synda ann­arra. Þú ert ekki Jesú­barn­ið. Þú ert mann­eskja sem hefur hlotið skaða í grimmum heimi. Bibl­íu­væddar dyggðir eiga ekki að stýra bata­sögu þolenda.

Jól­unum fylgir oft sú óyrta krafa að allar deilur og öll heims­ins mál séu sett í jóla­pakk­ann sem eng­inn opn­ar, innst undir tréð. Það er ekki rök­rétt né hollt og tak­markar sam­kennd gagn­vart náunga okk­ar. Það verður maki lam­inn um jól­in, það verður barn beitt ofbeldi og ein­hverjum verður nauðg­að. Í stað þess að rækta veru­leikafirr­ingu um jólin og snúa blindu auga í átt að ógn og órétt­læti, verðum við að halda áfram að tala um ofbeldi því það fer ekki í jóla­frí. Aukin sam­fé­lags­leg vit­und um eðli og afleið­ingar ofbeldis og for­varnir á alltaf erindi í umræð­una, alla daga. Afmælispartý Jesús Krists og staur­blind fjöl­skyldu­holl­usta skyldu ekki fá færi á því að kæfa stað­reyndir með hátíð­legum blæ, eilífum anda og amen. Dagar líða, þessir líka. Sárs­auki þinn þarf pláss og rétt­lát reiði þín líka. Farðu vel með þig þessa dag­ana og settu geð­heil­brigði þitt í for­gang. Þín bata­saga er það sem skiptir máli, ekki fýla ann­ara yfir því að þú setur mörk.

Höf­undur er ráð­gjafi hjá Stíga­mót­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit