Helgi segir framkomu sína gagnvart konum hafa verið óásættanlega og iðrast

Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, biðst fyrirgefningar á framkomu, orðfæri og hegðun sinni sem hafi látið samferðarfólki hans „líða illa í návist minni“.

Helgi Jóhannesson yfirlögfræðingur
Auglýsing

Helgi Jóhann­es­son, sem nýverið sagði af sér sem yfir­lög­fræð­ingur Lands­virkj­unar og hefur verið sak­aður um kyn­ferð­is­lega áreitni gagn­vart nokkrum kon­um, birti stöðu­upp­færslu á Face­book í kvöld þar sem hann biðst fyr­ir­gefn­ingar á fram­komu, orð­færi og hegðun sinni sem hafi látið sam­ferð­ar­fólki hans „líða illa í návist minn­i“.

Stundin greindi nýverið frá því að Helgi hefði látið af störfum hjá Lands­virkjun eft­ir að kona hafði kvart­að und­an hegð­un hans. Sú hegð­un sner­ist um óvið­eig­andi orð auk þess sem hann strauk henni í fram­an gegn vilja henn­­ar. Í gær greindi fjöl­mið­ill­inn frá öðrum máli þar sem Helgi var meðal ann­ars ásak­aður um kyn­ferð­is­lega áreitni og er það mál til með­ferðar hjá Ferða­fé­lagi Íslands, þar sem Helgi hefur starfað sem leið­sögu­mað­ur.

Í kvöld­fréttum Stöðvar 2 í kvöld var svo rætt við konu, Telmu Hall­dórs­dótt­ur, sem sagði sögu lát­innar vin­konu sinn­ar, Krist­ínar Pét­urs­dótt­ur, sem sner­ist um kyn­ferð­is­lega áreitni af hálfu Helga um síð­ustu alda­mót. Hægt er að lesa frá­sögn Telmu sem hún birti nýverið á Face­book hér að neð­an.

Fyrir nokkrum árum í fyrstu me too bylgju rit­aði ég nokkur orð um alvar­legt kyn­ferð­is­legt áreiti sem besta vin­kona mín...

Posted by Telma Hall­dórs­dóttir on Sat­ur­day, Novem­ber 13, 2021

Helgi segir í stöðu­upp­færsl­unni að ásetn­ingur hans hafi aldrei verið sá að meiða eða særa. Honum hafi þó orðið það ljóst að hann hafi „oft og tíðum farið óvar­lega í sam­skipt­um, nokkuð sem ég hugs­aði ekki út í þegar atvik áttu sér stað. Fyrir það iðr­ast ég inni­lega.“

Auglýsing
Hann segir það ekki af hroka eða af því að hann taki ekki umræð­una alvar­lega sem hann hafi ekki tjáð sig opin­ber­lega fyrr, því það geri hann sann­ar­lega. „Ég hef hrein­lega ekki treyst mér inn í umræð­una. Nefnd hafa verið ákveðin atvik og vafa­laust hef ég með orðum eða athöfnum gerst sekur um slíkt í fleiri til­vik­um. Ég ætla ekki að fara efn­is­lega ofan í þær ásak­anir sem á mig hafa verið born­ar. Það hjálpar engum að deila um þær atvika­lýs­ing­ar.“

Helgi seg­ist vita að ein­föld afsök­un­ar­beiðni og iðrun virð­ist létt­væg und­an­komu­leið úr þeim sár­indum sem hann hafi vald­ið. „ Ég hef þó ekki annað fram að færa og bið þess inni­lega að fyr­ir­gefn­ing­ar­beiðni mín verði tekin til greina. Ég er hvenær sem er til­bú­inn að hitta hvern þann sem ég hef mis­gert við með hegðun minni og ræða málið og ítreka afsök­un­ar­beiðni augliti til auglit­is.“

Í lok stöðu­upp­færsl­unnar seg­ist Helgi hafa verið að vinna í sjálfum sér und­an­farna mán­uði með aðstoð fag­að­ila. „Það er ævi­langt verk­efni að verða að betri manni og ég er að taka það verk­efni alvar­lega.“

Helgi var ráð­inn til Lands­virkj­unnar í júní 2019. Áður hafði hann verið einn af eig­endum LEX lög­manns­stofu um ára­bil. Þegar Helgi til­kynnti sam­starfs­fólki sínu hjá Lands­virkjun um starfs­lok sín þann 25. októ­ber síð­ast­lið­inn, eftir rúm­lega tveggja ára starf, í tölvu­pósti þá minnt­ist hann ekk­ert á að kvartað hefði verið undan hegðun hans.

Tölvu­póst­ur­inn sem Helgi sendi til sam­starfs­fólks

Ágætu sam­starfs­menn. 

Ég vil upp­lýsa ykkur um að ég hef af per­sónu­legum ástæðum samið um starfs­lok hjá Lands­virkj­un. Tím­inn hér hefur verið mjög lær­dóms­ríkur og ánægju­leg­ur, en á sama tíma hef ég lent í óbæri­legum áskor­unum í einka­líf­inu. Ég hef enn ekki ákveðið hvað ég tek mér fyrir hendur en er þess full­viss að ýmis tæki­færi eru fyrir hendi í þeim efn­um. Ég vil þakka ykkur fyrir frá­bær við­kynni og sam­starf og óska ykkur öllum og fyr­ir­tæk­inu alls hins besta í fram­tíð­inn­i. 

Kveðja, HJ

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent