Helgi segir framkomu sína gagnvart konum hafa verið óásættanlega og iðrast

Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, biðst fyrirgefningar á framkomu, orðfæri og hegðun sinni sem hafi látið samferðarfólki hans „líða illa í návist minni“.

Helgi Jóhannesson yfirlögfræðingur
Auglýsing

Helgi Jóhann­es­son, sem nýverið sagði af sér sem yfir­lög­fræð­ingur Lands­virkj­unar og hefur verið sak­aður um kyn­ferð­is­lega áreitni gagn­vart nokkrum kon­um, birti stöðu­upp­færslu á Face­book í kvöld þar sem hann biðst fyr­ir­gefn­ingar á fram­komu, orð­færi og hegðun sinni sem hafi látið sam­ferð­ar­fólki hans „líða illa í návist minn­i“.

Stundin greindi nýverið frá því að Helgi hefði látið af störfum hjá Lands­virkjun eft­ir að kona hafði kvart­að und­an hegð­un hans. Sú hegð­un sner­ist um óvið­eig­andi orð auk þess sem hann strauk henni í fram­an gegn vilja henn­­ar. Í gær greindi fjöl­mið­ill­inn frá öðrum máli þar sem Helgi var meðal ann­ars ásak­aður um kyn­ferð­is­lega áreitni og er það mál til með­ferðar hjá Ferða­fé­lagi Íslands, þar sem Helgi hefur starfað sem leið­sögu­mað­ur.

Í kvöld­fréttum Stöðvar 2 í kvöld var svo rætt við konu, Telmu Hall­dórs­dótt­ur, sem sagði sögu lát­innar vin­konu sinn­ar, Krist­ínar Pét­urs­dótt­ur, sem sner­ist um kyn­ferð­is­lega áreitni af hálfu Helga um síð­ustu alda­mót. Hægt er að lesa frá­sögn Telmu sem hún birti nýverið á Face­book hér að neð­an.

Fyrir nokkrum árum í fyrstu me too bylgju rit­aði ég nokkur orð um alvar­legt kyn­ferð­is­legt áreiti sem besta vin­kona mín...

Posted by Telma Hall­dórs­dóttir on Sat­ur­day, Novem­ber 13, 2021

Helgi segir í stöðu­upp­færsl­unni að ásetn­ingur hans hafi aldrei verið sá að meiða eða særa. Honum hafi þó orðið það ljóst að hann hafi „oft og tíðum farið óvar­lega í sam­skipt­um, nokkuð sem ég hugs­aði ekki út í þegar atvik áttu sér stað. Fyrir það iðr­ast ég inni­lega.“

Auglýsing
Hann segir það ekki af hroka eða af því að hann taki ekki umræð­una alvar­lega sem hann hafi ekki tjáð sig opin­ber­lega fyrr, því það geri hann sann­ar­lega. „Ég hef hrein­lega ekki treyst mér inn í umræð­una. Nefnd hafa verið ákveðin atvik og vafa­laust hef ég með orðum eða athöfnum gerst sekur um slíkt í fleiri til­vik­um. Ég ætla ekki að fara efn­is­lega ofan í þær ásak­anir sem á mig hafa verið born­ar. Það hjálpar engum að deila um þær atvika­lýs­ing­ar.“

Helgi seg­ist vita að ein­föld afsök­un­ar­beiðni og iðrun virð­ist létt­væg und­an­komu­leið úr þeim sár­indum sem hann hafi vald­ið. „ Ég hef þó ekki annað fram að færa og bið þess inni­lega að fyr­ir­gefn­ing­ar­beiðni mín verði tekin til greina. Ég er hvenær sem er til­bú­inn að hitta hvern þann sem ég hef mis­gert við með hegðun minni og ræða málið og ítreka afsök­un­ar­beiðni augliti til auglit­is.“

Í lok stöðu­upp­færsl­unnar seg­ist Helgi hafa verið að vinna í sjálfum sér und­an­farna mán­uði með aðstoð fag­að­ila. „Það er ævi­langt verk­efni að verða að betri manni og ég er að taka það verk­efni alvar­lega.“

Helgi var ráð­inn til Lands­virkj­unnar í júní 2019. Áður hafði hann verið einn af eig­endum LEX lög­manns­stofu um ára­bil. Þegar Helgi til­kynnti sam­starfs­fólki sínu hjá Lands­virkjun um starfs­lok sín þann 25. októ­ber síð­ast­lið­inn, eftir rúm­lega tveggja ára starf, í tölvu­pósti þá minnt­ist hann ekk­ert á að kvartað hefði verið undan hegðun hans.

Tölvu­póst­ur­inn sem Helgi sendi til sam­starfs­fólks

Ágætu sam­starfs­menn. 

Ég vil upp­lýsa ykkur um að ég hef af per­sónu­legum ástæðum samið um starfs­lok hjá Lands­virkj­un. Tím­inn hér hefur verið mjög lær­dóms­ríkur og ánægju­leg­ur, en á sama tíma hef ég lent í óbæri­legum áskor­unum í einka­líf­inu. Ég hef enn ekki ákveðið hvað ég tek mér fyrir hendur en er þess full­viss að ýmis tæki­færi eru fyrir hendi í þeim efn­um. Ég vil þakka ykkur fyrir frá­bær við­kynni og sam­starf og óska ykkur öllum og fyr­ir­tæk­inu alls hins besta í fram­tíð­inn­i. 

Kveðja, HJ

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent