Kópavogur leitar hugmynda að loki ofan á Reykjanesbraut

Hugmyndasamkeppni stendur yfir á vegum Kópavogsbæjar og Arkitektafélags Íslands, þar sem meðal annars er vonast eftir að fram komi hugmyndir um lok ofan á Reykjanesbrautina. Einnig er kallað eftir hugmyndum að staðsetningu borgarlínustöðvar við Smáralind.

Reykjanesbrautin gerir í dag ferðir gangandi og hjólandi á milli Smára og Glaðheimahverfis fremur torfærar.
Reykjanesbrautin gerir í dag ferðir gangandi og hjólandi á milli Smára og Glaðheimahverfis fremur torfærar.
Auglýsing

Kópa­vogs­bær og Arki­tekta­fé­lag Íslands standa þessa dag­ana fyrir hug­mynda­sam­keppni, þar sem vonir standa til að fram komi hug­myndir að teng­ingu yfir Reykja­nes­braut­ina í nágrenni Smára­lind­ar, eins­konar „loki“ sem þá myndi setja Reykja­nes­braut­ina í stokk.

Bæj­ar­stjórnin í Kópa­vogi ákvað á fundi sínum í maí að ráð­ast í þessa hug­mynda­sam­keppni og henni var hrundið af stað í upp­hafi mán­að­ar.

Í keppn­is­lýs­ingu segir að mark­miðið sé að kalla eftir hug­myndum sem styrkja svæð­iskjarn­ann í Smára og efla tengsl á milli svæða innan hans fyrir alla ferða­máta og stuðla „sann­fær­andi teng­ingu“ milli íbúða­hverf­anna í Glað­heimum og Smára, til dæmis með „byggð ofan á og/eða við lok yfir Reykja­nes­braut“ sem stuðli að skap­andi umhverfi og ýti undir virka ferða­máta“.

Auglýsing

Á meðal mark­mið­anna með keppn­inni er einnig að fá fram hug­myndir að stað­setn­ingu tengi­stöðvar fyrir almenn­ings­sam­göng­ur; Borg­ar­línu og Strætó, auk teng­inga við alþjóða­flug­völl­inn í Kefla­vík.

Sund­ur­slitið af stofnæðum og bíla­stæðum

Í keppn­is­lýs­ing­unni segir að svæðið sem um ræðir sé eitt helsta þjón­ustu­hverfi lands­ins, en að í dag ein­kenn­ist það af „bíla­notkun og stórum bíla­stæða­flákum sem gera það að verkum að það er erfitt yfir­ferðar fyrir gang­andi og hjólandi veg­far­end­ur.“

Heildarsvæðið sem hugmyndasamkeppnin nær til skiptist í raun niður í sex minni einingar eða eyjur þar sem tengingar á milli eru torfærar fyrir vistvæna ferðamáta. Mynd: Úr keppnislýsingu.

Í aðal­skipu­lagi Kópa­vogs sé gert ráð fyrir því að svæðið haldi áfram að þró­ast sem fjöl­breytt mið­svæði fyrir versl­un, þjón­ustu og íbúðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og að í svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sé gert ráð fyrir að svæðið þró­ist í átt að „sam­göngu­mið­uðu þró­un­ar­svæði“ þar sem mikil áhersla verði á „gott aðgengi að almenn­ings­sam­göng­um, göngu- og hjóla­vænt umhverfi og bland­aða byggð“ þar sem hvatt verði til notk­unar vist­vænna ferða­máta.

Sex millj­ónir í fyrstu verð­laun

Skila­frestur til­lagna í þess­ari hug­mynda­sam­keppni er þann 7. febr­úar næst­kom­andi og búist er við því að dóm­nefnd skili af sér nið­ur­stöðu um miðjan mars­mán­uð. Verð­launafé í keppn­inni eru alls 12 millj­ónir króna, 6 millj­ónir fyrir fyrsta sæt­ið, fjórar fyrir annað sæti og tvær fyrir það þriðja.

Hrafn­kell Ásólfur Proppé skipu­lags­fræð­ingur er for­maður dóm­nefnd­ar, en hann er full­trúi Kópa­vogs­bæjar í nefnd­inni ásamt bæj­ar­full­trú­unum Berg­ljótu Krist­ins­dóttur og Hjör­dísi Ýri John­son. Einnig sitja þeir Birkir Ein­ars­son lands­lags­arki­tekt og Hans-Olav And­er­sen arki­tekt í dóm­nefnd­inni að til­efn­ingu Arki­tekta­fé­lags Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent