Þrjú ný ráðuneyti, tveir nýir ráðherrar og stjórnarsáttmáli sem skilur eftir „erfið mál“

Nýr stjórnarsáttmáli gæti verið kynntur í næstu viku. Tilfærsla verður á málaflokkum milli ráðuneyti, ný ráðuneyti mynduð og nýtt fólk sest í ríkisstjórn. Ágreiningur flokkanna um virkjanaáform verður klæddur í búning endurskoðunar á rammaáætlun.

Mörg kunnugleg andlit munu hittast aftur við ríkisstjórnarborðið eftir að sú næsta verður mynduð.
Mörg kunnugleg andlit munu hittast aftur við ríkisstjórnarborðið eftir að sú næsta verður mynduð.
Auglýsing

Til við­bótar við nýtt inn­við­a­ráðu­neyti, sem mun bæta hús­næð­is- og mann­­virkja­­málum og skipu­lags­­málum við þá mála­flokka sem nú til­heyra sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu, þá er verið að ræða að mynda nýtt þekk­ing­­ar­ráðu­neyti utan um mál­efni vís­inda, menn­ing­ar og ný­­sköp­un­­ar. Auk þess kemur til greina að end­ur­reisa við­skipta­ráðu­neytið sem lengi vel var starf­andi og að undir það falli allur fjár­­­mála­­geir­inn, sam­keppn­is- og neyt­enda­­mál og fé­laga­­rétt­ur. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans er nýr stjórn­ar­sátt­máli nýrrar rík­is­stjórnar nán­ast til­bú­inn. Hann mun ekki takast á við öll þau mál sem aðskilja flokk­anna sem mynda stjórn­ina: Vinstri græn, Sjálf­stæð­is­flokk og Fram­sókn­ar­flokk og eitt helsta ágrein­ings­mál þeirra, hversu mikið eigi að virkja, verði klætt í bún­ing end­ur­skoð­unar á fyr­ir­komu­lagi ramma­á­ætl­un­ar. Í frétt Morg­un­blaðs­ins er sagt að ein­hver „erfið mál“ verði látin bíða lausnar á kjör­tíma­bil­inu.

Auglýsing
Ef und­ir­bún­ings­nefnd fyrir rann­sókn kjör­bréfa nær að klára vinnu sína fyrir viku­lok, og nið­ur­staða hennar verður önnur en upp­kosn­ing í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, þá ætti að vera hægt að kalla þing saman í næstu viku og kynna stjórn­ar­sátt­mála í kjöl­far­ið.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn á leið í heil­brigð­is­ráðu­neytið

Líkt og Kjarn­inn greindi frá um liðna helgi er búist við því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fái heil­brigð­is­ráðu­neytið og mestar líkur taldar á að Guð­laugur Þór Þórð­ar­son setj­ist í þann stól. Hann hefur áður gegnt því emb­ætti, á árunum 2007 til 2009. Ástæður þess að hann þykir lík­legur til að færa sig eru þær að hann hefur reynslu af því að stýra ráðu­neyt­inu, sem Sjálf­stæð­is­menn vilja mikið kom­ast yfir, og að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur auga­stað á utan­rík­is­ráðu­neyt­inu. Verði þessi kap­all að veru­leika segja við­mæl­endur Kjarn­ans senni­leg­ast að Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks, setj­ist í utan­rík­is­ráðu­neyt­ið. Svan­dís Svav­ars­dóttir myndi þá fara í mennta­mál­in. 

­Stjórn­ar­for­menn­irnir þrír munu halda sínum ráðu­neyt­um. Katrín Jak­obs­dóttir verður for­sæt­is­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son sitja áfram í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og Sig­urður Ingi Jóhanns­son fara fyrir nýju inn­við­a­ráðu­neyti.

Sam­kvæmt umfjöllun Morg­un­blaðs­ins í dag er búist við að ráðu­neytum mun fjölga um eitt með mögu­legum til­bún­ingi við­skipta­ráðu­neytis og að það við­bót­ar­ráðu­neyti muni senni­lega falla í skaut Will­ums Þórs Þórs­son­ar, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins. Sjálf­stæð­is­flokkur mun halda sínum ráð­herra­fjölda en í stað Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sem er hættur í stjórn­mál­um, muni Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, odd­viti flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, setj­ast í rík­is­stjórn. 

Nær allir við­mæl­endur Kjarn­ans sem starfa í stjórn­málum telja sig nokkuð örugga um að emb­ætti for­seta Alþingis muni falla Sjálf­stæð­is­flokknum í skaut, en það er talið ígildi ráð­herra­emb­ætt­is. Í það muni setj­ast Birgir Ármanns­son, sem um þessar mundir stýrir vinnu und­ir­bún­ings­nefndar fyrir rann­sókn kjör­bréfa.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent