Auglýsing

Rík­is­sjóður var rek­inn í 218 millj­arða króna halla í fyrra, en fjár­lög höfðu upp­runa­lega gert ráð fyrir að heild­ar­af­koman yrði nei­kvæð um tíu millj­arða króna. Áætlað er að rík­is­sjóður verði rek­inn í um 320 millj­arða króna halla á þessu ári og að sam­an­lagður halli á honum á árunum 2022 til 2026 verði um 590 millj­arðar króna. 

Sam­an­lagt er því gert ráð fyrir að tekjur rík­­is­­sjóðs verði 1.128 millj­­örðum krónum lægri en útgjöld hans á sjö ára tíma­bili, frá byrjun síð­­asta árs og út árið 2026. 

Íslend­ingar voru alls 374.830 í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins. Ef halla­rekstri rík­is­sjóðs er deilt niður á alla lands­menn kemur í ljós að tap­rekst­ur­inn sem þarf að vinna upp er um þrjár millj­ónir á mann á þessu tíma­bil­i. 

A-hluti næst stærsta stjórn­vald lands­ins, Reykja­vík­ur­borg­ar, verður rek­inn í um 19 millj­arða króna hall á árunum 2020 til 2022. Þar er um að ræða þann hluta sem rek­inn er fyrir skatt­fé. Mik­ill halla­rekstur er fyr­ir­sjá­an­legur á því tíma­bili hjá ýmsum öðrum sveit­ar­fé­lögum með til­heyr­andi skulda­aukn­ing­u. 

Ástæðan er öllum aug­ljós: kór­ónu­veiru­krepp­an.

Þeir sem misstu atvinnu tapa

Atvinnu­leysi fór hæst í 17,8 pró­sent í apríl í fyrra. Það hefur lækkað skarpt á þessu ári og helm­ing­ast frá því í mars. Um síð­ustu mán­aða­mót mæld­ist það 4,9 pró­sent sem er nán­ast það sama og það var áður en far­ald­ur­inn skall á.

Í sögu­legu sam­hengi er það enn mjög mikið atvinnu­leysi. Í febr­úar 2020 mæld­ist mesta atvinnu­leysi sem mælst hafði hér­lendis í næstum átta ár, eða frá því í apríl 2012. Helstu orsakir þess voru gjald­þrot WOW air, með til­heyr­andi sam­drætti í ferða­þjón­ustu, og loðnu­brest­ur. 

Þótt hlut­fallið sé nú það sama og var fyrir rúmu einu og hálfu ári er um öðru­vísi atvinnu­leysi að ræða. Lang­tíma­at­vinnu­lausum, þeim sem hafa verið án vinnu í ár eða meira, hefur til að mynda fjölgað mik­ið. Í febr­úar 2020 voru þeir 1.893 tals­ins en um síð­ustu mán­aða­mót voru þeir 4.252. Þeim hefur fjölgað um 124 pró­sent frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á. 

Auglýsing
Sá ald­­ur­s­hópur sem hefur verið fljót­astur að rétta úr kútnum er hópur starfs­­manna á milli þrí­­tugs og fimm­tugs, en nú eru fleiri starf­andi á þessu ald­­ur­s­bili heldur en það gerðu árið 2019. Hins vegar hefur hópur ungra starfs­­manna ekki enn náð sér á strik. Sam­­kvæmt tölum Hag­­stofu voru þeir fjórum pró­­sentum færri í síð­­asta ágúst­mán­uði en þeir voru í sama mán­uði árið 2019.

Bitnar illa á erlendum rík­is­borg­urum

Verst bitnar atvinnu­leysið á erlendum rík­is­borg­ur­um, sem eru 14,4 pró­sent allra íbúa hér­lend­is. Um 40 pró­sent allra atvinnu­leit­enda til­heyra þeim hópi. ­Starf­andi fólk með erlendan bak­grunn er enn langt frá því að vera orðið jafn­­margt og það var áður en far­ald­­ur­inn byrj­­aði, en þeim hefur fækkað um tæp­­lega þrjú þús­und á þeim tíma.

Auk þess eru rúm­lega sjö þús­und manns á svoköll­uðum ráðn­ing­ar­styrkj­um, sem greiddir eru út í tengslum við atvinn­u­átakið Hefjum störf. Það snýst um að rík­­­­is­­­­sjóður greiði þorra launa nýrra starfs­­­­manna fyr­ir­tækja tíma­bund­ið, en þeir renna flestir út á næstu vik­­­­um. Lang­flest störfin sem ráðið hefur verið í á grund­velli ráðn­­­inga­­­styrks tengj­­­ast ferða­­­þjón­­­ustu eða tengdum grein­­­um. Fyr­ir­sjá­an­legt er að störfum þar muni fækka yfir vetr­ar­mán­uð­ina og að mörg fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu hafi lítið eða ekk­ert bol­magn til að taka við greiðslu launa þessa hóps að fullu í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð.

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar er því svo spáð að atvinnu­leysi geti farið að aukast á ný nú í nóv­em­ber­mán­uði.

Þessi hópur sem fjallað er um hér að ofan er sá sem fer efna­hags­lega verst allra út úr yfir­stand­andi þreng­ing­um.

Tap­arar og sig­ur­veg­arar á hús­næð­is­mark­aði

Á hús­næð­is­mark­aði er staðan flókn­ari. Leigu­verð hefur að mestu staðið í stað frá byrjun síð­asta árs, meðal ann­ars vegna þess að fjöldi leigu­í­búða sem í boði eru hefur auk­ist. Þar skiptir máli að íbúðir sem áður voru leigðar ferða­mönnum í gegnum Air­bnb og sam­bæri­legar þjón­ustur hafa skilað sér inn á almennan markað og óhagn­að­ar­drifin leigu­fé­lög eins og Bjarg hafa fjölgað veru­lega íbúðum á sínum veg­um, en leiga innan þeirra er tölu­vert lægri en gengur og ger­ist á almennum leigu­mark­að­i. 

Þrátt fyrir þetta hefur hlut­fall leigu­fjár­hæðar af ráð­­stöf­un­­ar­­tekjum leigj­enda hækk­að. Það var í kringum 40 pró­sent árum saman en er nú 45 pró­sent. Það þýðir að 4,5 krónur af hverjum tíu sem leigj­endur þéna fara í að borga fyrir þak yfir höf­uð­ið. 

Þeir sem voru þegar eig­endur hús­næðis þegar far­ald­ur­inn skall á hafa getað nýtt sér örv­un­ar­að­gerðir stjórn­valda og Seðla­bank­ans, sem fólu meðal ann­ars í sér að afnema sveiflu­­jöfn­un­­ar­auka sem lagð­ist á eigið fé banka til að auka útlána­­getu þeirra og að lækka stýri­vexti gríð­ar­lega, til að auka við eignir sín­ar. Það á sér­stak­lega við þá sem áttu sér­býli, sem eru að uppi­stöðu eldra fólk sem var vel stætt fyr­ir.

Mik­ill eft­ir­spurn­ar­þrýst­ingur hefur enda skilað því að vísi­tala paraðra við­skipta með hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á raun­virði, sam­kvæmt hús­næð­is­gagna­grunni Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar, hefur hækkað um tæp 24 pró­sent frá byrjun síð­asta árs. 

Erf­ið­ari staða fyrir marga

Íbúða­verð sem hlut­­fall af launum lands­­manna hefur hins vegar farið hratt vax­andi á þessu ári eftir að hafa leitað hægt niður á við allt frá því í apríl 2017.

Frá árs­­byrjun 2014 hefur hlut­­fallið hækkað um 19 pró­­sent, en vísi­tala paraðra við­­skipta með íbúð­­ar­hús­næði hækk­­aði um 103 pró­­sent á meðan að vísi­tala launa hækk­­aði um 71 pró­­sent yfir sama tíma­bil. 

Auglýsing
Þetta þýðir að íbúða­verð hefur að jafn­­aði hækkað meira en laun í land­inu.

Þró­unin hefur leitt til þess að útlána­gæði nýrra íbúða­lána hafa farið minnk­andi þar sem veð­setn­ing­ar- og greiðslu­byrð­ar­hlut­föll hafa hækkað þrátt fyrir mikla hækkun fast­eigna­verðs og ráð­­stöf­un­­ar­­tekna.

Sam­an­dregið er ljóst að sumir hafa hagn­ast umtals­vert á þeirri hækkun sem orðið hefur á íbúða­verði en að þær hækk­anir hafa gert kaup erf­ið­ari fyrir aðra. 

Hluta­bréfa­eig­endur í góðum málum

Skýrir efna­hags­legir sig­ur­veg­arar kór­ónu­veiru­krepp­unnar eru nokkr­ir. Þar ber fyrst að nefna hluta­bréfa­eig­end­ur. Úrvals­vísi­tala Kaup­hallar Íslands, sem mælir gengi bréfa í þeim tíu skráðu félögum sem eru með mestan selj­an­­leika, hefur enda hækkað um 58 pró­sent frá byrjun síð­asta árs og um 111 pró­sent frá 23. mars í fyrra. Á þessu ári einu saman hefur virði félaga í Kaup­höll­inni hækkað um 700 millj­arða króna. Hækk­anir á alþjóð­legum mörk­uðum hafa líka verið mikl­ar.

Þetta hefur skilað því að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, sem eiga um helm­ing allra inn­lendra hluta­bréfa, hafa aukið eignir sínar úr rúm­lega fimm þús­und millj­örðum króna í byrjun árs 2020 í 6.445 millj­arða króna í lok sept­em­ber. Þar af hefur virði inn­lendra hluta­bréfa og hlut­deild­ar­skír­teina þeirra auk­ist um 442 millj­arða króna. Af þess­ari virð­is­aukn­ingu, hald­ist hún við, munu allir sjóð­fé­lagar njóta góðs þegar þeir fara á eft­ir­laun. 

Sá hluti almenn­ings sem gat tekið þátt í hluta­fjár­út­boði Íslands­banka hefu ávaxtað þann hlut vel, enda bréf í bank­anum hækkað um næstum 60 pró­sent frá því að það fór fram. Um er að ræða nokkur þús­und ein­stak­linga og margir þeirra eru þegar búnir að leysa út hagn­að­inn af þess­ari gjöf úr rík­is­sjóði. Raunar eru ein­stak­lingar ekki stórir eig­endur í skráðum félögum hér­lend­is. Um fimm pró­sent allra hluta­bréfu eru í eigu ein­stak­linga.

Nokkrir hópar fjár­festa eru þó fyr­ir­ferða­mikl­ir. Við­skipta­blaðið greindi frá því á fimmtu­dag að sjö fjár­fest­inga­fé­lög hafi hagn­ast um 150 millj­arða króna á hækkun á gengi hluta­bréfa á árinu, en þau eiga sam­tals um 18 pró­sent af öllum hluta­bréfum í skráðum félögum hér­lend­is. ­Skráðar eignir þess­arra sjö félaga eru metnar á um 440 millj­arða króna.

Sam­herji hefur hagn­ast um 60 millj­arða vegna hluta­bréfa­hækk­anna

Þar munar mestu um verð­mæta­aukn­ingu Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, sem sam­anstendur af syst­ur­fé­lög­unum Sam­herja hf. og Sam­herja Hold­ing. Þau eiga sam­tals 90 millj­arða króna eign­ar­hlut í skráðum félög­um, en Sam­herji á um þriðj­ungs­hlut í bæði Síld­ar­vinnsl­unni og Eim­skipi auk þess að vera meðal stærstu hlut­hafa í Sjóvá og Hög­um.

Í umfjöllun Við­skipta­blaðs­ins kemur fram að verð­mæta­aukn­ing vegna skrán­ingu Síld­ar­vinnsl­unnar á markað og hækkun hluta­bréfa­verðs í öðrum félögum sem Sam­herji á í hafi skilað sam­stæð­unni 58 nýjum millj­örðum króna. Sam­herji Hold­ing hefur ekki skilað árs­reikn­ingum fyrir árin 2019 og 2020 en félagið er undir í umfangs­mik­illi saka­mála- og skatt­rann­sókn yfir­valda sem nú stendur yfir og á rætur sínar að rekja til við­skipta­hátta þess í Namib­íu. Við­skipta­blaðið metur sam­an­lagt eigið fé syst­ur­fé­lag­anna á um 190 millj­arða króna, sem er svipað og bók­fært eigið fé Arion banka og Íslands­banka. 

Önnur fjár­fest­inga­fé­lög sem hafa hagn­ast gríð­ar­lega á miklum hækk­unum á hluta­bréfa­mark­aði eru meðal ann­ars Stoð­ir, Eyrir Invest, Hvalur og Streng­ur, félag sem stýrt er af Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni. Stærsta ein­staka eignin er fjórð­ungs­hlutur Eyris í Marel sem er um 160 millj­arða króna virð­i. 

Sjáv­ar­út­vegur og áliðn­aður fara vel út úr krepp­unni

Aðrir stórir geirar sem hafa farið vel út úr kór­ónu­veiru­krepp­unni eru sjáv­ar­út­vegur og áliðn­að­ur­inn. Á síð­­asta ári greiddu eig­endur sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja sér út arð upp á 21,5 millj­­arða króna. Það var hæsta arð­greiðsla sem atvinn­u­­greinin hefur greitt til eig­enda sinna á einu ári. Geir­inn greiddi eig­endum sínum meira í arð en hann greiddi sam­tals til sam­neysl­unnar á síð­asta ári. Þetta er í eina skiptið eftir banka­hrun sem umfang greiddra opin­berra gjalda er minna en arð­greiðsla sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja til eig­enda sinna innan árs. 

Ó­hætt er að full­yrða að hagn­aður sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja verði enn meiri í ár en í fyrra í ljósi mik­illar aukn­ingar í veiðum á loðnu. Raunar verður kom­andi loðnu­ver­­tíð sú stærsta í tæp 20 ár og afla­verð­­mætið er áætlað um og yfir 50 millj­­arða króna. Stór­út­­­gerðir taka þorra þeirra verð­­mæta til sín en sam­þjöppun í geir­anum jókst gríð­ar­lega milli ára. Sam­kvæmt nýjum tölum Fiski­stofu halda tíu stærstu útgerðir lands­ins nú á tveimur þriðja af úthlut­uðum kvóta. Fjórar blokkir halda á yfir 60 pró­sent hans

Álverð hefur hækkað mikið og í haust var það hærra en það hafði verið í ára­tug. Fyrir vikið hafa álverin þrjú hér­lend­is, sem öll eru í eigu erlendra auð­hringja, hagn­ast vel á yfir­stand­andi ástandi og geir­inn er nú upp­tek­inn við að næla sér í græna fjár­mögnun til að stækka. Það er nokkuð skyndi­leg breyt­ing frá því í fyrra­vor þegar umræðan um álver á Íslandi hverfð­ist að mestu um hót­anir um að loka starf­semi vegna þess að raf­orku­verð á Íslandi þótti svo ósann­gjarnt.

Kyrr­stöðu­stjórn­mál njóta ástands­ins

Það er hægt að græða á annan hátt en í formi pen­inga. Fyrir því má færa rök að stjórn­ar­flokk­arnir þrír hafi líka grætt mikið á kór­ónu­veiru­krepp­unni. Hún tók í raun almenna stjórn­mála­um­ræðu úr sam­bandi strax vorið 2020 og flokk­arnir þrír sem nú ætla að end­ur­nýja stjórn­ar­sam­starf sitt nutu þess í kosn­ing­unum í sept­em­ber, þar sem þeir bættu við sig þing­mönn­um, aðal­lega vegna þess að fleirum þótti bara best að kjósa Fram­sókn, í mörgum til­vikum án þess að geta fylli­lega útskýrt á af hverju. Þar hjálp­aði dap­urt kosn­inga­upp­legg stjórn­ar­and­stöðu­flokka auð­vitað líka mikið til.

Á grunni þessa ætla stjórn­ar­flokk­arnir að gera ein­faldan og stuttan stjórn­ar­sátt­mála um áfram­hald­andi sam­starf, enda öllum með nokkuð skýra hugsun ljóst að þeir eiga enga leið til að útkljá hug­mynda­fræði­leg deilu­mál sem eru í orði þeirra á milli. Senni­leg­ast eru þau deilu­mál þó aðal­lega til í textum sem dregnir eru fram á tylli­dögum þegar Vinstri græn þurfa að þykj­ast til vinstri og græn eða þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn þarf að fóðra óró­legu íhalds- eða frjáls­hyggju­deild­irnar af inni­halds­rýrum frösum til að við­halda yfir­borðs­kenndri ímynd þess að til­vera flokks­ins byggi enn á ein­hvers­konar hug­mynda­fræði.

Því virð­ist stjórnin ætla að sitja áfram á svip­uðum for­sendum og hún samdi um 2017, þar sem áherslan verður á að fá að stjórna frekar en að rjúfa kyrr­stöðu og gera það sem þarf að gera til að laga íslenskt sam­fé­lag að breyttum tímum eða útkljá ágrein­ings­efni sem hafa haldið þjóð­mála­um­ræð­unni í helj­ar­g­reipum árum og jafn­vel ára­tugum sam­an­. Eina breyt­ingin verð­ur, sam­kvæmt því sem nú heyr­ist, sú að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sest í heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið, Vinstri græn taka að sér mennta­málin og Fram­sókn fær utan­rík­is­ráðu­neyt­ið.

Það er búið að krýna sig­ur­veg­ara kór­ónu­veiru­krepp­unnar og fyrir liggur hverjir tapa. Ósenni­legt er að í kom­andi stjórn­ar­sam­starfi muni verða lögð áhersla á að jafna þá stöðu með nokkrum hætti og því mun eigna­bilið milli þeirra sem taka til sín mest í íslensku sam­fé­lagi og allra hinna því nær örugg­lega halda áfram að aukast. 

Það kusu Íslend­ingar yfir sig og við það verður að búa. En þeir sem sjá svo skýrt það órétt­læti sem í kerf­unum býr verða að halda áfram að opin­bera það með vísun í stað­reyndir og með almanna­hag að leið­ar­ljósi. 

Þar mun Kjarn­inn ekki láta sitt eftir liggja.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari