Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi gæti aukist á ný í nóvember

Atvinnuleysi dróst lítillega saman milli mánaða og er nú á svipuðum stað og fyrir faraldur, þegar það mældist meira en það hafði gert í átta ár. Yfir sjö þúsund manns fá hluta launa sinna frá ríkinu vegna tímabundins ráðningastyrks.

Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.
Auglýsing

Atvinnu­leysi dróst lít­il­lega saman í síð­asta mán­uði og mæld­ist 4,9 pró­sent, en var slétt fimm pró­sent mán­uð­inn á und­an. Þetta er minnsti sam­dráttur í atvinnu­leysi sem mælst hefur milli mán­aða frá því að það tók að hjaðna í upp­hafi árs.

Fjöldi þeirra sem er að öllu leyti án atvinnu hefur rúm­lega helm­ing­­ast frá því mars þegar alls 21.019 voru í þeim hópi. Þeir voru 10.083 í lok nýlið­ins októ­ber. 

Þetta kemur fram í nýrri mán­aða­skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar um vinnu­mark­að­inn á Íslandi í lok síð­asta mán­að­ar. 

Hlut­falls­lega er atvinnu­leysið nú á nán­ast sama stað og það var fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn en það mæld­ist fimm pró­sent í lok febr­úar 2020. Það var hæsta atvinnu­leysi sem mælst hafði hér­lendis í næstum átta ár, eða frá því í apríl 2012. Helsta orsakir þess voru gjald­þrot flug­fé­lags­ins WOW air og áhrif þess á ferða­þjón­ustu og loðnu­brest­ur, sem saman leiddu til mik­ils sam­dráttar í hag­vext­i. 

Vinnu­mála­stofnun spáir því að atvinnu­leysi muni annað hvort lítið breyt­ast eða aukast lít­ils háttar í nóv­em­ber vegna árs­tíða­sveiflu og verði á bil­inu fimm til 5,3 pró­sent. 

Lang­tíma­at­vinnu­lausir mun fleiri en þeir voru fyrir far­aldur

Lang­tíma­at­vinnu­laus­ir, þeir sem hafa verið án atvinnu í meira en eitt ár, voru 4.252 í lok síð­asta mán­að­ar. Þeim fækk­aði frá því í sept­em­ber en eru mun fleiri en þeir voru áður en kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á.

Auglýsing
Í febr­úar 2020 voru 9.162 manns atvinn­u­­lausir hér­­­lend­­is. Af þeim höfðu 1.893 verið án atvinnu í meira en 12 mán­uði sem voru 1.137 fleiri en höfðu verið án atvinnu í ár eða lengur í lok febr­­úar 2019. Því voru um 21 pró­­sent atvinn­u­­lausra í febr­­úar 2020 flokk­aðir sem lang­­tíma­at­vinn­u­­laus­­ir. 

Hlut­­fall atvinn­u­­lausra sem hafði verið án starfs í ár eða lengur í lok októ­ber var 42 pró­­sent og fjöldi lang­­tíma­at­vinn­u­­lausra er 124 pró­­sent meiri en hann var áður en kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­inn skall á. 

Þeim sem hafa verið atvinnu­lausir í sex til tólf mán­uði fækk­aði á milli mán­aða en þeir voru 2.053. Í skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar kemur fram að þeir hafi verið 5.49i fyrir ári síðan og því hefur fækkað veru­lega í þessum hópi frá því að atvinnu­leysið var sem mest vegna far­ald­urs­ins.

Pól­verjar helm­ingur atvinnu­lausra erlendra borg­ara

Atvinnu­leysið er mun meira hjá erlendum rík­is­borg­urum sem hér búa en öðrum, en í lok sept­em­ber bjuggu 54.410 erlendir rík­is­borg­arar hér­lendis sem þýðir að þeir voru þá 14,4 pró­sent allra íbúa.

Þeim hefur fjölgað á Íslandi frá því að efna­hags­sam­dráttur vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hófst. 

Í jan­úar síð­­ast­liðnum var atvinn­u­­leysi á meðal þeirra 24 pró­­sent og í lok októ­ber mæld­ist það enn 11 pró­­sent, eða langt umfram almennt atvinn­u­­leysi. Um 40 pró­sent allra atvinnu­lausra til­heyra hópi erlendra atvinnu­leit­enda. 

Flestir þeirra, alls 48 pró­sent allra erlendra rík­is­borg­ara á atvinnu­leys­is­skrá, koma frá Pól­landi. Því næst koma Lit­há­ar, Lettar, Rúm­enar og Spán­verjar en færri af öðrum þjóð­ern­um.

Ríkið greiðir hluta launa hjá sjö þús­und manns

Sem stendur eru enn í gildi svo­­­kall­aðir ráðn­­­inga­­­styrkir, sem greiddir eru út í tengslum við atvinn­u­átakið Hefjum störf. Það snýst um að rík­­­is­­­sjóður greiði þorra launa nýrra starfs­­­manna fyr­ir­tækja tíma­bund­ið, en þeir renna flestir út á næstu vik­­­um. Í síð­­­asta mán­uði voru 79 pró­­­sent aug­lýstra starfa átaks­verk­efni eða reynslu­ráðn­­­ingar og mörg þús­und manns eru ráðin á þessum ráðn­­­ing­­­ar­­­styrkj­u­m. 

Sam­­kvæmt mæla­­borði Vinn­u­­mála­­stofn­unar hafa 7.063 ráðn­­ingar átt sér stað á grund­velli átaks­ins frá 1. mars, en tæp­lega 300 ráðn­ingar voru gerðar undir hatti þess í októ­ber. Því má rekja um 70 pró­sent af þeirri fækkun sem varð á atvinnu­leys­is­skrá í síð­asta mán­uði til átaks­ins. 

Um 75 pró­­sent þeirra ráðn­­inga hafa verið á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu og á Suð­­ur­­nesj­­um. Lang­flest störfin sem ráðið hefur verið í á grund­velli ráðn­­inga­­styrks tengj­­ast ferða­­þjón­­ustu eða tengdum grein­­um. 

Í ljósi þess að störfum í og í kringum ferða­­þjón­­ustu fjölgar iðu­­lega mikið yfir sum­­­ar­­tím­ann, þegar háanna­­tími er í geir­an­um, má gera ráð fyrir því að störfum í geir­­anum fækki með vetr­inum þegar ferða­­menn verða færri. Vöxtur kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins og hertar tak­mark­anir vegna vegna hans, sem tóku að fullu gildi í vik­unni, gætu líka haft nei­kvæð áhrif á geir­ann þar sem dregið getur úr ferða­vilja.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent