Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi gæti aukist á ný í nóvember

Atvinnuleysi dróst lítillega saman milli mánaða og er nú á svipuðum stað og fyrir faraldur, þegar það mældist meira en það hafði gert í átta ár. Yfir sjö þúsund manns fá hluta launa sinna frá ríkinu vegna tímabundins ráðningastyrks.

Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.
Auglýsing

Atvinnu­leysi dróst lít­il­lega saman í síð­asta mán­uði og mæld­ist 4,9 pró­sent, en var slétt fimm pró­sent mán­uð­inn á und­an. Þetta er minnsti sam­dráttur í atvinnu­leysi sem mælst hefur milli mán­aða frá því að það tók að hjaðna í upp­hafi árs.

Fjöldi þeirra sem er að öllu leyti án atvinnu hefur rúm­lega helm­ing­­ast frá því mars þegar alls 21.019 voru í þeim hópi. Þeir voru 10.083 í lok nýlið­ins októ­ber. 

Þetta kemur fram í nýrri mán­aða­skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar um vinnu­mark­að­inn á Íslandi í lok síð­asta mán­að­ar. 

Hlut­falls­lega er atvinnu­leysið nú á nán­ast sama stað og það var fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn en það mæld­ist fimm pró­sent í lok febr­úar 2020. Það var hæsta atvinnu­leysi sem mælst hafði hér­lendis í næstum átta ár, eða frá því í apríl 2012. Helsta orsakir þess voru gjald­þrot flug­fé­lags­ins WOW air og áhrif þess á ferða­þjón­ustu og loðnu­brest­ur, sem saman leiddu til mik­ils sam­dráttar í hag­vext­i. 

Vinnu­mála­stofnun spáir því að atvinnu­leysi muni annað hvort lítið breyt­ast eða aukast lít­ils háttar í nóv­em­ber vegna árs­tíða­sveiflu og verði á bil­inu fimm til 5,3 pró­sent. 

Lang­tíma­at­vinnu­lausir mun fleiri en þeir voru fyrir far­aldur

Lang­tíma­at­vinnu­laus­ir, þeir sem hafa verið án atvinnu í meira en eitt ár, voru 4.252 í lok síð­asta mán­að­ar. Þeim fækk­aði frá því í sept­em­ber en eru mun fleiri en þeir voru áður en kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á.

Auglýsing
Í febr­úar 2020 voru 9.162 manns atvinn­u­­lausir hér­­­lend­­is. Af þeim höfðu 1.893 verið án atvinnu í meira en 12 mán­uði sem voru 1.137 fleiri en höfðu verið án atvinnu í ár eða lengur í lok febr­­úar 2019. Því voru um 21 pró­­sent atvinn­u­­lausra í febr­­úar 2020 flokk­aðir sem lang­­tíma­at­vinn­u­­laus­­ir. 

Hlut­­fall atvinn­u­­lausra sem hafði verið án starfs í ár eða lengur í lok októ­ber var 42 pró­­sent og fjöldi lang­­tíma­at­vinn­u­­lausra er 124 pró­­sent meiri en hann var áður en kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­inn skall á. 

Þeim sem hafa verið atvinnu­lausir í sex til tólf mán­uði fækk­aði á milli mán­aða en þeir voru 2.053. Í skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar kemur fram að þeir hafi verið 5.49i fyrir ári síðan og því hefur fækkað veru­lega í þessum hópi frá því að atvinnu­leysið var sem mest vegna far­ald­urs­ins.

Pól­verjar helm­ingur atvinnu­lausra erlendra borg­ara

Atvinnu­leysið er mun meira hjá erlendum rík­is­borg­urum sem hér búa en öðrum, en í lok sept­em­ber bjuggu 54.410 erlendir rík­is­borg­arar hér­lendis sem þýðir að þeir voru þá 14,4 pró­sent allra íbúa.

Þeim hefur fjölgað á Íslandi frá því að efna­hags­sam­dráttur vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hófst. 

Í jan­úar síð­­ast­liðnum var atvinn­u­­leysi á meðal þeirra 24 pró­­sent og í lok októ­ber mæld­ist það enn 11 pró­­sent, eða langt umfram almennt atvinn­u­­leysi. Um 40 pró­sent allra atvinnu­lausra til­heyra hópi erlendra atvinnu­leit­enda. 

Flestir þeirra, alls 48 pró­sent allra erlendra rík­is­borg­ara á atvinnu­leys­is­skrá, koma frá Pól­landi. Því næst koma Lit­há­ar, Lettar, Rúm­enar og Spán­verjar en færri af öðrum þjóð­ern­um.

Ríkið greiðir hluta launa hjá sjö þús­und manns

Sem stendur eru enn í gildi svo­­­kall­aðir ráðn­­­inga­­­styrkir, sem greiddir eru út í tengslum við atvinn­u­átakið Hefjum störf. Það snýst um að rík­­­is­­­sjóður greiði þorra launa nýrra starfs­­­manna fyr­ir­tækja tíma­bund­ið, en þeir renna flestir út á næstu vik­­­um. Í síð­­­asta mán­uði voru 79 pró­­­sent aug­lýstra starfa átaks­verk­efni eða reynslu­ráðn­­­ingar og mörg þús­und manns eru ráðin á þessum ráðn­­­ing­­­ar­­­styrkj­u­m. 

Sam­­kvæmt mæla­­borði Vinn­u­­mála­­stofn­unar hafa 7.063 ráðn­­ingar átt sér stað á grund­velli átaks­ins frá 1. mars, en tæp­lega 300 ráðn­ingar voru gerðar undir hatti þess í októ­ber. Því má rekja um 70 pró­sent af þeirri fækkun sem varð á atvinnu­leys­is­skrá í síð­asta mán­uði til átaks­ins. 

Um 75 pró­­sent þeirra ráðn­­inga hafa verið á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu og á Suð­­ur­­nesj­­um. Lang­flest störfin sem ráðið hefur verið í á grund­velli ráðn­­inga­­styrks tengj­­ast ferða­­þjón­­ustu eða tengdum grein­­um. 

Í ljósi þess að störfum í og í kringum ferða­­þjón­­ustu fjölgar iðu­­lega mikið yfir sum­­­ar­­tím­ann, þegar háanna­­tími er í geir­an­um, má gera ráð fyrir því að störfum í geir­­anum fækki með vetr­inum þegar ferða­­menn verða færri. Vöxtur kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins og hertar tak­mark­anir vegna vegna hans, sem tóku að fullu gildi í vik­unni, gætu líka haft nei­kvæð áhrif á geir­ann þar sem dregið getur úr ferða­vilja.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent