Íslandsbanki nú 250 milljarða króna virði og hefur aldrei verið verðmætari

Virði hlutabréfa í Íslandsbanka hefur aldrei verið hærra en við lokun markaða í dag. Sá hlutur sem ríkið seldi í bankanum í júní hefur hækkað um 32,2 milljarða króna, eða 58 prósent.

Íslandsbanki var skráður á markað í júní.
Íslandsbanki var skráður á markað í júní.
Auglýsing

Sá 35 pró­sent hlutur sem íslenska ríkið seldi í Íslands­banka í júní síð­ast­liðnum er nú met­inn á 87,5 millj­arða króna. Hann hefur hækkað um 32,2 millj­arða króna frá því að útboðið fór fram, eða alls um 58 pró­sent.

Virði Íslands­banka hefur aldrei verið meira en það var við lokun mark­aði í dag, eða 250 millj­arðar króna. Mark­aðsvirði bank­ans í heild hefur hækkað um 92 millj­arða króna frá því í júní, en íslenskra ríkið á enn 65 pró­sent hlut í hon­um. Sam­kvæmt þessu er virði þess hluta nú 162,5 millj­arðar króna.

Sá sem keypti hlut í Íslands­banka af íslenska rík­inu á eina milljón króna í júní gæti selt þann hlut í dag á 1.580 þús­und krón­ur. 

Rauk upp eftir til­kynn­inu um drög að upp­gjöri

Virði hluta­bréfa í Íslands­banka hefur auk­ist um 4,3 pró­sent, eða 10,4 millj­arða króna, á síð­ustu tveimur dög­um. Ástæða þess er sú að bank­inn birti drög að upp­gjöri þriðja árs­fjórð­ungs i gær sem benda til þess að hagn­aður hans á tíma­bil­inu verði langt yfir spám. 

Auglýsing
Greiningaraðilar höfðu reiknað með hagn­aði upp á 4,6 millj­arða króna en drög að upp­gjöri benda til þess að hagn­að­ur­inn verði 7,6 millj­arðar króna, eða þremur millj­örðum krónum meiri en spár gerðu ráð fyr­ir. Gangi þetta eftir mun Íslands­banki hafa hagn­ast að með­al­tali um 82 millj­ónir króna á hverjum ein­asta degi frá byrjun júlí og til loka sept­em­ber­mán­að­ar.

Spár grein­ing­ar­að­ila um hagnað voru sendar Íslands­banka á tíma­bil­inu 21. til 6. októ­ber og reynd­ust, líkt og áður sagði, langt frá veru­leik­an­um. Þess vegna þurfti Íslands­banki að til­kynna mark­aðnum um stöð­una. 

Sam­an­lagður hagn­aður Íslands­banka á fyrstu níu mán­uðum árs­ins er sam­kvæmt drög­unum um 16,6 millj­arðar króna. 

Yfir­­lýst mark­mið bank­ans er að greiða út 50 pró­­sent af hagn­aði hvers árs í formi hefð­bund­inna arð­greiðslna. Þá ætlar hann auk þess að nýta umfram eigið fé bank­ans til frek­­ari arð­greiðslna eða kaupa á eigin bréf­­um.

Arð­semi eigin fjár langt yfir mark­miði

Sá mæli­kvarði sem stjórn­endur banka nota til að mæla árangur sinn er ekki endi­lega hversu mik­ill hagn­aður er í krónum talið, heldur hver hlut­falls­leg arð­semi þessa eigin fjár er. Und­an­farin ár hefur þessi arð­semi verið nokkuð döpur og verið undir mark­mið­um.

Íslands­banki setti sér það mark­mið að ná átta til tíu pró­­sent arð­­semi á eigið fé fyrir lok árs 2022 og að til lengri tíma yrði arð­­semin yfir tíu pró­­sent. 

Á fyrsta árs­fjórð­ungi 2021 var arð­semin 7,7 pró­sent. Á þeim næsta var hún 11,6 pró­sent og þeim þriðja var hún orðin 15,7 pró­sent. Bank­inn verður því að öllum lík­indum langt yfir lang­tíma­mark­miði sínu þegar árið 2021 verður gert upp. 

Vaxta- og þókn­ana­tekjur upp um millj­arð milli ára

Mestu munar ann­ars vegar um að hreinar vaxta­tekjur hreinar þókn­ana­tekjur uxu sam­an­lagt um einn millj­arð króna milli ára. 

Vaxta­tekjur mynd­ast af vaxta­mun, mun­inum á þeim vöxtum sem bank­­arnir greiða fólki og fyr­ir­tækjum fyrir inn­­lán sem þau geyma hjá þeim og vöxt­unum sem þeir leggja á útlán. 

Þókn­ana­tekjur mynd­ast vegna þókn­ana sem bank­inn tekur fyrir t.d. eigna­stýr­ingu eða fyr­ir­tækja­ráð­gjöf. Í ljósi þess að íslensku bank­­arnir starfa nán­­ast ein­vörð­ungu í íslensku hag­­kerfi þá verður að álykta að stór hluti við­­skipta­vina þeirra séu stærstu fag­fjár­­­fest­­arnir innan þess, íslenskir líf­eyr­is­­sjóð­­ir.

Hins vegar juk­ust hreinar fjár­muna­tekjur um 900 millj­ónir króna, aðal­lega vegna jákvæðrar virð­is­breyt­ingar á fjár­fest­ingu í óskráðum hlut­deild­ar­fé­lög­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent