Íslandsbanki nú 250 milljarða króna virði og hefur aldrei verið verðmætari

Virði hlutabréfa í Íslandsbanka hefur aldrei verið hærra en við lokun markaða í dag. Sá hlutur sem ríkið seldi í bankanum í júní hefur hækkað um 32,2 milljarða króna, eða 58 prósent.

Íslandsbanki var skráður á markað í júní.
Íslandsbanki var skráður á markað í júní.
Auglýsing

Sá 35 pró­sent hlutur sem íslenska ríkið seldi í Íslands­banka í júní síð­ast­liðnum er nú met­inn á 87,5 millj­arða króna. Hann hefur hækkað um 32,2 millj­arða króna frá því að útboðið fór fram, eða alls um 58 pró­sent.

Virði Íslands­banka hefur aldrei verið meira en það var við lokun mark­aði í dag, eða 250 millj­arðar króna. Mark­aðsvirði bank­ans í heild hefur hækkað um 92 millj­arða króna frá því í júní, en íslenskra ríkið á enn 65 pró­sent hlut í hon­um. Sam­kvæmt þessu er virði þess hluta nú 162,5 millj­arðar króna.

Sá sem keypti hlut í Íslands­banka af íslenska rík­inu á eina milljón króna í júní gæti selt þann hlut í dag á 1.580 þús­und krón­ur. 

Rauk upp eftir til­kynn­inu um drög að upp­gjöri

Virði hluta­bréfa í Íslands­banka hefur auk­ist um 4,3 pró­sent, eða 10,4 millj­arða króna, á síð­ustu tveimur dög­um. Ástæða þess er sú að bank­inn birti drög að upp­gjöri þriðja árs­fjórð­ungs i gær sem benda til þess að hagn­aður hans á tíma­bil­inu verði langt yfir spám. 

Auglýsing
Greiningaraðilar höfðu reiknað með hagn­aði upp á 4,6 millj­arða króna en drög að upp­gjöri benda til þess að hagn­að­ur­inn verði 7,6 millj­arðar króna, eða þremur millj­örðum krónum meiri en spár gerðu ráð fyr­ir. Gangi þetta eftir mun Íslands­banki hafa hagn­ast að með­al­tali um 82 millj­ónir króna á hverjum ein­asta degi frá byrjun júlí og til loka sept­em­ber­mán­að­ar.

Spár grein­ing­ar­að­ila um hagnað voru sendar Íslands­banka á tíma­bil­inu 21. til 6. októ­ber og reynd­ust, líkt og áður sagði, langt frá veru­leik­an­um. Þess vegna þurfti Íslands­banki að til­kynna mark­aðnum um stöð­una. 

Sam­an­lagður hagn­aður Íslands­banka á fyrstu níu mán­uðum árs­ins er sam­kvæmt drög­unum um 16,6 millj­arðar króna. 

Yfir­­lýst mark­mið bank­ans er að greiða út 50 pró­­sent af hagn­aði hvers árs í formi hefð­bund­inna arð­greiðslna. Þá ætlar hann auk þess að nýta umfram eigið fé bank­ans til frek­­ari arð­greiðslna eða kaupa á eigin bréf­­um.

Arð­semi eigin fjár langt yfir mark­miði

Sá mæli­kvarði sem stjórn­endur banka nota til að mæla árangur sinn er ekki endi­lega hversu mik­ill hagn­aður er í krónum talið, heldur hver hlut­falls­leg arð­semi þessa eigin fjár er. Und­an­farin ár hefur þessi arð­semi verið nokkuð döpur og verið undir mark­mið­um.

Íslands­banki setti sér það mark­mið að ná átta til tíu pró­­sent arð­­semi á eigið fé fyrir lok árs 2022 og að til lengri tíma yrði arð­­semin yfir tíu pró­­sent. 

Á fyrsta árs­fjórð­ungi 2021 var arð­semin 7,7 pró­sent. Á þeim næsta var hún 11,6 pró­sent og þeim þriðja var hún orðin 15,7 pró­sent. Bank­inn verður því að öllum lík­indum langt yfir lang­tíma­mark­miði sínu þegar árið 2021 verður gert upp. 

Vaxta- og þókn­ana­tekjur upp um millj­arð milli ára

Mestu munar ann­ars vegar um að hreinar vaxta­tekjur hreinar þókn­ana­tekjur uxu sam­an­lagt um einn millj­arð króna milli ára. 

Vaxta­tekjur mynd­ast af vaxta­mun, mun­inum á þeim vöxtum sem bank­­arnir greiða fólki og fyr­ir­tækjum fyrir inn­­lán sem þau geyma hjá þeim og vöxt­unum sem þeir leggja á útlán. 

Þókn­ana­tekjur mynd­ast vegna þókn­ana sem bank­inn tekur fyrir t.d. eigna­stýr­ingu eða fyr­ir­tækja­ráð­gjöf. Í ljósi þess að íslensku bank­­arnir starfa nán­­ast ein­vörð­ungu í íslensku hag­­kerfi þá verður að álykta að stór hluti við­­skipta­vina þeirra séu stærstu fag­fjár­­­fest­­arnir innan þess, íslenskir líf­eyr­is­­sjóð­­ir.

Hins vegar juk­ust hreinar fjár­muna­tekjur um 900 millj­ónir króna, aðal­lega vegna jákvæðrar virð­is­breyt­ingar á fjár­fest­ingu í óskráðum hlut­deild­ar­fé­lög­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent