Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan

Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.

Fréttablaðið
Auglýsing

Lestur Frétta­blaðs­ins hélt áfram að dala í síð­asta mán­uði, líkt og hann hefur gert hratt síð­ustu ár. Frá októ­ber 2002 og fram í des­em­ber 2015 mæld­ist lestur Frétta­­blaðs­ins alltaf yfir 50 pró­­sent. Í apríl 2007 mæld­ist hann til að mynda 65,2 pró­­sent.

Í ágúst 2018 fór lestur blaðs­ins, sem er frídreift í 80 þús­und ein­­tökum á öll heim­ili á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu og Akur­eyri fimm daga vik­unn­­ar, niður fyrir 40 pró­sent í fyrsta sinn síðan árið 2001. Hann mælist nú 30,7 pró­sent og miðað við þá þróun sem átt hefur sér stað á þessu ári, þar sem lest­ur­inn hefur dreg­ist saman um 3,1 pró­sentu­stig, þá er senni­legt að lestur blaðs­ins fari undir 30 pró­sent fyrir lok árs 2021. Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Frétta­blaðs­ins auk­ist á milli mán­aða í fimm skipti en dalað 39 sinn­um.

Í ald­urs­hópnum 18 til 49 ára mælist lest­ur­inn nú 21,5 pró­sent og hefur dreg­ist saman um tæp 22 pró­sent frá byrjun árs í fyrra. Lestur Frétta­blaðs­ins hjá ald­urs­hópnum er nú um þriðj­ungur þess sem hann var fyrir tólf árum. 

Þetta mál lesa út úr nýbirtum tölum Gallup um lestur dag­­blaða á Íslandi.

Vert er að taka fram að útgáfu­dögum Frétta­blaðs­ins var fækkað úr sex í fimm á viku í fyrra þegar mánu­dags­út­gáfu þess var hætt. Útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins, Torg ehf., hefur ekki skilað árs­reikn­ingi vegna síð­asta árs en félagið tap­aði 212 millj­ónum króna árið 2019, eftir að búið var að reikna með 50 millj­­­­óna króna styrk út rík­­­­is­­­­sjóði til einka­rek­inna fjöl­miðla. Þeir styrkir voru aldrei greiddir út, enda frum­varp um þá ekki sam­­­­þykkt. Hins vegar voru greiddar út sér­­­­stakir neyð­­­­ar­­­­styrkir vegna kór­ón­u­veiru­far­ald­­­­ur­s­ins sem á end­­­­anum skil­uðu Torgi 64 millj­­­­ónum króna. Í Frétta­blað­inu í gær var greint frá því að tap Torgs á árinu 2020 hafi verið nálægt 600 millj­ónum króna. Því hefur félagið tapað um 800 millj­ónum króna á tveimur árum.

Torg, sem rekur líka DV, Hring­braut og tengda miðla, fékk úthlutað rúm­­lega 81 milljón króna styrk úr rík­­is­­sjóði í síð­asta mán­uði þegar rekstr­­ar­­styrkjum til einka­rek­inna fjöl­miðla var úthlut­að.

Hrun í lestri og rekstri

Morg­un­blað­ið, stærsta áskrift­ar­blað lands­ins, mælist nú með 18,6 pró­sent lestur hjá öllum lands­mönnum í Prent­miðla­könnun Gallup og hefur aldrei verið minni. Lest­ur­inn hefur dreg­ist saman um rúm­lega fimmt­ung frá byrjun árs 2020 og um 56 pró­sent frá því að nýir eig­endur tóku við útgáfu blaðs­ins snemma árs 2009. 

Auglýsing
Hjá full­orðnum les­endum undir fimm­tugu er lest­ur­inn kom­inn niður í 8,2 pró­sent en hann var 13,1 pró­sent í byrjun árs í fyrra og hefur því dreg­ist saman hjá yngri les­endum um 37 pró­sent á 20 mán­uð­um. Lestur 18 til 49 ára á Morg­un­blað­inu er nú fjórð­ungur þess sem hann var fyrir tólf árum. 

Þessi þró­un, hríð­minn­k­andi lest­­ur, hefur átt sér stað þrátt fyrir að Morg­un­­blaðið hafi síð­­ast­liðin ár verið frí­­blað á fimmt­u­­dög­um, en blaðið kemur út sex sinnum í viku. Í því felst að blað er í aldreif­ingu þá daga og fer inn á heim­ili tug­­þús­unda sem eru ekki áskrif­end­­ur.  

Rekstr­ar­tap útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins og tengdra miðla, Árvak­urs, var 210,3 millj­ónir króna í fyrra, Það var aðeins minna rekstr­­ar­tap en árið áður þegar útgáfu­­fé­lagið tap­aði 245,3 millj­­ónum króna. ­Sam­an­lagt end­an­­legt tap félags­­ins frá 2009 er yfir 2,5 millj­­örðum króna. 

Rekstr­­ar­­styrk­­ur­inn sem Árvakur fékk úr rík­is­sjóði í fyrra nam alls 99,9 millj­­ónum króna. Því má ætla að rekstr­­ar­tapið hafi verið yfir 300 millj­­ónir króna ef ekki hefði verið fyrir rekstr­­ar­­styrk­inn. 

Árvakur fékk svo úthlutað rúm­­lega 81 milljón króna styrk úr rík­­is­­sjóði í sept­em­ber þegar rekstr­­ar­­styrkjum til einka­rek­inna fjöl­miðla var úthlut­að á ný.

Stundin komin aftur í mæl­ingar

Stundin kom aftur inn í mæl­ingar Gallup í sept­em­ber síð­ast­liðnum eftir nokkuð langa fjar­veru og mæld­ist með alls 8,3 pró­sent heild­ar­lest­ur. Síð­ast þegar lestur á prentút­gáfu Stund­ar­innar var mæld­ur, í des­em­ber 2019, reynd­ist hann 10,4 pró­sent. Blaðið er eini prent­mið­ill­inn í mæl­ingu sem er útgef­inn sjaldnar en viku­lega. 

Stundin kemur út í prentút­gáfu á tveggja til fjög­urra vikna fresti. Útgáfu­tíðnin er breyti­leg eftir árs­tíma. Þannig liðu tvær vikur á milli þeirra blaða Stund­ar­innar sem komið hafa út í sept­em­ber og októ­ber en fjórar vikur milli blaðs­ins sem kom út 23. apríl og þess sem kom út 21. maí. Sömu sögu er að segja á milli þess síð­ar­nefnda og blaðs­ins sem kom út 18. júní. Það sem af er árinu 2021 hafa komið út 14 ein­tök af prentút­gáfu Stund­ar­inn­ar. 

Lestur Stund­ar­innar hjá lands­mönnum í ald­urs­hópnum 18-49 ára er 7,1 pró­sent en hann var 9,6 pró­sent í des­em­ber 2019, þegar lest­ur­inn var síð­ast mæld­ur. 

Auglýsing
Útgáfu­fé­lagið Stund­in hagn­að­ist um 7,2 millj­­ónir króna í fyrra. Það er umtals­verður við­­snún­­ingur á rekstri þess milli ára en félagið tap­aði 12,9 millj­­ónum króna árið 2019. Tekjur Stund­­ar­innar juk­ust um 38,8 millj­­ónir króna á milli ára og voru í heild 224,7 millj­­ónir króna.

Stundin fékk 17,8 millj­­ónir króna í sér­­stakan rekstr­­ar­­styrk úr rík­­is­­sjóði vegna COVID-19 sem greiddur var til einka­rek­inna fjöl­miðla á síð­­asta ári. Án hans hefði tap félags­­ins numið 10,6 millj­­ónum króna.  

Þegar styrkjum var úthlutað á ný í síð­asta mán­uði fékk Stundin 25,3 millj­ónir króna.

Mikið tap Við­skipta­blaðs­ins

Gallup mælir líka lestur Við­skipta­blaðs­ins, sem kemur út alla fimmtu­daga og er selt í áskrift. Alls lásu 5,3 pró­sent aðspurðra það blað í síð­asta mán­uði og 6,2 pró­sent allra full­orð­inna undir fimm­tugu. Heild­ar­lest­ur­inn hefur dreg­ist saman um þriðj­ung frá byrjun síð­asta árs þrátt fyrir að lestur hjá les­endum undir fimm­tugu sé nán­ast sá sami. 

Afkoma útgáfu­­fé­lags Við­­skipta­­blaðs­ins, Fiski­frétta og tengdra miðla, Myllu­­setur ehf., í fyrra var nei­­kvæð um 55,2 millj­­ónir króna að tekju til­­liti til fjár­­­magnsliða og vaxta­gjalda. Árið á und­an, 2019, var afkoma Myllu­­set­­urs 1,6 millj­­ónir króna. Upp­gefið tap var hins vegar 35,6 millj­ónir króna.

Senn­i­­leg­­ast er að mun­­ur­inn á upp­­­gefnu tapi og afkomu skýrist á því að Myllu­­setur fékk um 20 millj­­ónir króna í rekstr­­ar­­stuðn­­ing úr rík­­is­­sjóði á síð­­asta ári.

Þegar úthlut­un­­ar­­nefnd um úthlutun rekstr­­ar­­stuðn­­ings til einka­rek­inna fjöl­miðla til­­kynnti um nið­­ur­­stöðu sína vegna styrja sem greiddir voru út 2021 í síð­­asta mán­uði kom fram að Myllu­­setur fengi 26,8 millj­­ónir króna í sinn hlut. 

Árvakur skuldar Lands­prenti tæp­lega hálfan millj­arð

Stundin greindi frá því í lok síð­asta mán­aðar að 40 pró­sent verð­hækkun eða meiri væri yfir­vof­andi á dag­blaða­pappír og vitn­aði þar í til­kynn­ingu sem Lands­prent, prent­smiðju í eigu Árvak­urs, hafði sent við­skipta­vinum sínum en Lands­prent prentar meðal ann­ars Stund­ina. Auk þess kom fram að prentun yrði skömmtuð vegna papp­írs­skorts sem á rætur sínar að rekja til afanga­skorts vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Ljóst má vera að þessi við­bót­ar­kostn­aður mun leggj­ast hart á þá prent­miðla sem prenta stór upp­lög af blöðum í viku hverri, þ.e. útgáfu­fé­lög Frétta­blaðs­ins og Morg­un­blaðs­ins.

Sam­kvæmt árs­reikn­ingum Lands­prents, sem hagn­að­ist sam­tals um 305,1 millj­ónir króna á árunum 2019 og 2020, voru kröfur á tengd félög 497,4 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót. Þorri þeirrar upp­hæðar var skuld Árvak­urs við dótt­ur­fé­lag sitt vegna prent­kostn­aðar sem ekki hafði verið greidd­ur, eða 477 millj­ónir króna. Kröfur Lands­prents á tengda aðila hækk­uðu um 293,4 millj­ónir króna frá byrjun árs 2019 og fram að síð­ustu ára­mótum eða sem nemur 96 pró­sent af hagn­aði fyr­ir­tæk­is­ins.

Kjarn­inn er á meðal þeirra fjöl­miðla sem þiggja rekstr­ar­styrki úr rík­is­sjóði og fékk 14,4 millj­ónir króna við síð­ustu úthlut­un. Þau fyr­ir­tæki sem hér eru til umfjöll­unar eru sam­keppn­is­að­ilar Kjarn­ans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent