Útgáfufélag Viðskiptablaðsins tapaði tugum milljóna króna í fyrra

Eigið fé Mylluseturs, sem gefur meðal annars út Viðskiptablaðið, helmingaðist í fyrra. Útgáfufélagið setti 15 starfsmenn á hlutabótaleiðina og fékk 20 milljónir króna í ríkisstuðning vegna kórónuveirufaraldursins.

viðskiptablaðið
Auglýsing

Útgáfu­fé­lag Við­skipta­blaðs­ins, Fiski­frétta og tengdra miðla, Myllu­setur ehf., tap­aði 35,6 millj­ónum króna á árinu 2020. Rekstr­ar­tekjur félags­ins dróg­ust saman 14 millj­ónir króna milli ára en gjöld hækk­uðu lít­il­lega og  voru 274 millj­ónir króna. Afkoma árs­ins 2020 var nei­kvæð um 55,2 millj­ónir króna að tekju til­liti til fjár­magnsliða og vaxta­gjalda. Árið á und­an, 2019, var afkoma Myllu­set­urs 1,6 millj­ónir króna. Senni­leg­ast er að mun­ur­inn á upp­gefnu tapi og afkomu skýrist á því að Myllu­setur fékk um 20 millj­ónir króna í rekstr­ar­stuðn­ing úr rík­is­sjóði á síð­asta ári.

Þetta kemur fram í óend­ur­skoðum árs­reikn­ingi Myllu­set­urs vegna árs­ins 2020 sem skilað var inn til árs­reikn­inga­skrár í síð­ustu viku en birtur í gær. Þar segir enn fremur að eignir félags­ins hafi dreg­ist saman um 50 millj­ónir króna milli ára og verið tæp­lega 157 millj­ónir króna í lok síð­asta árs. Var­an­legir rekstr­ar­fjár­munir til að mynda saman um 24,5 millj­ónir króna. Skuld­irnar lækk­uðu um tæpar fimm millj­ónir króna en voru 141,5 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót.

Eig­endur Myllu­set­urs eru tveir, félagið PÁJ Invest í eigu Pét­urs Árna Jóns­sonar sem á 67 pró­sent hlut, og SBJ Invest í eigu Sveins Bier­ing Jón­sonar sem á 33 pró­sent hlut. Félagið hafði skilað smá­vægi­legum hagn­aði, undir tveimur millj­ónum króna, á árunum 2018 og 2019. 

Nýttu hluta­bóta­leið

Launa­greiðslur Myllu­set­urs dróg­ust saman um 20 millj­ónir króna milli ára þrátt fyrir að með­al­fjöldi starfs­manna hafi verið 18, líkt og árið áður. Þar getur skipt máli að Myllu­setur setti alls 15 manns á hluta­bóta­leið­ina í fyrra sem fól í sér að rík­is­sjóður greiddi hluta launa þeirra á tíma­bil­i. 

Auglýsing
Þá fékk Myllu­setur 20 millj­ónir í rekstr­ar­stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla á síð­asta ári til að mæta efna­hags­á­hrifum heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. Að teknu til­liti til stuðn­ings þá var eigið fé Myllu­set­urs 35 millj­ónir króna í lok síð­asta árs, en það var rúm­lega 70 millj­ónir króna árið áður.

Þegar úthlut­un­ar­nefnd um úthlutun rekstr­ar­stuðn­ings til einka­rek­inna fjöl­miðla til­kynnti um nið­ur­stöðu sína vegna styrja sem greiddir voru út 2021 í síð­asta mán­uði kom fram að Myllu­setur fengi 26,8 millj­ónir króna í sinn hlut. 

Við­­skipta­­blaðið kemur út á fimmt­u­­dögum og er selt í áskrift. Alls lesa 6,1 pró­­sent lands­­manna það blað og hjá ald­­ur­s­hópnum 18 til 49 ára mælist lest­­ur­inn 6,2 pró­­sent. 

Lest­ur­inn hefur tekið ágætis kipp upp á við síð­ustu mán­uði en í mars 2021 fór heild­ar­lestur niður í 4,3 pró­sent og lest­ur­inn hjá full­orðnum undir fimm­tugu niður í 2,9 pró­sent. Það var í fyrsta sinn sem lestur Við­­skipta­­blaðs­ins fór undir þrjú pró­­sent hjá full­orðnum les­endum undir fimm­tug­u. 

Auk blaða­út­gáfu heldur Myllu­setur úti frétta­vef­unum vb.is og fiski­frett­ir.is auk þess sem útgáfu­fé­lagið stendur að útgáfu Íslenska sjó­manna­alm­an­aks­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent