„Útrýmingarstefnan“ búið spil

Nýja-Sjáland hefur gefist upp á því að reyna að útrýma delta-afbrigði veirunnar úr samfélaginu. Það þýðir þó ekki að hömlulaust líf bíði íbúa þar í bráð. Stífar takmarkanir verða áfram í gildi í fjölmennustu borg landsins næstu vikur.

Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Auglýsing

Á mánu­dag dró til tíð­inda í Nýja-­Sjá­landi, en þá við­ur­kenndu stjórn­völd í fyrsta sinn að ljóst væri að ekki yrði hægt að útrýma kór­ónu­veirunni algjör­lega úr sam­fé­lag­inu í kjöl­far þess að delta-af­brigði veirunnar komst inn í veiru­laust landið í lok ágúst.

Jacinda Ardern for­sæt­is­ráð­herra flutti lands­mönnum frétt­irn­ar, eftir að afar stífar sam­komu­tak­mark­anir höfðu verið í gildi í Auckland, stærstu borg lands­ins, í heilar sjö vik­ur.

Enn voru að grein­ast smit á hverjum degi og þau orðin fleiri en 1.300 alls frá ágúst­lok­um. Ardern sagði ljóst að þetta langa tíma­bil strangra tak­mark­ana hefði ekki náð smit­fjöld­anum niður í núll, en sagði að það væri í lagi.

„Út­rým­ingin var mik­il­væg af því að við vorum ekki með bólu­efni. Nú höfum við það, svo við getum byrjað að breyta því hvernig við gerum hlut­ina,“ sagði for­sæt­is­ráð­herrann, en stór­auk­inn kraftur var settur í bólu­setn­ingu þjóð­ar­innar eftir að þessi nýja bylgja far­ald­urs­ins fór af stað.

Afar var­færnar aflétt­ingar í Auckland

Um það bil ein og hálf milljón manna býr í Auckland og hefur þeim meira og minna verið gert að halda sig heima und­an­farnar vik­ur, nema til þess að sækja allra brýn­ustu þjón­ustu. Sam­gangur á milli heim­ila hefur verið bann­að­ur.

Skrefin þrjú sem á að stíga til aflétt­ingar aðgerða eru afar var­fær­in, sam­kvæmt útlistun á þeim á vef nýsjá­lenskra stjórn­valda.

Í fyrsta aflétt­ing­ar­skref­inu, sem tók gildi strax á þriðju­dags­kvöld, er fólki af tveimur heim­ilum að hámarki leyft að koma saman utandyra, en þó ekki í fjöl­menn­ari hópum en tíu manna. Þá stendur til að opna skóla fyrir yngstu börnin og fólki verður að nýju heim­ilt að ferð­ast um borg­ina og nágrenni hennar í afþrey­ing­ar­skyni, til dæmis ef það vill fara á strönd­ina eða að veiða.

Auglýsing

Búið er að setja fram tvö skref til aflétt­inga til við­bót­ar, en þau eru ekki tíma­sett og ekki verður ráð­ist í þau nema að ljóst sé að fyrri aflétt­ingar séu að halda útbreiðslu veirunnar í skefj­um. Rík­is­stjórnin mun meta þá stöðu viku­lega næstu vik­ur.

Annað skrefur felur í sér að hefð­bundnum versl­unum verður heim­ilt að opna dyr sínar að nýju, en þar mun þurfa að nota grímur og halda fjar­lægðar við aðra. Sund­laugar og dýra­garðar mega opna að nýju og fjöldi þeirra sem mega koma saman utandyra verður hækk­aður í 25.

Þriðja skrefið felur síðan í sér að veit­inga­staðir mega opna dyr sínar fyrir allt að 50 manns. Hár­greiðslu­stofur og aðrir staðir þar sem þjón­usta er veitt í návígi við við­skipta­vini má einnig opna að nýju og 50 manns munu mega koma sam­an.

Á öðrum stöðum í land­inu er áfram við­bún­að­ar­stig 2 af 4 í gildi, en reglum um að ein­ungis 100 manns megi koma saman á veit­inga­stöðum hefur þó verið aflétt utan Auckland.

Stjórn­völd segja að þegar aflétt­ing­ar­skrefin hafa öll verið stigin í Auckland muni landið færa sig yfir í áætl­anir á lands­vísu sem taki mið af því að hærra hlut­fall íbúa hafi fengið bólu­setn­ingu og til stendur að taka upp ein­hvers­konar bólu­setn­ing­ar­vega­bréf til þess að geta haldið stærri við­burði.

„Bólu­setn­ingar voru alltaf að fara að breyta því hvernig við tækj­umst á við COVID-19 inn í fram­tíð­ina, en okkar leið hefur virkað og mun áfram verða til staðar – við viljum stjórna veirunni, forð­ast smit og sjúkra­húsinn­lagn­ir, njóta frelsis okkar og end­ur­tengj­ast heim­in­um,“ segir í til­kynn­ingu stjórn­valda frá því á mánu­dag­inn.

27 manns hafa lát­ist af völdum COVID-19 í Nýja-­Sjá­landi frá því veirunnar varð fyrst vart þar í mars árið 2020.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent