„Útrýmingarstefnan“ búið spil

Nýja-Sjáland hefur gefist upp á því að reyna að útrýma delta-afbrigði veirunnar úr samfélaginu. Það þýðir þó ekki að hömlulaust líf bíði íbúa þar í bráð. Stífar takmarkanir verða áfram í gildi í fjölmennustu borg landsins næstu vikur.

Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Auglýsing

Á mánu­dag dró til tíð­inda í Nýja-­Sjá­landi, en þá við­ur­kenndu stjórn­völd í fyrsta sinn að ljóst væri að ekki yrði hægt að útrýma kór­ónu­veirunni algjör­lega úr sam­fé­lag­inu í kjöl­far þess að delta-af­brigði veirunnar komst inn í veiru­laust landið í lok ágúst.

Jacinda Ardern for­sæt­is­ráð­herra flutti lands­mönnum frétt­irn­ar, eftir að afar stífar sam­komu­tak­mark­anir höfðu verið í gildi í Auckland, stærstu borg lands­ins, í heilar sjö vik­ur.

Enn voru að grein­ast smit á hverjum degi og þau orðin fleiri en 1.300 alls frá ágúst­lok­um. Ardern sagði ljóst að þetta langa tíma­bil strangra tak­mark­ana hefði ekki náð smit­fjöld­anum niður í núll, en sagði að það væri í lagi.

„Út­rým­ingin var mik­il­væg af því að við vorum ekki með bólu­efni. Nú höfum við það, svo við getum byrjað að breyta því hvernig við gerum hlut­ina,“ sagði for­sæt­is­ráð­herrann, en stór­auk­inn kraftur var settur í bólu­setn­ingu þjóð­ar­innar eftir að þessi nýja bylgja far­ald­urs­ins fór af stað.

Afar var­færnar aflétt­ingar í Auckland

Um það bil ein og hálf milljón manna býr í Auckland og hefur þeim meira og minna verið gert að halda sig heima und­an­farnar vik­ur, nema til þess að sækja allra brýn­ustu þjón­ustu. Sam­gangur á milli heim­ila hefur verið bann­að­ur.

Skrefin þrjú sem á að stíga til aflétt­ingar aðgerða eru afar var­fær­in, sam­kvæmt útlistun á þeim á vef nýsjá­lenskra stjórn­valda.

Í fyrsta aflétt­ing­ar­skref­inu, sem tók gildi strax á þriðju­dags­kvöld, er fólki af tveimur heim­ilum að hámarki leyft að koma saman utandyra, en þó ekki í fjöl­menn­ari hópum en tíu manna. Þá stendur til að opna skóla fyrir yngstu börnin og fólki verður að nýju heim­ilt að ferð­ast um borg­ina og nágrenni hennar í afþrey­ing­ar­skyni, til dæmis ef það vill fara á strönd­ina eða að veiða.

Auglýsing

Búið er að setja fram tvö skref til aflétt­inga til við­bót­ar, en þau eru ekki tíma­sett og ekki verður ráð­ist í þau nema að ljóst sé að fyrri aflétt­ingar séu að halda útbreiðslu veirunnar í skefj­um. Rík­is­stjórnin mun meta þá stöðu viku­lega næstu vik­ur.

Annað skrefur felur í sér að hefð­bundnum versl­unum verður heim­ilt að opna dyr sínar að nýju, en þar mun þurfa að nota grímur og halda fjar­lægðar við aðra. Sund­laugar og dýra­garðar mega opna að nýju og fjöldi þeirra sem mega koma saman utandyra verður hækk­aður í 25.

Þriðja skrefið felur síðan í sér að veit­inga­staðir mega opna dyr sínar fyrir allt að 50 manns. Hár­greiðslu­stofur og aðrir staðir þar sem þjón­usta er veitt í návígi við við­skipta­vini má einnig opna að nýju og 50 manns munu mega koma sam­an.

Á öðrum stöðum í land­inu er áfram við­bún­að­ar­stig 2 af 4 í gildi, en reglum um að ein­ungis 100 manns megi koma saman á veit­inga­stöðum hefur þó verið aflétt utan Auckland.

Stjórn­völd segja að þegar aflétt­ing­ar­skrefin hafa öll verið stigin í Auckland muni landið færa sig yfir í áætl­anir á lands­vísu sem taki mið af því að hærra hlut­fall íbúa hafi fengið bólu­setn­ingu og til stendur að taka upp ein­hvers­konar bólu­setn­ing­ar­vega­bréf til þess að geta haldið stærri við­burði.

„Bólu­setn­ingar voru alltaf að fara að breyta því hvernig við tækj­umst á við COVID-19 inn í fram­tíð­ina, en okkar leið hefur virkað og mun áfram verða til staðar – við viljum stjórna veirunni, forð­ast smit og sjúkra­húsinn­lagn­ir, njóta frelsis okkar og end­ur­tengj­ast heim­in­um,“ segir í til­kynn­ingu stjórn­valda frá því á mánu­dag­inn.

27 manns hafa lát­ist af völdum COVID-19 í Nýja-­Sjá­landi frá því veirunnar varð fyrst vart þar í mars árið 2020.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent