Gagnrýnir lítið samráð í tengslum við „afgerandi“ breytingar á borginni

Í umsögn frá deildarforseta arkitektúrdeildar LHÍ um breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur segir að viðmið um þéttleika og hæð byggðar á nokkrum reitum virðist í ósamræmi við markmið aðalskipulagsins sem nú er í gildi.

Í athugasemd frá arkitektúrdeild LHÍ segir að þéttleiki sumra uppbyggingarreita í breyttu aðalskipulagi séu í mótsögn við markmið gildandi aðalskipulags borgarinnar.
Í athugasemd frá arkitektúrdeild LHÍ segir að þéttleiki sumra uppbyggingarreita í breyttu aðalskipulagi séu í mótsögn við markmið gildandi aðalskipulags borgarinnar.
Auglýsing

Arki­tekt­úr­deild Lista­há­skóla Íslands segir það vekja nokkra furðu hve lítið hafi farið fyrir kynn­ingu breyt­ing­ar­til­lagna að aðal­skipu­lagi Reykja­víkur fram til árs­ins 2040, í ljósi þess hve víð­tækt sam­ráð var haft um samn­ingu aðal­skipu­lags­ins 2010-2030.

Í athuga­semdum frá LHÍ um til­lögur til breyt­inga á aðal­skipu­lag­inu, sem Hildigunnur Sverr­is­dóttir deild­ar­for­seti arki­tekt­úr­deildar und­ir­rit­ar, segir að það veki einnig furðu að „miðað við þær mik­il­vægu og afger­andi breyt­ing­ar“ sem lagðar séu til sé ekki kallað eftir „meira almennu og fag­legu sam­ráði og sterkara fræði­legu grunn­lag­i“.

„Það á ekki síst við á þar sem t.d. við­mið um íbúa­fjölda á hekt­ara er tvö- og jafn­vel þre­fald­aður á þétt­ustu reit­um. Skipu­lagið mun bæði hafa afger­andi áhrif á vist­gæði þeirrar byggðar sem þar rís – en einnig hafa afger­andi áhrif á ásýnd borg­ar­inn­ar,“ segir í umsögn­inni.

Þétt­leiki á sumum reitum í tals­verðu ósam­ræmi við mark­mið AR2030

Tölu­verðar athuga­semdir eru gerðar við þau áform um þétt­ingu byggðar sem fyr­ir­huguð eru á ein­staka upp­bygg­ing­ar­reitum í athuga­semd­inni frá arki­tekt­úr­deild LHÍ. Þannig segir að það sé nú horfið frá því, sem hafi verið meg­in­mark­mið í AR2030, að á nýju upp­bygg­ing­ar­svæði í Vatns­mýri verði bygg­ingar ekki hærri en 3-5 hæða. Þétt­ing­ar­svæði sem skil­greind séu í breyt­inga­til­lög­unni séu þess í stað „upp í 5-8 hæðir á mjög stórum reitum og önnur 9 hæðir og yfir“. Einnig segir að það megi „sæta nokk­urri furðu“ að bygg­ingar allt að átta hæðum séu ekki taldar til háhýsa.

Mynd: Reykjavíkurborg

Til við­bótar segir í umsögn­inni frá LHÍ að hug­myndir um þétt­ing­ar­svæði í kringum legu Borg­ar­línu í til­lögum nýja skipu­lags­ins séu „í tals­verðu ósam­ræmi við það aðal­skipu­lag sem sam­þykkt var árið 2014“ er varði við­mið um þétt­leika og að „til að tryggja sam­fé­lags­lega sátt til fram­tíðar hefði þurft víð­tæk­ari kynn­ingu og sam­tal við íbúa og hlut­að­eig­andi aðila og fag­að­ila á borð við arki­tekta um þá fram­tíð­ar­sýn“ sem birt­ist í nýju til­lög­un­um.

Sól, skuggar og vindur

Þá er það sagt „áhuga­vert að ekki virð­ist hafa verið leitað sér­stak­lega til sér­fræð­inga í dags­ljósa­reikn­ingum og útreikn­ingum skugga­varps“ við vinn­una og að því sé „gjarnan haldið fram að íbúða­byggð á Íslandi ætti ekki að fara upp fyrir 3-5 hæðir til að halda opnum mögu­leikum fyrir að dags­ljós ber­ist á neðri hæðir fjöl­býl­is­húsa.“

Auglýsing

Sama gildi síðan um „fræði­legar og fag­legar úttektir á veð­ur­fari og áhrifum þess þegar kemur að svo háum bygg­ingum í íslensku sam­hengi“ og bent er á að það sé „áhuga­vert nokk jafnan talið að óráð­legt“ að fara „yfir 3-5 hæðir í þéttu byggða­lagi hér­lend­is.“

Fag­leg ráð­gjöf arki­tekta hafi ekki mælt með jafn þéttri byggð og lagt sé upp með

Í umsögn Hildig­unnar fyrir hönd LHÍ segir að hún hafi fengið þau svör á kynn­ing­ar­fundi um skipu­lagið þann 19. ágúst að arki­tekta­stofan Stika hafi verið kölluð til fag­legrar ráð­gjafar um breyt­ing­arnar á aðal­skipu­lag­inu. Hún segir það vel, en að fag­legur og fræði­legur grunnur undir skipu­lagið hefði að ósekju mátt vera meiri og víð­tæk­ari.

„Sam­an­tekt Stiku má finna sem við­auka við breyt­ing­ar­til­lög­una og ekki verður séð af henni að hún mæli fyrir svo þéttri og hárri byggð sem breyt­ing­ar­til­lagan leggur upp með og opnar í öllu falli fyr­ir,“ segir í umsögn Hildig­unn­ar, sem bætir við að ráð­gef­andi vinna arki­tekta­stof­unnar virð­ist ekki hafa skilað sér í bind­andi ákvæði um rým­is­gæði, svo ýtr­ustu fag­legu við­miðum verði gætt við skipu­lag reita.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent