Gagnrýnir lítið samráð í tengslum við „afgerandi“ breytingar á borginni

Í umsögn frá deildarforseta arkitektúrdeildar LHÍ um breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur segir að viðmið um þéttleika og hæð byggðar á nokkrum reitum virðist í ósamræmi við markmið aðalskipulagsins sem nú er í gildi.

Í athugasemd frá arkitektúrdeild LHÍ segir að þéttleiki sumra uppbyggingarreita í breyttu aðalskipulagi séu í mótsögn við markmið gildandi aðalskipulags borgarinnar.
Í athugasemd frá arkitektúrdeild LHÍ segir að þéttleiki sumra uppbyggingarreita í breyttu aðalskipulagi séu í mótsögn við markmið gildandi aðalskipulags borgarinnar.
Auglýsing

Arki­tekt­úr­deild Lista­há­skóla Íslands segir það vekja nokkra furðu hve lítið hafi farið fyrir kynn­ingu breyt­ing­ar­til­lagna að aðal­skipu­lagi Reykja­víkur fram til árs­ins 2040, í ljósi þess hve víð­tækt sam­ráð var haft um samn­ingu aðal­skipu­lags­ins 2010-2030.

Í athuga­semdum frá LHÍ um til­lögur til breyt­inga á aðal­skipu­lag­inu, sem Hildigunnur Sverr­is­dóttir deild­ar­for­seti arki­tekt­úr­deildar und­ir­rit­ar, segir að það veki einnig furðu að „miðað við þær mik­il­vægu og afger­andi breyt­ing­ar“ sem lagðar séu til sé ekki kallað eftir „meira almennu og fag­legu sam­ráði og sterkara fræði­legu grunn­lag­i“.

„Það á ekki síst við á þar sem t.d. við­mið um íbúa­fjölda á hekt­ara er tvö- og jafn­vel þre­fald­aður á þétt­ustu reit­um. Skipu­lagið mun bæði hafa afger­andi áhrif á vist­gæði þeirrar byggðar sem þar rís – en einnig hafa afger­andi áhrif á ásýnd borg­ar­inn­ar,“ segir í umsögn­inni.

Þétt­leiki á sumum reitum í tals­verðu ósam­ræmi við mark­mið AR2030

Tölu­verðar athuga­semdir eru gerðar við þau áform um þétt­ingu byggðar sem fyr­ir­huguð eru á ein­staka upp­bygg­ing­ar­reitum í athuga­semd­inni frá arki­tekt­úr­deild LHÍ. Þannig segir að það sé nú horfið frá því, sem hafi verið meg­in­mark­mið í AR2030, að á nýju upp­bygg­ing­ar­svæði í Vatns­mýri verði bygg­ingar ekki hærri en 3-5 hæða. Þétt­ing­ar­svæði sem skil­greind séu í breyt­inga­til­lög­unni séu þess í stað „upp í 5-8 hæðir á mjög stórum reitum og önnur 9 hæðir og yfir“. Einnig segir að það megi „sæta nokk­urri furðu“ að bygg­ingar allt að átta hæðum séu ekki taldar til háhýsa.

Mynd: Reykjavíkurborg

Til við­bótar segir í umsögn­inni frá LHÍ að hug­myndir um þétt­ing­ar­svæði í kringum legu Borg­ar­línu í til­lögum nýja skipu­lags­ins séu „í tals­verðu ósam­ræmi við það aðal­skipu­lag sem sam­þykkt var árið 2014“ er varði við­mið um þétt­leika og að „til að tryggja sam­fé­lags­lega sátt til fram­tíðar hefði þurft víð­tæk­ari kynn­ingu og sam­tal við íbúa og hlut­að­eig­andi aðila og fag­að­ila á borð við arki­tekta um þá fram­tíð­ar­sýn“ sem birt­ist í nýju til­lög­un­um.

Sól, skuggar og vindur

Þá er það sagt „áhuga­vert að ekki virð­ist hafa verið leitað sér­stak­lega til sér­fræð­inga í dags­ljósa­reikn­ingum og útreikn­ingum skugga­varps“ við vinn­una og að því sé „gjarnan haldið fram að íbúða­byggð á Íslandi ætti ekki að fara upp fyrir 3-5 hæðir til að halda opnum mögu­leikum fyrir að dags­ljós ber­ist á neðri hæðir fjöl­býl­is­húsa.“

Auglýsing

Sama gildi síðan um „fræði­legar og fag­legar úttektir á veð­ur­fari og áhrifum þess þegar kemur að svo háum bygg­ingum í íslensku sam­hengi“ og bent er á að það sé „áhuga­vert nokk jafnan talið að óráð­legt“ að fara „yfir 3-5 hæðir í þéttu byggða­lagi hér­lend­is.“

Fag­leg ráð­gjöf arki­tekta hafi ekki mælt með jafn þéttri byggð og lagt sé upp með

Í umsögn Hildig­unnar fyrir hönd LHÍ segir að hún hafi fengið þau svör á kynn­ing­ar­fundi um skipu­lagið þann 19. ágúst að arki­tekta­stofan Stika hafi verið kölluð til fag­legrar ráð­gjafar um breyt­ing­arnar á aðal­skipu­lag­inu. Hún segir það vel, en að fag­legur og fræði­legur grunnur undir skipu­lagið hefði að ósekju mátt vera meiri og víð­tæk­ari.

„Sam­an­tekt Stiku má finna sem við­auka við breyt­ing­ar­til­lög­una og ekki verður séð af henni að hún mæli fyrir svo þéttri og hárri byggð sem breyt­ing­ar­til­lagan leggur upp með og opnar í öllu falli fyr­ir,“ segir í umsögn Hildig­unn­ar, sem bætir við að ráð­gef­andi vinna arki­tekta­stof­unnar virð­ist ekki hafa skilað sér í bind­andi ákvæði um rým­is­gæði, svo ýtr­ustu fag­legu við­miðum verði gætt við skipu­lag reita.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent