Lýsa áhyggjum af „skuggasundum“ og dimmum íbúðum á Heklureit

Tveir arkitektar gagnrýna þéttleika byggðar á hinum svokallaða Heklureit við Laugaveg og segja athugasemdir sínar raunar geta átt við um fleiri þéttingarreiti í borginni. Þeir segja þéttingu byggðar meðfram legu Borgarlínu ekki mega bitna á gæðum íbúða.

Á hinum svokallaða Heklureit sem stendur við Laugaveg stendur til að byggja fjölmargar íbúðir á næstu árum.
Á hinum svokallaða Heklureit sem stendur við Laugaveg stendur til að byggja fjölmargar íbúðir á næstu árum.
Auglýsing

Tveir arki­tektar hjá arki­tekta­stof­unni Glámu Kími segja að það sé „ekki við hæfi á 100 ára afmæl­is­ári fyrstu skipu­lags­lag­anna að stað­festa við­mið líkt og þau sem sett eru fram í deiliskipu­lags­til­lögu fyrir Heklu­reit“ og gera við skipu­lagið all­nokkrar athuga­semd­ir. Þeir segja fyr­ir­hug­aðan þétt­leika íbúða­byggðar of mik­inn og fyrir það muni gæði íbúða og götu­rýmis líða.

Þetta má lesa í umsögn þeirra Jóhann­esar Þórð­ar­sonar og Sig­björns Kjart­ans­sonar við breyt­ingar sem verið er að gera á aðal­skipu­lagi Reykja­víkur fram til árs­ins 2040, en umsagn­ar­frestur við skipu­lags­breyt­ing­arnar rann út í lok ágúst og fékk Kjarn­inn þær afhentar fyrir skemmstu.

Athuga­semdir geti átt við um fleiri reiti

Arki­tekt­arnir tveir segja að þrátt fyrir að athuga­semd­irnar sem þeir setji fram lúti að Heklu­reitnum sér­stak­lega, gætu mörg atriði einnig átt við Orku­reit­inn svo­kall­aða á mörkum Suð­ur­lands­brautar og Grens­ás­vegs og einnig nokkur svæði í nýjum borg­ar­hluta í Elliða­ár­vogi og Ártúns­höfða, sem á að verða eitt helsta vaxt­ar­svæði Reykja­vík­ur­borgar á kom­andi árum, með þéttri byggð í grennd við borg­ar­línu­stöðv­ar.

„Und­an­farin ár hefur verið bent á galla sem hafa komið fram við upp­bygg­ingu fjöl­býl­is­húsa á þétt­ing­ar­reitum hér og þar í borg­inni. Þar virð­ist sem alúð og metnað skorti við að ná fram lág­marks­þörfum um sól­ar­ljós og dags­birtu svo öllum sé gert jafn­hátt undir höfði. Það hafa byggst upp íbúð­ar­kjarnar þar sem stór hluti gólf­flatar margra íbúða fær litla dags­birtu og sólar nýtur jafn­vel ekki við. Skuggi frá aðliggj­andi húsum eða hús­hlutum móta dimm inni­rými sem geta ekki talist við­un­andi. Götur eru nán­ast án sól­ar­ljóss með til­heyr­andi yfir­bragði og drunga. Léleg­ustu íbúð­irnar lenda oftar en ekki hjá þeim sem minnst hafa fjár­ráð og minnsta mögu­leika eiga á að eign­ast eða búa í íbúðum sem geta talist góð­ar. Slíkt fellur ekki undir félags­legan jöfn­uð,“ segir í umsögn arki­tekt­anna.

Borg­ar­lína skálka­skjól?

Í umsögn­inni velta arki­tekt­arnir því upp hvort Reykja­vík­ur­borg sé að fjölga íbúðum og byggðum fer­metrum á hvern hekt­ara á þétt­ing­ar­reitum til að fjár­magna strax þann útlagða kostnað sem Borg­ar­lína krefst. Þeir Jóhannes og Sig­björn segja mik­il­vægt að í aðal­skipu­lag­inu sé skil­greindur rammi fyrir þróun vist­vænna sam­gangna, en það megi ekki vera „á kostnað gæða borg­ar­rýma og íbúða“.

„Í seinni tíð hefur mikið verið talað um hvernig einka­bíl­ism­inn hafði mót­andi áhrif á aðal­skipu­lag Reykja­víkur upp úr miðri síð­ustu öld og leiddi af sér ofvaxin gatna­kerfi, óáhuga­verð borg­ar­rými og lélega land­nýt­ingu. Tíma­bært er að snúa frá þeirri stefnu; en það væri illa ráðið að nota fyr­ir­hug­aða bygg­ingu Borg­ar­línu sem skálka­skjól til að heim­ila upp­bygg­ingu lélegra íbúða- og borg­ar­rýma í þeim til­gangi að auka arð­semi af fjár­fest­ingum við hana,“ segir í umsögn arki­tekt­anna tveggja.

Auglýsing

Þeir Jóhannes og Sig­björn segja að „því miður virð­ist sem að sé hið háa bygg­ing­ar­magn sem sett er fram á Heklu­reit sé rétt­lætt með því að greiða þurfi fyrir Borg­ar­línu með miklu bygg­ing­ar­magni“ og vísa í því sam­hengi til við­tals við einn höf­unda deiliskipu­lags­ins í útvarps­þætt­inum Flakk á Rás 1 í sum­ar.

Þar sagði arki­tekt hjá Yrki arki­tekt­um, sem stóðu að gerð deiliskipu­lags­ins, að mikið væri lagt upp úr þétt­leik­anum á reitnum af hálfu borg­ar­innar til þess að að borgin geti „rekið þessa Borg­ar­lín­u,“ og svo tryggja mætti að hið nýja sam­göngu­kerfi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins bæri sig.

Þröngar og skugg­sælar götur

Í erindi þeirra Jóhann­esar og Sig­björns til borg­ar­innar lýsa þeir því að breidd gatna á jarð­hæð Heklu­reits­ins verði frá 9,5 metrum upp í 10 metra, með einni und­an­tekn­ingu þar sem gatan verði um 12,6 metr­ar. Þetta segja arki­tekt­arnir að segi þó ekki alla sög­una, þar sem skil­málar í deiliskipu­lagi heim­ili allt að tveggja metra útkrag hús­hliða sem snúa að göt­um.

Mynd: Yrki/Úr deiliskipulagstillögu

„Í raun getur það þýtt að það verði 5,5 til 8,5 metrar á milli húsa fyrir ofan aðra hæð. Svo mjó gata milli hárra húsa verður skugga­sund á okkar breidd­argráðu,“ segir í erindi arki­tekt­anna, þar sem einnig segir að svo virð­ist sem „ekk­ert fag­legt mat hafi verið lagt á áhrif vinds (einkum norð­an­átt­ar) á hverfið og gæði mann­lífs í götu­hæð“, einkum á göt­unum sem liggja norð­ur­-­suður og við Lauga­veg.

„Það ber að harma,“ skrifa Jóhannes og Sig­björn, og bæta því við að birtu­skil­yrði í göt­unum bendi ekki til þess að gróður komi þar með að búa við kjörað­stæð­ur, en honum sé sam­kvæmt grein­ar­gerð með skipu­lag­inu ætlað að slá á vind­hvið­ur.

Gagn­rýna að gömul hús verði látin hverfa

Arki­tekt­arnir segja einnig að í húsa­könnun fyrir Heklu­reit­inn hafi verið ein­dregið mælt með því að nokkur mann­virki fengju að njóta vernd­ar, en þrátt fyrir það sé stefnt að nið­ur­rifi þeirra, án þess að nokkur rök séu sett fram fyrir því í deiliskipu­lags­til­lög­unni.

Þetta segja þeir reyndar að hafi „í mörgum til­vikum verið til siðs, og jafn­vel þótt sjálf­sagt“ við útfærslu þétt­ingu byggð­ar, einkum á reitum þar sem fyrir var iðn­aður eða atvinnu­starf­semi.

Í nið­ur­lagi umsagnar sinnar segja þeir Jóhannes og Sig­björn að þétt­ing­ar­stefnan verði að snú­ast um „lífs­gæði, bætt almenn­ings­rými, metn­að­ar­fulla hönn­un, félags­legan jöfnuð og ábyrga umhverf­is­stefnu“ en mega ekki vera frítt spil fyrir fjár­festa og bygg­ing­ar­verk­taka né snú­ast um að fjár­magna Borg­ar­línu á kostnað gæða.

„Við hvetjum til þess að við hönnun nýrra hverfa verði tekið mið af sögu stað­ar­ins, veð­ur­fari, vist­kerfi og bygg­ing­ar­hefð­u­m,“ ­skrifa þeir Jóhannes og Sig­björn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent