Ræða þörf á örvunarskammti af Janssen-bóluefni

Sérfræðinganefnd Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna ætlar að koma saman til að ræða þörf á örvunarskammti af bóluefni Janssen. Framleiðandinn hefur þegar sótt um slíkt leyfi. Stofnunin hefur samþykkt að viðkvæmir geti fengið örvunarskammt af Pfizer.

Johnson & Johnson Janssen
Auglýsing

Fyr­ir­tækið John­son & John­son ætlar í vik­unni að sækja um leyfi hjá Mat­væla- og lyfja­stofnun Banda­ríkj­anna (FDA) til að gefa örv­un­ar­skammt af bólu­efni fyr­ir­tæk­is­ins sem kennt er við dótt­ur­fyr­ir­tækið Jans­sen. Þeir sem fengið hafa bólu­efnið hér á landi hefur frá því í byrjun ágúst staðið til boða að fá örv­un­ar­skammt með öðru bólu­efni. Bæði Moderna og Pfizer hafa fyrir nokkru sótt um sam­bæri­legt leyfi til FDA og stjórn­völd og stofn­anir vest­an­hafs hafa þegar hvatt ákveðna hópa sem fengið hafa þau bólu­efni til að fara í örv­un­ar­bólu­setn­ingu. Yfir­völd í Banda­ríkj­unum hafa ítrekað sagt að vörn allra þriggja bólu­efn­anna sé góð en einnig bent á að lík­leg­ast kæmi að þörf á end­ur­bólu­setn­ingu að ein­hverjum tíma liðn­um.

Auglýsing

Yfir 15 millj­ónir Banda­ríkja­manna hafa fengið bólu­setn­ingu með Jans­sen. Nýj­ustu rann­sóknir sótt­varna­stofn­unar Banda­ríkj­anna (CDC) benda til að að efn­ið, sem gefið er í einni sprautu, veiti aðeins 71 pró­sent vörn gegn sjúkra­húsinn­lögn vegna COVID-19 á meðan Pfiz­er-efnið veitir 88 pró­sent vörn gegn slíku og efni Moderna 93 pró­sent.

John­son & John­son hefur einnig nýverið birt nið­ur­stöður rann­sóknar sem sýnir meiri vörn. Hún náði til tveggja millj­óna manna og sam­kvæmt henni veitir einn skammtur af Jans­sen-­bólu­efn­inu 81 pró­sent vörn gegn inn­lögn á sjúkra­hús. Þá sýni rann­sóknir einnig að með því að gefa annan skammt af bólu­efn­inu tveimur mán­uðum eftir þann fyrsta auk­ist vörnin gegn því að fá ein­hver ein­kenni af COVID-19 í 94 pró­sent.

Hafa sam­þykkt örvun við­kvæmra

Um miðjan októ­ber mun óháð nefnd sér­fræð­inga á vegum FDA koma til fundar til að ræða hvort að gefa eigi örv­un­ar­skammt af Jans­sen-efn­inu. Sá fundur var ákveð­inn áður en að fram­leið­and­inn sótti um leyfi fyrir slíku.

Bæði FDA og CDC hafa sam­þykkt að bjóða við­kvæmum hóp­um, þar á meðal öldruð­um, örv­un­ar­skammt af Pfiz­er. Sam­bæri­leg til­kynn­ing varð­andi örvun bólu­efnis Moderna er talin vænt­an­leg á næst­unni.

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hefur rek­ist á veggi í bólu­setn­ing­ar­her­ferð sinni. Um miðjan júlí átti sam­kvæmt áætlun að vera búið að bólu­setja um 75 pró­sent full­orð­inna en hlut­fallið er enn innan við 60 pró­sent. Far­ald­ur­inn hefur síð­ustu vikur verið í upp­sveiflu í þeim ríkjum lands­ins þar sem bólu­setn­ing­ar­hlut­fallið er lægst. Merki eru nú um að hann sé á nið­ur­leið og hefur sjúkra­húsinn­lögnum t.d. almennt fækk­að.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent