Herjað á Amazon með námuvinnslu og mannréttindabrotum

Gervitunglamyndir staðfesta umfangsmikla ólöglega starfsemi í friðlöndum Amazon-frumskógarins. Heimamenn vilja fá viðurkenningu á náttúruverndarhlutverki sínu sem þeir sinna við erfiðar og oft og tíðum hættulegar aðstæður.

Námugröftur í Amazon verður sífellt umfangsmeiri.
Námugröftur í Amazon verður sífellt umfangsmeiri.
Auglýsing

Búsvæði frum­byggja Amazon-frum­skóg­ar­ins hafa löngum verið varn­ar­lína gegn eyð­ingu skóg­ar­ins. Þær eru nú að bresta, m.a. í Bras­il­íu, að því er gögn gervi­tungla sem safnað hefur verið í tæpa fjóra ára­tugi sýna fram á.

Sam­kvæmt gögn­unum er ólög­leg námu­starf­semi á landi frum­byggja og á öðrum svæðum sem eiga að njóta verndar í lögum sífellt að aukast. Svo umfangs­mikil er starf­semin að hún hefur náð met­hæðum á síð­ustu árum þrátt fyrir ákall jafnt heima­manna sem alþjóða sam­fé­lags­ins að standa vörð um Amazon, stærsta regn­skóg jarð­ar.

Hin ólög­lega starf­semi hefur auk­ist síð­asta ára­tug en sér­stak­lega mikið frá því að Jair Bol­son­aro sett­ist á for­seta­stól í Bras­il­íu. Ótt­ast er að orð­ræða hans og gjörðir hafi grafið undan bæði mann­rétt­indum og umhverf­is­vernd. Með námu­vinnsl­unni er gróður á svæð­inu fjar­lægður auk þess sem starf­semin mengar vatn, m.a. með kvika­silfri.

Auglýsing

Vís­inda­menn jafnt sem nátt­úru­vernd­ar­hópar hafa varað við þeim breyt­ingum sem átt hafa sér stað í Amazon í stjórn­ar­tíð Bol­son­aro. Á þessum tíma hafa heima­menn, frum­byggjar skóg­anna og Bras­il­íu, oft­sinnis orðið fyrir árásum þeirra sem standa að námu­greftrin­um. Og þeir vilja aukna vernd fyrir sig og fjöl­skyldur sín­ar. Svæði frum­byggja njóta sér­stakrar verndar sam­kvæmt lögum en engu að síður hefur Bol­son­aro opin­ber­lega sagt að þar ætti að auka námu­vinnslu og aðra starf­semi.

„Þetta er alveg örugg­lega versta tíma­bil frum­byggja frá því að stjórn­ar­skráin var und­ir­rituð árið 1988,“ hefur tíma­ritið Nat­ure eftir mann­fræð­ingnum Glenn Shepard sem starfar í Bras­il­íu.

Gullnáma í landi Yanomami-þjóðarinnar í Brasilíu.

Sam­kvæmt grein­ingu gervi­tung­la­gagn­anna hefur námu­vinnsla á vernd­ar­svæðum frum­byggja á Amazon-­svæðum Bras­ilíu fimm­fald­ast á einum ára­tug. Oft­ast er um að ræða gull­gröft í smáum stíl en engu að síður með miklum umhverf­is­á­hrif­um. „Við vissum eig­in­lega að þetta væri að ger­ast en að sjá töl­urnar er ógn­vekj­and­i,“ segir jarð­fræð­ing­ur­inn Cesar Din­iz, sem leiddi rann­sókn MapBiomas á umfangi námu­vinnsl­unnar út frá gervi­tungla­mynd­um.

Eldri rann­sóknir hafa ítrekað sýnt að lönd frum­byggj­anna virka eins og vernd­ar­lína fyrir við­kvæm­ustu svæði regn­skóg­anna og þar með gegn skóg­areyð­ingu. Alþjóð­legu nátt­úru­vernd­ar­sam­tökin IUCN hafa sett fram áætl­anir í sam­starfi við frum­byggja í Amazon um að tryggja að 80 pró­sent af regn­skóg­inum verði enn til staðar árið 2025. Heima­menn ætla að leiða þá vinnu, sem gera þarf í sam­starfi við stjórn­völd í hverju ríki.

Auglýsing

Þeir hafa þegar mætt and­stöðu í Bras­il­íu. Sam­tök frum­byggja (APIB) hafa nú farið með mál sín fyrir Alþjóða glæpa­dóm­stól­inn í Haag þar sem þau saka stjórn Bol­son­aro um mann­rétt­inda­brot og um að ýta undir þjóð­ar­morð með því að grafa undan rétt­indum frum­byggj­anna, grafa undan umhverf­is­vernd og ýta undir árásir og ofbeldi með því að hvetja til frek­ari námu­vinnslu. Sam­tökin hafa einnig bent á að hin brotin séu ekki einka­mál frum­byggja heldur allra jarð­ar­búa vegna mik­il­vægis Amazon í lofts­lag­inu.

Luiz Eloy Ter­ena, mann­fræð­ingur og lög­fræð­ingur APIB, segir að besta leiðin til að bjarga regn­skóg­inum sé að vernda og styðja við byggðir frum­byggja á svæð­inu. Bol­son­aro sagð­ist í ræðu á alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna í lok sept­em­ber „ákveð­inn í því“ að vernda Amazon-­skóg­inn og lagði áherslu á að um 600 þús­und manns lifðu þar í „frelsi“ á vernd­ar­svæði sem væri um 14 pró­sent af Amazon-­skógi Bras­il­íu. Hann hefur áður sagt að frum­byggjar hafi of mikið land til sinna nota.

Fyrr­ver­andi for­seti Bras­il­íu, Luiz Inácio da Sil­va, kom á reglu­verki og aðgerða­á­ætlun við upp­haf ald­ar­innar sem mið­aði að vernd regn­skóg­ar­ins. Mark­miðin voru háleit og átti að draga úr skóg­areyð­ingu um 80 pró­sent á tæp­lega ára­tug. Spill­ing­ar­mál þjök­uðu Verka­manna­flokk da Silva og var hann sjálfur fang­els­aður vegna slíkra ásak­ana. Skemmst er frá því að segja að hans stóru mark­mið í umhverf­is­málum náð­ust ekki, m.a. vegna þess að árið 2012 veikti brasil­íska þingið nátt­úru­vernd­ar­lögin sem áttu að vernda Amazon. Í kjöl­farið jókst skóg­areyð­ing, bæði vegna auk­innar námu­vinnslu, lands sem brotið var undir land­búnað og fleiri þátta. Stökk varð svo í eyð­ing­unni eftir að Bol­son­aro tók við völdum fyrir um tveimur árum. Meðal þess sem stjórn Bol­son­aro ætlar sér er að breyta lögum svo að ekki sé hægt að stækka vernd­ar­svæði frum­byggja­þjóða í Amazon.

„Við munum aldrei gef­ast upp,“ José Gregorio Diaz Mira­bal sem fer fyrir einum stærstu nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­unum sem efndu ítrekað til mót­mæla í Bras­il­íu, höf­uð­borg Bras­il­íu, í ágúst og sept­em­ber. „Vís­indin styðja okkar mál­stað og heim­ur­inn er að vakna til vit­und­ar.“

Aldrei fleiri varð­menn umhverf­is­ins myrtir

Mira­bal, sem er frá Venes­ú­ela og hefur barist fyrir vernd Amazon í fleiri ár, hefur ástæðu til að ótt­ast mann­rétt­inda­brot stjórn­valda og hann og aðrir nátt­úru­vernd­ar­sinnar hafa einnig ástæðu til að ótt­ast um líf sitt.

Í fyrra voru 227 mann­eskjur sem börð­ust fyrir vernd nátt­úru og rétt­indum heima­manna, heim­ilum þeirra og lífs­við­ur­væri, drepnar vegna skoð­ana sinna og bar­áttu. Aldrei hafa fleiri nátt­úru­vernd­ar­sinnar verið drepnir á einu ári, segir í skýrslu Gobal Wit­ness sem fylgst hefur með gangi þess­ara mála í tæpan ára­tug. Þetta er í raun annað árið í röð þar sem morðum á akti­vistum fjölgar milli ára. Um þriðj­ungur morð­anna teng­ist bar­áttu fólks fyrir vernd nátt­úru­auð­linda í sínu næsta nágrenni, s.s. vernd fyrir skóg­ar­höggi, námu­vinnslu, stór­tækum land­bún­aði og stíflu­mann­virkj­um.

Í skýrslu Global Wit­ness segir að frá því að skrifað var undir Par­ís­ar­sátt­mál­ann árið 2015, þar sem þjóðir heims ákváðu að leggja sig fram við að draga úr áhrifum lofts­lags­breyt­inga, hafi að með­al­tali fjórir bar­áttu­menn nátt­úr­unnar verið drepnir í hverri viku.

Ráð­ast til atlögu þar sem veik­leikar eru fyrir

Lang­flest morðin eiga sér stað í fátækum löndum þar sem lagaum­hverfið er við­kvæmt og oft fótum troðið fyrir tekjur af stór­tækum fram­kvæmdum alþjóð­legra fyr­ir­tækja. Í fyrra voru flest morð á „varð­mönnum umhverf­is­ins“, líkt og Global Wit­ness kallar þennan hóp fólks, framin í Kól­umbíu.

Fólk sem beitir sér fyrir umhverf­is­vernd þarf oft að búa við hót­an­ir, að vera undir eft­ir­liti og að verða sakað um glæpi sem það framdi ekki. Þá verður það fyrir alvar­legum glæpum á borð við nauðg­an­ir.

Global Wit­ness segir að fjöldi þeirra sem týnir lífi vegna nátt­úru­bar­áttu sinnar sé örugg­lega van­met­inn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent