„Ekki hægt að fagna birtingu þessara skjala því þau hafa ekki verið birt“

Ritstjóri Wikileaks telur að gefa eigi almenningi kost á að leita í Pandóruskjölunum, einum stærsta gagnaleka sögunnar.

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks.
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks.
Auglýsing

„Hinn óþægi­legi sann­leikur með þennan gagna­leka er að það er ekki hægt að fagna birt­ingu þess­ara skjala því þau hafa ekki verið birt. Það eina sem hefur birst eru fréttir byggðar á lek­an­um.“

Þetta ritar Krist­inn Hrafns­son rit­stjóri Wiki­leaks á Face­book en til­efnið er stór gagna­leki til Alþjóða­sam­taka rann­sókn­ar­blaða­manna (ICIJ) sem greint var frá í fjöl­miðlum víða um heim um helg­ina. Um er að ræða um tólf milljón skjöl en sam­kvæmt ICIJ opin­bera þau „innri starf­semi skugga­hag­kerfis sem gagn­ast þeim auð­ugu og vel tengdu á kostnað allra ann­arra“. Verk­efnið er kallað Pand­óru­skjölin en yfir 600 blaða­menn tóku þátt í að greina og vinna gögnin í sam­starfi við ICIJ. Eng­inn íslenskur fjöl­mið­ill hefur enn birt umfjöllun upp úr skjöl­unum er varða Íslend­inga.

Auglýsing

Pand­óru­skjölin eru Panama­skjölin „á sterum“

Í skjöl­unum eru opin­beruð vafasöm við­skipti um 35 fyrrum eða núver­andi þjóð­ar­leið­toga, þar á meðal við aflands­fé­lög í svoköll­uðum skatta­skjól­um. Einnig eru í skjöl­unum gögn um við­skipti um 300 emb­ætt­is­manna, að því er fram kemur í frétt RÚV um mál­ið. Skjöl­unum var lekið frá 14 fjár­mála­fyr­ir­tækjum sem stað­sett eru víða um heim, þar á meðal í Pana­ma, Belís, Kýp­ur, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­unum og Sviss. Ger­ard Ryle, fram­kvæmda­stjóri ICIJ, segir að Pand­óru­skjölin séu Panama­skjölin „á sterum“.

Mikið var fjallað um Panama­skjölin í íslenskum fjöl­miðlum árið 2016 en upp­­lýs­ingar í gögn­unum teygðu anga sína víða. Þar mátti meðal ann­­ars finna vís­bend­ingar um hvar efna­­mikið fólk hefði komið pen­ingum sínum fyrir í þekktum skatta­­skjólum víðs­­vegar um heim og hvernig það hefði falið marg­vís­­lega lög­­fræð­i­­lega gjörn­inga.

Fyrstu frétt­­irnar úr gögn­unum voru fluttar sunn­u­dag­inn 3. apríl árið 2016 og sam­hliða því var sýndur Kast­­ljós­þáttur á RÚV þar sem sagt var frá tengslum íslenskra stjórn­­­mála­­leið­­toga við aflands­­fé­lög. Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, þáver­andi for­­sæt­is­ráð­herra, var gerður að aðal­­at­riði í umfjöllun fjöl­miðla um allan heim um Pana­ma­skjöl­in. Hann sagði af sér í kjöl­far­ið.

Finnst rétt að gefa almenn­ingi aðgang að gagna­grunn­inum

Krist­inn segir í stöðu­upp­færslu sinni á Face­book, sem hann birti í gær, að sem tals­maður ann­ars mód­els sem felur í sér að veita almenn­ingi aðgang að slíkum gagna­grunnum geti hann ekki annað en skorað á við­kom­andi að birta allt sem hægt sé að birta. Wiki­leaks hefur birt óunnin gögn á síðu sinni, ólíkt aðferð ICIJ þar sem leit­ast er við að vinna úr gögn­unum áður en þau eru birt.

„Ég hef skiln­ing á því að það kunni að vera ástæður til að gera það í áföngum og yfir tíma en það er rétt að gefa almenn­ingi kost á að leita í svona gagna­grunni. Það er jákvætt að fá þessar upp­lýs­ingar á yfir­borðið og margar áhuga­verðar fréttir sem hafa verið skrif­að­ar. Það er einnig jákvætt að skapa stóran sam­starfs­vett­vang fjöl­miðla og hund­ruð blaða­manna um allan heim en Wiki­Leaks reið á vaðið með slíkt model fyrir ára­tug,“ skrifar Krist­inn.

Hinn óþægi­legi sann­leikur með þennan gagna­leka er að það er ekki hægt að fagna birt­ingu þess­ara skjala því þau hafa ekki...

Posted by Krist­inn Hrafns­son on Sunday, Oct­o­ber 3, 2021

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent