„Ekki hægt að fagna birtingu þessara skjala því þau hafa ekki verið birt“

Ritstjóri Wikileaks telur að gefa eigi almenningi kost á að leita í Pandóruskjölunum, einum stærsta gagnaleka sögunnar.

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks.
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks.
Auglýsing

„Hinn óþægi­legi sann­leikur með þennan gagna­leka er að það er ekki hægt að fagna birt­ingu þess­ara skjala því þau hafa ekki verið birt. Það eina sem hefur birst eru fréttir byggðar á lek­an­um.“

Þetta ritar Krist­inn Hrafns­son rit­stjóri Wiki­leaks á Face­book en til­efnið er stór gagna­leki til Alþjóða­sam­taka rann­sókn­ar­blaða­manna (ICIJ) sem greint var frá í fjöl­miðlum víða um heim um helg­ina. Um er að ræða um tólf milljón skjöl en sam­kvæmt ICIJ opin­bera þau „innri starf­semi skugga­hag­kerfis sem gagn­ast þeim auð­ugu og vel tengdu á kostnað allra ann­arra“. Verk­efnið er kallað Pand­óru­skjölin en yfir 600 blaða­menn tóku þátt í að greina og vinna gögnin í sam­starfi við ICIJ. Eng­inn íslenskur fjöl­mið­ill hefur enn birt umfjöllun upp úr skjöl­unum er varða Íslend­inga.

Auglýsing

Pand­óru­skjölin eru Panama­skjölin „á sterum“

Í skjöl­unum eru opin­beruð vafasöm við­skipti um 35 fyrrum eða núver­andi þjóð­ar­leið­toga, þar á meðal við aflands­fé­lög í svoköll­uðum skatta­skjól­um. Einnig eru í skjöl­unum gögn um við­skipti um 300 emb­ætt­is­manna, að því er fram kemur í frétt RÚV um mál­ið. Skjöl­unum var lekið frá 14 fjár­mála­fyr­ir­tækjum sem stað­sett eru víða um heim, þar á meðal í Pana­ma, Belís, Kýp­ur, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­unum og Sviss. Ger­ard Ryle, fram­kvæmda­stjóri ICIJ, segir að Pand­óru­skjölin séu Panama­skjölin „á sterum“.

Mikið var fjallað um Panama­skjölin í íslenskum fjöl­miðlum árið 2016 en upp­­lýs­ingar í gögn­unum teygðu anga sína víða. Þar mátti meðal ann­­ars finna vís­bend­ingar um hvar efna­­mikið fólk hefði komið pen­ingum sínum fyrir í þekktum skatta­­skjólum víðs­­vegar um heim og hvernig það hefði falið marg­vís­­lega lög­­fræð­i­­lega gjörn­inga.

Fyrstu frétt­­irnar úr gögn­unum voru fluttar sunn­u­dag­inn 3. apríl árið 2016 og sam­hliða því var sýndur Kast­­ljós­þáttur á RÚV þar sem sagt var frá tengslum íslenskra stjórn­­­mála­­leið­­toga við aflands­­fé­lög. Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, þáver­andi for­­sæt­is­ráð­herra, var gerður að aðal­­at­riði í umfjöllun fjöl­miðla um allan heim um Pana­ma­skjöl­in. Hann sagði af sér í kjöl­far­ið.

Finnst rétt að gefa almenn­ingi aðgang að gagna­grunn­inum

Krist­inn segir í stöðu­upp­færslu sinni á Face­book, sem hann birti í gær, að sem tals­maður ann­ars mód­els sem felur í sér að veita almenn­ingi aðgang að slíkum gagna­grunnum geti hann ekki annað en skorað á við­kom­andi að birta allt sem hægt sé að birta. Wiki­leaks hefur birt óunnin gögn á síðu sinni, ólíkt aðferð ICIJ þar sem leit­ast er við að vinna úr gögn­unum áður en þau eru birt.

„Ég hef skiln­ing á því að það kunni að vera ástæður til að gera það í áföngum og yfir tíma en það er rétt að gefa almenn­ingi kost á að leita í svona gagna­grunni. Það er jákvætt að fá þessar upp­lýs­ingar á yfir­borðið og margar áhuga­verðar fréttir sem hafa verið skrif­að­ar. Það er einnig jákvætt að skapa stóran sam­starfs­vett­vang fjöl­miðla og hund­ruð blaða­manna um allan heim en Wiki­Leaks reið á vaðið með slíkt model fyrir ára­tug,“ skrifar Krist­inn.

Hinn óþægi­legi sann­leikur með þennan gagna­leka er að það er ekki hægt að fagna birt­ingu þess­ara skjala því þau hafa ekki...

Posted by Krist­inn Hrafns­son on Sunday, Oct­o­ber 3, 2021

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent