Umfjöllun Kjarnans

Stærsti gagnaleki sögunnar

Panamaskjölin eru stærsti gagnaleki sögunnar. Þar má finna upplýsingar úr gagnasafni lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca í Panama. Meðal þeirra sem keyptu þjónustu þaðan var fólk úr viðskiptalífinu á Íslandi auk stjórnmálaleiðtoga víðsvegar um heiminn.

Kjarninn hefur fengið aðgang að völdum gögnum úr stærsta gagnaleka sögunnar, Panamaskjölunum svokölluðu. Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung komst yfir gögnin, sem eru frá panömsku lögfræðistofunni Mossack Fonseca, og deildi með alþjóðlegum samtökum rannsóknarblaðamanna, ICIJ, Reykjavík Media og 109 öðrum fjölmiðlum víðsvegar um heim. Um er að ræða 11,5 milljónir skjala upp á tæp þrjú terabæti.

Kjarninn hefur nú hafið birtingu frétta og fréttaskýringa úr gögnunum í samstarfi við Reykjavík Media. Upplýsingar í gögnunum teygja anga sína víða. Þar má meðal annars finna vísbendingar um hvar efnamikið fólk hefur komið peningum sínum fyrir í þekktum skattaskjólum víðsvegar um heim og hvernig það hefur falið margvíslega lögfræðilega gjörninga.

Fyrstu fréttirnar úr gögnunum voru fluttar sunnudaginn 3. apríl og samhliða því var sýndur Kastljósþáttur á RÚV þar sem sagt var frá tengslum íslenskra stjórnmálaleiðtoga við aflandsfélög. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, var gerður að aðalatriði í umfjöllun fjölmiðla um allan heim um Panamaskjölin. Hann sagði af sér í kjölfarið.

Aldrei stærri leki

Lekinn frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca er lang stærsti gagnaleki sögunnar. Samtals telur stærð hans 2,6 terabæti. Þar eru til dæmis meira en 4,8 milljón tölvupóstar, þrjár milljónir gagnasafnsskjala og 2,1 milljón PDF-skjöl. Til að setja þennan leka í samhengi við annan stóran gagnaleka má nefna leka Wikileaks úr bandaríska utanríkisráðuneytinu árið 2010. Samanlögð stærð gagnanna þaðan var 1,7 gígabæti. Í einu terabæti eru 1.000 gígabæti.

Gögnin ná nærri 40 ár aftur í tíman og sýna vel vöxt Mossack Fonseca fram til ársins 2008 og hnignun þess á undanförnum árum. Þar má finna upplýsingar um 210.000 aflandsfélög sem stofnuð hafa verið í 21 landi víðsvegar um heiminn. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None