Mynd: EPA

Fjármunum ráðstafað frá Panama til Íslands

Eignarhald og fjármögnun á Sports Direct á Íslandi er að hluta til tengt Guru Invest í Panama. Eigandi þess félags er Ingibjörg Pálmadóttir. Félag Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Panama lánaði Þú Blásól 1,1 milljón evra.

skrifar úr Panamaskjölunum
skrifar úr Panamaskjölunum

Rekstur íþrótta­vöru­versl­un­ar­innar Sports Direct á Íslandi er í eigu félags í Lúx­em­borg sem heitir Rhaps­hody Invest­ments (Europe) Lux­em­borg. Það félag er meðal ann­ars í eigu Guru Invest sem skráð er til heim­ilis í Pana­ma og er í eigu Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur. Það félag er í umsjón panamísku lög­fræði­stof­unn­ar Mossack Fon­seca. Upp­lýs­ingar um stofnun móð­ur­fé­lags Sports Direct á Íslandi koma fram í gögnum frá Mossack ­Fon­seca sem þýska blaðið Südd­eutsche Zeit­ung komst yfir og deildi með­ al­þjóð­legum sam­tökum rann­sókn­ar­blaða­manna, ICIJ, Reykja­vík Media og 109 öðrum ­fjöl­miðlum víðs­vegar um heim.

Þar má ­sömu­leiðis finna upp­lýs­ingar um félagið Jovita Inc. í eigu Jóns Ásgeir­s Jó­hann­es­son­ar. Það félag lán­aði íslensku félagi í eigu Jóns Ásgeirs, Þú Blá­sól­, 1,1 milljón evra nokkrum vikum fyrir hrun.

Því sýna Panama­skjöl­in fram á ráð­stöfun fjár­muna sem geymdir hafa verið á banka­reikn­ingum félaga Ingi­bjargar og Jóns Ásgeirs í Panama til íslenskra félaga.

Á árinu 2012 opn­aði íþrótta­vöru­versl­unin Sports Direct­ verslun á Íslandi. Til­kynnt var form­lega um opn­un­ina í maí­mán­uði það sama ár. Sá sem stýrt hefur fyr­ir­tæk­inu og komið fram fyrir hönd þess á Ís­landi er Sig­urður Pálmi Sig­ur­björns­son, sonur Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur.

Eign­ar­hald á félag­inu utan um rekstur Sports Direct á Ís­landi, sem heitir NDS ehf., er í höndum félags skráð í Lúx­em­borg sem heit­ir R­hapsody Invest­ments (Europe) Lux­em­borg. Í Panama­skjöl­unum er að finna ­upp­lýs­ingar um hvernig stofnað var til félags­ins, hverjir eig­endur þess eru og hversu mikið fé var lagt til rekst­urs­ins.

Lánasamningur milli Guru Invest og Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar.Þar má meðal ann­ars finna lána­samn­ing frá því í maí 2012 milli Guru Invest, félags skráð í Panama í eigu Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur, og Sig­urð­ur­ Pálma sonar hennar um lán­veit­ingu til hans upp á 115 þús­und pund til að fjár­magna hans hlut í stofnun Rhapsody. Guru Invest tekur hins vegar veð í hlut hans fyrir end­ur­greiðslu láns­ins.

Í ágúst sama ár er félagið svo sett á lagg­irn­ar. Í tölvu­póstum sem starfs­menn frá fjár­mála­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­inu SGG Group sendu Jeff Blue, sam­starfs­manni Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar vegna stofn­unar félags­ins kem­ur ­skýrt fram að Mike Ashley eigi að koma að stofnun félags­ins. Í pósti frá þeim er um vega­bréfa­númer Ashley svo hægt sé að gera hann að eig­anda auk ­stað­fest­ingar á heim­il­is­fangi hans.­Tölvu­póst­arnir eru hluti af Panama­skjöl­un­um.

Þar er einnig að finna hlut­hafa­sam­komu­lag vegna Rhapsody sem ­gert var á milli allra vænt­an­legra eig­enda félags­ins. Þar segir að ­eigna­skipt­ing, eftir að hlutafé verði greitt inn, verði með þeim hætti að ­Sports­Direct­.com Retail Ltd. (fyr­ir­tæki Mike Ashley), muni eiga 25 pró­sent hlut, Guru Invest (fé­lag Ingi­bjargar í Pana­ma) eigi 27 pró­sent, Sig­urður Pálmi eigi 33 pró­sent og Jeff Blue 15 pró­sent. Afrit af póstum vegna gerðar hlut­hafa­sam­komu­lags­ins voru send til Jóns Ásgeirs Jóhann­es­son­ar.

Jón Ásgeir er ekki alls ókunn­ungur Panama og við­skiptum við Mossack ­Fon­seca. Árið 2007 stofn­aði hann félag þar sem hlaut nafn­við Jovita Inc. Í lok ágúst 2008, nokkrum vikum fyrir banka­hrun, lán­aði Jovita Inc. íslenska félag­in­u Þú Blá­sól 1,1 milljón evra, rúm­lega 150 millj­ónir króna á núvirði. Í lána­samn­ingi milli félags­ins og Þú Blá­sólar kom fram að hann ætti að gilda frá­ 18. októ­ber 2007. Engar skýr­ingar voru gefnar á því af hverju Mossack Fon­seca ætti að dag­setja hann næstum heilt ár aftur í tím­ann. Lánið var til þriggja ára og átti því að end­ur­greið­ast í októ­ber 2010. Jón Ásgeir var einnig eig­andi Þú Blá­sól­ar. Örfáum vikum eftir að lánið var veitt hrundi íslenska banka­kerf­ið.

Þú Blá­sól var úrskurðað gjald­þrota 20. maí í fyrra. Lýstar ­kröfur í búið námu rúmum 102 millj­ónum króna, en engar eignir fund­ust í því. ­Ljóst er að Jovita hefur því ekki lýst ofan­greiddu láni sem kröfu í búið.

Lánasamningur milli Jovita og Þú Blásólar sem gerður var skömmu fyrir hrun.Þú Blá­sól hefur verið nokkuð í fréttum á und­an­förnum árum. Það kom meðal ann­ars fyrir í ákæru­skjali í Aurum mál­inu svo­kall­aða, sem hef­ur verið til með­ferðar í dóms­kerf­inu frá því að ákært var í des­em­ber 2012. Til­ stóð að aðal­með­ferð í mál­inu færi fram að nýju fyrir hér­aðs­dómi í þessum mán­uð­i en það hefur frest­ast vegna mats­beiðni. Jón Ásgeir er einn þeirra sem ákærð­ur­ er í mál­inu.

Í ákærunni í Aur­um-­mál­inu var greint frá því að Glitn­ir hefði lánað eign­ar­lausu félagi, FS38 ehf., sex millj­arða króna þann 21. júlí 2008. T­veir millj­arðar króna af láns­fjár­hæð­inni fóru beint inn á reikn­ing Fons, ­fé­lags sem Pálmi Har­alds­son átti í og stýrði. Þaðan átti einn millj­arður króna að fara inn á reikn­ing Þú Blá­sólar og not­ast m.a. til að kaupa hlut í For­múlu 1 kappakst­urslið­inu Willi­ams. Þegar Aur­um-­málið var fyrir hér­aðs­dómi í fyrra ­skiptið sagði Jón Ásgeir að pen­ing­arnir hafi fyrir mis­tök verið milli­færðir inn á einka­reikn­ing hans og nýtt­ust þannig fyrir slysni til að greiða niður rúm­lega 700 millj­óna króna yfir­drátt sem hann var með hjá bank­an­um. Þú Blá­sól átt­i ­reyndar ekki banka­reikn­ing á þessum tíma, sam­kvæmt því sem fram kom í dóm­sal ­vegna máls­ins, og því erfitt að milli­færa inn á félag­ið.

Umfjöllun Kjarnans úr Panamaskjölunum

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None