Mynd: EPA

Fjármunum ráðstafað frá Panama til Íslands

Eignarhald og fjármögnun á Sports Direct á Íslandi er að hluta til tengt Guru Invest í Panama. Eigandi þess félags er Ingibjörg Pálmadóttir. Félag Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Panama lánaði Þú Blásól 1,1 milljón evra.

skrifar úr Panamaskjölunum
skrifar úr Panamaskjölunum

Rekstur íþrótta­vöru­versl­un­ar­innar Sports Direct á Íslandi er í eigu félags í Lúx­em­borg sem heitir Rhaps­hody Invest­ments (Europe) Lux­em­borg. Það félag er meðal ann­ars í eigu Guru Invest sem skráð er til heim­ilis í Pana­ma og er í eigu Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur. Það félag er í umsjón panamísku lög­fræði­stof­unn­ar Mossack Fon­seca. Upp­lýs­ingar um stofnun móð­ur­fé­lags Sports Direct á Íslandi koma fram í gögnum frá Mossack ­Fon­seca sem þýska blaðið Südd­eutsche Zeit­ung komst yfir og deildi með­ al­þjóð­legum sam­tökum rann­sókn­ar­blaða­manna, ICIJ, Reykja­vík Media og 109 öðrum ­fjöl­miðlum víðs­vegar um heim.

Þar má ­sömu­leiðis finna upp­lýs­ingar um félagið Jovita Inc. í eigu Jóns Ásgeir­s Jó­hann­es­son­ar. Það félag lán­aði íslensku félagi í eigu Jóns Ásgeirs, Þú Blá­sól­, 1,1 milljón evra nokkrum vikum fyrir hrun.

Því sýna Panama­skjöl­in fram á ráð­stöfun fjár­muna sem geymdir hafa verið á banka­reikn­ingum félaga Ingi­bjargar og Jóns Ásgeirs í Panama til íslenskra félaga.

Á árinu 2012 opn­aði íþrótta­vöru­versl­unin Sports Direct­ verslun á Íslandi. Til­kynnt var form­lega um opn­un­ina í maí­mán­uði það sama ár. Sá sem stýrt hefur fyr­ir­tæk­inu og komið fram fyrir hönd þess á Ís­landi er Sig­urður Pálmi Sig­ur­björns­son, sonur Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur.

Eign­ar­hald á félag­inu utan um rekstur Sports Direct á Ís­landi, sem heitir NDS ehf., er í höndum félags skráð í Lúx­em­borg sem heit­ir R­hapsody Invest­ments (Europe) Lux­em­borg. Í Panama­skjöl­unum er að finna ­upp­lýs­ingar um hvernig stofnað var til félags­ins, hverjir eig­endur þess eru og hversu mikið fé var lagt til rekst­urs­ins.

Lánasamningur milli Guru Invest og Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar.Þar má meðal ann­ars finna lána­samn­ing frá því í maí 2012 milli Guru Invest, félags skráð í Panama í eigu Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur, og Sig­urð­ur­ Pálma sonar hennar um lán­veit­ingu til hans upp á 115 þús­und pund til að fjár­magna hans hlut í stofnun Rhapsody. Guru Invest tekur hins vegar veð í hlut hans fyrir end­ur­greiðslu láns­ins.

Í ágúst sama ár er félagið svo sett á lagg­irn­ar. Í tölvu­póstum sem starfs­menn frá fjár­mála­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­inu SGG Group sendu Jeff Blue, sam­starfs­manni Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar vegna stofn­unar félags­ins kem­ur ­skýrt fram að Mike Ashley eigi að koma að stofnun félags­ins. Í pósti frá þeim er um vega­bréfa­númer Ashley svo hægt sé að gera hann að eig­anda auk ­stað­fest­ingar á heim­il­is­fangi hans.­Tölvu­póst­arnir eru hluti af Panama­skjöl­un­um.

Þar er einnig að finna hlut­hafa­sam­komu­lag vegna Rhapsody sem ­gert var á milli allra vænt­an­legra eig­enda félags­ins. Þar segir að ­eigna­skipt­ing, eftir að hlutafé verði greitt inn, verði með þeim hætti að ­Sports­Direct­.com Retail Ltd. (fyr­ir­tæki Mike Ashley), muni eiga 25 pró­sent hlut, Guru Invest (fé­lag Ingi­bjargar í Pana­ma) eigi 27 pró­sent, Sig­urður Pálmi eigi 33 pró­sent og Jeff Blue 15 pró­sent. Afrit af póstum vegna gerðar hlut­hafa­sam­komu­lags­ins voru send til Jóns Ásgeirs Jóhann­es­son­ar.

Jón Ásgeir er ekki alls ókunn­ungur Panama og við­skiptum við Mossack ­Fon­seca. Árið 2007 stofn­aði hann félag þar sem hlaut nafn­við Jovita Inc. Í lok ágúst 2008, nokkrum vikum fyrir banka­hrun, lán­aði Jovita Inc. íslenska félag­in­u Þú Blá­sól 1,1 milljón evra, rúm­lega 150 millj­ónir króna á núvirði. Í lána­samn­ingi milli félags­ins og Þú Blá­sólar kom fram að hann ætti að gilda frá­ 18. októ­ber 2007. Engar skýr­ingar voru gefnar á því af hverju Mossack Fon­seca ætti að dag­setja hann næstum heilt ár aftur í tím­ann. Lánið var til þriggja ára og átti því að end­ur­greið­ast í októ­ber 2010. Jón Ásgeir var einnig eig­andi Þú Blá­sól­ar. Örfáum vikum eftir að lánið var veitt hrundi íslenska banka­kerf­ið.

Þú Blá­sól var úrskurðað gjald­þrota 20. maí í fyrra. Lýstar ­kröfur í búið námu rúmum 102 millj­ónum króna, en engar eignir fund­ust í því. ­Ljóst er að Jovita hefur því ekki lýst ofan­greiddu láni sem kröfu í búið.

Lánasamningur milli Jovita og Þú Blásólar sem gerður var skömmu fyrir hrun.Þú Blá­sól hefur verið nokkuð í fréttum á und­an­förnum árum. Það kom meðal ann­ars fyrir í ákæru­skjali í Aurum mál­inu svo­kall­aða, sem hef­ur verið til með­ferðar í dóms­kerf­inu frá því að ákært var í des­em­ber 2012. Til­ stóð að aðal­með­ferð í mál­inu færi fram að nýju fyrir hér­aðs­dómi í þessum mán­uð­i en það hefur frest­ast vegna mats­beiðni. Jón Ásgeir er einn þeirra sem ákærð­ur­ er í mál­inu.

Í ákærunni í Aur­um-­mál­inu var greint frá því að Glitn­ir hefði lánað eign­ar­lausu félagi, FS38 ehf., sex millj­arða króna þann 21. júlí 2008. T­veir millj­arðar króna af láns­fjár­hæð­inni fóru beint inn á reikn­ing Fons, ­fé­lags sem Pálmi Har­alds­son átti í og stýrði. Þaðan átti einn millj­arður króna að fara inn á reikn­ing Þú Blá­sólar og not­ast m.a. til að kaupa hlut í For­múlu 1 kappakst­urslið­inu Willi­ams. Þegar Aur­um-­málið var fyrir hér­aðs­dómi í fyrra ­skiptið sagði Jón Ásgeir að pen­ing­arnir hafi fyrir mis­tök verið milli­færðir inn á einka­reikn­ing hans og nýtt­ust þannig fyrir slysni til að greiða niður rúm­lega 700 millj­óna króna yfir­drátt sem hann var með hjá bank­an­um. Þú Blá­sól átt­i ­reyndar ekki banka­reikn­ing á þessum tíma, sam­kvæmt því sem fram kom í dóm­sal ­vegna máls­ins, og því erfitt að milli­færa inn á félag­ið.

Umfjöllun Kjarnans úr Panamaskjölunum

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None