Tíu fengu 40 prósent af seinni ferðagjöfinni – 226 milljónir runnu út síðasta daginn

Alls var rúmum milljarði króna ráðstafað úr ríkissjóði til fyrirtækja í gegnum síðari ferðagjöfina. Um 20 prósent ferðagjafarinnar var notuð á síðasta degi gildistíma hennar. Eldsneytissalar og skyndibitakeðjur fengu mest.

Mynd tekin fyrir utan N1-verslun að kvöldi 30. september 2021. Það var síðasti dagurinn til að nota ferðagjöfina. Landsmenn notuðu ferðagjafir til að kaupa eldsneyti hjá N1 fyrir 27 milljónir á þeim degi einum og sér.
Mynd tekin fyrir utan N1-verslun að kvöldi 30. september 2021. Það var síðasti dagurinn til að nota ferðagjöfina. Landsmenn notuðu ferðagjafir til að kaupa eldsneyti hjá N1 fyrir 27 milljónir á þeim degi einum og sér.
Auglýsing

Alls nýttu lands­menn 1.076 millj­ónir króna af seinni ferða­gjöf stjórn­valda, en frestur til að nýta hana rann út síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. Um 20 pró­sent upp­hæð­ar­inn­ar, alls 226 millj­ónir króna, voru nýttar á síð­asta degi gild­is­tíma henn­ar. Þetta kemur fram í upp­lýs­ingum frá Ferða­mála­stofu. 

Þegar stjórn­völd ákváðu að ráð­ast í aðra umferð á útdeil­ingu ferða­gjafar þá var gengið út frá því að 1,4 millj­arðar króna yrðu til útdeil­ing­ar. Hluti þeirrar upp­hæðar færð­ist úr þeim sjóðum sem teknar höfðu verið til hliðar vegna fyrstu ferða­gjaf­ar­innar en voru ekki nýtt­ir, alls um 650 millj­ónir króna, en til við­bótar voru settar 750 millj­­ónir króna í við­­bót­­ar­fjár­­­magn úr rík­is­sjóði í verk­efn­ið. 

Það þurfti ekki að ferð­ast til að nýta ferða­gjöf­ina, sem var fimm þús­und krónur á hvern full­orð­inn Íslend­ing. Hægt var að nýta hana í næsta nágrenni við heim­ili sitt til að kaupa elds­neyti, mat eða ýmis konar þjón­ustu. Fjöl­mörg fyr­ir­tæki buðu til að mynda upp á það að lands­menn gætu keypt gjafa­bréf upp á aðeins hærri upp­hæð fyrir ferða­gjöf­ina, og þannig notað hana síð­ar. 

Í nið­ur­broti á skipt­ingu gjaf­ar­innar kemur fram að um 72 pró­sent upp­hæð­ar­innar hafi annað hvort farið til fyr­ir­tækja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (50,9 pró­sent) eða til lands­dekk­andi fyr­ir­tækja (21 pró­sent). 

Nokkrir tóku mest

Alls fór næstum 40 pró­sent allra ferða­gjafa til tíu fyr­ir­tækja. Þau sem tóku mest til sín eru elds­neyt­is­sal­arnir N1 (91 milljón króna) og Olís (57 millj­ónir króna). Bæði þessi fyr­ir­tæki eru í eigu félaga sem skráð eru á hluta­bréfa­markað og skila miklum hagn­aði árlega, ann­ars vegar Festa og hins vegar Haga. 

Auglýsing
Á topp tíu list­anum er einnig að finna Icelandair og Icelandair Hot­els, sem er að hluta í eigu móð­ur­fé­lags flug­fé­lags­ins sem er skráð á hluta­bréfa­mark­að. Hið nýlega bað­lón Sky Lagoon hefur ber­sýni­lega staðið sig vel í að hvetja kúnna til að nýta ferða­gjöf­ina hjá sér en það er í þriðja sæti yfir þau fyr­ir­tæki sem fengu mest með 48 millj­ónir króna. Raf­ræna miða­salan Tix, sem selur aðgangs­miða að ýmsum lista- og afþrey­ing­ar­at­burðum eins og tón­leikum og leik­hús­um, er svo í fjórða sæti með 45 millj­ónir króna. Þrjár skyndi­bita­keðjur kom­ast á topp tíu list­ann: KFC, Hlölla­bátar og Pizza-Pizza, sem rekur Dom­in­o´s á Íslandi. Sam­an­lagt fóru rúm­lega 99 millj­ónir króna úr rík­is­sjóði til þess­ara þriggja skyndi­bita­keðja í formi ferða­gjafa í seinni umferð þeirra.

Þau tíu fyr­ir­tæki sem fengu mest út úr ferða­gjöf­inni eru eft­ir­far­and­i: 

 1. N1 91.072.061 krónur
 2. Olís 56.913.486 krónur
 3. Sky Lagoon 48.011.254 krónur
 4. Tix 45.356.975 krónur
 5. KFC 37.741.496 krónur
 6. Hlölla­bátar 34.883.039 krónur
 7. Flug­leiða­hótel (Icelandair Hot­els) 31.965.564 krónur
 8. Flyover Iceland 27.753.846 krónur
 9. Pizza-Pizza 26.739.943 krónur
 10. Icelandair 22.335.409 krónur

Alls topp tíu: 422.773.073 krónur

Rann æði á land­ann síð­asta dag­inn

Síð­asta dag­inn sem ferða­gjöfin gilti, 30. sept­em­ber, rann á þjóð­ina ferða­gjaf­aræði. Þann dag not­uðu lands­menn 226 millj­ónir króna í ferða­gjafir til fyr­ir­tækja. Um helm­ingur þeirrar upp­hæðar fór til tíu fyr­ir­tækja. Mest tók N1 til sín á loka­deg­in­um, eða 27,4 millj­ónir króna. Það þýðir að 30 pró­sent upp­hæð­ar­innar sem N1 fékk í ferða­gjöf kom inn á síð­asta gild­is­degi henn­ar. Mikil hvatn­ing, meðal ann­ars á sam­fé­lags­miðl­um, frá lista- og afþrey­ing­ar­sam­fé­lag­inu til fólks um að nota ferða­gjöf­ina í að kaupa miða á ýmis­konar sýn­ingar skil­aði því að 22,3 millj­ónir króna runnu í kaup á vörum hjá Tix.is þann 30. sept­em­ber. Því kom rétt um helm­ingur þeirrar heild­ar­upp­hæðar sem Tix náði í úr ferða­gjöf­inni inn á einum sól­ar­hring. 

Það var álag á starfsmönnum þeirra verslana sem selja eldsneyti síðasta sólarhringinn áður en að gildistími ferðagjafarinnar rann út. Mynd: Bára Huld Beck

Til sam­an­burðar not­uðu Íslend­ingar 87 millj­ónir króna í ferða­gjöf á síð­asta gild­is­degi fyrri gjaf­ar­inn­ar, í lok maí síð­ast­lið­ins, eða um þriðj­ungi þeirrar upp­hæðar sem var eytt nú. Vert er þó að taka fram að gild­is­tími fyrri ferða­gjaf­ar­innar var mun lengri og fleiri búnir að ráð­stafa henni fyrir síð­asta dag­inn þá en nú. 

Þau tíu fyr­ir­tæki sem fengu mest út úr ferða­gjöf­inni þann 30. sept­em­ber eru eft­ir­far­and­i: 

 1. N1 27.403.425 krónur
 2. Tix 22.327.289 krónur
 3. Olís 14.501.395 krónur
 4. Hlölla­bátar 12.976.634 krónur
 5. Sky Lagoon 6.726.578 krónur
 6. KFC 6.369.801 krónur
 7. Flug­leiða­hótel (Icelandair Hot­els) 6.364.701 krónur
 8. Flyover Iceland 4.931.880 krónur
 9. Pizza-Pizza 4.508.170 krónur
 10. Borg­ar­leik­húsið 3.924.042 krónur

Alls topp tíu: 110.033.915 krónur

Rúmir tveir millj­arðar allt í allt

Í tölum Ferða­mála­stofu kemur fram að alls hafi verið sóttar 231.331 ferða­gjafir fyrir 1.157 millj­arð króna. Not­aðar voru 218.934 ferða­gjafir og voru 194.171 full­nýttar (5.000 krón­ur) Ónot­aðar ferða­gjafir voru 12.397 og nemur ónotuð upp­hæð um 80 millj­ónum króna. Heild­ar­upp­hæð sem nýtt var í ferða­gjöf var, líkt og áður sagði, 1.076.841.713 krón­ur.

Sam­­kvæmt mæla­­borði ferða­­þjón­ust­unnar var rétt rúm­­lega millj­­arður greiddur út í formi ferða­gjafar í síð­­­ustu atrennu. Ferða­­gjöf 2020 átti að gilda frá júní í fyrra og út árið 2020 en var fram­­lengd til loka maí á þessu ári. Af þeim 280 þús­undum sem gátu nýtt sér síð­­­ustu ferða­­gjöf sóttu 240 þús­und gjöf­ina en heild­­ar­­fjöldi not­aðra gjafa nam 207 þús­und­­um. Því er heild­ar­kostn­aður skatt­greið­enda vegna ferða­gjaf­ar­innar rúm­lega tveir millj­arðar króna.

Mörg þeirra fyr­ir­tækja sem fengu mest út úr seinni ferða­gjöf­inni mynd­uðu þann hóp sem fékk mest út úr þeirri fyrri. Þar ber helst að nefna elds­neyt­is­sal­ana N1 og Olís og skyndi­bita­keðj­urnar Dom­in­o´s og KFC.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent