Þróun á fasteignamarkaði hér á landi keimlík þróuninni í nágrannalöndunum

Hraðar verðhækkarnir og mikil velta hafa einkennt fasteignamarkaðinn undanfarið, bæði hér á landi og í nágrannalöndum. Mörg lönd hafa beitt þjóðhagsvarúðartækjum með því að setja þak á lántökur og hlutfall greiðslubyrði af tekjum til að hindra bólur.

Fasteignir hafa hækkað hratt í verði undanfarið hér á landi líkt og annars staðar.
Fasteignir hafa hækkað hratt í verði undanfarið hér á landi líkt og annars staðar.
Auglýsing

Í kjöl­far heims­far­ald­urs COVID-19 beittu mörg ríki heims svoköll­uðum þjóð­hags­var­úð­ar­tækjum til að minnka líkur á að heims­far­ald­ur­inn hefði alvar­legar efna­hags­legar afleið­ing­ar. Kristín Arna Björg­vins­dóttir hag­fræð­ingur í Seðla­banka Íslands fjallar um þjóð­hags­var­úð­ar­stefnu og hlut­verk hennar í að jafna sveiflur vegna heims­far­ald­urs í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ing­ar.

Efna­hags­á­fallið í kjöl­far COVID-19-far­sótt­ar­innar er það fyrsta sem á sér stað eftir að beit­ing þjóð­hags­var­úð­ar­tækja varð útbreidd og var slakað á mörgum þeirra í fyrsta sinn, segir í grein­inni. Jafn­framt segir Kristín Arna að þró­unin nú, bæði hér og ann­ars stað­ar, sé að herða tökin að nýju til að koma í veg fyrir bólu­mynd­un, til að mynda á fast­eigna- og hluta­bréfa­mörk­uð­um. „Til að tak­marka kerf­is­á­hættu sem byggst hafi upp vegna aðstæðna á eigna­mörk­uðum segir hún seðla­banka ýmissa ríkja hafa brugð­ist við með því að herða taum­hald þjóð­hags­var­úð­ar­stefnu að nýju og að ekki sjái fyrir end­ann á þeirri veg­ferð.

„Þróun á fast­eigna­mörk­uðum er mik­il­væg fyrir fjár­mála­stöð­ug­leika en fjár­mála­á­föll sem rekja má til fast­eigna­bóla og skulda­aukn­ingar heim­ila eru almennt kostn­að­ar­sam­ari, lengri og alvar­legri en áföll sem orsakast af öðrum þátt­um. Því má færa rök fyrir því að þjóð­hags­legur ávinn­ingur af því að sporna gegn óhóf­legum skulda­vexti heim­ila, stuðla að stöð­ugum fast­eigna­lána­mark­aði og draga þannig úr sveiflum í hús­næð­is­verði sé tölu­verð­ur,“ segir í grein­inni.

Lág­vaxtaum­hverfið ýtir eigna­verði upp

„Þró­unin á fast­eigna­mark­aði hér á landi á síð­ustu mán­uðum hefur á margan hátt verið keim­lík þró­un­inni í okkar helstu nágrann­lönd­um. Mark­að­ur­inn hefur að und­an­förnu ein­kennst af hröðum verð­hækk­unum og mik­illi veltu. Sögu­lega lágir vextir fast­eigna­lána hér á landi ásamt tak­mörk­uðu fram­boði eigna á sölu hefur leitt til þess að með­al­sölu­tími hefur hald­ist nálægt sögu­legu lág­marki á síð­ustu mán­uðum og eignum í sölu hefur fækkað veru­lega.

Auglýsing

Lág­vaxtaum­hverfið sem nær alls staðar hefur mynd­ast ásamt skorti á vaxta­ber­andi fjár­fest­inga­kostum hefur kynt undir eigna­mörk­uðum og leitt til þess að eigna­verð bæði hér á landi og erlendis hefur hækkað mikið á síð­ustu mán­uð­um, sér í lagi á hluta­bréfa- og fast­eigna­mörk­uð­u­m.“

Kristín Arna segir sum lönd hafa sett þak á veð­setn­ing­ar­hlut­fall fast­eigna­lána á meðan önnur hafi gripið til þess að setja hámark á greiðslu­byrð­ar­hlut­föll, líkt og gert var hér á landi með ákvörðun Fjár­mála­stöð­ug­leika­nefndar Seðla­banka Íslands í lok sept­em­ber þegar sett var hámark á greiðslu­byrð­ar­hlut­fall nýrra fast­eigna­lána. Hámarkið er 35 pró­sent af ráð­stöf­un­ar­tekjum á almenna lán­tak­endur en 40 pró­sent á fyrstu kaup­end­ur.

Þessum úrræðum segir höf­undur að sé almennt beitt ef talið er að ójafn­vægi á fast­eigna­mark­aði geti ógnað fjár­mála­stöð­ug­leika. Búast megi við að alþjóð­legt reglu­verk um beit­ingu þjóð­hags­var­úð­ar­tækja verði end­ur­skoðað á næstu árum með reynsl­una af COVID-19 krepp­unni í huga.

Hægt er að lesa grein Krist­ínar Örnu Björg­vins­dóttur í heild sinni með því að ger­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent