Þróun á fasteignamarkaði hér á landi keimlík þróuninni í nágrannalöndunum

Hraðar verðhækkarnir og mikil velta hafa einkennt fasteignamarkaðinn undanfarið, bæði hér á landi og í nágrannalöndum. Mörg lönd hafa beitt þjóðhagsvarúðartækjum með því að setja þak á lántökur og hlutfall greiðslubyrði af tekjum til að hindra bólur.

Fasteignir hafa hækkað hratt í verði undanfarið hér á landi líkt og annars staðar.
Fasteignir hafa hækkað hratt í verði undanfarið hér á landi líkt og annars staðar.
Auglýsing

Í kjöl­far heims­far­ald­urs COVID-19 beittu mörg ríki heims svoköll­uðum þjóð­hags­var­úð­ar­tækjum til að minnka líkur á að heims­far­ald­ur­inn hefði alvar­legar efna­hags­legar afleið­ing­ar. Kristín Arna Björg­vins­dóttir hag­fræð­ingur í Seðla­banka Íslands fjallar um þjóð­hags­var­úð­ar­stefnu og hlut­verk hennar í að jafna sveiflur vegna heims­far­ald­urs í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ing­ar.

Efna­hags­á­fallið í kjöl­far COVID-19-far­sótt­ar­innar er það fyrsta sem á sér stað eftir að beit­ing þjóð­hags­var­úð­ar­tækja varð útbreidd og var slakað á mörgum þeirra í fyrsta sinn, segir í grein­inni. Jafn­framt segir Kristín Arna að þró­unin nú, bæði hér og ann­ars stað­ar, sé að herða tökin að nýju til að koma í veg fyrir bólu­mynd­un, til að mynda á fast­eigna- og hluta­bréfa­mörk­uð­um. „Til að tak­marka kerf­is­á­hættu sem byggst hafi upp vegna aðstæðna á eigna­mörk­uðum segir hún seðla­banka ýmissa ríkja hafa brugð­ist við með því að herða taum­hald þjóð­hags­var­úð­ar­stefnu að nýju og að ekki sjái fyrir end­ann á þeirri veg­ferð.

„Þróun á fast­eigna­mörk­uðum er mik­il­væg fyrir fjár­mála­stöð­ug­leika en fjár­mála­á­föll sem rekja má til fast­eigna­bóla og skulda­aukn­ingar heim­ila eru almennt kostn­að­ar­sam­ari, lengri og alvar­legri en áföll sem orsakast af öðrum þátt­um. Því má færa rök fyrir því að þjóð­hags­legur ávinn­ingur af því að sporna gegn óhóf­legum skulda­vexti heim­ila, stuðla að stöð­ugum fast­eigna­lána­mark­aði og draga þannig úr sveiflum í hús­næð­is­verði sé tölu­verð­ur,“ segir í grein­inni.

Lág­vaxtaum­hverfið ýtir eigna­verði upp

„Þró­unin á fast­eigna­mark­aði hér á landi á síð­ustu mán­uðum hefur á margan hátt verið keim­lík þró­un­inni í okkar helstu nágrann­lönd­um. Mark­að­ur­inn hefur að und­an­förnu ein­kennst af hröðum verð­hækk­unum og mik­illi veltu. Sögu­lega lágir vextir fast­eigna­lána hér á landi ásamt tak­mörk­uðu fram­boði eigna á sölu hefur leitt til þess að með­al­sölu­tími hefur hald­ist nálægt sögu­legu lág­marki á síð­ustu mán­uðum og eignum í sölu hefur fækkað veru­lega.

Auglýsing

Lág­vaxtaum­hverfið sem nær alls staðar hefur mynd­ast ásamt skorti á vaxta­ber­andi fjár­fest­inga­kostum hefur kynt undir eigna­mörk­uðum og leitt til þess að eigna­verð bæði hér á landi og erlendis hefur hækkað mikið á síð­ustu mán­uð­um, sér í lagi á hluta­bréfa- og fast­eigna­mörk­uð­u­m.“

Kristín Arna segir sum lönd hafa sett þak á veð­setn­ing­ar­hlut­fall fast­eigna­lána á meðan önnur hafi gripið til þess að setja hámark á greiðslu­byrð­ar­hlut­föll, líkt og gert var hér á landi með ákvörðun Fjár­mála­stöð­ug­leika­nefndar Seðla­banka Íslands í lok sept­em­ber þegar sett var hámark á greiðslu­byrð­ar­hlut­fall nýrra fast­eigna­lána. Hámarkið er 35 pró­sent af ráð­stöf­un­ar­tekjum á almenna lán­tak­endur en 40 pró­sent á fyrstu kaup­end­ur.

Þessum úrræðum segir höf­undur að sé almennt beitt ef talið er að ójafn­vægi á fast­eigna­mark­aði geti ógnað fjár­mála­stöð­ug­leika. Búast megi við að alþjóð­legt reglu­verk um beit­ingu þjóð­hags­var­úð­ar­tækja verði end­ur­skoðað á næstu árum með reynsl­una af COVID-19 krepp­unni í huga.

Hægt er að lesa grein Krist­ínar Örnu Björg­vins­dóttur í heild sinni með því að ger­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent