Píratar tilbúnir að styðja við minnihlutastjórn félagshyggjuflokka

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að Píratar séu tilbúnir að styðja ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Samfylkingar án þess að setjast í þá stjórn. Slík minnihlutastjórn nyti þá stuðnings 33 þingmanna, eða þremur fleiri en stæðu á móti henni.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Píratar eru til­búnir að verja minni­hluta­stjórn Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Sam­fylk­ingar falli án þess að taka sæti í slíkri rík­is­stjórn. Þetta sagði Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata og odd­viti flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, í Silfr­inu í dag. 

Sam­an­lagt eru þessir þrír flokkar með 27 þing­menn en ef sex þing­menn Pírata bæt­ast við þá yrðu 33 þing­menn á bak­við slíka rík­is­stjórn gegn 30 sem myndu standa gegn henni. Heim­ildir Kjarn­ans herma að þessi hug­mynd hafi verið rædd umtals­vert innan Sam­fylk­ingar og Pírata sem sá val­kostur sem Fram­sókn­ar­flokki og Vinstri grænum standi til boða kjósi flokk­arnir ekki að end­ur­nýja stjórn­ar­sam­starf­ið. Til greina kemur að reyna að fá Flokk fólks­ins til að styðja einnig við minni­hluta­stjórn­ina gegn því að ná saman við hann um helsta kosn­inga­mál hans, bætta grunn­fram­færslu við­kvæmra og jað­ar­settra hópa á Íslandi. Þá myndi fjöldi þeirra þing­manna sem styddi minni­hluta­stjórn­ina fara í 39.

Innan bæði Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna  hefur verið fyr­ir­vari á stjórn­ar­sam­starfi við Pírata af ýmsum ástæðum og með þess­ari lausn er hægt að kom­ast fram­hjá því skil­yrði Pírata að þátt­taka í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi velti á því að ný stjórn­ar­skrá verði inn­leidd á næsta kjör­tíma­bil­i. 

Með 33 þing­menn á bak­við minni­hluta­stjórn

Fram­­sókn, Vinstri græn, Sam­­fylk­ing og Pírat­­ar, ræddu saman um myndun rík­is­stjórnar eftir kosn­ing­arnar 2017. Þá höfðu flokk­arnir saman 32 þing­menn en hafa nú, líkt og áður sagði, 33 þing­menn á bak­við sig. 

Auglýsing
Árið 2017 sleit Sig­­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, við­ræð­unum eftir að hann taldi meiri­hlut­ann of tæp­­an. 

Fátt bendir til ann­ars sem stendur en að sitj­andi rík­is­stjórn Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks end­ur­nýi sam­starf sitt. Óform­legar við­ræður um helstu mál­efna­á­hersl­ur, helstu deilu­mál og verka­skipt­ingu hafa staðið yfir frá því í byrjun lið­innar viku. Heim­ildir Kjarn­ans herma að til skoð­unar sé að fjölga ráðu­neytum og færa mál­efni á milli þeirra. Þar er helst horft til þess að búa til nýtt inn­við­a­ráðu­neyti með því að færa meðal ann­ars hús­næð­is­mál inn í sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið og að skipta sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neyt­inu upp í tvennt á ný. 

Fram­sókn sæk­ist eftir frek­ari áhrifum

Gengið er út frá því í við­ræð­unum að Katrín Jak­obs­dóttir verði áfram for­sæt­is­ráð­herra.

­Sig­­urður Ingi sæk­ist sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eftir því að fá fjár­­­mála­ráðu­­neytið á grund­velli auk­ins styrks Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins eftir kosn­­ing­­ar, en þing­­mönnum flokks­ins fjölg­aði um fimm og eru nú 13, eða þremur færri en sá fjöldi sem Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn hef­­ur. Það þykir næst valda­­mesta ráðu­­neytið og þaðan er hægt að stýra fjár­­­magni í þau stóru verk­efni sem Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn lof­aði að ráð­­ast í í aðdrag­anda kosn­­ing­anna, til að mynda kerf­is­breyt­inga í fram­­færslu­­kerfum eldri borg­­ara og öryrkja. 

Við­­mæl­endur Kjarn­ans hafa sagt að Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sé ekki afhuga þess­­ari nið­­ur­­stöðu fái Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn fleiri ráðu­­neyti í sinn hlut í stað­inn. Sjálfur myndi hann þá senn­i­­leg­­ast setj­­­ast í stól utan­­­rík­­is­ráð­herra. 

Ef Fram­sókn­ar­flokkur og Vinstri græn myndu ákveða að fara í minni­hluta­stjórn með Sam­fylk­ingu, sem tap­aði fylgi og þing­manni í liðnum kosn­ing­um, myndu flokk­arnir fá mun meiri áhrif og fleiri ráðu­neyti til að stýra. Engin hefð er fyrir myndun minni­hluta­stjórna sem varðar eru falli af flokkum sem standa utan form­legs stjórn­ar­sam­starfs hér­lend­is. Það er fyr­ir­komu­lag sem tíðkast víða á Norð­­ur­lönd­unum en minn­i­hluta­­stjórnir eru við stjórn­­völ­inn í Nor­egi, Sví­­þjóð og Dan­­mörku sem stend­­ur. Í Finn­landi er meiri­hluta­stjórn fimm flokka.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent