50 færslur fundust merktar „seðlabankinn“

Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
6. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Einkaneysla vegna eyðslu á sparnaði og fleiri ferðamenn undirstaða aukins hagvaxtar
Hagvöxtur er meiri á Íslandi en áður var reiknað með vegna þess að heimilin eru að eyða sparnaði sínum og fjöldi ferðamanna er vel umfram spár. Verðbólguhorfur hafa hins vegar versnað og húsnæðisverð er enn að hækka.
24. ágúst 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
24. júní 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
„Lífskjör fólks á Íslandi ráðast nú mjög á stöðu þess á fasteignamarkaði“
Seðlabankastjóri segir að bankinn sé að koma í veg fyrir fasteignabólu með stýrivaxtahækkunum sínum, en fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur samt hækkað um 24 prósent á einu ári. Eftirspurn eftir vinnuafli hefur ekki verið meira frá 2007.
22. júní 2022
Um þriðjungar starfsmanna Seðlabanka Íslands tók þátt í stofnun Listaklúbbs Seðlabankans síðastliðið haust. Fyrsta listakvöld klúbbsins var haldið nýverið þar sem fyrsta listahappdrættið fór fram og fóru nokkrir meðlimir heim með ný listaverk í farteskinu
Seðlabankinn gaf starfsmannafélagi bankans tvær milljónir við stofnun listaklúbbs
Listaklúbbur Seðlabanka Íslands var stofnaður síðastliðið haust. Ríflega hundrað starfsmenn bankans eru í klúbbnum og greiða þrjú þúsund krónur í félagsgjald mánaðarlega. Listaverkahappdrætti er haldið reglulega.
4. apríl 2022
Herdís Steingrímsdóttir, hagfræðidósent við CBS, og Katrín Ólafsdóttir, hagfræðidósent við HR.
Herdís Steingrímsdóttir í peningastefnunefnd
Forsætisráðherra hefur skipað Herdísi Steingrímsdóttur í peningastefnunefnd Seðlabankans næstu fimm árin. Herdís er hagfræðidósent við Copenhagen Business School, en hún tekur sæti Katrínar Ólafsdóttur í nefndinni.
4. mars 2022
Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Gerir ráð fyrir meiri verðbólgu
Seðlabankinn telur að verðbólgan muni aukast á næstu mánuðum og hjaðna hægt. Hann segir óvissuna um framvindu efnahagsmála í náinni framtíð hafa aukist, meðal annars vegna hættu á stríðsátökum í Evrópu.
9. febrúar 2022
Hvetur til innleiðingar á óháðri innlendri greiðslulausn
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir kerfisáhættu vera vaxandi í hagkerfinu vegna hækkandi skulda og íbúðaverðs. Þó vill hún ekki breyta eiginfjárkröfum bankanna í bráð, en telur brýnt að innleiða óháða innlenda greiðslulausn sem fyrst.
8. desember 2021
Segir húsnæðisverð hafa hækkað umfram þróun grunnþátta
Samkvæmt Seðlabankanum er ekki einungis hægt að útskýra verðhækkanir á húsnæðismarkaðnum á síðustu mánuðum með lægri vöxtum og auknum kaupmætti ráðstöfunartekna.
17. nóvember 2021
Vextir hækkaðir um 0,5 prósentustig
Seðlabankinn hefur ákveðið að hækka meginvexti sína um hálft prósentustig vegna hækkandi verðbólgu. Nokkur óvissa er um framvindu efnahagsmála, en bankinn spáir þó meiri hagvexti en áður fyrir næsta ár.
17. nóvember 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Gjaldeyrisforðinn minnkaði um 14 milljarða í október
Eignir Seðlabankans í erlendum gjaldeyri minnkuðu lítillega í síðasta mánuði, en hafa þó aukist töluvert frá áramótum. Þó er hann enn ekki orðinn jafnmikill og hann var á miðju síðasta ári.
12. nóvember 2021
Stýrivextir hækkaðir í 1,5 prósent
Seðlabankinn hefur ákveðið að hækka vexti sína um 0,25 prósentustig. Peningastefnunefnd bankans segir það vera áhyggjuefni að verðbólguvæntingar virðast hafa tekið að hækka á ný.
6. október 2021
Fasteignir hafa hækkað hratt í verði undanfarið hér á landi líkt og annars staðar.
Þróun á fasteignamarkaði hér á landi keimlík þróuninni í nágrannalöndunum
Hraðar verðhækkarnir og mikil velta hafa einkennt fasteignamarkaðinn undanfarið, bæði hér á landi og í nágrannalöndum. Mörg lönd hafa beitt þjóðhagsvarúðartækjum með því að setja þak á lántökur og hlutfall greiðslubyrði af tekjum til að hindra bólur.
3. október 2021
Vonir eru bundnar við að störfum fari aftur að fjölga samhliða fjölgun ferðamanna.
Næstum því jafnmargir starfa nú og fyrir farsótt
Fjöldi starfandi fólks hefur aukist hratt síðustu mánuðum og fyrirtæki hafa mikinn áhuga á að ráða til sín starfsfólk. Samkvæmt Seðlabankanum væri atvinnuleysið 2,5 prósentustigum hærra ef ekki væri fyrir ráðningarstyrki stjórnvalda.
25. ágúst 2021
Seðlabankinn hækkar vexti aftur
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Hann segir ástæðuna vera skjótan efnahagsbata og miklar verðhækkanir, en búist er við að verðbólgan verði yfir fjórum prósentum út árið.
25. ágúst 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Hafa áhyggjur af þróun á fasteignamarkaði
Þróunin á húsnæðismarkaði var meðal þess sem var rætt á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar en meirihluti nefndarmanna taldi hana benda til vaxandi ójafnvægis.
28. júlí 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Arðgreiðslur heimilar og veðsetning fasteignalána lækkar í 80 prósent
Einungis fyrstu kaupendur geta nú fengið meira en 80 prósenta lán fyrir fasteignakaup sín, samkvæmt nýrri yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans.
30. júní 2021
Bréf frá lögmanni á vegum Samherja og forstjóra þess barst seðlabankastjóra sama dag og Stundin birti við hann viðtal. Því var svarað tveimur vikum seinna.
Samherji og Þorsteinn Már vildu vita hvort rétt væri haft eftir Ásgeiri í Stundinni
Seðlabankinn hefur afhent Kjarnanum samskipti lögmanns Samherja við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra, sem bankinn hafði áður hafnað að láta af hendi. Samherji og forstjóri hans vildu vita hvort blaðamaður Stundarinnar væri að hafa rétt eftir Ásgeiri.
21. júní 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Erindi sem hann fékk frá Samherja eða fulltrúa fyrirtækisins eftir viðtal við Stundina í apríl fæst ekki afhent vegna þagnarskyldu starfsmanna Seðlabankans.
Ásgeir Jónsson fékk bréf frá Samherja eftir viðtalið við Stundina
Kjarninn hefur fengið staðfestingu á því að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fékk sent erindi frá Samherja í kjölfar þess að viðtal við hann í Stundinni birtist í aprílmánuði. Erindið fæst ekki afhent vegna þagnarskyldu starfsmanna Seðlabankans.
2. júní 2021
Vildu nothæfan lista, afgreiða Ásgeir og safna upplýsingum um stjórn samtaka
Í samræðum „skæruliðadeildar“ Samherja kemur fram að Þorsteinn Már Baldvinsson vilji ekki að Njáll Trausti Friðbertsson verði næsti oddviti Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi. Þau ræddu einnig að safna upplýsingum um stjórn samtaka gegn spillingu.
23. maí 2021
Seðlabankinn deilir ekki sömu bjartsýni og Landsbankinn á komu ferðamanna hingað til lands í ár
Seðlabankinn gerir ráð fyrir færri ferðamönnum
Samkvæmt nýrri spá Seðlabankans munu færri ferðamenn koma hingað til lands í ár heldur en áður var talið, meðal annars vegna tilkomu nýrra afbrigða af kórónuveirunni.
19. maí 2021
Seðlabankinn hækkar vexti
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti um 0,25 prósentustig, þar sem efnahagshorfur hafa batnað og verðbólgan reynst þrálátari en áður var spáð.
19. maí 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
AGS mælir með þrengri skilyrðum á húsnæðislánum
Seðlabankinn ætti að beita þjóðhagsvarúðartækjum sínum til að takmarka hlut íbúðalána hjá bönkunum eða tryggja endurgreiðslugetu lánanna, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
22. apríl 2021
Upplýsingagjöf sjóðsins til fjármálaeftirlitsins í tengslum við athugunina er sögð hafa verið „ábótavant og misvísandi“.
Stjórn LIVE hafi ekki gætt að því að meta hæfi stjórnarmanna
Fjármálaeftirlit Seðlabankans segir að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafi ekki gætt að því að meta hæfi stjórnarmanna við undirbúning og ákvörðun um hvort taka skyldi þátt í hlutafjárútboði Icelandair.
15. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
14. apríl 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands.
Ræddi auknar reglur um starfsemi lífeyrissjóða
Aukin áhættusækni lífeyrissjóðanna vegna lágra vaxta og misræmi í líftíma eigna þeirra og skulda gæti verið ógn við fjármálastöðugleika, að mati Seðlabankans.
2. apríl 2021
Neysla Íslendinga minnkaði samdráttinn í hagkerfinu í fyrra
Einstaklingar og fyrirtæki minnkuðu samdráttinn
Seðlabankinn telur nú að samdrátturinn í landsframleiðslu hafi ekki verið jafnmikill í fyrra og búist var við fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ekki er það þó hinu opinbera að þakka, heldur neyslu og fjárfestingu einstaklinga og fyrirtækja.
3. febrúar 2021
Tilkynningarskyldir aðilar, til dæmis bankar, eiga að framkvæma aukna áreiðanleikakönnun þegar viðskiptamenn þeirra eru háttsettir opinberir starfsmenn.
Fjármálaeftirlitið birtir lista yfir opinber störf sem teljast háttsett
Á vef Seðlabanka Íslands má nú nálgast lista yfir starfsheiti sem Fjármálaeftirlitið skilgreinir sem háttsett opinber störf. Listinn er settur fram vegna reglugerðar um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem tók gildi í fyrra.
2. febrúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
25. janúar 2021
Enginn sveiflujöfnunarauki næstu þrjá mánuði
Eiginfjárkröfur hjá fjármálafyrirtækjum verða ekki hækkaðar í nafni sveiflujöfnunar næsta ársfjórðunginn.
16. desember 2020
Fimmta mánuðinn í röð flýja sjóðsfélagar með húsnæðislánin sín frá lífeyrissjóðum til banka
Uppgreiðslur á húsnæðislánum hjá lífeyrissjóðum námu hærri upphæð en nokkru sinni áður í októbermánuði. Íslenskir viðskiptabankar hafa lánað tvisvar sinnum meira á fyrstu tíu mánuðum þessa árs en þeir gerðu allt árið í fyrra.
7. desember 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
„Þurfum ekki að berja vaxtarófið með kaupum sisona“
Seðlabankastjóra þykir skilning skorta á peningahagfræði í litlum opnum hagkerfum í umræðum um það hvort bankinn sé að gera nóg til að lækka langtímavexti.
18. nóvember 2020
Daði Már Kristófersson
Bjargráð – ekki bólur
18. nóvember 2020
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands
Aukinn kraftur í magnbundna íhlutun Seðlabankans
Þrátt fyrir að hafa tilkynnt allt að 150 milljarða króna kaup á ríkisskuldabréfum í vor hafði Seðlabankinn aðeins keypt innan við eitt prósent af þeim fimm mánuðum seinna. Á síðustu vikum hefur bankinn þó aukið kaup sín töluvert.
16. nóvember 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
30. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
22. október 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
29. september 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Fjármálaeftirlitið kannar ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við útboð Icelandair
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á ákvarðanatöku lífeyrissjóða í kringum hlutafjárútboð Icelandair Group. Seðlabankastjóri segir óheppilegt að hagsmunaaðilar sitji í stjórnum lífeyrissjóða og taki ákvarðanir um fjárfestingar.
23. september 2020
Ekki hefur áður komið efnislega fram hvað það var sem Seðlabankinn kærði Samherja fyrir á sínum tíma.
Ljósi varpað á hvað það var sem fólst í kæru Seðlabankans á hendur Samherja
Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabankanum í dag kom fram í fyrsta skipti fyrir hvaða efnisatriði Seðlabankinn kærði Samherja fyrir til sérstaks saksóknara árið 2013. Veigamesta kæruefnið laut að félagi á Kýpur.
9. september 2020
Úr dyragættinni í dómsalnum í morgun, en þar hafa blaðamenn setið í hnapp og fylgst með því sem fór fram.
Seðlabankinn hafi sakað Samherja um að skila ekki 85 milljarða gjaldeyri
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir að Seðlabankinn hafi sakað Samherja um að standa ekki í skil á 85 milljörðum í gjaldeyri til landsins. Seðlabankinn virðist telja að dótturfélögum Samherja hafi verið stjórnað frá Íslandi í reynd.
9. september 2020
Peningamál Seðlabanka Íslands komu út í dag samhliða stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar.
Seðlabankinn gerir ráð fyrir sjö prósent samdrætti landsframleiðslu í ár
Samdráttur landsframleiðslu milli ára á öðrum ársfjórðungi er sá mesti frá upphafi ársfjórðungslegra þjóðhagsreikninga. Samdrátturinn er samt sem áður minni en gert hafði verið ráð fyrir í maí en uppfærð grunnspá SÍ var birt í Peningamálum í dag.
26. ágúst 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Stýrivextir óbreyttir og verða áfram eitt prósent
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum sínum á sama stað og þeir hafa verið frá því í maí.
26. ágúst 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Vextir Seðlabankans lækkaðir um 0,5 prósentustig og hafa aldrei verið lægri
Seðlabankinn tilkynnti um sitt útspil vegna áhrifa af útbreiðslu kórónuveirunnar í dag þegar hann lækkaði stýrivexti. Þeir hafa nú helmingast á innan við ári.
11. mars 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Vaxtaákvörðun Seðlabankans flýtt um viku
Ný ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands verður kynnt á vef bankans í fyrramálið. Ákvörðuninni hefur þannig verið flýtt um eina viku, en til stóð að næsti vaxtaákvörðunardagur yrði 18. mars.
10. mars 2020
Seðlabanki Íslands
Viðskiptaafgangur minni á þriðja ársfjórðungi en í fyrra
Viðskiptaafgangur var 63 milljarðar á þriðja ársfjórðungi á þessu ári, samkvæmt Seðlabankanum. Hrein staða við útlönd var jákvæð um 714 milljarða króna.
2. desember 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
20. júní 2019
Seðlabankinn búinn að fá svar frá Kaupþingi um í hvað neyðarlánið fór
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að hann vilji klára skýrslu um neyðarlánið sem veitt var Kaupþingi haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum sem fyrst. Málið hvíli eins og mara á honum. Már er í viðtali í 21 á Hringbraut í kvöld klukkan 21.
6. mars 2019
Rannveig Sigurðardóttir
Rannveig skipuð aðstoðarseðlabankastjóri
Katrín Jakobsdóttir hefur ákveðið að skipa Rannveigu Sigurðardóttur hagfræðing sem aðstoðarseðlabankastjóra.
21. júní 2018
Húsnæði Seðlabankans.
Nýr mælikvarði á undirliggjandi verðbólgu notaður hjá Seðlabankanum
Seðlabankinn kynnti í gær nýjan mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu þar sem litið er framhjá sveiflum í húsnæðisverði.
21. júní 2018
Svokölluð jöklabréf voru mjög vinsæl á árunum fyrir hrun
Jöklabréf verða ekki lengur leyfð
Útgáfa svokallaðra jöklabréfa verða ekki lengur leyfð eftir reglubreytingu frá Seðlabankanum sem tekur gildi á morgun. Heimilt hafði þó verið að gefa þau út síðan gjaldeyrishöftunum var aflétt í mars.
26. júní 2017