Fjármálaeftirlitið birtir lista yfir opinber störf sem teljast háttsett

Á vef Seðlabanka Íslands má nú nálgast lista yfir starfsheiti sem Fjármálaeftirlitið skilgreinir sem háttsett opinber störf. Listinn er settur fram vegna reglugerðar um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem tók gildi í fyrra.

Tilkynningarskyldir aðilar, til dæmis bankar, eiga að framkvæma aukna áreiðanleikakönnun þegar viðskiptamenn þeirra eru háttsettir opinberir starfsmenn.
Tilkynningarskyldir aðilar, til dæmis bankar, eiga að framkvæma aukna áreiðanleikakönnun þegar viðskiptamenn þeirra eru háttsettir opinberir starfsmenn.
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands hefur birt lista yfir þau starfs­heiti hér á landi sem telj­ast til hátt­settra opin­berra starfa. 

Þetta gerir Fjár­mála­eft­ir­litið til þess að upp­fylla skyldur sínar sam­kvæmt reglu­gerð um ein­stak­linga í áhættu­hópi vegna stjórn­mála­legra tengsla með til­liti til aðgerða gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka, sem tók gildi í fyrra.

Ein­stak­lingar sem eru eða hafa verið hátt­settir í opin­berri þjón­ustu, nán­asta fjöl­skylda þeirra og nánir sam­starfs­menn eru nefni­lega taldir vera í áhættu­hópi vegna stjórn­mála­legra tengsla í skiln­ingi laga um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. 

Stjórn­mála­menn, dóm­ar­ar, opin­berir stjórn­ar­menn og fram­kvæmda­stjórar

List­inn sem Fjár­mála­eft­ir­litið hefur nú gefið út á að geta verið til hlið­sjónar við mat á því hvort aðilar séu í áhættu­hópi vegna stjórn­mála­legra tengsla. Á list­anum eru allir þing­menn og ráð­herr­ar, for­seti Íslands og allir stjórn­ar­menn í stjórn­mála­flokk­um, eða aðilar í fram­kvæmda­stjórn, eftir því sem á við, en það er mis­jafnt milli flokka.

Dóm­arar við íslenska dóm­stóla (þó ekki hér­aðs­dóm­ar­ar) og íslenskir dóm­arar við alþjóða­dóm­stóla eins og Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu, EFTA-­dóm­stól­inn og Alþjóð­lega haf­rétt­ar­dóm­stól­inn eru einnig á list­anum og það eru sömu­leiðis hæst­ráð­endur í Seðla­banka Íslands, seðla­banka­stjóri og vara­seðla­banka­stjór­ar.

Auglýsing

Íslend­ingar sem starfa sem fram­kvæmda­stjórar eða stjórn­ar­menn fyrir alþjóða­stofn­anir á borð við EFTA og eft­ir­lits­stofnun EFTA falla líka í þennan flokk, sam­kvæmt list­anum frá Fjár­mála­eft­ir­lit­in­u. 

Sendi­herrar Íslands og stað­genglar þeirra telj­ast einnig hátt­settir opin­berir starfs­menn og það gera einnig allir stjórn­ar­menn í opin­berum fyr­ir­tækj­um, auk fram­kvæmda­stjóra þeirra. 

Þannig telj­ast stjórn­ar­menn til dæmis Rík­is­út­varps­ins, tón­list­ar­húss­ins Hörpu og Íslands­pósts allir vera hátt­settir opin­berir starfs­menn og sem slíkir eru þeir í skil­greindum áhættu­hópi vegna stjórn­mála­legra tengsla með til­liti til aðgerða gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka, sem tók sem áður segir gildi í fyrra.

Til­kynn­ing­ar­skyldir aðil­ar, til dæmis bankar, eiga að fram­kvæma aukna áreið­an­leika­könnun þegar við­skipta­menn þeirra eru í slíkum áhættu­hópi.

Fréttin hefur verið upp­færð: Tekið er fram að starf hér­aðs­dóm­ara telst ekki hátt­sett opin­bert starf að mati Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, en það láð­ist í fyrri útgáfu frétt­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að snarlækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent