Hafa áhyggjur af þróun á fasteignamarkaði

Þróunin á húsnæðismarkaði var meðal þess sem var rætt á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar en meirihluti nefndarmanna taldi hana benda til vaxandi ójafnvægis.

Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Auglýsing

Styttri sölutími eigna, minnkandi framboð og aukinn vöxtur útlána tili heimila er áhyggjuefni að mati meirihluta nefndarmanna í fjármálastöðugleikanefnd. Þetta kemur fram í fundargerð frá síðasta fundi nefndarinnar sem nú hefur verið birt á vef Seðlabankans en fundurinn fór fram í lok júní. Meirihluti nefndarmanna taldi þróunina á fasteignamarkaði benda til vaxandi ójafnvægis, líkt og það er orðað í fundargerð.

Eftir umfjöllun um fasteignamarkaðinn bar seðlabankastjóri tillögu um að veðsetningarhlutfall fasteignalána til neytenda yrði lækkað úr 85 prósentum í 80 prósent en hlutfallið fyrir fyrstu kaupendur yrði óbreytt í 90 prósentum. Tillagan var samþykkt einróma af nefndinni. „Var það mat nefndarinnar að ofangreind aðgerð væri til þess fallin að vernda viðnámsþrótt lántaka og lánveitenda og vinna gegn aukningu kerfisáhættu. Nefndarmenn samþykktu einnig að skoða nánar beitingu á greiðslubyrðarhlutfallinu og var Seðlabankanum falið að vinna að útfærslu þess.“

Greiðslugeta fólks mögulega ofmetin

Líkt og áður segir höfðu nefndarmenn áhyggjur af stöðunni á fasteignamarkaði. „Eftirspurn hefði aukist samhliða hækkandi ráðstöfunartekjum og lágum vöxtum. Hækkandi fasteignaverð og sögulega lágir vextir gæti leitt til þess að greiðslugeta væri ofmetin. Það ásamt horfum um að framboð haldi ekki í við eftirspurn á næstu misserum gæti skapað skilyrði fyrir skuldadrifinni hækkun fasteignaverðs,“ segir í fundargerð.

Auglýsing

Einn nefndarmaður taldi að aukin eftirspurn og hækkun verðs væri afleiðing af tímabundnu ástandi sem skapast hefði vegna farsóttarinnar og að vísbendingar væru um að tekið væri að hægja á hækkununum.

Nefndarmenn töldu að beiting þjóðhagsvarúðartækja á markaðinn ætti ekki að hafa verulega þvingandi áhrif á markaðinn eins og staðan væri um þessar mundir. Notkun þeirra gæti þó haft fyrirbyggjandi áhrif. „Hins vegar væri mögulegt að hafa fyrirbyggjandi áhrif með beitingu þeirra á komandi mánuðum og draga úr líkum þess að skuldsetning heimila á fasteignamarkaði yrði umfram getu þeirra til að standa undir greiðslubyrði lána til meðallangs tíma. Þá gæti beiting þjóðhagsvarúðartækja einnig dregið úr líkum á að fasteignaverð leiti verulega frá þeim undirstöðuþáttum sem alla jafnan ráða þróun þess til lengri tíma.“

Aldrei fleiri íbúðir selst yfir ásettu verði

Líkt og nefndin fjallaði um er eftirspurn eftir fasteignum mikil og verð hefur hækkað hratt að undanförnu. Í síðustu mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem kom út fyrr í þessum mánuði kom fram að um þessar mundir selst metfjöldi íbúða yfir ásettu verði. Í maí síðastliðnum seldust 32 prósent íbúða yfir ásettu verði. Hæst var hlutfallið fyrir sérbýli á höfuðborgarsvæðinu en 42,7 prósent slíkra eigna seldist á yfirverði.

Þá hefur hækkun fasteignaverð verið meiri en hækkun kaupmáttar „Mikil eftirspurn mælist nú eftir húsnæði og hefur það sett mark sitt á helstu hagvísa á fasteignamarkaði. Hækkanir á fasteignaverði eru áfram meiri en sem nemur aukningu kaupmáttar undangengna mánuði. Svokölluð vísitala paraðra viðskipta hefur hækkað um 18,3% fyrir sérbýli og 17,1% fyrir fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu undangengna tólf mánuði. Á landsbyggðinni hækkaði sérbýli um 14,5% og fjölbýli um 4,6%,“ segir á vef HMS.

Sölutími íbúða hefur líka styst. Hann er nú að 38 dagar að meðaltali á höfuðborgarsvæðinu en 78 dagar á landsbyggð. Á vef HMS segir að talað sé um seljendamarkað ef sölutími íbúða er styttri en þrír mánuðir en kaupendamarkað ef sölutíminn er lengri en sex mánuðir. „Þessar tölur benda því til þess að nú sé sterkur seljendamarkaður á höfuðborgarsvæðinu.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent