Segir húsnæðisverð hafa hækkað umfram þróun grunnþátta

Samkvæmt Seðlabankanum er ekki einungis hægt að útskýra verðhækkanir á húsnæðismarkaðnum á síðustu mánuðum með lægri vöxtum og auknum kaupmætti ráðstöfunartekna.

7DM_3071_raw_170615.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Merki eru um að hækkun hús­næð­is­verðs sé orðin umfram það sem megi skýra með þeim efna­hags­legu grunn­þáttum sem til lengri tíma ráða mestu um þróun þess. Þetta kemur fram í nýjasta riti Pen­inga­mála Seðla­bank­ans sem kom út í morg­un.

Svipuð þróun í nágranna­löndum

Sam­kvæmt bank­anum eru einnig vís­bend­ingar um að hús­næð­is­verð hafi hækkað umfram þróun grunn­þátta þess í öðrum lönd­um, en svip­aðar verð­hækk­anir hafa einnig átt sér stað í Nor­egi, Dan­mörku og Sví­þjóð á síð­ustu tólf mán­uð­um.

Bank­inn heldur úti um svo­kall­aða hús­næð­is­verðs­jöfnu í þjóð­hags­lík­ani sínu, sem metur hækkun hús­næð­is­verðs út frá sögu­legu sam­bandi þess við kaup­mætti ráð­stöf­un­ar­tekna og raun­vaxta hús­næð­is­lána.

Auglýsing

Sam­kvæmt þeirri jöfnu var verð­hækk­unin á mark­aðnum nokkuð minni en búast mætti við í fyrra, miðað við meiri ráð­stöf­un­ar­tekjur og lægri vexti. Hins vegar fór verð að hækka mun hraðar á síð­ustu tveimur árs­fjórð­ungum og eru þær nú nokkuð yfir því sem spá lík­ans­ins gefur til kynna.

Hægir á verð­hækk­unum á næsta ári

Seðla­bank­inn segir þessar verð­hækk­anir hafa verið ástæðan fyrir því að fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd hafi ákveðið að lækka hámarks­veð­setn­ing­ar­hlut­fall á nýjum fast­eigna­lánum í haust, auk þess sem hann lækk­aði hámarks­greiðslu­byrði nýrra fast­eigna­lána niður í 35 pró­sent af ráð­stöf­un­ar­tekjum og hækk­aði eig­in­fjár­kröfur á fjár­mála­fyr­ir­tæki.

„Þessar aðgerðir ásamt vaxta­hækk­unum bank­ans ættu að stuðla að hæg­ari hækkun hús­næð­is­verðs og gerir grunn­spá bank­ans ráð fyrir að hægja muni tölu­vert á árs­hækk­un­inni þegar kemur fram á seinni hluta næsta árs,“ stendur í Pen­inga­mál­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent