Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.

Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Auglýsing

Seðla­banki Íslands var í dag sýkn­aður af rúm­lega 300 millj­óna króna skaða­bóta­kröfu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur, en bank­inn var hins vegar dæmdur til þess að greiða Þor­steini Má Bald­vins­syni for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins per­sónu­lega tvær og hálfa milljón króna í skaða­bætur og tvö­hund­ruð þús­und krónu að auki í miska­bætur í hans per­sónu­lega máli gegn bank­an­um.

Þetta kemur fram í fréttum bæði RÚV og Vísis, sem sendu frétta­menn til þess að vera við­stadda dóms­upp­kvaðn­ing­una í dag. Dóm­arnir í mál­unum hafa nú verið birtir á vef Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, hér og hér.

Þor­steinn Már fór per­sónu­lega fram á 6,5 millj­óna króna skaða­bætur frá Seðla­bank­anum en fékk dæmdar sam­tals 2,7 milljón króna skaða- og miska­bætur eins og áður sagð­i. ­Sam­herji krafði Seðla­­bank­ann um 306 millj­­óna skaða­bæt­ur og tíu millj­­ónir króna í miska­bætur til við­bót­ar, en bank­inn var sýkn­aður af þeim kröf­um. 

Auglýsing

Sam­herji var dæmdur til að greiða Seðla­bank­anum 3,7 millj­ónir króna í máls­kostnað í máli fyr­ir­tæk­is­ins, en Seðla­bank­inn þarf að greiða Þor­steini Má tæpar 1,5 millj­ónir króna í máls­kostnað í hans per­sónu­lega máli.

Kröf­urnar voru vegna tjóns sem Sam­herji og Þor­steinn Már sögðu að rann­­sókn Seðla­­bank­ans á ýmsum ætl­­uðum brotum fyr­ir­tæk­is­ins á meðan að fjár­­­magns­höft voru við lýði á Ísland­i hefði valdið fyr­ir­tæk­inu og honum per­sónu­lega.

Bank­inn var sem áður segir sýkn­aður af hárri kröfu fyr­ir­tæk­is­ins, sem fól meðal ann­ars í sér end­ur­greiðslu á kostn­aði sem rann til fyr­ir­tækja í eigu Jóns Ótt­ars Ólafs­sonar afbrota­fræð­ings, sem Sam­herji greiddi um það bil 130 millj­ónir króna fyrir að vinna í málum tengdum rann­sókn Seðla­bank­ans á Sam­herj­a. 

Yfir 40 pró­­sent af skaða­­bóta­­kröfu Sam­herja voru því vegna greiðslna til félaga sem tengj­­ast Jóni Ótt­­ari en einnig reyndi fyr­ir­tækið að fá end­ur­greidd­ann ýmsan kostnað vegna lög­manns­þjón­ustu og allan launa­kostnað vegna vinnu starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins þann dag sem hús­leit Seðla­bank­ans fór fram á skrif­stofum þess á Akur­eyri og í Reykja­vík árið 2012, auk ann­ars.

Í grein­­ar­­gerð­ lög­­manns Seðla­­bank­ans í mál­inu sagði að tjónið sem Sam­herji sagð­ist hafa orðið fyrir væri ósann­að. Í stefnu Sam­herja væri ekki að finna sund­­ur­liðun eða nán­­ari til­­­grein­ingu á því tjóni sem kraf­ist væri undir liðnum skaða­bætur og eig­in­­leg sönn­un­­ar­­gögn ekki lögð fram. „Þannig er ekk­ert reifað hvenær ein­stakir kostn­að­­ar­liðir féllu til eða af hvaða til­­efni var til þeirra stofn­að,“ sagði meðal ann­ars í grein­ar­gerð lög­manns­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent