Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.

Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Auglýsing

Seðla­banki Íslands var í dag sýkn­aður af rúm­lega 300 millj­óna króna skaða­bóta­kröfu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur, en bank­inn var hins vegar dæmdur til þess að greiða Þor­steini Má Bald­vins­syni for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins per­sónu­lega tvær og hálfa milljón króna í skaða­bætur og tvö­hund­ruð þús­und krónu að auki í miska­bætur í hans per­sónu­lega máli gegn bank­an­um.

Þetta kemur fram í fréttum bæði RÚV og Vísis, sem sendu frétta­menn til þess að vera við­stadda dóms­upp­kvaðn­ing­una í dag. Dóm­arnir í mál­unum hafa nú verið birtir á vef Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, hér og hér.

Þor­steinn Már fór per­sónu­lega fram á 6,5 millj­óna króna skaða­bætur frá Seðla­bank­anum en fékk dæmdar sam­tals 2,7 milljón króna skaða- og miska­bætur eins og áður sagð­i. ­Sam­herji krafði Seðla­­bank­ann um 306 millj­­óna skaða­bæt­ur og tíu millj­­ónir króna í miska­bætur til við­bót­ar, en bank­inn var sýkn­aður af þeim kröf­um. 

Auglýsing

Sam­herji var dæmdur til að greiða Seðla­bank­anum 3,7 millj­ónir króna í máls­kostnað í máli fyr­ir­tæk­is­ins, en Seðla­bank­inn þarf að greiða Þor­steini Má tæpar 1,5 millj­ónir króna í máls­kostnað í hans per­sónu­lega máli.

Kröf­urnar voru vegna tjóns sem Sam­herji og Þor­steinn Már sögðu að rann­­sókn Seðla­­bank­ans á ýmsum ætl­­uðum brotum fyr­ir­tæk­is­ins á meðan að fjár­­­magns­höft voru við lýði á Ísland­i hefði valdið fyr­ir­tæk­inu og honum per­sónu­lega.

Bank­inn var sem áður segir sýkn­aður af hárri kröfu fyr­ir­tæk­is­ins, sem fól meðal ann­ars í sér end­ur­greiðslu á kostn­aði sem rann til fyr­ir­tækja í eigu Jóns Ótt­ars Ólafs­sonar afbrota­fræð­ings, sem Sam­herji greiddi um það bil 130 millj­ónir króna fyrir að vinna í málum tengdum rann­sókn Seðla­bank­ans á Sam­herj­a. 

Yfir 40 pró­­sent af skaða­­bóta­­kröfu Sam­herja voru því vegna greiðslna til félaga sem tengj­­ast Jóni Ótt­­ari en einnig reyndi fyr­ir­tækið að fá end­ur­greidd­ann ýmsan kostnað vegna lög­manns­þjón­ustu og allan launa­kostnað vegna vinnu starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins þann dag sem hús­leit Seðla­bank­ans fór fram á skrif­stofum þess á Akur­eyri og í Reykja­vík árið 2012, auk ann­ars.

Í grein­­ar­­gerð­ lög­­manns Seðla­­bank­ans í mál­inu sagði að tjónið sem Sam­herji sagð­ist hafa orðið fyrir væri ósann­að. Í stefnu Sam­herja væri ekki að finna sund­­ur­liðun eða nán­­ari til­­­grein­ingu á því tjóni sem kraf­ist væri undir liðnum skaða­bætur og eig­in­­leg sönn­un­­ar­­gögn ekki lögð fram. „Þannig er ekk­ert reifað hvenær ein­stakir kostn­að­­ar­liðir féllu til eða af hvaða til­­efni var til þeirra stofn­að,“ sagði meðal ann­ars í grein­ar­gerð lög­manns­ins.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent