Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.

Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Auglýsing

Seðla­banki Íslands var í dag sýkn­aður af rúm­lega 300 millj­óna króna skaða­bóta­kröfu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur, en bank­inn var hins vegar dæmdur til þess að greiða Þor­steini Má Bald­vins­syni for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins per­sónu­lega tvær og hálfa milljón króna í skaða­bætur og tvö­hund­ruð þús­und krónu að auki í miska­bætur í hans per­sónu­lega máli gegn bank­an­um.

Þetta kemur fram í fréttum bæði RÚV og Vísis, sem sendu frétta­menn til þess að vera við­stadda dóms­upp­kvaðn­ing­una í dag. Dóm­arnir í mál­unum hafa nú verið birtir á vef Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, hér og hér.

Þor­steinn Már fór per­sónu­lega fram á 6,5 millj­óna króna skaða­bætur frá Seðla­bank­anum en fékk dæmdar sam­tals 2,7 milljón króna skaða- og miska­bætur eins og áður sagð­i. ­Sam­herji krafði Seðla­­bank­ann um 306 millj­­óna skaða­bæt­ur og tíu millj­­ónir króna í miska­bætur til við­bót­ar, en bank­inn var sýkn­aður af þeim kröf­um. 

Auglýsing

Sam­herji var dæmdur til að greiða Seðla­bank­anum 3,7 millj­ónir króna í máls­kostnað í máli fyr­ir­tæk­is­ins, en Seðla­bank­inn þarf að greiða Þor­steini Má tæpar 1,5 millj­ónir króna í máls­kostnað í hans per­sónu­lega máli.

Kröf­urnar voru vegna tjóns sem Sam­herji og Þor­steinn Már sögðu að rann­­sókn Seðla­­bank­ans á ýmsum ætl­­uðum brotum fyr­ir­tæk­is­ins á meðan að fjár­­­magns­höft voru við lýði á Ísland­i hefði valdið fyr­ir­tæk­inu og honum per­sónu­lega.

Bank­inn var sem áður segir sýkn­aður af hárri kröfu fyr­ir­tæk­is­ins, sem fól meðal ann­ars í sér end­ur­greiðslu á kostn­aði sem rann til fyr­ir­tækja í eigu Jóns Ótt­ars Ólafs­sonar afbrota­fræð­ings, sem Sam­herji greiddi um það bil 130 millj­ónir króna fyrir að vinna í málum tengdum rann­sókn Seðla­bank­ans á Sam­herj­a. 

Yfir 40 pró­­sent af skaða­­bóta­­kröfu Sam­herja voru því vegna greiðslna til félaga sem tengj­­ast Jóni Ótt­­ari en einnig reyndi fyr­ir­tækið að fá end­ur­greidd­ann ýmsan kostnað vegna lög­manns­þjón­ustu og allan launa­kostnað vegna vinnu starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins þann dag sem hús­leit Seðla­bank­ans fór fram á skrif­stofum þess á Akur­eyri og í Reykja­vík árið 2012, auk ann­ars.

Í grein­­ar­­gerð­ lög­­manns Seðla­­bank­ans í mál­inu sagði að tjónið sem Sam­herji sagð­ist hafa orðið fyrir væri ósann­að. Í stefnu Sam­herja væri ekki að finna sund­­ur­liðun eða nán­­ari til­­­grein­ingu á því tjóni sem kraf­ist væri undir liðnum skaða­bætur og eig­in­­leg sönn­un­­ar­­gögn ekki lögð fram. „Þannig er ekk­ert reifað hvenær ein­stakir kostn­að­­ar­liðir féllu til eða af hvaða til­­efni var til þeirra stofn­að,“ sagði meðal ann­ars í grein­ar­gerð lög­manns­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent