Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.

Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Auglýsing

Seðlabanki Íslands var í dag sýknaður af rúmlega 300 milljóna króna skaðabótakröfu sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja í Héraðsdómi Reykjavíkur, en bankinn var hins vegar dæmdur til þess að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra fyrirtækisins persónulega tvær og hálfa milljón króna í skaðabætur og tvöhundruð þúsund krónu að auki í miskabætur í hans persónulega máli gegn bankanum.Þetta kemur fram í fréttum bæði RÚV og Vísis, sem sendu fréttamenn til þess að vera viðstadda dómsuppkvaðninguna í dag. Dómarnir í málunum hafa nú verið birtir á vef Héraðsdóms Reykjavíkur, hér og hér.

Þorsteinn Már fór persónulega fram á 6,5 milljóna króna skaðabætur frá Seðlabankanum en fékk dæmdar samtals 2,7 milljón króna skaða- og miskabætur eins og áður sagði. Sam­herji krafði Seðla­bank­ann um 306 millj­óna skaða­bæt­ur og tíu millj­ónir króna í miska­bætur til viðbótar, en bankinn var sýknaður af þeim kröfum. 

Auglýsing

Samherji var dæmdur til að greiða Seðlabankanum 3,7 milljónir króna í málskostnað í máli fyrirtækisins, en Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má tæpar 1,5 milljónir króna í málskostnað í hans persónulega máli.

Kröfurnar voru vegna tjóns sem Sam­herji og Þorsteinn Már sögðu að rann­sókn Seðla­bank­ans á ýmsum ætl­uðum brotum fyr­ir­tæk­is­ins á meðan að fjár­magns­höft voru við lýði á Íslandi hefði valdið fyr­ir­tæk­inu og honum persónulega.

Bankinn var sem áður segir sýknaður af hárri kröfu fyrirtækisins, sem fól meðal annars í sér endurgreiðslu á kostnaði sem rann til fyrirtækja í eigu Jóns Óttars Ólafssonar afbrotafræðings, sem Samherji greiddi um það bil 130 milljónir króna fyrir að vinna í málum tengdum rannsókn Seðlabankans á Samherja. 

Yfir 40 pró­sent af skaða­bóta­kröfu Sam­herja voru því vegna greiðslna til félaga sem tengj­ast Jóni Ótt­ari en einnig reyndi fyrirtækið að fá endurgreiddann ýmsan kostnað vegna lögmannsþjónustu og allan launakostnað vegna vinnu starfsmanna fyrirtækisins þann dag sem húsleit Seðlabankans fór fram á skrifstofum þess á Akureyri og í Reykjavík árið 2012, auk annars.

Í grein­ar­gerð­ lög­manns Seðla­bank­ans í málinu sagði að tjónið sem Sam­herji sagðist hafa orðið fyrir væri ósann­að. Í stefnu Sam­herja væri ekki að finna sund­ur­liðun eða nán­ari til­grein­ingu á því tjóni sem kraf­ist væri undir liðnum skaða­bætur og eig­in­leg sönn­un­ar­gögn ekki lögð fram. „Þannig er ekk­ert reifað hvenær ein­stakir kostn­að­ar­liðir féllu til eða af hvaða til­efni var til þeirra stofn­að,“ sagði meðal annars í greinargerð lögmannsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent