Ljósi varpað á hvað það var sem fólst í kæru Seðlabankans á hendur Samherja

Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabankanum í dag kom fram í fyrsta skipti fyrir hvaða efnisatriði Seðlabankinn kærði Samherja fyrir til sérstaks saksóknara árið 2013. Veigamesta kæruefnið laut að félagi á Kýpur.

Ekki hefur áður komið efnislega fram hvað það var sem Seðlabankinn kærði Samherja fyrir á sínum tíma.
Ekki hefur áður komið efnislega fram hvað það var sem Seðlabankinn kærði Samherja fyrir á sínum tíma.
Auglýsing

Jóhannes Karl Sveins­son lög­maður Seðla­banka Íslands varp­aði í mál­flutn­ingi sínum fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í dag ljósi á það hvaða efn­is­at­riði það voru sem Seðla­banki Íslands kærði Sam­herja og tengda aðila fyrir árið 2013. Þau hafa ekki verið opin­beruð áður.

Fram kom hjá Jóhann­esi að mál Seðla­bank­ans hefði í raun verið þrí­þætt. Það sner­ist í fyrsta lagi um meint brot erlendra félaga tengdum Sam­herja gegn skila­skyldu á erlendum gjald­eyri til Seðla­banka Íslands, í öðru lagi um meint skila­skyldu­brot félaga tengdum Sam­herja á Íslandi og í þriðja lagi um meint brot sem vörð­uðu milli­verð­lagn­ingu á þremur fisk­teg­und­um. 

Jóhannes sagði að meint brot sem vörð­uðu dótt­ur- og dótt­ur­dótt­ur­fé­lög Sam­herja úti í heimi væru langstærsti þátt­ur­inn af þessu þrennu, en í þeim hefðu sam­kvæmt rann­sókn­ar­skýrslu gjald­eyr­is­eft­ir­lits­ins verið and­virði 67 millj­arða króna í erlendum gjald­eyri und­ir.

Þessum gjald­eyri hefði ekki verið skilað til Íslands, þrátt fyrir að Seðla­bank­inn teldi að erlendu félögin ættu í reynd að telj­ast inn­lendir aðilar og þar með skila gjald­eyri sem slíkir á tímum gjald­eyr­is­haft­anna sem sett voru á eftir efna­hags­hrunið árið 2008.

Katla Seafood Limited

Ástæðan fyrir því að Seðla­bank­inn taldi að flokka ætti erlendu félögin sem inn­lenda aðila er sú að bank­inn taldi að þeim væru raun­veru­lega stjórnað frá Íslandi, af íslenskum ein­stak­ling­um. „Að­al­mál­ið“ af þessu tagi, sagði Jóhann­es, varðar félagið Katla Seafood Limited, sem eitt sinn var skráð í Belís í Mið-Am­er­íku en síðar á Kýp­ur.

Jóhannes sagði að Seðla­bank­inn hefði séð það í bók­halds­gögnum Sam­herj­a­sam­stæð­unnar að þetta félag hefði selt fiskaf­urðir fyrir 55 millj­arða króna í erlendum gjald­eyri, sem ekki hafi skilað sér til Íslands. Í rann­sókn­ar­skýrslu Seðla­bank­ans kom fram að hjá þessu félagi væru engir starfs­menn. „Þó að þetta væri sölu­fé­lag sem velti millj­örðum þá var eng­inn sem tók upp sím­ann og tók við sölupönt­un,“ sagði lög­mað­ur­inn.

Jón Óttar Ólafs­son, sem starf­aði sem verk­taki Sam­herja, meðal ann­ars við það að rann­saka hvort ein­hver „súbstans“ væri í þessum erlendu félög­um, gat ekki stað­fest við vitna­leiðslu í morgun að þetta félag hefði verið með ein­hverja starfs­menn. Hann sagði að þessu félagi hefði þó ekki verið stýrt frá Íslandi, heldur frá Las Palmas á Kanarí­eyj­um, þar sem sann­ar­lega hefðu verið starfs­menn til stað­ar.

Skila­skylda inn­lendra félaga

Jóhannes sagði dóm­inum að að hann teldi að það væri alveg rétt að Sam­herji hf., móð­ur­fé­lagið sjálft, hefði skilað gjald­eyri til Íslands eftir því sem félagið fékk greitt fyrir vörur og þjón­ustu.

Ágrein­ingur Seðla­bank­ans við skil inn­lendra félaga sam­stæð­unnar á gjald­eyri hefði hins vegar snúið að öðrum þátt­um, fjár­magnstekjum og upp­gjöri á afleiðu­samn­ing­um, en að „stóri punkt­ur­inn“ varð­andi meint brot á skila­skyldu gjald­eyris inn­an­lands hefðu snú­ist um félag sem í dag heitir Axel hf., en hét áður Katla Seafood ehf. Þar voru 14 millj­arðar und­ir.

Auglýsing

Lög­mað­ur­inn sagði að þegar Seðla­bank­inn hefði farið að leita að inn­borg­unum á gjald­eyri, sem Axel hf. hefði átt að standa skil á, hefðu þær ekki fund­ist nema að litlum hluta. Fund­ist hefði 3-4 millj­arðar af alls um það bil 14 millj­örð­um, sem hefðu sam­kvæmt sölu­yf­ir­liti átt að renna til lands­ins. Það var tíu millj­arða gat.

Frá aðalmeðferð málsins í dag. Mynd: Arnar Þór

Seðla­bank­inn taldi tvennt skýra þetta gat. Ann­ars vegar skulda­jafn­anir innan Sam­herj­a­sam­stæð­unnar og hins vegar greiðslur upp á einn og hálfan millj­arð til þriðja aðila, inn á per­sónu­legan gjald­eyr­is­reikn­ing erlend­is. Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri Sam­herja sagði í skýrslu­töku í morg­un, spurður út í þetta, að Axel hf. hefði skuldað sér per­sónu­lega fjár­mun­i. 

Milli­verð­lagn­ing á þremur fisk­teg­undum

Veiga­minnsti þátt­ur­inn sem Seðla­bank­inn kærði fyrir á sínum tíma laut svo að milli­verð­lagn­ingu á þremur fisk­teg­und­um. Jóhannes lög­maður sagði þau meintu brot snú­ast um hvort fisk­ur­inn hefði verið seldur á réttu verði innan sam­stæðu Sam­herja og voru alls tíu fisk­teg­undir teknar til skoð­un­ar. Seðla­bank­inn komst að þeirri nið­ur­stöðu að það væri eitt­hvað athuga­vert við verð­lagn­ingu þriggja þeirra; bleikju, karfa og ufsa.

„Þarna erum við ekki að tala þessa göll­uðu útreikn­inga, þetta er vegið með­al­tal,“ sagði lög­mað­ur­inn, en nið­ur­staða Seðla­bank­ans varð sú að í heild­ina hefði þarna „mögu­lega skeikað 270 millj­ón­um“ í heild­ina.

... og þá að máli dags­ins í dag

Þetta hér að ofan er á meðal þess sem kom fram við aðal­með­ferð skaða­bóta­máls Sam­herja gegn Seðla­bank­anum sem fram fór í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í dag og hefur ekki legið fyrir opin­ber­lega áður, en mikil leynd hefur verið yfir öllum efn­is­at­riðum kær­anna á hendur Sam­herja, sem ekk­ert varð síðan úr sökum þess að í ljós kom að Seðla­bank­inn hafði ekki gildar refsi­heim­ildir í málum sem þess­um. 

Ástæðan fyrir því er sú að þáver­andi ráð­herra banka­mála rit­aði ekki undir reglu­gerð sem veitti gjald­eyr­is­eft­ir­liti Seðla­banka Íslands þá heim­ild sem stjórn­völd ætl­uðu því til að refsa lög­að­ila eins og Sam­herja.

Í grein­ar­gerð lög­manns Seðla­bank­ans vegna þessa máls, sem Kjarn­inn fékk afhenta og fjall­aði um í frétta­skýr­ingu fyrr í sum­ar, var strikað með svörtu yfir öll efn­is­at­riði rann­sóknar bank­ans á hendur Sam­herja.

Greinargerð lögmanns Seðlabankans, sem Kjarninn fékk afhenta fyrr í sumar.

Sam­herji vill að Seðla­bank­inn greiði fyr­ir­tæk­inu tæpar 290 millj­ónir í skaða­bætur vegna kostn­aðar sem hlaust af rann­sókn bank­ans á hendur Sam­herja og Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri vill einnig nokkrar millj­ónir til við­bótar í per­sónu­legar skaða­bæt­ur.

„Menn vissu að þeir máttu ekki gera þetta“

Garðar Gísla­son lög­maður Sam­herja sagði að fram­ganga Seðla­bank­ans í mál­inu hefði verið ólög­mæt og við­höfð af ásetn­ingi. „Menn vissu að þeir máttu ekki gera þetta,“ sagði lög­mað­ur­inn og bætti við að þetta væru stór orð, en að minnsta kosti hefði verið um stór­kost­legt gáleysi að ræða af hálfu Seðla­bank­ans. 

Það hefðu nefni­lega verið „veru­lega miklar efa­semdir og rúm­lega það,“ um refsi­heim­ildir Seðla­bank­ans innan gjald­eyr­is­eft­ir­lits­ins sjálfs. Hann sagði Seðla­bank­ann hafa gengið hart fram og sagð­ist ekki skilja hvernig mönnum hefði dottið í hug að „fara í þetta ferða­lag sem þeir fóru í.“

Auglýsing

Jóhannes Karl lög­maður Seðla­bank­ans sagði að ekki væri um það deilt að mála­rekstri Seðla­bank­ans gegn Sam­herja væri lok­ið, en þar sem aldrei hefði verið dæmt um rann­sókn­ar­efnin væri staðan ankanna­leg. Hann sagði að þó að aðgerð­irnar sem beindust gegn Sam­herja af hálfu Seðla­bank­ans hefðu ekki leitt til sak­fell­ing­ar, leiddi það ekki sjálf­krafa til þess að þær væru bóta­skyldar og vís­aði m.a. í lyktir Aserta-­máls­ins svo­kall­aða í því sam­hengi, máli sínu til stuðn­ings.

Nokkuð mikið var rætt um hús­leit­ina hjá Seðla­bank­anum í mars árið 2012 sem að ein­hverju leyti var upp­haf þessa máls og þeirrar atburða­rásar sem síðan fór í hönd, af hálfu lög­mann­anna tveggja.

Jóhannes Karl sagði að stóra myndin í mál­inu væri sú að Seðla­bank­inn hafi árið 2010 hafið eft­ir­lit með skilum stærstu útflutn­ings­fyr­ir­tækja lands­ins á erlendum gjald­eyri, gert úttekt á þeim nokkrum og beðið um upp­lýs­ingar um erlenda banka­reikn­inga.

Gögn sem Seðla­bank­inn safn­aði um gjald­eyr­is­skil á árunum 2008 og 2009 voru svo borin saman við gögn frá Toll­stjóra og gaf skýrsla sem gerð var í kjöl­farið vís­bend­ingar um að Sam­herji og Icelandic Seafood hefðu brotið gegn reglum um skila­skyldu.

Í febr­ú­ar­mán­uði árið 2012 hafi bank­anum svo borist ábend­ingar frá frétta­manni um svo­kall­aða milli­verð­lagn­ingu. Þá hafi bank­inn ráð­ist í að gera nýja útreikn­inga og þannig hafi atburða­rásin farið í gang sem leiddi til þess að bank­inn fékk dóms­úr­skurð ti þess að ráð­ast í hús­leit á starfs­stöðvum Sam­herja í Reykja­vík og á Akur­eyri.

Jóhannes Karl sagði að í úrskurði um hús­leit­ina kæmi fram, að dóm­ari teldi „ríkar ástæð­ur“ til að ætla að brotið hefði verið gegn fyr­ir­mælum um skila­skyldu. Lög­mað­ur­inn rök­studdi að nauð­syn­legt hefði verið að ráð­ast í þessar hús­leit­ir, þar sem eðli upp­lýs­ing­anna hefði verið „um þannig mál­efni að það er ekki hægt að ræða sig á það að fá allt upp í hend­urn­ar.“

„Það er ekk­ert sagt Sam­herja til hnjóðs, það er bara þannig,“ sagði lög­mað­ur­inn og bætti við að það sem Seðla­bank­inn hefði verið að rann­saka væri þess eðlis að það væru engin vitni og í raun ekk­ert til­tækt nema bók­hald fyr­ir­tækj­anna sem í hlut ættu, sem þyrfti að fara yfir í heild sinni til að sjá að hvaða marki grun­semdir væru á rökum reist­ar.

Efins um útlagðan kostnað Sam­herja 

Jóhannes Karl gerði veru­legar athuga­semdir við þann útlagða kostnað verk­taka sem Sam­herji vill fá bætt­an. Þannig sagði hann til dæmis að það væri „engin afurð“ af þeirri vinnu sem tvö félög Jóns Ótt­ars Ólafs­sonar hefðu sinnt fyrir Sam­herja og ekk­ert í útgefnum reikn­ingum varp­aði ljósi á það hvað hann hefði verið að gera.

Las lög­mað­ur­inn upp úr reikn­ingum vegna vinnu hans útskýr­ingar á því sem félög Jóns Óttar voru að rukka fyr­ir. Þar var meðal ann­ars rukkað fyrir „vinnu tengda Márit­an­íu“ og „leit að nið­ur­fell­ing­ar­bréfi.“ „Af hverju er verið að fjalla um mál­efni Márit­aníu í þessu máli?“ spurði lög­mað­ur­inn og sagði að það væri lítið hægt að gera með þennan kostn­að, sem alls nam rúmum 130 millj­ón­um.

Því næst fór að hann að ræða kostnað sem ein lög­manns­stofa hefði rukkað fyrir og þar sagði Jóhannes Karl að ýmis­legt væri sem ekki væri hægt að sjá að tengd­ist mál­inu bein­t. 

Á meðal þess sem Sam­herji er að reyna að fá bætt og þessi lög­manns­stofan rukk­aði félagið fyrir var m.a. vinna við kæru Sam­herja á hendur dóm­ar­ans sem sam­þykkti hús­leit­ar­beiðni Seðla­bank­ans. Einnig rukk­aði lög­manns­stofan fyrir vinnu við kæru til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu, sem Jóhannes Karl sagði ekki geta verið hluti af þessu máli. Þá rukk­aði lög­mann­stof­an, að sögn Jóhann­es­ar, Sam­herja fyrir „fund með þing­mönn­um“ og skrif á bréfi til starfs­manna Sam­herja.

Önnur lög­manns­stofa rukk­aði svo Sam­herja fyrir m.a. vinnu við yfir­ferð tölvu­pósta, skoðun ein­hverra gagna frá Kýpur og „ritun greina í Morg­un­blað­ið,“ sem Jóhannes Karl sagði að ekki væri sýnt fram á að tengd­ust þessu máli beint.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent