Seðlabankinn hafi sakað Samherja um að skila ekki 85 milljarða gjaldeyri

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir að Seðlabankinn hafi sakað Samherja um að standa ekki í skil á 85 milljörðum í gjaldeyri til landsins. Seðlabankinn virðist telja að dótturfélögum Samherja hafi verið stjórnað frá Íslandi í reynd.

Úr dyragættinni í dómsalnum í morgun, en þar hafa blaðamenn setið í hnapp og fylgst með því sem fór fram.
Úr dyragættinni í dómsalnum í morgun, en þar hafa blaðamenn setið í hnapp og fylgst með því sem fór fram.
Auglýsing

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, segir að Seðla­bank­inn hafi sakað Sam­herja um að hafa van­rækt skil á alls 85 millj­örðum á gjald­eyri til Íslands. Þetta kom fram í máli for­stjór­ans við aðal­með­ferð í skaða­bóta­máli Sam­herja gegn Seðla­banka Íslands, sem fer fram í dag.

Þor­steinn Már var fyrstur að gefa skýrslu í mál­inu, sem snýst um það að Sam­herji krefur Seðla­bank­ann um 306 millj­óna skaða­bæt­ur  og tíu millj­ónir króna í miska­bætur vegna skaða sem Sam­herji segir að rann­sókn Seðla­bank­ans hafi valdið fyr­ir­tæk­inu. Auk þess höfð­aði Þor­steinn Már per­sónu­lega mál á hendur bank­anum af sömu sökum og  fer fram á 6,5 millj­ónir króna í bæt­ur. 

Þor­steinn Már fór mik­inn á tíma­bili við skýrslu­tök­una og sak­aði Seðla­bank­ann ítrekað um að hafa gengið ótil­hlýði­lega fram gagn­vart Sam­herja.

Hann sagði að aðgerð­irnar hefðu verið svo íþyngj­andi að eig­endur Sam­herja hafi orðið „hræddir um að missa fyr­ir­tæk­ið“ sökum þess að aðgerð­irnar tak­mörk­uðu aðgang Sam­herja að fjár­magni og að vinnan sem Sam­herji hafi lagt í til þess að að átta sig á því hvað fyr­ir­tækið var sakað um af hálfu Seðla­bank­ans hafi verið algjör­lega „botn­laus“, en Sam­herji er að krefja Seðla­bank­ann um að end­ur­greiða bæði innri og ytri kostnað fyr­ir­tæk­is­ins vegna aðgerða Seðla­bank­ans.

„Við vorum alltaf að reyna að finna – hvað var það sem við gátum hafa gert rang­t?“ sagði Þor­steinn Már, sem hækk­aði nokkrum sinnum raustina þegar hann var að svara spurn­ingum frá lög­manni Seðla­bank­ans og fór stundum að tala um hluti ótengda eða laustengda því sem spurt var um.

Dóm­ari sagði betra að „halda þessu við stofu­hita“

„Ég er ekki að tala neitt um karfa,“ greip lög­maður Seðla­bank­ans meðal ann­ars fram í fyrir Þor­steini á einum tíma­punkti, þegar umræðan hafði færst frá spurn­ingu hans og að karfa. Kjartan Bjarni Björg­vins­son dóm­ari máls­ins sagði að best væri að „halda þessu við stofu­hita“ og upp­lýsa málið með því að svara þeim spurn­ingum sem settar væru fram.

Arna McClure yfir­lög­fræð­ingur Sam­herja kom fyrir dóm­inn og sagði að Sam­herji hefði lagt í mikla og afar kostn­að­ar­sama vinnu við að reyna að kom­ast að því hvað fyr­ir­tækið var sakað um af hálfu Seðla­bank­ans. Hún var beðin um að skýra þennan kostn­að, en Seðla­bank­inn byggir á því í þessu skaða­bóta­máli að kostn­aður Sam­herja geti ekki talist sann­an­legur og eðli­leg­ur. 

Auglýsing

„Ef að Sam­herji var að gera eitt­hvað rangt sem okkur var ekki kunn­ugt um vildum við fyrir alla muni ekki halda því áfram,“ sagði Arna, sem rak síðan kostnað fyr­ir­tæk­is­ins, en eins og Kjarn­inn greindi frá fyrr í dag fólst stærsti hluti hans í vinnu Jóns Ótt­ars Ólafs­sonar afbrota­fræð­ings, alls rúmar 130 millj­ónir króna.

Arna sagði að vinna Sam­herja hefði meðal ann­ars snú­ist um það að fara á starfs­stöðvar erlendra félaga í eigu Sam­herja, en það sem Seðla­bank­inn taldi í mála­til­bún­aði sínum gagn­vart Sam­herja, var að erlendum félögum í eigu Sam­herja hefði í reynd verið stýrt frá Íslandi og því bæri þeim að skila gjald­eyri líkt og inn­lendum aðil­um.

Lög­maður Seðla­bank­ans í mál­inu sagði að Seðla­bank­inn hefði haft þá „kenn­ingu“ í rann­sókn­ar­skýrslu sinni að stærsti hlut­inn af meintum van­ræktum skilum á gjald­eyri væru vegna fyr­ir­tæk­is­ins Kötlu Seafood Limited á Kýp­ur, eða um 50 millj­arðar króna. Þor­steinn Már sagði að þarna væri ekki farið rétt með upp­hæð­ina, en aðspurður sagði hann að Katla Seafood hefð­i veitt fisk í Afr­íku og seldi fisk í Afr­ík­u. 

Arna sagði að þetta hefði Sam­herji ekki fengið að vita fyrr en löngu eftir að málið var farið af stað og raunar ekki fyrr en að rík­is­sak­sókn­ari komst að þeirri nið­ur­stöðu að Sam­herji ætti rétt á að fá gögn máls­ins. Á þeim tíma­punkti hafði Seðla­bank­inn kært starfs­menn Sam­herja per­sónu­lega.

Nauð­syn­legt að sýna fram á „súbstans“ í erlendum dótt­ur­fé­lögum

Jón Óttar Ólafs­son, afbrota­fræð­ingur og fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­lög­reglu­maður sem starf­aði fyrir Sam­herja, kom fyrir dóm­inn og lýsti þessu svo: „Seðla­bank­inn var með tölvu­pósta sem hann hafði hand­lagt á Íslandi og var að túlka út frá því hvernig stjórnun ýmissa erlendra dótt­ur­fé­laga hefði verið hátt­að. Við þurfum að fara erlendis og ná í gögn sem Seðla­bank­ann vant­að­i,“ sagði Jón Ótt­ar, en hann og Arna unnu náið saman við þetta. 

Jón Óttar sagði að þegar farið hefði verið út í heim til staða eins og Kanarí­eyja og Kýpur og til dótt­ur­fé­laga Sam­herja þar, hafi komið „í ljós að þessir póstar sem Seðla­bank­inn var að túlka hér heima var bara eitt pró­mill af þeim póstum sem voru til staðar í rekstri þess­ara félaga.“ 

„Það var nauð­syn­legt fyrir okkur að sýna fram á að það væri „súbstans“ í rekstri félag­anna erlend­is,“ sagði Jón Ótt­ar, sem sagði að ásak­an­irnar hefðu haft „gríð­ar­leg áhrif á lyk­il­starfs­menn Sam­herj­a.“ Það taldi Jón Óttar ástæð­una fyrir því að Sam­herji hefði þurft að kaupa aðkeypta þjón­ustu á borð við hans til þess að rýna í mál­ið, starfs­menn félags­ins hefðu ein­fald­lega ekki verið færir um það. 

Lög­maður Seðla­bank­ans spurði Jón Óttar sér­stak­lega út í félagið Kötlu Seafood Limited á Kýp­ur, en Seðla­bank­inn telur að það félag hafi í reynd verið rekið frá Íslandi. Jón Óttar var spurður hvað þetta félag á Kýpur hafði marga starfs­menn. Hann sagð­ist ekki vita það. Lög­maður Seðla­bank­ans spurði þá hvort hann teldi félagið hafa haft ein­hvern starfs­mann. „Ég myndi þurfa að athuga það,“ sagði Jón Óttar þá.

Jón Óttar sagð­ist hafa kom­ist að því við skoðun sína á þessu félagi að að það hefðu verið samn­ingar á milli þess og rek­star­fé­lags á Las Palmas. Þar hafi verið fullt af starfs­mönn­um. „Það er rekið í raun og veru frá öðrum löndum en ekki Íslandi. Þetta er dálítið mikið atrið­i,“ sagði Jón Óttar og sagði að þetta hefði farið fram­hjá Seðla­bank­an­um.

„Það sem þeir sáu aldrei almenni­lega skýrt var hvernig rekst­ur­inn var fyrir utan gjald­eyr­is­höft­in,“ sagði Jón Ótt­ar.

Sam­herji kall­aði Hreiðar Eiríks­son til sem vitni

Sam­herji kall­aði Hreiðar Eiríks­son, fyrr­ver­andi yfir­mann gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­bank­ans, til sem vitni í mál­inu. Dóm­salnum var lokað á meðan að vitn­is­burð­ur­inn yfir Hreið­ari stóð yfir því stað, þar sem þar voru til umræðu atriði sem falla undir banka­leynd.

Und­ar­legar aðstæður

Erfitt hefur verið fyrir blaða­menn hér í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur að heyra nákvæm­lega orða­skil inni í dóm­saln­um, sem er númer 202. Ein­ungis tíu manns mega vera inni í salnum vegna sótt­varna­ráð­staf­ana og reyndar er þessi dóm­salur svo lít­ill að það væri hrein­lega ekki pláss fyrir marga til við­bótar þar inni, en fyrir utan lög­fræði­teymi Sam­herja og Seðla­bank­ans og dóm­ar­ann sjálfan er pláss fyrir þrjá áheyr­endur í saln­um.

Sökum þess­ara aðstæðna ákvað dóm­ari í mál­inu að leyfa að opið yrði fram á gang – og þar hafa blaða­menn fjög­urra miðla setið og fylgst með þessu máli, sem við­búið var að myndi vekja áhuga fjöl­miðla. Aðal­með­ferðin fær­ist í aðal­sal dóm­stóls­ins, eftir hádegi, en hann var upp­tek­inn í morg­un.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent