Seðlabankinn hafi sakað Samherja um að skila ekki 85 milljarða gjaldeyri

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir að Seðlabankinn hafi sakað Samherja um að standa ekki í skil á 85 milljörðum í gjaldeyri til landsins. Seðlabankinn virðist telja að dótturfélögum Samherja hafi verið stjórnað frá Íslandi í reynd.

Úr dyragættinni í dómsalnum í morgun, en þar hafa blaðamenn setið í hnapp og fylgst með því sem fór fram.
Úr dyragættinni í dómsalnum í morgun, en þar hafa blaðamenn setið í hnapp og fylgst með því sem fór fram.
Auglýsing

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, segir að Seðla­bank­inn hafi sakað Sam­herja um að hafa van­rækt skil á alls 85 millj­örðum á gjald­eyri til Íslands. Þetta kom fram í máli for­stjór­ans við aðal­með­ferð í skaða­bóta­máli Sam­herja gegn Seðla­banka Íslands, sem fer fram í dag.

Þor­steinn Már var fyrstur að gefa skýrslu í mál­inu, sem snýst um það að Sam­herji krefur Seðla­bank­ann um 306 millj­óna skaða­bæt­ur  og tíu millj­ónir króna í miska­bætur vegna skaða sem Sam­herji segir að rann­sókn Seðla­bank­ans hafi valdið fyr­ir­tæk­inu. Auk þess höfð­aði Þor­steinn Már per­sónu­lega mál á hendur bank­anum af sömu sökum og  fer fram á 6,5 millj­ónir króna í bæt­ur. 

Þor­steinn Már fór mik­inn á tíma­bili við skýrslu­tök­una og sak­aði Seðla­bank­ann ítrekað um að hafa gengið ótil­hlýði­lega fram gagn­vart Sam­herja.

Hann sagði að aðgerð­irnar hefðu verið svo íþyngj­andi að eig­endur Sam­herja hafi orðið „hræddir um að missa fyr­ir­tæk­ið“ sökum þess að aðgerð­irnar tak­mörk­uðu aðgang Sam­herja að fjár­magni og að vinnan sem Sam­herji hafi lagt í til þess að að átta sig á því hvað fyr­ir­tækið var sakað um af hálfu Seðla­bank­ans hafi verið algjör­lega „botn­laus“, en Sam­herji er að krefja Seðla­bank­ann um að end­ur­greiða bæði innri og ytri kostnað fyr­ir­tæk­is­ins vegna aðgerða Seðla­bank­ans.

„Við vorum alltaf að reyna að finna – hvað var það sem við gátum hafa gert rang­t?“ sagði Þor­steinn Már, sem hækk­aði nokkrum sinnum raustina þegar hann var að svara spurn­ingum frá lög­manni Seðla­bank­ans og fór stundum að tala um hluti ótengda eða laustengda því sem spurt var um.

Dóm­ari sagði betra að „halda þessu við stofu­hita“

„Ég er ekki að tala neitt um karfa,“ greip lög­maður Seðla­bank­ans meðal ann­ars fram í fyrir Þor­steini á einum tíma­punkti, þegar umræðan hafði færst frá spurn­ingu hans og að karfa. Kjartan Bjarni Björg­vins­son dóm­ari máls­ins sagði að best væri að „halda þessu við stofu­hita“ og upp­lýsa málið með því að svara þeim spurn­ingum sem settar væru fram.

Arna McClure yfir­lög­fræð­ingur Sam­herja kom fyrir dóm­inn og sagði að Sam­herji hefði lagt í mikla og afar kostn­að­ar­sama vinnu við að reyna að kom­ast að því hvað fyr­ir­tækið var sakað um af hálfu Seðla­bank­ans. Hún var beðin um að skýra þennan kostn­að, en Seðla­bank­inn byggir á því í þessu skaða­bóta­máli að kostn­aður Sam­herja geti ekki talist sann­an­legur og eðli­leg­ur. 

Auglýsing

„Ef að Sam­herji var að gera eitt­hvað rangt sem okkur var ekki kunn­ugt um vildum við fyrir alla muni ekki halda því áfram,“ sagði Arna, sem rak síðan kostnað fyr­ir­tæk­is­ins, en eins og Kjarn­inn greindi frá fyrr í dag fólst stærsti hluti hans í vinnu Jóns Ótt­ars Ólafs­sonar afbrota­fræð­ings, alls rúmar 130 millj­ónir króna.

Arna sagði að vinna Sam­herja hefði meðal ann­ars snú­ist um það að fara á starfs­stöðvar erlendra félaga í eigu Sam­herja, en það sem Seðla­bank­inn taldi í mála­til­bún­aði sínum gagn­vart Sam­herja, var að erlendum félögum í eigu Sam­herja hefði í reynd verið stýrt frá Íslandi og því bæri þeim að skila gjald­eyri líkt og inn­lendum aðil­um.

Lög­maður Seðla­bank­ans í mál­inu sagði að Seðla­bank­inn hefði haft þá „kenn­ingu“ í rann­sókn­ar­skýrslu sinni að stærsti hlut­inn af meintum van­ræktum skilum á gjald­eyri væru vegna fyr­ir­tæk­is­ins Kötlu Seafood Limited á Kýp­ur, eða um 50 millj­arðar króna. Þor­steinn Már sagði að þarna væri ekki farið rétt með upp­hæð­ina, en aðspurður sagði hann að Katla Seafood hefð­i veitt fisk í Afr­íku og seldi fisk í Afr­ík­u. 

Arna sagði að þetta hefði Sam­herji ekki fengið að vita fyrr en löngu eftir að málið var farið af stað og raunar ekki fyrr en að rík­is­sak­sókn­ari komst að þeirri nið­ur­stöðu að Sam­herji ætti rétt á að fá gögn máls­ins. Á þeim tíma­punkti hafði Seðla­bank­inn kært starfs­menn Sam­herja per­sónu­lega.

Nauð­syn­legt að sýna fram á „súbstans“ í erlendum dótt­ur­fé­lögum

Jón Óttar Ólafs­son, afbrota­fræð­ingur og fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­lög­reglu­maður sem starf­aði fyrir Sam­herja, kom fyrir dóm­inn og lýsti þessu svo: „Seðla­bank­inn var með tölvu­pósta sem hann hafði hand­lagt á Íslandi og var að túlka út frá því hvernig stjórnun ýmissa erlendra dótt­ur­fé­laga hefði verið hátt­að. Við þurfum að fara erlendis og ná í gögn sem Seðla­bank­ann vant­að­i,“ sagði Jón Ótt­ar, en hann og Arna unnu náið saman við þetta. 

Jón Óttar sagði að þegar farið hefði verið út í heim til staða eins og Kanarí­eyja og Kýpur og til dótt­ur­fé­laga Sam­herja þar, hafi komið „í ljós að þessir póstar sem Seðla­bank­inn var að túlka hér heima var bara eitt pró­mill af þeim póstum sem voru til staðar í rekstri þess­ara félaga.“ 

„Það var nauð­syn­legt fyrir okkur að sýna fram á að það væri „súbstans“ í rekstri félag­anna erlend­is,“ sagði Jón Ótt­ar, sem sagði að ásak­an­irnar hefðu haft „gríð­ar­leg áhrif á lyk­il­starfs­menn Sam­herj­a.“ Það taldi Jón Óttar ástæð­una fyrir því að Sam­herji hefði þurft að kaupa aðkeypta þjón­ustu á borð við hans til þess að rýna í mál­ið, starfs­menn félags­ins hefðu ein­fald­lega ekki verið færir um það. 

Lög­maður Seðla­bank­ans spurði Jón Óttar sér­stak­lega út í félagið Kötlu Seafood Limited á Kýp­ur, en Seðla­bank­inn telur að það félag hafi í reynd verið rekið frá Íslandi. Jón Óttar var spurður hvað þetta félag á Kýpur hafði marga starfs­menn. Hann sagð­ist ekki vita það. Lög­maður Seðla­bank­ans spurði þá hvort hann teldi félagið hafa haft ein­hvern starfs­mann. „Ég myndi þurfa að athuga það,“ sagði Jón Óttar þá.

Jón Óttar sagð­ist hafa kom­ist að því við skoðun sína á þessu félagi að að það hefðu verið samn­ingar á milli þess og rek­star­fé­lags á Las Palmas. Þar hafi verið fullt af starfs­mönn­um. „Það er rekið í raun og veru frá öðrum löndum en ekki Íslandi. Þetta er dálítið mikið atrið­i,“ sagði Jón Óttar og sagði að þetta hefði farið fram­hjá Seðla­bank­an­um.

„Það sem þeir sáu aldrei almenni­lega skýrt var hvernig rekst­ur­inn var fyrir utan gjald­eyr­is­höft­in,“ sagði Jón Ótt­ar.

Sam­herji kall­aði Hreiðar Eiríks­son til sem vitni

Sam­herji kall­aði Hreiðar Eiríks­son, fyrr­ver­andi yfir­mann gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­bank­ans, til sem vitni í mál­inu. Dóm­salnum var lokað á meðan að vitn­is­burð­ur­inn yfir Hreið­ari stóð yfir því stað, þar sem þar voru til umræðu atriði sem falla undir banka­leynd.

Und­ar­legar aðstæður

Erfitt hefur verið fyrir blaða­menn hér í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur að heyra nákvæm­lega orða­skil inni í dóm­saln­um, sem er númer 202. Ein­ungis tíu manns mega vera inni í salnum vegna sótt­varna­ráð­staf­ana og reyndar er þessi dóm­salur svo lít­ill að það væri hrein­lega ekki pláss fyrir marga til við­bótar þar inni, en fyrir utan lög­fræði­teymi Sam­herja og Seðla­bank­ans og dóm­ar­ann sjálfan er pláss fyrir þrjá áheyr­endur í saln­um.

Sökum þess­ara aðstæðna ákvað dóm­ari í mál­inu að leyfa að opið yrði fram á gang – og þar hafa blaða­menn fjög­urra miðla setið og fylgst með þessu máli, sem við­búið var að myndi vekja áhuga fjöl­miðla. Aðal­með­ferðin fær­ist í aðal­sal dóm­stóls­ins, eftir hádegi, en hann var upp­tek­inn í morg­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent