Seðlabankinn hafi sakað Samherja um að skila ekki 85 milljarða gjaldeyri

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir að Seðlabankinn hafi sakað Samherja um að standa ekki í skil á 85 milljörðum í gjaldeyri til landsins. Seðlabankinn virðist telja að dótturfélögum Samherja hafi verið stjórnað frá Íslandi í reynd.

Úr dyragættinni í dómsalnum í morgun, en þar hafa blaðamenn setið í hnapp og fylgst með því sem fór fram.
Úr dyragættinni í dómsalnum í morgun, en þar hafa blaðamenn setið í hnapp og fylgst með því sem fór fram.
Auglýsing

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, segir að Seðla­bank­inn hafi sakað Sam­herja um að hafa van­rækt skil á alls 85 millj­örðum á gjald­eyri til Íslands. Þetta kom fram í máli for­stjór­ans við aðal­með­ferð í skaða­bóta­máli Sam­herja gegn Seðla­banka Íslands, sem fer fram í dag.

Þor­steinn Már var fyrstur að gefa skýrslu í mál­inu, sem snýst um það að Sam­herji krefur Seðla­bank­ann um 306 millj­óna skaða­bæt­ur  og tíu millj­ónir króna í miska­bætur vegna skaða sem Sam­herji segir að rann­sókn Seðla­bank­ans hafi valdið fyr­ir­tæk­inu. Auk þess höfð­aði Þor­steinn Már per­sónu­lega mál á hendur bank­anum af sömu sökum og  fer fram á 6,5 millj­ónir króna í bæt­ur. 

Þor­steinn Már fór mik­inn á tíma­bili við skýrslu­tök­una og sak­aði Seðla­bank­ann ítrekað um að hafa gengið ótil­hlýði­lega fram gagn­vart Sam­herja.

Hann sagði að aðgerð­irnar hefðu verið svo íþyngj­andi að eig­endur Sam­herja hafi orðið „hræddir um að missa fyr­ir­tæk­ið“ sökum þess að aðgerð­irnar tak­mörk­uðu aðgang Sam­herja að fjár­magni og að vinnan sem Sam­herji hafi lagt í til þess að að átta sig á því hvað fyr­ir­tækið var sakað um af hálfu Seðla­bank­ans hafi verið algjör­lega „botn­laus“, en Sam­herji er að krefja Seðla­bank­ann um að end­ur­greiða bæði innri og ytri kostnað fyr­ir­tæk­is­ins vegna aðgerða Seðla­bank­ans.

„Við vorum alltaf að reyna að finna – hvað var það sem við gátum hafa gert rang­t?“ sagði Þor­steinn Már, sem hækk­aði nokkrum sinnum raustina þegar hann var að svara spurn­ingum frá lög­manni Seðla­bank­ans og fór stundum að tala um hluti ótengda eða laustengda því sem spurt var um.

Dóm­ari sagði betra að „halda þessu við stofu­hita“

„Ég er ekki að tala neitt um karfa,“ greip lög­maður Seðla­bank­ans meðal ann­ars fram í fyrir Þor­steini á einum tíma­punkti, þegar umræðan hafði færst frá spurn­ingu hans og að karfa. Kjartan Bjarni Björg­vins­son dóm­ari máls­ins sagði að best væri að „halda þessu við stofu­hita“ og upp­lýsa málið með því að svara þeim spurn­ingum sem settar væru fram.

Arna McClure yfir­lög­fræð­ingur Sam­herja kom fyrir dóm­inn og sagði að Sam­herji hefði lagt í mikla og afar kostn­að­ar­sama vinnu við að reyna að kom­ast að því hvað fyr­ir­tækið var sakað um af hálfu Seðla­bank­ans. Hún var beðin um að skýra þennan kostn­að, en Seðla­bank­inn byggir á því í þessu skaða­bóta­máli að kostn­aður Sam­herja geti ekki talist sann­an­legur og eðli­leg­ur. 

Auglýsing

„Ef að Sam­herji var að gera eitt­hvað rangt sem okkur var ekki kunn­ugt um vildum við fyrir alla muni ekki halda því áfram,“ sagði Arna, sem rak síðan kostnað fyr­ir­tæk­is­ins, en eins og Kjarn­inn greindi frá fyrr í dag fólst stærsti hluti hans í vinnu Jóns Ótt­ars Ólafs­sonar afbrota­fræð­ings, alls rúmar 130 millj­ónir króna.

Arna sagði að vinna Sam­herja hefði meðal ann­ars snú­ist um það að fara á starfs­stöðvar erlendra félaga í eigu Sam­herja, en það sem Seðla­bank­inn taldi í mála­til­bún­aði sínum gagn­vart Sam­herja, var að erlendum félögum í eigu Sam­herja hefði í reynd verið stýrt frá Íslandi og því bæri þeim að skila gjald­eyri líkt og inn­lendum aðil­um.

Lög­maður Seðla­bank­ans í mál­inu sagði að Seðla­bank­inn hefði haft þá „kenn­ingu“ í rann­sókn­ar­skýrslu sinni að stærsti hlut­inn af meintum van­ræktum skilum á gjald­eyri væru vegna fyr­ir­tæk­is­ins Kötlu Seafood Limited á Kýp­ur, eða um 50 millj­arðar króna. Þor­steinn Már sagði að þarna væri ekki farið rétt með upp­hæð­ina, en aðspurður sagði hann að Katla Seafood hefð­i veitt fisk í Afr­íku og seldi fisk í Afr­ík­u. 

Arna sagði að þetta hefði Sam­herji ekki fengið að vita fyrr en löngu eftir að málið var farið af stað og raunar ekki fyrr en að rík­is­sak­sókn­ari komst að þeirri nið­ur­stöðu að Sam­herji ætti rétt á að fá gögn máls­ins. Á þeim tíma­punkti hafði Seðla­bank­inn kært starfs­menn Sam­herja per­sónu­lega.

Nauð­syn­legt að sýna fram á „súbstans“ í erlendum dótt­ur­fé­lögum

Jón Óttar Ólafs­son, afbrota­fræð­ingur og fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­lög­reglu­maður sem starf­aði fyrir Sam­herja, kom fyrir dóm­inn og lýsti þessu svo: „Seðla­bank­inn var með tölvu­pósta sem hann hafði hand­lagt á Íslandi og var að túlka út frá því hvernig stjórnun ýmissa erlendra dótt­ur­fé­laga hefði verið hátt­að. Við þurfum að fara erlendis og ná í gögn sem Seðla­bank­ann vant­að­i,“ sagði Jón Ótt­ar, en hann og Arna unnu náið saman við þetta. 

Jón Óttar sagði að þegar farið hefði verið út í heim til staða eins og Kanarí­eyja og Kýpur og til dótt­ur­fé­laga Sam­herja þar, hafi komið „í ljós að þessir póstar sem Seðla­bank­inn var að túlka hér heima var bara eitt pró­mill af þeim póstum sem voru til staðar í rekstri þess­ara félaga.“ 

„Það var nauð­syn­legt fyrir okkur að sýna fram á að það væri „súbstans“ í rekstri félag­anna erlend­is,“ sagði Jón Ótt­ar, sem sagði að ásak­an­irnar hefðu haft „gríð­ar­leg áhrif á lyk­il­starfs­menn Sam­herj­a.“ Það taldi Jón Óttar ástæð­una fyrir því að Sam­herji hefði þurft að kaupa aðkeypta þjón­ustu á borð við hans til þess að rýna í mál­ið, starfs­menn félags­ins hefðu ein­fald­lega ekki verið færir um það. 

Lög­maður Seðla­bank­ans spurði Jón Óttar sér­stak­lega út í félagið Kötlu Seafood Limited á Kýp­ur, en Seðla­bank­inn telur að það félag hafi í reynd verið rekið frá Íslandi. Jón Óttar var spurður hvað þetta félag á Kýpur hafði marga starfs­menn. Hann sagð­ist ekki vita það. Lög­maður Seðla­bank­ans spurði þá hvort hann teldi félagið hafa haft ein­hvern starfs­mann. „Ég myndi þurfa að athuga það,“ sagði Jón Óttar þá.

Jón Óttar sagð­ist hafa kom­ist að því við skoðun sína á þessu félagi að að það hefðu verið samn­ingar á milli þess og rek­star­fé­lags á Las Palmas. Þar hafi verið fullt af starfs­mönn­um. „Það er rekið í raun og veru frá öðrum löndum en ekki Íslandi. Þetta er dálítið mikið atrið­i,“ sagði Jón Óttar og sagði að þetta hefði farið fram­hjá Seðla­bank­an­um.

„Það sem þeir sáu aldrei almenni­lega skýrt var hvernig rekst­ur­inn var fyrir utan gjald­eyr­is­höft­in,“ sagði Jón Ótt­ar.

Sam­herji kall­aði Hreiðar Eiríks­son til sem vitni

Sam­herji kall­aði Hreiðar Eiríks­son, fyrr­ver­andi yfir­mann gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­bank­ans, til sem vitni í mál­inu. Dóm­salnum var lokað á meðan að vitn­is­burð­ur­inn yfir Hreið­ari stóð yfir því stað, þar sem þar voru til umræðu atriði sem falla undir banka­leynd.

Und­ar­legar aðstæður

Erfitt hefur verið fyrir blaða­menn hér í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur að heyra nákvæm­lega orða­skil inni í dóm­saln­um, sem er númer 202. Ein­ungis tíu manns mega vera inni í salnum vegna sótt­varna­ráð­staf­ana og reyndar er þessi dóm­salur svo lít­ill að það væri hrein­lega ekki pláss fyrir marga til við­bótar þar inni, en fyrir utan lög­fræði­teymi Sam­herja og Seðla­bank­ans og dóm­ar­ann sjálfan er pláss fyrir þrjá áheyr­endur í saln­um.

Sökum þess­ara aðstæðna ákvað dóm­ari í mál­inu að leyfa að opið yrði fram á gang – og þar hafa blaða­menn fjög­urra miðla setið og fylgst með þessu máli, sem við­búið var að myndi vekja áhuga fjöl­miðla. Aðal­með­ferðin fær­ist í aðal­sal dóm­stóls­ins, eftir hádegi, en hann var upp­tek­inn í morg­un.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Hvetur til ábyrgðar í peningastefnu og ríkisfjármálum
Hagfræðiprófessor biður stjórnvöld um að lækka hallarekstur ríkissjóðs og hafa raunvexti jákvæða, þrátt fyrir kröfur fyrirtækja og stjórnmálamanna um að halda vöxtum lágum og auka ríkisútgjöld án fjármögnunar.
Kjarninn 27. september 2021
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent