Seðlabankinn hafi sakað Samherja um að skila ekki 85 milljarða gjaldeyri

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir að Seðlabankinn hafi sakað Samherja um að standa ekki í skil á 85 milljörðum í gjaldeyri til landsins. Seðlabankinn virðist telja að dótturfélögum Samherja hafi verið stjórnað frá Íslandi í reynd.

Úr dyragættinni í dómsalnum í morgun, en þar hafa blaðamenn setið í hnapp og fylgst með því sem fór fram.
Úr dyragættinni í dómsalnum í morgun, en þar hafa blaðamenn setið í hnapp og fylgst með því sem fór fram.
Auglýsing

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, segir að Seðla­bank­inn hafi sakað Sam­herja um að hafa van­rækt skil á alls 85 millj­örðum á gjald­eyri til Íslands. Þetta kom fram í máli for­stjór­ans við aðal­með­ferð í skaða­bóta­máli Sam­herja gegn Seðla­banka Íslands, sem fer fram í dag.

Þor­steinn Már var fyrstur að gefa skýrslu í mál­inu, sem snýst um það að Sam­herji krefur Seðla­bank­ann um 306 millj­óna skaða­bæt­ur  og tíu millj­ónir króna í miska­bætur vegna skaða sem Sam­herji segir að rann­sókn Seðla­bank­ans hafi valdið fyr­ir­tæk­inu. Auk þess höfð­aði Þor­steinn Már per­sónu­lega mál á hendur bank­anum af sömu sökum og  fer fram á 6,5 millj­ónir króna í bæt­ur. 

Þor­steinn Már fór mik­inn á tíma­bili við skýrslu­tök­una og sak­aði Seðla­bank­ann ítrekað um að hafa gengið ótil­hlýði­lega fram gagn­vart Sam­herja.

Hann sagði að aðgerð­irnar hefðu verið svo íþyngj­andi að eig­endur Sam­herja hafi orðið „hræddir um að missa fyr­ir­tæk­ið“ sökum þess að aðgerð­irnar tak­mörk­uðu aðgang Sam­herja að fjár­magni og að vinnan sem Sam­herji hafi lagt í til þess að að átta sig á því hvað fyr­ir­tækið var sakað um af hálfu Seðla­bank­ans hafi verið algjör­lega „botn­laus“, en Sam­herji er að krefja Seðla­bank­ann um að end­ur­greiða bæði innri og ytri kostnað fyr­ir­tæk­is­ins vegna aðgerða Seðla­bank­ans.

„Við vorum alltaf að reyna að finna – hvað var það sem við gátum hafa gert rang­t?“ sagði Þor­steinn Már, sem hækk­aði nokkrum sinnum raustina þegar hann var að svara spurn­ingum frá lög­manni Seðla­bank­ans og fór stundum að tala um hluti ótengda eða laustengda því sem spurt var um.

Dóm­ari sagði betra að „halda þessu við stofu­hita“

„Ég er ekki að tala neitt um karfa,“ greip lög­maður Seðla­bank­ans meðal ann­ars fram í fyrir Þor­steini á einum tíma­punkti, þegar umræðan hafði færst frá spurn­ingu hans og að karfa. Kjartan Bjarni Björg­vins­son dóm­ari máls­ins sagði að best væri að „halda þessu við stofu­hita“ og upp­lýsa málið með því að svara þeim spurn­ingum sem settar væru fram.

Arna McClure yfir­lög­fræð­ingur Sam­herja kom fyrir dóm­inn og sagði að Sam­herji hefði lagt í mikla og afar kostn­að­ar­sama vinnu við að reyna að kom­ast að því hvað fyr­ir­tækið var sakað um af hálfu Seðla­bank­ans. Hún var beðin um að skýra þennan kostn­að, en Seðla­bank­inn byggir á því í þessu skaða­bóta­máli að kostn­aður Sam­herja geti ekki talist sann­an­legur og eðli­leg­ur. 

Auglýsing

„Ef að Sam­herji var að gera eitt­hvað rangt sem okkur var ekki kunn­ugt um vildum við fyrir alla muni ekki halda því áfram,“ sagði Arna, sem rak síðan kostnað fyr­ir­tæk­is­ins, en eins og Kjarn­inn greindi frá fyrr í dag fólst stærsti hluti hans í vinnu Jóns Ótt­ars Ólafs­sonar afbrota­fræð­ings, alls rúmar 130 millj­ónir króna.

Arna sagði að vinna Sam­herja hefði meðal ann­ars snú­ist um það að fara á starfs­stöðvar erlendra félaga í eigu Sam­herja, en það sem Seðla­bank­inn taldi í mála­til­bún­aði sínum gagn­vart Sam­herja, var að erlendum félögum í eigu Sam­herja hefði í reynd verið stýrt frá Íslandi og því bæri þeim að skila gjald­eyri líkt og inn­lendum aðil­um.

Lög­maður Seðla­bank­ans í mál­inu sagði að Seðla­bank­inn hefði haft þá „kenn­ingu“ í rann­sókn­ar­skýrslu sinni að stærsti hlut­inn af meintum van­ræktum skilum á gjald­eyri væru vegna fyr­ir­tæk­is­ins Kötlu Seafood Limited á Kýp­ur, eða um 50 millj­arðar króna. Þor­steinn Már sagði að þarna væri ekki farið rétt með upp­hæð­ina, en aðspurður sagði hann að Katla Seafood hefð­i veitt fisk í Afr­íku og seldi fisk í Afr­ík­u. 

Arna sagði að þetta hefði Sam­herji ekki fengið að vita fyrr en löngu eftir að málið var farið af stað og raunar ekki fyrr en að rík­is­sak­sókn­ari komst að þeirri nið­ur­stöðu að Sam­herji ætti rétt á að fá gögn máls­ins. Á þeim tíma­punkti hafði Seðla­bank­inn kært starfs­menn Sam­herja per­sónu­lega.

Nauð­syn­legt að sýna fram á „súbstans“ í erlendum dótt­ur­fé­lögum

Jón Óttar Ólafs­son, afbrota­fræð­ingur og fyrr­ver­andi rann­sókn­ar­lög­reglu­maður sem starf­aði fyrir Sam­herja, kom fyrir dóm­inn og lýsti þessu svo: „Seðla­bank­inn var með tölvu­pósta sem hann hafði hand­lagt á Íslandi og var að túlka út frá því hvernig stjórnun ýmissa erlendra dótt­ur­fé­laga hefði verið hátt­að. Við þurfum að fara erlendis og ná í gögn sem Seðla­bank­ann vant­að­i,“ sagði Jón Ótt­ar, en hann og Arna unnu náið saman við þetta. 

Jón Óttar sagði að þegar farið hefði verið út í heim til staða eins og Kanarí­eyja og Kýpur og til dótt­ur­fé­laga Sam­herja þar, hafi komið „í ljós að þessir póstar sem Seðla­bank­inn var að túlka hér heima var bara eitt pró­mill af þeim póstum sem voru til staðar í rekstri þess­ara félaga.“ 

„Það var nauð­syn­legt fyrir okkur að sýna fram á að það væri „súbstans“ í rekstri félag­anna erlend­is,“ sagði Jón Ótt­ar, sem sagði að ásak­an­irnar hefðu haft „gríð­ar­leg áhrif á lyk­il­starfs­menn Sam­herj­a.“ Það taldi Jón Óttar ástæð­una fyrir því að Sam­herji hefði þurft að kaupa aðkeypta þjón­ustu á borð við hans til þess að rýna í mál­ið, starfs­menn félags­ins hefðu ein­fald­lega ekki verið færir um það. 

Lög­maður Seðla­bank­ans spurði Jón Óttar sér­stak­lega út í félagið Kötlu Seafood Limited á Kýp­ur, en Seðla­bank­inn telur að það félag hafi í reynd verið rekið frá Íslandi. Jón Óttar var spurður hvað þetta félag á Kýpur hafði marga starfs­menn. Hann sagð­ist ekki vita það. Lög­maður Seðla­bank­ans spurði þá hvort hann teldi félagið hafa haft ein­hvern starfs­mann. „Ég myndi þurfa að athuga það,“ sagði Jón Óttar þá.

Jón Óttar sagð­ist hafa kom­ist að því við skoðun sína á þessu félagi að að það hefðu verið samn­ingar á milli þess og rek­star­fé­lags á Las Palmas. Þar hafi verið fullt af starfs­mönn­um. „Það er rekið í raun og veru frá öðrum löndum en ekki Íslandi. Þetta er dálítið mikið atrið­i,“ sagði Jón Óttar og sagði að þetta hefði farið fram­hjá Seðla­bank­an­um.

„Það sem þeir sáu aldrei almenni­lega skýrt var hvernig rekst­ur­inn var fyrir utan gjald­eyr­is­höft­in,“ sagði Jón Ótt­ar.

Sam­herji kall­aði Hreiðar Eiríks­son til sem vitni

Sam­herji kall­aði Hreiðar Eiríks­son, fyrr­ver­andi yfir­mann gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­bank­ans, til sem vitni í mál­inu. Dóm­salnum var lokað á meðan að vitn­is­burð­ur­inn yfir Hreið­ari stóð yfir því stað, þar sem þar voru til umræðu atriði sem falla undir banka­leynd.

Und­ar­legar aðstæður

Erfitt hefur verið fyrir blaða­menn hér í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur að heyra nákvæm­lega orða­skil inni í dóm­saln­um, sem er númer 202. Ein­ungis tíu manns mega vera inni í salnum vegna sótt­varna­ráð­staf­ana og reyndar er þessi dóm­salur svo lít­ill að það væri hrein­lega ekki pláss fyrir marga til við­bótar þar inni, en fyrir utan lög­fræði­teymi Sam­herja og Seðla­bank­ans og dóm­ar­ann sjálfan er pláss fyrir þrjá áheyr­endur í saln­um.

Sökum þess­ara aðstæðna ákvað dóm­ari í mál­inu að leyfa að opið yrði fram á gang – og þar hafa blaða­menn fjög­urra miðla setið og fylgst með þessu máli, sem við­búið var að myndi vekja áhuga fjöl­miðla. Aðal­með­ferðin fær­ist í aðal­sal dóm­stóls­ins, eftir hádegi, en hann var upp­tek­inn í morg­un.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar
Kjarninn 29. október 2020
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent