„Karlar afsakaðir og konur gerðar ábyrgar“

Kvenréttindafélag Íslands telur að mikilvægt sé að fólk átti sig á því að sú orðræða sem beinist gegn tveimur konum um þessar mundir sé ekki eingöngu skaðleg þeim persónulega heldur samfélaginu öllu.

Skjáskot
Auglýsing

Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands for­dæmir umræðu og orð­ræðu í garð tveggja kvenna sem hittu menn úr enska knatt­spyrnu­lands­lið­inu á hót­eli í Reykja­vík nýlega. Með sam­skiptum sínum við kon­urnar gerð­ust menn­irnir brot­legir við sótt­varna­lög þar sem þeir voru í sótt­kví. Mál þetta komst í hámæli á sam­fé­lags­miðlum og fjöl­miðlum bæði í Bret­landi og hér heima.

Þetta kemur fram í ályktun félags­ins sem send var fjöl­miðlum í dag. 

Þá segir að sú umfjöllun sem fylgt hafi í kjöl­farið og sú orð­ræða sem notuð hafi verið um kon­urnar tvær sé ein birt­ing­ar­mynd þess staf­ræna ofbeldis sem við­gengst á net­miðlum um heim all­an. „Um­ræðan afhjúpar þann tví­skinn­ung sem ein­kennir nauðg­un­ar­menn­ingu þar sem karlar eru afsak­aðir og konur gerðar ábyrg­ar. Þrátt fyrir að karl­arnir hafi verið þeir sem gerð­ust brot­legir við sótt­varn­ar­lög eru það kon­urnar sem verða fyrir hvað harða­stri gagn­rýni og mega þola óheyri­legar sví­virð­ing­ar, per­sónu­legan óhróður og druslu­skömmun frá net­verjum og fjöl­miðla­mönn­um.“

Auglýsing

Kemur í veg fyrir fulla þátt­töku kvenna í lýð­ræð­is­legri umræðu

Fram kemur hjá Kven­rétt­inda­fé­lag­inu að þessi umræða og skömmun sé dæmi um staf­rænt ofbeldi, sem hafi auk­ist á und­an­förnum árum með nýrri tækni og auk­inni notkun á sam­fé­lags­miðl­um. Staf­rænt ofbeldi og áreiti sé kynjað fyr­ir­bæri. „Í nýlegri rann­sókn World Wide Web Founda­tion segj­ast 52 pró­sent stúlkna og ungra kvenna hafa orðið fyrir staf­rænu ofbeldi, 64 pró­sent ungs fólks þekkja ein­hvern sem orðið hefur fyrir staf­rænu ofbeldi og 87 pró­sent telja að vanda­málið sé að versn­a,“ segir í álykt­un­inn­i. 

Staf­rænt ofbeldi gegn konum og stúlkum komi þannig í veg fyrir fulla þátt­töku kvenna í lýð­ræð­is­legri umræðu í sam­fé­lag­inu og sé því bein ógn við lýð­ræðið sjálft. Rann­sóknir bendi til þess að þau sem verða fyrir staf­rænu ofbeldi líði fyrir það bæði á net­inu og í raun­heim­um. Ofbeldi og hót­anir valdi því að fólk, sér­stak­lega kon­ur, rit­skoði sig á net­inu og jafn­vel veigri sér við að nota inter­net­ið. Staf­rænt ofbeldi geti einnig valdið því að þolendur breyti sínum dag­legum venjum utan inter­nets­ins og dragi sig í hlé í félags­legum sam­skipt­u­m. 

Ákveðin van­trú á rétt­ar­kerf­inu á Íslandi

Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands hefur gert rann­sókn á mis­mun­andi birt­ing­ar­myndum staf­ræns ofbeldis á Norð­ur­lönd­unum og hvernig þolendur upp­lifa leit­ina að rétt­læti vegna þessa ofbeld­is. Leiddi sú rann­sókn í ljós ákveðna van­trú á rétt­ar­kerf­inu á Íslandi. Meiri­hluti kvenna sem höfðu upp­lifað ofbeldi á net­inu og haft var sam­band við höfðu ekki leitað rétt­læt­is. Þær töldu það ekki hafa neitt upp á sig að leita hjálpar eða kæra og sögðu kerfið ekki virka. Rann­sókn­ina má finna hér.

Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands áréttar að mik­il­vægt sé að fólk átti sig á því að sú orð­ræða sem bein­ist gegn tveimur konum um þessar mundir sé ekki ein­göngu skað­leg þeim per­sónu­lega heldur sam­fé­lag­inu öllu. Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands for­dæmir alla slíka orð­ræðu og umfjöll­un.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent