„Karlar afsakaðir og konur gerðar ábyrgar“

Kvenréttindafélag Íslands telur að mikilvægt sé að fólk átti sig á því að sú orðræða sem beinist gegn tveimur konum um þessar mundir sé ekki eingöngu skaðleg þeim persónulega heldur samfélaginu öllu.

Skjáskot
Auglýsing

Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands for­dæmir umræðu og orð­ræðu í garð tveggja kvenna sem hittu menn úr enska knatt­spyrnu­lands­lið­inu á hót­eli í Reykja­vík nýlega. Með sam­skiptum sínum við kon­urnar gerð­ust menn­irnir brot­legir við sótt­varna­lög þar sem þeir voru í sótt­kví. Mál þetta komst í hámæli á sam­fé­lags­miðlum og fjöl­miðlum bæði í Bret­landi og hér heima.

Þetta kemur fram í ályktun félags­ins sem send var fjöl­miðlum í dag. 

Þá segir að sú umfjöllun sem fylgt hafi í kjöl­farið og sú orð­ræða sem notuð hafi verið um kon­urnar tvær sé ein birt­ing­ar­mynd þess staf­ræna ofbeldis sem við­gengst á net­miðlum um heim all­an. „Um­ræðan afhjúpar þann tví­skinn­ung sem ein­kennir nauðg­un­ar­menn­ingu þar sem karlar eru afsak­aðir og konur gerðar ábyrg­ar. Þrátt fyrir að karl­arnir hafi verið þeir sem gerð­ust brot­legir við sótt­varn­ar­lög eru það kon­urnar sem verða fyrir hvað harða­stri gagn­rýni og mega þola óheyri­legar sví­virð­ing­ar, per­sónu­legan óhróður og druslu­skömmun frá net­verjum og fjöl­miðla­mönn­um.“

Auglýsing

Kemur í veg fyrir fulla þátt­töku kvenna í lýð­ræð­is­legri umræðu

Fram kemur hjá Kven­rétt­inda­fé­lag­inu að þessi umræða og skömmun sé dæmi um staf­rænt ofbeldi, sem hafi auk­ist á und­an­förnum árum með nýrri tækni og auk­inni notkun á sam­fé­lags­miðl­um. Staf­rænt ofbeldi og áreiti sé kynjað fyr­ir­bæri. „Í nýlegri rann­sókn World Wide Web Founda­tion segj­ast 52 pró­sent stúlkna og ungra kvenna hafa orðið fyrir staf­rænu ofbeldi, 64 pró­sent ungs fólks þekkja ein­hvern sem orðið hefur fyrir staf­rænu ofbeldi og 87 pró­sent telja að vanda­málið sé að versn­a,“ segir í álykt­un­inn­i. 

Staf­rænt ofbeldi gegn konum og stúlkum komi þannig í veg fyrir fulla þátt­töku kvenna í lýð­ræð­is­legri umræðu í sam­fé­lag­inu og sé því bein ógn við lýð­ræðið sjálft. Rann­sóknir bendi til þess að þau sem verða fyrir staf­rænu ofbeldi líði fyrir það bæði á net­inu og í raun­heim­um. Ofbeldi og hót­anir valdi því að fólk, sér­stak­lega kon­ur, rit­skoði sig á net­inu og jafn­vel veigri sér við að nota inter­net­ið. Staf­rænt ofbeldi geti einnig valdið því að þolendur breyti sínum dag­legum venjum utan inter­nets­ins og dragi sig í hlé í félags­legum sam­skipt­u­m. 

Ákveðin van­trú á rétt­ar­kerf­inu á Íslandi

Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands hefur gert rann­sókn á mis­mun­andi birt­ing­ar­myndum staf­ræns ofbeldis á Norð­ur­lönd­unum og hvernig þolendur upp­lifa leit­ina að rétt­læti vegna þessa ofbeld­is. Leiddi sú rann­sókn í ljós ákveðna van­trú á rétt­ar­kerf­inu á Íslandi. Meiri­hluti kvenna sem höfðu upp­lifað ofbeldi á net­inu og haft var sam­band við höfðu ekki leitað rétt­læt­is. Þær töldu það ekki hafa neitt upp á sig að leita hjálpar eða kæra og sögðu kerfið ekki virka. Rann­sókn­ina má finna hér.

Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands áréttar að mik­il­vægt sé að fólk átti sig á því að sú orð­ræða sem bein­ist gegn tveimur konum um þessar mundir sé ekki ein­göngu skað­leg þeim per­sónu­lega heldur sam­fé­lag­inu öllu. Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands for­dæmir alla slíka orð­ræðu og umfjöll­un.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent