Kostnaður vegna vinnu eins manns veigamikill hluti af skaðabótakröfu Samherja

Samherji stefndi Seðlabankanum í fyrra til greiðslu á 316 milljónum króna í skaða- og miskabætur vegna rannsóknar bankans á fyrirtækinu. Hluti af skaðabótakröfunni er vegna vinnu eins manns á tveggja ára tímabili sem ekki fást upplýsingar um hver sé né hvað hann gerði. Í greinargerð lögmanns Seðlabankans er strikað með svörtu yfir öll efnisatriði rannsóknar bankans á hendur Samherja.

Sam­herji stefndi í fyrra Seðla­banka Íslands til greiðslu skaða- og miska­bóta vegna rann­sóknar þess síð­ar­nefnda á ýmsum ætl­uðum brotum fyr­ir­tæk­is­ins á meðan að fjár­magns­höft voru við lýði á Íslandi. Sam­herji fór fram á 316 millj­ónir króna í skaða- og miska­bætur vegna rann­sóknar Seðla­bank­ans á fyr­ir­tæk­inu fyrir nokkrum árum auk þess sem Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, stefndi per­sónu­lega og fer einnig fram á 6,5 millj­ónir króna í bæt­ur.

Skaða­bótakrafa Sam­herja, sem er upp á 306 millj­ónir króna, byggir meðal ann­ars á kostn­aði við einn starfs­mann sem starf­aði fyrir fyr­ir­tækið um tveggja ára skeið, frá maí 2013 til maí 2015, þegar Sam­herj­a­málið var til rann­sóknar hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara. Seðla­bank­inn telur sig ekki geta veitt upp­lýs­ingar um hver við­kom­andi starfs­maður sé, við hvað hann hafi starfað né hver heildar skaða­bótakrafa Sam­herja vegna starfa hans sé há. Afstaða bank­ans er að það sé Sam­herja að upp­lýsa um það.

Kjarn­inn hefur sent fyr­ir­spurnir á Sam­herja um málið en fyr­ir­tækið hefur ekki svarað þeim. 

Vant­aði und­ir­skrift ráð­herra

Rann­sókn á Sam­herj­a­mál­inu hófst 2010 á athugun gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands á því hvort að íslensk útflutn­ings­fyr­ir­tæki væru að standa skil á svo­kall­aðri skila­skyldu á gjald­eyri, sem öll slík þurftu að gera á grund­velli laga um gjald­eyr­is­mál sem fjár­magns­höft­in, sem voru við lýði á Íslandi frá 2008 til 2017, byggðu á. Ákveðin vend­ing varð í mál­inu þegar ráð­ist var í hús­leitir 27. mars 2012. Sama dag var sýndur frétta­skýr­inga­þáttur í Kast­ljósi RÚV þar sem fjallað var um hluta þess sem var til rann­sóknar hjá Seðla­bank­an­um. 

Auglýsing

Þann 10. apríl 2013 kærði Seðla­bank­inn Sam­herja og tengd félög til sér­staks sak­sókn­ara fyrir brot á gjald­eyr­is­málum og reglum þeim tengd­um. Kæran laut að meintum brotum gegn skila­skyldu á erlendum gjald­eyri, fjár­fest­ingum í erlendum gjald­eyri og meintum brotum í tengslum við svo­kall­aða milli­verð­lagn­ingu.

Mál Sam­herja kom aldrei til efn­is­legar umfjöll­unar fyrir dóm­stólum en því var vísað frá sökum þess að þáver­andi ráð­herra banka­mála rit­aði ekki undir reglu­gerð sem veitti gjald­eyr­is­eft­ir­liti Seðla­banka Íslands þá heim­ild sem stjórn­völd ætl­uðu því til að refsa lög­að­ila eins og Sam­herja.

Seðla­bank­inn vís­aði þá mála­til­bún­aði gegn fjórum fyr­ir­svars­mönnum Sam­herja til sér­staks sak­sókn­ara sem komst á end­an­um, eftir tveggja ára rann­sókn, að þeirri nið­ur­stöðu að líkur á sak­fell­ingu yfir ein­stak­ling­unum fyrir hin ætl­uðu brot væru minni en lík­urnar á að þeir yrði sýkn­aður og felldi málið nið­ur. Þá var lögð stjórn­sýslu­sekt á Sam­herja upp á 15 millj­ónir króna til að reyna að ljúka mál­inu en Seðla­bank­inn var gerður aft­ur­reka af Hæsta­rétti með þá sekt í nóv­em­ber 2018 og hún felld niður í kjöl­far­ið. 

Telja fjár­tjón ekki sannað

Í fyrra­haust stefndi Sam­herji og Þor­steinn Már Bald­vins­son Seðla­banka Íslands til greiðslu skaða- og miska­bóta vegna Sam­herj­a­máls­ins.

Í skaða­bóta­mál­inu á hendur Seðla­banka Íslands fer Sam­herji fram á bætur upp á sam­tals tæp­lega 316 millj­ónir króna. Þær skipt­ast þannig að fyr­ir­tækið krefst skaða­bóta upp á 305,8 millj­ónir króna og miska­bóta upp á tíu millj­ónir króna.  Auk þess stefndi Þor­steinn Már Seðla­bank­anum per­sónu­lega og fór fram á skaða­bætur upp á fimm millj­ónir króna og miska­bætur upp á 1,5 milljón króna. 

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Mynd: Samherji

Kröf­una byggja Sam­herji og Þor­steinn Már á því að Seðla­banki Íslands hafi með rann­sókn sinni og stjórn­valds­á­kvörð­unum í Sam­herj­a­mál­inu svo­kall­aða, valdið sér fjár­hags­legu tjóni og miska. 

Í grein­ar­gerð Jóhann­esar Karls Sveins­sonar, lög­manns Seðla­bank­ans í mál­inu, sem var skilað inn til dóm­stóla í októ­ber 2019 og Kjarn­inn fékk nýlega afhenta hjá bank­an­um, eru mála­vextir raktir og fjár­krafa Sam­herja útskýrð. 

Bótakrafa fyr­ir­tæk­is­ins er sögð vera vegna lög­fræði- og sér­fræði­kostn­að­ar, vegna innri kostn­aðar og svo miska­bóta. Fyrri tveir lið­irnir eru því útlagður kostn­aður og fer Sam­herji fram á 305,8 millj­ónir króna frá Seðla­banka Íslands vegna hans. 

Í grein­ar­gerð­inni segir lög­maður Seðla­bank­ans að þetta tjón sé ósann­að. Í stefnu Sam­herja sé ekki að finna sund­ur­liðun eða nán­ari til­grein­ingu á því tjóni sem kraf­ist sé undir liðnum skaða­bætur og eig­in­leg sönn­un­ar­gögn ekki lögð fram. „Þannig er ekk­ert reifað hvenær ein­stakir kostn­að­ar­liðir féllu til eða af hvaða til­efni var til þeirra stofn­að.“

Hvorki kvitt­anir né greiðslu­stað­fest­ingar hafi verið lagðar fram til sönn­unar á þessum útlagða kostn­aði. Í grein­ar­gerð­inni seg­ir: „Ekki er skýr­ing á því í stefn­unni hvers vegna þetta mál er höfðað til inn­heimtu rúm­lega 300 millj­óna króna í skaða­bætur án þess að sönn­un­ar­gögn fyrir því tjóni séu lögð fram eða að reifun eða sund­ur­liðun á því tjóni sé að finna í stefn­unn­i.“

Bætur vegna launa eins starfs­manns

Í grein­ar­gerð lög­manns­ins segir að eðli skaða­bóta­kröfu Sam­herja sé þannig að um sé að ræða kostnað úr ýmsum átt­um, sem bæði geti tengst málsvörnum Sam­herja, en einnig ýmsu öðru. 

Til við­bótar við þann kostnað sem fallið hefur til vegna svara við fyr­ir­spurnum stjórn­valda, og vegna þess að Sam­herji hefur haldið uppi vörn­um, er líka tal­inn til „eigin kostn­að­ur“.

Auglýsing

Í honum felst krafa um launa­kostnað starfs­manna Sam­herja þann dag sem hús­leit stóð yfir hjá fyr­ir­tæk­inu árið 2012. Til við­bótar er farið fram á „bætur vegna heild­ar­launa eins starfs­manns um tveggja ára skeið (frá maí 2013 til maí 2015)“. 

Í grein­ar­gerð­inni segir að engin reifun sé á því hvað umræddur starfs­maður gerði né hvernig Seðla­banki Íslands eigi að bera ábyrgð á því. „Þá verður að taka sér­stak­lega fram að á þessu tíma­bili var málið til rann­sóknar hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara en ekki til með­ferðar hjá stefnda“.

Upp­lýsa ekki um hver starfs­mað­ur­inn sé

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Seðla­banka Íslands um málið og óskaði eftir því að fá upp­lýs­ingar um hversu háar bætur Sam­herji færi fram á að fá vegna heild­ar­launa þessa eina starfs­manns. 

Seðla­bank­inn svar­aði fyr­ir­spurn­inni í síð­ustu viku og sagð­ist ekki geta upp­lýst um það. Í svari hans sagði að telja yrði eðli­legt að um það ríkti trún­aður að hálfu Seðla­bank­ans „hvaða rök­stuðn­ingi gagn­að­ili í dóms­máli hygg­ist beita, og að það sé hans ákvörðun en ekki bank­ans að upp­lýsa um það fyrr en málið hefur verið flutt.“

Kjarn­inn hefur tví­vegis beint fyr­ir­spurn til Sam­herja um sama mál. Þar var meðal ann­ars óskað eftir upp­lýs­ingum um sund­ur­liðað meint fjár­tjón Sam­herja vegna máls­ins og sér­stak­lega á þeim bótum sem fyr­ir­tækið fer fram á vegna heild­ar­launa eins starfs­manns. Þá óskaði Kjarn­inn eftir upp­lýs­ingum um hvaða störfum við­kom­andi starfs­maður gegndi fyrir Sam­herja og eftir útskýr­ingum á því af hverju Seðla­banki Íslands ætti að bera ábyrgð á kostn­aði vegna starfa þessa eina starfs­manns.

Már Guðmundsson var seðlabankastjóri um tíu ára skeið, meðal annars á meðan að rannsókn á Samherja stóð yfir.
Mynd: Bára Huld Beck

Sam­herji hefur ekki svarað fyr­ir­spurnum Kjarn­ans um málið en sú síð­ari var send til fyr­ir­tæk­is­ins á mið­viku­dag í síð­ustu viku. 

Strikað yfir efn­is­at­riði máls­ins

Í grein­ar­gerð lög­manns Seðla­bank­ans er strikað yfir með svörtu alls­staðar þar sem efn­is­at­riði rann­sóknar Seðla­bank­ans á Sam­herja eru til umfjöll­un­ar. Það er til að mynda gert þar sem farið er yfir efni kæru Seðla­bank­ans til sér­staks sak­sókn­ara. Er það gert, sam­kvæmt svari Seðla­banka Íslands við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið, vegna þess að þagn­ar­skylda gildi um umrædd gögn.

Kjarn­inn mun á næstu dögum kæra þá afstöðu Seðla­banka Íslands til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál á þeim grund­velli að verið sé að stefna opin­berum aðila til greiðslu hárra bóta, og því varði málið almanna­heill. 

Auglýsing

Í bréfi sem Már Guð­­­munds­­­son, þáver­andi seðla­­­banka­­­stjóri, sendi Katrínu Jak­obs­dóttur for­­­sæt­is­ráð­herra 29. jan­úar 2019, vegna máls­ins fjall­aði hann meðal ann­ars um þau gögn Sam­herj­a­máls­ins sem hafa ekki verið gerð opin­ber.

Þar sagði meðal ann­­ars að „ýmis helstu gögn máls­ins sem skipta máli varð­andi þá spurn­ingu eru ekki opin­ber, eins og t.d. end­­­ur­­­send­ing­­­ar­bréf sér­­­staks sak­­­sókn­­­ara. Þá gæti það a.m.k. af sumum verið túlkað sem verið væri að halda því fram að Sam­herji væri sekur hvað sem nið­­­ur­­­stöðum dóm­stóla líð­­­ur. Það hefur reyndar þegar verið gert af hálfu tals­­­manna Sam­herja þegar ég eftir að dóm­­­ur­inn féll tjáði mig í fjöl­miðlum til að útskýra mun­inn á þeirri spurn­ingu hvort Sam­herji sé sekur og þeirri hvort aðgerðir Seðla­­­bank­ans hafi verið til­­­hæfu­­­laus­­­ar. Fari Sam­herji hins vegar í skaða­­­bóta­­­mál verður ekki undan þess­­­ari umræðu vik­ist og að a.m.k. ein­hver máls­skjöl yrðu lögð fyrir dóm­inn og yrðu í þeim skiln­ingi opin­ber. Ég hefði reyndar ekk­ert á móti því að öll gögn máls­ins yrðu gerð opin­ber.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar