Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna

Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.

Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Auglýsing

Síld­ar­vinnslan ehf. átti eigið fé upp á 360,5 millj­ónir dala um síð­ustu ára­mót. Á með­al­gengi síð­asta árs gerir það 44 millj­arða króna en á gengi dags­ins í dag er eigið fé um 50 millj­arðar króna.  Veik­ing á gengi krónu gagn­vart Banda­ríkja­dal það sem af er árinu 2020 hefur því aukið virði þess eig­in­fjár sem Síld­ar­vinnslan átti um ára­mót um næstum sex millj­arða króna þar sem félagið gerir upp í Banda­ríkja­dal.

Þetta má lesa úr árs­reikn­ingi Síld­ar­vinnsl­unn­ar. 

­Fyr­ir­tækið til­kynnti um síð­ustu helgi að dótt­ur­fé­lag þess, Berg­ur-Hug­inn ehf., hefði keypt allt hlutafé í útgerð­ar­fé­lag­inu Bergi ehf. í Vest­manna­eyj­um. Við kaupin 0,36 pró­­sent af heild­­ar­kvóta yfir­­stand­andi fisk­veið­i­­árs yfir til Bergs-Hug­ins. Við kaupin fer afla­hlut­­deild Bergs-Hug­inn upp í 2,7 pró­­sent af heild­­ar­kvóta til umráða. 

Kaup­verðið var ekki gefið upp en Bergur ehf. hefur verið í mjög góðum rekstri og kaupin á útgerð­inni hafa því ekki verið ódýr. Rekstr­ar­tekjur hennar í fyrra voru 505 millj­ónir króna og juk­ust um 36 pró­sent milli ára. Hagn­aður var 117 millj­ónir króna og á grunni hans var sam­þykkti stjórn Bergs að greiða hlut­höfum 100 millj­ónir króna í arð vegna árs­ins 2019. ­Eignir félags­ins voru metnar á 513 millj­ónir króna og eigið fé þess sagt 406 milj­ónir króna um síð­ustu ára­mót. Eig­in­fjár­hlut­fallið var 79,1 pró­sent. Bergur ehf. var að uppi­stöðu í eigu Sævalds Páls­sonar og barna hans. 

Veiði­heim­ildir Bergs voru bók­færðar á 252 millj­ónir króna í árs­reikn­ingi en lík­legt verður að telja að þær hafi verið metnar á meira í við­skipt­un­um, ef miðað er við algengt virði á kvóta í við­skipt­um. Ef horft er til að mynda til þess verðs sem Brim greiddi fyrir afla­heim­ildir Ögur­víkur síðla árs 2018 þá var það 15 sinnum yfir bók­færðu verð­i. 

Miðað við algengt virði á kvóta í við­skipt­um, og upp­lausn hans, þá hefur verið talið að heild­ar­virði alls úthlut­aðs kvóta sé um 1.200 millj­arðar króna. Vert er að taka fram að sumar teg­undir eru verð­mæt­ari en aðrar og því er ekki að öllu leyti hægt að ákvarða vænt mark­aðsvirði þess kvóta sem hver útgerð heldur á út frá heild­ar­út­hlut­un.

Sterk tengsl við Sam­herja

Veiði­heim­ildir Síld­ar­vinnsl­unnar voru bók­færðar á 228,3 millj­ónir dala um síð­ustu ára­mót. Á gengi dags­ins í dag gera það um 32 millj­arðar króna. Félagið hefur á und­an­förnum árum keypt mikið magn af kvóta á mark­aði og sam­stæðan hefur einnig fjár­fest mik­ið, meðal ann­ars í nýjum skip­um.

Auglýsing
Rekstrarhagnaður Síld­ar­vinnsl­unnar á síð­asta ári var um 8,8 millj­arðar króna á gengi dags­ins í dag og end­an­legur hagn­aður eftir skatta um 5,6 millj­arðar króna. Eigið féð var, líkt og áður sagði, um 50 millj­arðar króna. 

Síld­ar­vinnslan heldur beint á 5,2 pró­sent af öllum úthlut­uðum afla. Auk þess heldur Berg­ur-Hug­inn, sem er að öllu leyti í hennar eigu, nú á á um 2,7 pró­sent alls kvóta. Auk þess á Síld­­­ar­vinnslan 75,20 pró­­­sent hlut í Run­ólfi Hall­freðs­­­syni ehf., sem heldur á 0,62 pró­­­sent af úthlut­uðum kvóta.

Stærsti ein­staki eig­andi Síld­ar­vinnsl­unnar er Sam­herji hf. með 44,6 pró­sent eign­ar­hlut. Auk þess á Kald­bak­­ur, félag í eigu Sam­herja, á 15 pró­­sent hlut í öðru félagi sem á 5,3 pró­­sent hlut í Síld­­ar­vinnsl­unni. Sam­herji á því, beint og óbeint, 49,9 pró­sent í Síld­ar­vinnsl­unni. Þor­steinn Már Bald­vins­son, annar for­stjóri Sam­herja, er stjórn­ar­for­maður félags­ins. Auk þess á Síld­ar­vinnslan 0,92 pró­sent í sjálfri sér, sem þýðir að sam­an­lagður eig­in­hlutur hennar og eign­ar­hluti stærsta eig­and­ans fer nálægt 51 pró­senti.

Sam­herji Ísland ehf., félag að öllu leyti í eigu Sam­herja hf, er með næst mesta afla­hlut­­­­deild í íslenskri efna­hags­lög­­­sögu allra sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 7,02 pró­­­­sent. ­Út­­­­­­­gerð­­­­­­­­ar­­­­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­­­­ar, sem er líka í 100 pró­­­­­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­­­­­­­­sent kvót­ans og Sæból fjár­­­­­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­­­fé­lag, sem það sama gildir um, heldur á 0,64 pró­­­­­­­­sent hans. 

Sam­an­lagt er þessi blokk Sam­herja og Síld­ar­vinnsl­unnar með að minnsta kosti 17,5 pró­­­­sent afla­hlut­­­­deild. 

Ekki tengdir aðilar sam­kvæmt lögum

Næst stærsti eig­andi Síld­ar­vinnsl­unnar er félagið Kjálka­nes ehf. Á meðal helstu hlut­hafa þess er Björgólfur Jóhanns­son, hinn for­stjóri Sam­herja, og fjöl­skylda hans. Sami hópur á einnig útgerð­ar­fé­lagið Gjög­ur, sem heldur á 2,29 pró­sent af öllum úthlut­uðum afla­heim­ild­um. Ef sá kvóti er talin með ofan­greindu er ljóst að rétt undir fimmt­ungur (19,79 pró­sent) af öllum úthlut­uðum afla­heim­ildum lands­ins eru á höndum fyr­ir­tækja sem eru að ein­hverju leyti í eigu þeirra tveggja manna sem sitja í for­stjóra­stólum Sam­herja.Björgólfur Jóhannsson, annar forstjóri Samherja, er á meðal eigenda Síldarvinnslunnar. Mynd: Samherji

Gild­andi lög skil­­­greina aðila í sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegi þó ekki tengda nema einn eigi meiri­hluta í öðr­­­um. Því eru Sam­herji og Síld­­­ar­vinnslan ekki skil­­­greind sem tengdir aðil­ar og Gjögur og Síld­ar­vinnslan ekki held­ur, enda undir 50 pró­sent mörk­unum líkt lög heim­ila. Í til­felli Sam­herja er hann eins lítið undir þeim og mögu­legt er, eða 0,01 pró­sent. Það að skil­greina aðila tengda út frá meiri­hluta­eign eru mjög há mörk í sam­an­­burði við það sem tíðkast ann­ars staðar hér­­­lend­­is.

Í lögum um skrán­ingu raun­veru­­­legra eig­enda og í frum­varpi til laga um breyt­ingu á ýmsum lögum vegna skatt­lagn­ingar tekna erlendra lög­­­að­ila í lág­skatta­­­ríkj­um, sam­skött­unar félaga, tak­­­mörk­unar á frá­­­drætti vaxta­gjalda og skatt­lagn­ingar útsendra starfs­­­manna er til dæmis miðað við 25 pró­­­sent beinan eða óbeinan eign­­­ar­hlut til að aðilar telj­ist tengdir eða aðili telj­ist raun­veru­­­legur eig­and­i. 

Rann­sókn hætt vegna anna

Fiski­stofa réðst í frum­kvæð­is­rann­sókn á árunum 2009 og 2010 á því hvort að telja ætti Sam­herja, Gjögur (hlutur Gjög­urs í Síld­ar­vinnsl­unni var færð yfir í Kjálka­nes árið 2015) og Síld­ar­vinnsl­una sem tengda aðila. Nið­ur­staðan var sú að engin rök væru fyrir því að Sam­herji og Gjögur færu með raun­veru­leg yfir­ráð yfir Síld­ar­vinnsl­unni.

Auglýsing
Samkeppniseftirlitið ákvað í kjöl­farið að kanna hvort að Sam­herji, Gjögur og Síld­ar­vinnslan væru ótengd líkt og þau hefðu haldið fram. Rann­sókn máls­ins leiddi í ljós umtals­verða sam­vinnu milli þess­ara fyr­ir­tækja í útgerð, fisk­vinnslu og sölu afurða auk þess sem við blasti að Sam­herji og Gjögur áttu full­trúa í stjórn Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Í ljósi þessa var það nið­ur­staða Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að óhjá­kvæmi­legt væri að hefja nýtt stjórn­sýslu­mál til að rann­saka tengslin frek­ar.

Nærri fimm árum síðar spurð­ist blaða­maður Frétta­blaðs­ins fyrir um gang rann­sókn­ar­inn­ar. Svörin sem hann fékk voru þau að rann­sókn­inni hefði verið hætt. Ekki vegna þess að til­efnið skorti, heldur vegna þess að málið hafði dagað uppi hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu vegna seina­gangs og því þótti ekki for­svar­an­legt annað en að ljúka því án nið­ur­stöðu. Það hefði ein­fald­lega verið of mikið að gera hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu.

Kjarn­inn greindi frá því fyrir ári síðan að þegar Sam­herji kynnti sam­­­stæðu sína erlend­is, tveimur árum eftir að þessi nið­ur­staða Fiski­stofu lá fyr­ir, hafi Síld­­­ar­vinnslan verið kynnt sem upp­­­­­sjá­v­­­­ar­hluti hennar og myndir birtar af starf­­­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta sýndu glæru­kynn­ingar sem voru hluti af þeim gögnum sem Wiki­leaks birti vegna Sam­herj­­­a­­­máls­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar