Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna

Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.

Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Auglýsing

Síldarvinnslan ehf. átti eigið fé upp á 360,5 milljónir dala um síðustu áramót. Á meðalgengi síðasta árs gerir það 44 milljarða króna en á gengi dagsins í dag er eigið fé um 50 milljarðar króna.  Veiking á gengi krónu gagnvart Bandaríkjadal það sem af er árinu 2020 hefur því aukið virði þess eiginfjár sem Síldarvinnslan átti um áramót um næstum sex milljarða króna þar sem félagið gerir upp í Bandaríkjadal.

Þetta má lesa úr ársreikningi Síldarvinnslunnar. 

Fyrirtækið tilkynnti um síðustu helgi að dótturfélag þess, Bergur-Huginn ehf., hefði keypt allt hlutafé í útgerðarfélaginu Bergi ehf. í Vestmannaeyjum. Við kaupin 0,36 pró­sent af heild­ar­kvóta yfir­stand­andi fisk­veiði­árs yfir til Bergs-Hug­ins. Við kaupin fer afla­hlut­deild Bergs-Hug­inn upp í 2,7 pró­sent af heild­ar­kvóta til umráða. 

Kaupverðið var ekki gefið upp en Bergur ehf. hefur verið í mjög góðum rekstri og kaupin á útgerðinni hafa því ekki verið ódýr. Rekstrartekjur hennar í fyrra voru 505 milljónir króna og jukust um 36 prósent milli ára. Hagnaður var 117 milljónir króna og á grunni hans var samþykkti stjórn Bergs að greiða hluthöfum 100 milljónir króna í arð vegna ársins 2019. Eignir félagsins voru metnar á 513 milljónir króna og eigið fé þess sagt 406 miljónir króna um síðustu áramót. Eiginfjárhlutfallið var 79,1 prósent. Bergur ehf. var að uppistöðu í eigu Sævalds Pálssonar og barna hans. 

Veiðiheimildir Bergs voru bókfærðar á 252 milljónir króna í ársreikningi en líklegt verður að telja að þær hafi verið metnar á meira í viðskiptunum, ef miðað er við algengt virði á kvóta í viðskiptum. Ef horft er til að mynda til þess verðs sem Brim greiddi fyrir aflaheimildir Ögurvíkur síðla árs 2018 þá var það 15 sinnum yfir bókfærðu verði. 

Miðað við algengt virði á kvóta í viðskiptum, og upplausn hans, þá hefur verið talið að heildarvirði alls úthlutaðs kvóta sé um 1.200 milljarðar króna. Vert er að taka fram að sumar tegundir eru verðmætari en aðrar og því er ekki að öllu leyti hægt að ákvarða vænt markaðsvirði þess kvóta sem hver útgerð heldur á út frá heildarúthlutun.

Sterk tengsl við Samherja

Veiðiheimildir Síldarvinnslunnar voru bókfærðar á 228,3 milljónir dala um síðustu áramót. Á gengi dagsins í dag gera það um 32 milljarðar króna. Félagið hefur á undanförnum árum keypt mikið magn af kvóta á markaði og samstæðan hefur einnig fjárfest mikið, meðal annars í nýjum skipum.

Auglýsing
Rekstrarhagnaður Síldarvinnslunnar á síðasta ári var um 8,8 milljarðar króna á gengi dagsins í dag og endanlegur hagnaður eftir skatta um 5,6 milljarðar króna. Eigið féð var, líkt og áður sagði, um 50 milljarðar króna. 

Síldarvinnslan heldur beint á 5,2 prósent af öllum úthlutuðum afla. Auk þess heldur Bergur-Huginn, sem er að öllu leyti í hennar eigu, nú á á um 2,7 prósent alls kvóta. Auk þess á Síld­­ar­vinnslan 75,20 pró­­sent hlut í Run­ólfi Hall­freðs­­syni ehf., sem heldur á 0,62 pró­­sent af úthlut­uðum kvóta.

Stærsti einstaki eigandi Síldarvinnslunnar er Samherji hf. með 44,6 prósent eignarhlut. Auk þess á Kald­bak­ur, félag í eigu Sam­herja, á 15 pró­sent hlut í öðru félagi sem á 5,3 pró­sent hlut í Síld­ar­vinnsl­unni. Samherji á því, beint og óbeint, 49,9 prósent í Síldarvinnslunni. Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður félagsins. Auk þess á Síldarvinnslan 0,92 prósent í sjálfri sér, sem þýðir að samanlagður eiginhlutur hennar og eignarhluti stærsta eigandans fer nálægt 51 prósenti.

Sam­herji Ísland ehf., félag að öllu leyti í eigu Sam­herja hf, er með næst mesta afla­hlut­­­deild í íslenskri efna­hags­lög­­sögu allra sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 7,02 pró­­­sent. ­Út­­­­­gerð­­­­­­­ar­­­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­­­ar, sem er líka í 100 pró­­­­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­­­­­­­sent kvót­ans og Sæból fjár­­­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­­fé­lag, sem það sama gildir um, heldur á 0,64 pró­­­­­­­sent hans. 

Sam­an­lagt er þessi blokk Samherja og Síldarvinnslunnar með að minnsta kosti 17,5 pró­­­sent afla­hlut­­­deild. 

Ekki tengdir aðilar samkvæmt lögum

Næst stærsti eigandi Síldarvinnslunnar er félagið Kjálkanes ehf. Á meðal helstu hluthafa þess er Björgólfur Jóhannsson, hinn forstjóri Samherja, og fjölskylda hans. Sami hópur á einnig útgerðarfélagið Gjögur, sem heldur á 2,29 prósent af öllum úthlutuðum aflaheimildum. Ef sá kvóti er talin með ofangreindu er ljóst að rétt undir fimmtungur (19,79 prósent) af öllum úthlutuðum aflaheimildum landsins eru á höndum fyrirtækja sem eru að einhverju leyti í eigu þeirra tveggja manna sem sitja í forstjórastólum Samherja.Björgólfur Jóhannsson, annar forstjóri Samherja, er á meðal eigenda Síldarvinnslunnar. Mynd: Samherji

Gildandi lög skil­­greina aðila í sjá­v­­­ar­út­­­vegi þó ekki tengda nema einn eigi meiri­hluta í öðr­­um. Því eru Sam­herji og Síld­­ar­vinnslan ekki skil­­greind sem tengdir aðil­ar og Gjögur og Síldarvinnslan ekki heldur, enda undir 50 prósent mörk­unum líkt lög heim­ila. Í tilfelli Samherja er hann eins lítið undir þeim og mögulegt er, eða 0,01 prósent. Það að skilgreina aðila tengda út frá meirihlutaeign eru mjög há mörk í sam­an­burði við það sem tíðkast annars staðar hér­lend­is.

Í lögum um skrán­ingu raun­veru­­legra eig­enda og í frum­varpi til laga um breyt­ingu á ýmsum lögum vegna skatt­lagn­ingar tekna erlendra lög­­að­ila í lág­skatta­­ríkj­um, sam­skött­unar félaga, tak­­mörk­unar á frá­­drætti vaxta­gjalda og skatt­lagn­ingar útsendra starfs­­manna er til dæmis miðað við 25 pró­­sent beinan eða óbeinan eign­­ar­hlut til að aðilar telj­ist tengdir eða aðili telj­ist raun­veru­­legur eig­and­i. 

Rannsókn hætt vegna anna

Fiskistofa réðst í frumkvæðisrannsókn á árunum 2009 og 2010 á því hvort að telja ætti Samherja, Gjögur (hlutur Gjögurs í Síldarvinnslunni var færð yfir í Kjálkanes árið 2015) og Síldarvinnsluna sem tengda aðila. Niðurstaðan var sú að engin rök væru fyrir því að Samherji og Gjögur færu með raunveruleg yfirráð yfir Síldarvinnslunni.

Auglýsing
Samkeppniseftirlitið ákvað í kjölfarið að kanna hvort að Samherji, Gjögur og Síldarvinnslan væru ótengd líkt og þau hefðu haldið fram. Rannsókn málsins leiddi í ljós umtalsverða samvinnu milli þessara fyrirtækja í útgerð, fiskvinnslu og sölu afurða auk þess sem við blasti að Samherji og Gjögur áttu fulltrúa í stjórn Síldarvinnslunnar. Í ljósi þessa var það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að óhjákvæmilegt væri að hefja nýtt stjórnsýslumál til að rannsaka tengslin frekar.

Nærri fimm árum síðar spurðist blaðamaður Fréttablaðsins fyrir um gang rannsóknarinnar. Svörin sem hann fékk voru þau að rannsókninni hefði verið hætt. Ekki vegna þess að tilefnið skorti, heldur vegna þess að málið hafði dagað uppi hjá Samkeppniseftirlitinu vegna seinagangs og því þótti ekki forsvaranlegt annað en að ljúka því án niðurstöðu. Það hefði einfaldlega verið of mikið að gera hjá Samkeppniseftirlitinu.

Kjarn­inn greindi frá því fyrir ári síðan að þegar Sam­herji kynnti sam­­stæðu sína erlendis, tveimur árum eftir að þessi niðurstaða Fiskistofu lá fyrir, hafi Síld­­ar­vinnslan verið kynnt sem upp­­­sjá­v­­­ar­hluti hennar og myndir birtar af starf­­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta sýndu glæru­kynn­ingar sem voru hluti af þeim gögnum sem Wikileaks birti vegna Sam­herj­­a­­máls­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar