Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni

Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.

Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Auglýsing

Pálma­olía er undra­efni. Hún er unnin úr ávexti sem vex í röku og hlýju lofts­lagi hita­belt­is­ins, og hefur stór­merki­lega eig­in­leika – allt að því lygi­lega. Hún fær sápu til að freyða betur og kex til að vera stökk­ara og skemmti­legra undir tönn. Hún gerir súkkulaði­stykki áferð­ar­fögur og er ástæðan fyrir því að ein­göngu þarf að hella heitu vatni á pakkanúðl­urn­ar. Svo getur hún látið vara­lit­inn verða mýkri og forðað mjólk­ur­ísnum frá því að bráðna hratt. Pálma­olía gerir krafta­verk. Krafta­verk sem við teljum okkur þurfa til að fóðra þrá okkar eftir stöðugt meiri þæg­indum í líf­inu. En vin­sældir hennar hafa stigið henni til höf­uðs ef svo má segja. Nátt­úru­legu skóg­arnir hafa auð­vitað engan veg­inn dugað til. Og þar sem eft­ir­spurnin er mikil hafa íbúar fátækra landa þar sem plantan sem getur af sér pálma­ol­í­una dafnar best, eygt von um betra líf með því að rækta hana. Til að anna eft­ir­spurn­inni er mörgum hekt­urum skóga rutt úr vegi dag­lega. Það þarf meira. Og meira.

AuglýsingSkóg­arnir sem hafa vikið fyrir olíu­pálm­unum eru heim­kynni fjöl­margra dýra­teg­unda. Sú stærsta er órangút­an, hæg­lát skepna og greind sem notar verk­færi, m.a. til að byggja sér hreið­ur. Nafn henn­ar, órangút­an, þýðir á tungu Malaja „per­sóna skóg­ar­ins“. Órangút­anar hafa búið í regn­skógum Indónesíu og Malasíu í tug­þús­undir ára.Líkt og mörg önnur dýr hafa þeir átt undir högg að sækja nokkuð lengi vegna ágangs manns­ins á búsvæði þeirra. En þeim var rekið bylm­ings­högg fyrir um tutt­ugu árum er pálma­ol­íu­iðn­að­ur­inn fór hratt vax­andi. Það högg hefur lík­lega fellt um 50 þús­und órangút­ana á tveimur ára­tug­um. Um 6-12 þeirra hafa fallið í val­inn á hverjum degi á þessu tíma­bili. Og enn eru þeir að deyja, þrátt fyrir fögur fyr­ir­heit stór­fyr­ir­tækja og þrýst­ing frá umhverf­is­sam­tökum og með­vit­uðum neyt­end­um.

Pálmaolíuakrar í Indónesíu. Mynd: GreenpeaceMeð­vit­und neyt­and­ans vakn­aði ekki upp úr þurru. Þeir höfðu flestir misst af því er undra­ol­í­unni frá Asíu var bætt við mat- og snyrti­vör­urnar sem þeir tíndu niður úr hillum mat­vöru­versl­ana og ofan í inn­kaupa­kerr­urn­ar. Það var ekki aug­lýst sér­stak­lega.En meira en ára­tugur er síðan að bar­átta umhverf­is­sam­taka, m.a. Green­peace, fór að vekja almenn­ing til með­vit­undar um áhrif pálma­ol­íu­rækt­ar­innar sem þá var orðin að umfangs­miklum iðn­aði með aðkomu stórra alþjóð­legra fyr­ir­tækja. Bænd­urnir í Indónesíu og Malasíu hafa fæstir orðið loðnir um lóf­ana.  Pálma­olía er svo mikið notuð í mat- og snyrti­vörum að talið er að um helm­ingur allra slíkra sem finna megi í versl­unum á Vest­ur­löndum inni­haldi hana. Hún er í sjampói, Oreo-kexi og hnetu­smjöri, svo dæmi séu tek­in.

Tvær leið­ir: Hætta að kaupa eða velja vörur velEn hvað á hinn með­vit­aði neyt­andi að gera? Á hann að sleppa því að kaupa vörur með pálma­ol­íu?Ekki endi­lega, segja nátt­úru­vernd­ar­sam­tökin World Wild­life Fund. Þau vilja frekar fara þá leið að fá sem flesta til liðs við sig og halda áfram að þrýsta á fyr­ir­tæki að kaupa aðeins olíu sem fram­leidd er með sjálf­bærum hætti og frá fram­leið­endum sem skilja raun­veru­lega eitt­hvað eftir hjá heima­mönn­um.Það er sann­ar­lega ekki auð­velt að átta sig á hvort að varan sem maður er í þann mund að setja ofan í inn­kaupa­kerruna inni­haldi pálma­ol­íu. Hér eru nokkur dæmi um hvernig pálma­olía er fram­sett í inni­halds­s­lýs­ingu: Vegeta­ble Oil, Vegeta­ble Fat, Palm Kern­el, Palm Kernel Oil, Palm Fruit Oil, Palma­te, Palmita­te, Palmolein, Glyceryl, Ste­ara­te, Ste­aric Acid, Ela­eis Guineens­is, Palmitic Acid, Palm Ste­ar­ine, Palmitoyl Oxoste­ara­mide, Palmitoyl Tetra­pept­ide-3, Sodium Laureth Sulfate, Sodium Lauryl Sulfate, Sodium Kern­ela­te, Sodium Palm Kern­ela­te, Sodium Lauryl Lac­t­yla­te/Sulp­hate, Hyrated Palm Glycer­ides, Etyl Palmita­te, Octyl Palmita­te, Palmi­tyl Alcohol.Það stendur yfir­leitt ekki: Þessi vara inni­heldur pálma­ol­íu.

Órangútan berst við gröfu. Þetta er ójafn leikur. Úr mynd Davids Attenboroughs, Lífið á plánetunni okkar.En þrýst­ing­ur­inn sem WWF, Green­peace og fleiri reyna að skapa felst í því að fólk kaupi aðeins vörur sem hafa fengið stimpil frá Hring­borði sjálf­bærrar pálma­ol­íu, The Round­ta­ble on Susta­ina­ble Palm Oil (RSPO). Hring­borðið var stofnað árið 2004 af umhverf­is­sam­tökum og fyr­ir­tækjum og sífellt fleiri bæt­ast í hóp­inn. Mark­miðið var að beita þá sem fram­leiddu pálma­olíu þrýst­ingi til að hverfa til vist­vænni vega.Hring­borðið vís­aði fyr­ir­tæk­inu Nestlé frá borði árið 2018 þar sem það taldi það ekki upp­fylla skil­yrði sátt­mála sam­tak­anna. Nestlé sagð­ist nota „sjálf­bæra pálma­ol­íu“ í vörur sín­ar, t.d. súkkulaði­stykk­in, en annað kom á dag­inn.

RSPO-merkið mega aðeins þeir vöruframleiðendur nota sem fara að ströngum skilyrðum um sjálfbærni í framleiðslukeðjunni.Tíu ár eru síðan að áhrifa­mikil aug­lýs­ing Green­peace, þar sem sjá mátti mann bíta í fingur af órangútan í stað Kit-Kat stang­ar, varð til þess að Nestlé ákvað að stefna að því mark­miði að ná skóg­areyð­ing­ar-hlut­leysi (e. zer­o-­net defor­esta­tion) árið 2020. Í yfir­lýs­ingu frá fyr­ir­tæk­inu árið 2014 sagð­ist það aðeins nota sjálf­bæra pálma­olíu í verk­smiðjum sín­um. Með þessu þótti fyr­ir­tækið breyta stefnu sinni í umhverf­is­málum eftir henti­semi og þegar fyrri mark­mið reynd­ust því þung.Hring­borðið hefur fengið sinn skerf af gagn­rýni síð­ustu ár og það af mörgum sagt setja hagnað fyr­ir­tækja framar hinum göf­ugu mark­miðum sem sett voru í upp­hafi. Green­peace hefur t.d. bent á að það að banna Nestlé að segja olí­una sem fyr­ir­tækið notar sjálf­bæra ekki rétta for­gangs­röð­un. Fleiri fyr­ir­tæki sem aðild eiga að hring­borð­inu eigi þátt í áfram­hald­andi skóg­areyð­ingu án þess að vera refsað fyrir það með nokkrum hætti.Nestlé hefur nú fengið sæti við hring­borðið á ný. Það fékkst með því að búa til áætlun um hvernig fyr­ir­tækið ætlar sér að ná því mark­miði að nota aðeins sjálf­bæra olíu í vörur sínar fyrir árið 2023. Í áætl­un­inni er lögð áhersla á að allir fram­leiðslu­ferlar séu gegn­sæir og uppi á borð­um.

AuglýsingÖnnur fyr­ir­tæki og jafn­vel heilu versl­un­ar­keðj­urn­ar, hafa farið þá leið að fjar­lægja pálma­olíu úr vörum sín­um. Breska mat­vöru­keðjan Iceland hefur und­an­farna mán­uði hætt að nota pálma­olíu í um 450 vöru­teg­undir sem fram­leiddar eru undir vöru­merki versl­un­ar­inn­ar. Áfram verður haldið á þeirri braut.Í frum­skógi inter­nets­ins er ekki ein­falt að koma auga á staði þar sem hægt er að finna góðar upp­lýs­ingar um hvaða vörur inni­halda pálma­olíu og hvort hún sé þá vottuð sem sjálf­bær. Hér er þó ein síða sem hægt er að styðj­ast við og önnur hér og sú þriðja hér. Og hér er hægt að nálg­ast app hring­borðs­ins þar sem hægt er að fletta upp vörum og kanna hvort að þær noti pálma­olíu sem ræktuð hefur verið með þeirra skil­yrð­um.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar