Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni

Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.

Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Auglýsing

Pálma­olía er undra­efni. Hún er unnin úr ávexti sem vex í röku og hlýju lofts­lagi hita­belt­is­ins, og hefur stór­merki­lega eig­in­leika – allt að því lygi­lega. Hún fær sápu til að freyða betur og kex til að vera stökk­ara og skemmti­legra undir tönn. Hún gerir súkkulaði­stykki áferð­ar­fögur og er ástæðan fyrir því að ein­göngu þarf að hella heitu vatni á pakkanúðl­urn­ar. Svo getur hún látið vara­lit­inn verða mýkri og forðað mjólk­ur­ísnum frá því að bráðna hratt. Pálma­olía gerir krafta­verk. Krafta­verk sem við teljum okkur þurfa til að fóðra þrá okkar eftir stöðugt meiri þæg­indum í líf­inu. En vin­sældir hennar hafa stigið henni til höf­uðs ef svo má segja. Nátt­úru­legu skóg­arnir hafa auð­vitað engan veg­inn dugað til. Og þar sem eft­ir­spurnin er mikil hafa íbúar fátækra landa þar sem plantan sem getur af sér pálma­ol­í­una dafnar best, eygt von um betra líf með því að rækta hana. Til að anna eft­ir­spurn­inni er mörgum hekt­urum skóga rutt úr vegi dag­lega. Það þarf meira. Og meira.

AuglýsingSkóg­arnir sem hafa vikið fyrir olíu­pálm­unum eru heim­kynni fjöl­margra dýra­teg­unda. Sú stærsta er órangút­an, hæg­lát skepna og greind sem notar verk­færi, m.a. til að byggja sér hreið­ur. Nafn henn­ar, órangút­an, þýðir á tungu Malaja „per­sóna skóg­ar­ins“. Órangút­anar hafa búið í regn­skógum Indónesíu og Malasíu í tug­þús­undir ára.Líkt og mörg önnur dýr hafa þeir átt undir högg að sækja nokkuð lengi vegna ágangs manns­ins á búsvæði þeirra. En þeim var rekið bylm­ings­högg fyrir um tutt­ugu árum er pálma­ol­íu­iðn­að­ur­inn fór hratt vax­andi. Það högg hefur lík­lega fellt um 50 þús­und órangút­ana á tveimur ára­tug­um. Um 6-12 þeirra hafa fallið í val­inn á hverjum degi á þessu tíma­bili. Og enn eru þeir að deyja, þrátt fyrir fögur fyr­ir­heit stór­fyr­ir­tækja og þrýst­ing frá umhverf­is­sam­tökum og með­vit­uðum neyt­end­um.

Pálmaolíuakrar í Indónesíu. Mynd: GreenpeaceMeð­vit­und neyt­and­ans vakn­aði ekki upp úr þurru. Þeir höfðu flestir misst af því er undra­ol­í­unni frá Asíu var bætt við mat- og snyrti­vör­urnar sem þeir tíndu niður úr hillum mat­vöru­versl­ana og ofan í inn­kaupa­kerr­urn­ar. Það var ekki aug­lýst sér­stak­lega.En meira en ára­tugur er síðan að bar­átta umhverf­is­sam­taka, m.a. Green­peace, fór að vekja almenn­ing til með­vit­undar um áhrif pálma­ol­íu­rækt­ar­innar sem þá var orðin að umfangs­miklum iðn­aði með aðkomu stórra alþjóð­legra fyr­ir­tækja. Bænd­urnir í Indónesíu og Malasíu hafa fæstir orðið loðnir um lóf­ana.  Pálma­olía er svo mikið notuð í mat- og snyrti­vörum að talið er að um helm­ingur allra slíkra sem finna megi í versl­unum á Vest­ur­löndum inni­haldi hana. Hún er í sjampói, Oreo-kexi og hnetu­smjöri, svo dæmi séu tek­in.

Tvær leið­ir: Hætta að kaupa eða velja vörur velEn hvað á hinn með­vit­aði neyt­andi að gera? Á hann að sleppa því að kaupa vörur með pálma­ol­íu?Ekki endi­lega, segja nátt­úru­vernd­ar­sam­tökin World Wild­life Fund. Þau vilja frekar fara þá leið að fá sem flesta til liðs við sig og halda áfram að þrýsta á fyr­ir­tæki að kaupa aðeins olíu sem fram­leidd er með sjálf­bærum hætti og frá fram­leið­endum sem skilja raun­veru­lega eitt­hvað eftir hjá heima­mönn­um.Það er sann­ar­lega ekki auð­velt að átta sig á hvort að varan sem maður er í þann mund að setja ofan í inn­kaupa­kerruna inni­haldi pálma­ol­íu. Hér eru nokkur dæmi um hvernig pálma­olía er fram­sett í inni­halds­s­lýs­ingu: Vegeta­ble Oil, Vegeta­ble Fat, Palm Kern­el, Palm Kernel Oil, Palm Fruit Oil, Palma­te, Palmita­te, Palmolein, Glyceryl, Ste­ara­te, Ste­aric Acid, Ela­eis Guineens­is, Palmitic Acid, Palm Ste­ar­ine, Palmitoyl Oxoste­ara­mide, Palmitoyl Tetra­pept­ide-3, Sodium Laureth Sulfate, Sodium Lauryl Sulfate, Sodium Kern­ela­te, Sodium Palm Kern­ela­te, Sodium Lauryl Lac­t­yla­te/Sulp­hate, Hyrated Palm Glycer­ides, Etyl Palmita­te, Octyl Palmita­te, Palmi­tyl Alcohol.Það stendur yfir­leitt ekki: Þessi vara inni­heldur pálma­ol­íu.

Órangútan berst við gröfu. Þetta er ójafn leikur. Úr mynd Davids Attenboroughs, Lífið á plánetunni okkar.En þrýst­ing­ur­inn sem WWF, Green­peace og fleiri reyna að skapa felst í því að fólk kaupi aðeins vörur sem hafa fengið stimpil frá Hring­borði sjálf­bærrar pálma­ol­íu, The Round­ta­ble on Susta­ina­ble Palm Oil (RSPO). Hring­borðið var stofnað árið 2004 af umhverf­is­sam­tökum og fyr­ir­tækjum og sífellt fleiri bæt­ast í hóp­inn. Mark­miðið var að beita þá sem fram­leiddu pálma­olíu þrýst­ingi til að hverfa til vist­vænni vega.Hring­borðið vís­aði fyr­ir­tæk­inu Nestlé frá borði árið 2018 þar sem það taldi það ekki upp­fylla skil­yrði sátt­mála sam­tak­anna. Nestlé sagð­ist nota „sjálf­bæra pálma­ol­íu“ í vörur sín­ar, t.d. súkkulaði­stykk­in, en annað kom á dag­inn.

RSPO-merkið mega aðeins þeir vöruframleiðendur nota sem fara að ströngum skilyrðum um sjálfbærni í framleiðslukeðjunni.Tíu ár eru síðan að áhrifa­mikil aug­lýs­ing Green­peace, þar sem sjá mátti mann bíta í fingur af órangútan í stað Kit-Kat stang­ar, varð til þess að Nestlé ákvað að stefna að því mark­miði að ná skóg­areyð­ing­ar-hlut­leysi (e. zer­o-­net defor­esta­tion) árið 2020. Í yfir­lýs­ingu frá fyr­ir­tæk­inu árið 2014 sagð­ist það aðeins nota sjálf­bæra pálma­olíu í verk­smiðjum sín­um. Með þessu þótti fyr­ir­tækið breyta stefnu sinni í umhverf­is­málum eftir henti­semi og þegar fyrri mark­mið reynd­ust því þung.Hring­borðið hefur fengið sinn skerf af gagn­rýni síð­ustu ár og það af mörgum sagt setja hagnað fyr­ir­tækja framar hinum göf­ugu mark­miðum sem sett voru í upp­hafi. Green­peace hefur t.d. bent á að það að banna Nestlé að segja olí­una sem fyr­ir­tækið notar sjálf­bæra ekki rétta for­gangs­röð­un. Fleiri fyr­ir­tæki sem aðild eiga að hring­borð­inu eigi þátt í áfram­hald­andi skóg­areyð­ingu án þess að vera refsað fyrir það með nokkrum hætti.Nestlé hefur nú fengið sæti við hring­borðið á ný. Það fékkst með því að búa til áætlun um hvernig fyr­ir­tækið ætlar sér að ná því mark­miði að nota aðeins sjálf­bæra olíu í vörur sínar fyrir árið 2023. Í áætl­un­inni er lögð áhersla á að allir fram­leiðslu­ferlar séu gegn­sæir og uppi á borð­um.

AuglýsingÖnnur fyr­ir­tæki og jafn­vel heilu versl­un­ar­keðj­urn­ar, hafa farið þá leið að fjar­lægja pálma­olíu úr vörum sín­um. Breska mat­vöru­keðjan Iceland hefur und­an­farna mán­uði hætt að nota pálma­olíu í um 450 vöru­teg­undir sem fram­leiddar eru undir vöru­merki versl­un­ar­inn­ar. Áfram verður haldið á þeirri braut.Í frum­skógi inter­nets­ins er ekki ein­falt að koma auga á staði þar sem hægt er að finna góðar upp­lýs­ingar um hvaða vörur inni­halda pálma­olíu og hvort hún sé þá vottuð sem sjálf­bær. Hér er þó ein síða sem hægt er að styðj­ast við og önnur hér og sú þriðja hér. Og hér er hægt að nálg­ast app hring­borðs­ins þar sem hægt er að fletta upp vörum og kanna hvort að þær noti pálma­olíu sem ræktuð hefur verið með þeirra skil­yrð­um.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar